Dagur - 02.06.1992, Side 16

Dagur - 02.06.1992, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 2. júní 1992 Kodak ; Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni *l?esta GPeáíomyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324. Leikfélag Akureyrar: Leðurblakan trompið á næsta leikári - Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir og Roar Kvam stjórnar tónlist Nú hefur fengist staðfest að helsta tromp Leikfélags Akur- eyrar á næsta leikári verður óperettan Leðurblakan eftir Strauss. Félagið auglýsir nú eftir söngvurum í þessa viða- miklu uppfærslu en þeir þurfa jafnframt að vera góðir gam- anleikarar. Alls verða 9 leikar- ar og söngvarar í aðalhlutverk- um, 7-9 manna hljómsveit og 14 manna kór í uppfærslu LA á Leðurblökunni. Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sagði að helstu línur næsta leikárs hefðu verið dregnar. Lína langsokkur Góð sala hjá Skafta Skafti SK, togari Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., fékk gott verð fyrir afla sinn í Bremer- haven í gær. Seld voru 146 tonn af karfa og grálúðu fyrir 18,6 milljónir króna og var meðalverð á hvert kíló um 127 krónur, sem þykir mjög gott. Fyrir helgi var salan dræm og verðið í kringum 80 krónur á kílóið og það margborgaði sig fyrir Skafta að bíða fram yfir helgi enda rauk verðið upp. Grá- lúðan fór á um 138 krónur og var togarinn með um 60 tonn af henni en afgangurinn var karfi. Áhöfnin tók sér sumarfrí úti í þrjá daga en togarinn er núna á heimleið. SS Mistur fylgir hlýindunum: Blanda af ryki ogEvrópumengun Margur Norðlendingurinn hef- ur líkast til velt því fyrir sér ástæðum fyrir miklu mistri sem fylgt hefur hlýindunum að undanförnu. A tíðum hefur mistrið byrgt fjallasýn og dreg- ið úr sólarljósi. Trausti Jónsson, veðurfræðingur segir að svona sé ástandið víða á landinu og um sé að kenna bæði vatnsgufu, ryki og meng- un sem hingað berist til lands frá meginlandi Evrópu. „Þetta er sjálfsagt bæði ryk frá landinu og mengun frá Evrópu. Rykið kemur af hálendinu en þó mikill snjór sé á miðhálendinu þá er t.d. lítið á Mývatnssvæðinu. Síðan er nóg af sandi hér á Suðurlandinu," sagði Trausti. Sérkennilegur litur er á köflum á mistrinu þ.e. ljósblár og sagði Trausti að þá sé um að ræða vatnsgufu sem þéttist á rykloft- inu. Þar með verði hún sýnileg og beri þennan bláa lit. „En sjálfsagt er mengun líka í þessu frá Evrópu því loftstraumar hafa leg- ið þaðan. Petta eru samverkandi þættir,“ sagði Trausti. JÓH stígur fyrst á fjalirnar í hinu sívinsæla barnaleikriti Astrid Lindgren. Pá verður settur upp gamanleikur sem slegið hefur í gegn erlendis, The Foreigner eft- ir Larry Shue. Böðvar Guð- mundsson er að þýða verkið fyrir LA. Þriðja verkefnið er Leður- blakan og fjórða verkið verður síðan í tengslum við kirkjulista- viku í Akureyrarkirkju. „Við látum norðlenska söngv- ara ganga fyrir og vonumst til að geta að minnsta kosti mannað kórinn með heimamönnum og einhver einsöngshlutverk, en við munum leita suður í þau hlutverk sem ekki tekst að manna hér. Hljómsveitin verður skipuð heimamönnum,“ sagði Signý. Gengið hefur verið frá ráðn- ingu helstu stjórnenda við upp- færslu Leðurblökunnar. Leik- stjóri verður Kolbrún Halldórs- dóttir, sem leikstýrði hjá Frey- vangsleikhúsinu sl. vetur, Karl Aspelund hannar leikmynd og búninga og tónlistarstjóri verður Roar Kvam, en hann útsetur tón- listina og stjórnar hljómsveitinni. SS Mynd: ÞI Eiríkur Sigfússon oddviti tók fyrstu skóflustunguna á iaugardag með stórvirkri vinnuvél. Þelamerkurskóli á Laugalandi: Fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi - fyrirhugað að taka húsið í notkun á komandi vetri Fyrsta skóflustungan að íþrótta- húsi við Þelamerkurskóla á Laugalandi var tekin síðastliðinn laugardag. Eiríkur Sigfússon, oddviti Glæsibæjarhrepps, tók fyrstu stunguna með stórvirkri vinnuvél sem síðan var notuð við að grafa grunn hússins. Fyrirhugað íþróttahús er um 20x35 metrar og er hannað af VT teiknistofunni á Akranesi. Hrepparnir fjórir norðan Akureyrar, Glæsibæjar-, Arnarnes-, Skriðu- og Öxnadals- hreppur standa að byggingu íþróttahússins en þeir eru einnig aðilar að Þelamerkurskóla. Grunnur hússins var grafinn á laugardagskvöld strax að skóflu- stungunni lokinni. Fyrirhugað er að hefjast handa við byggingu þess innan tíðar og ljúka henni að mestu í sumar þannig að unnt verði að taka húsið í notkun á komandi vetri. ÞI Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa: Bregðast þarf við hugsanlegum skortí á einstökum kjötflokkum kiudakjöts Samdráttur í framleiðslu kinda- kjöts mun hugsanlega leiða til skorts í einstökum kjötflokk- um hjá sláturleyfishöfum. Slát- urfélag Suðurlands hefur þegar brugðist við þessu með því að boða aukna áherslu á notkun svína- og nautgripakjöts í vinnslu í stað kindakjöts. Á aðalfundi Landssamtaka slát- urleyfishafa á dögunum var rætt um þessi mál og var niður- staða af umræðunum sú að meðal aðgerða sem grípa megi til sé að auka verðmun milli flokka og efla samstarf meðal sláturleyfishafa. Þannig megi koma í veg fyrir skort á ein- stökum kjötflokkum kinda- kjöts. Á aðalfundi Landssambands sláturleyfishafa var fyrst og fremst rætt um stöðu sláturhúsa og vinnslu kjötafurða í Ijósi fyrir- Rúmlega 200 ráðnir í unglingavimiu - á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík Unglingavinna á vegum bæjar- félaga á Norðurlandi er að hefjast og verða rúmlega 200 unglingar á aldrinum 13-18 ára í fullri eða hálfri vinnu nokk- urn hluta sumarsins á Siglu- fírði, á Dalvík og á Ólafsfírði. Unglingavinna á Siglufirði hófst í gær og voru 75 unglingar, fæddir 1975-1979, skráðir til vinnu. Að sögn Baldvins Valtýs- sonar skrifstofustjóra á bæjar- skrifstofunum vinna unglingarnir út ágúst að yngsta árganginum undanskildum sem vinnur aðeins einn mánuð. Unnið verður sjö klukkustundir á dag við að snyrta bæinn, skarðið og fjörðinn allan. Að sögn Rúnars Guðlaugsson- ar, félagsmálastjóra hjá Ólafs- fjarðarbæ, hefja rúmlega 70 ungl- ingar störf á vegum bæjarins í dag. Rúnar sagði að vegna erfið- ara atvinnuástands væru ívið fleiri unglingar sem sótt hefðu um vinnu í ár en fyrri ár enda væri óvissa í saltfiskvinnslu ásamt öðru. Yngstu árgangarnir munu vinna fjóra tíma á dag a.m.k. út júlí en þeir sem orðnir eru 15-17 ára fá að vinna átta tíma á dag fram í miðjan ágúst. Vinna fyrir unglinga á vegum Dalvíkurbæjar hefst eftir hvíta- sunnuhelgi. Að sögn Bjarna Gunnarssonar, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúa, hafa 78 unglingar sótt um vinnu sem er rúmlega 50% fleiri en undanfarin ár. Fjár- hagsáætlun bæjarins gerir ekki ráð fyrir fullri vinnu handa svo mörgum en vinnuáætlun hefur verið endurskoðuð svo ekki þurfi að vísa neinum frá. Bjarni sagði aukna aðsókn stafa m.a. af breyttri vinnuáætlun hjá Söltun- arfélagi Dalvíkur þar sem ekki náðist samstaða um vaktavinnu- áætlun en einnig hefur heyrst að erfiðara sé að fá vinnu hjá fyrir- tækjum. Aðeins þrír flokkstjórar hafa verið ráðnir við unglinga- vinnuna en Bjarni sagðist vona að fjárhagur bæjarins leyfði að fleiri yrðu ráðnir í ljósi aukinnar aðsóknar. í fyrsta skipti hafa nokkrir 16 ára unglingar sótt um vinnu hjá bænum og munu þeir vinna fulla vinnu allt sumarið en yngri árgangarnir þrír fá að öllum líkindum vinnu ýmist hálfan eða allan daginn frá fjórum og upp í tólf vikur. Hinir elstu eru á Ein- ingartaxta, 320 kr. á klst. en þeir sem fæddir eru 1977-1979 fá 218 kr., 192. kr og 167 kr. í tímakaup eftir aldri en ofan á það bætist orlofshundraðshluti. GT sjáanlegra breytinga á rekstrar- umhverfi landbúnaðarins með nýjum búvörusamningi. Með honum verða teknar upp beinar greiðslur til framleiðenda í stað niðurgreiðslna á heildsöluverði. Með þessu falla niður stað- greiðslulán ríkissjóðs til slátur- leyfishafa en þau hafa gert þeim kleift að gera upp við bændur á tilsettum tíma. Sláturleyfishafar telja að þetta muni óhjákvæmi- lega hafa áhrif á núverandi fyrir- komulag þessara mála nema til komi hærra afurðalán frá bönkum. Hafnar eru formlegar viðræður Landssambands slátur- leyfishafa við viðskiptabankana um málið. Þá gæti, að mati fund- arins, komið til greina að taka upp umboðssölu á sauðfjárafurð- um á t.a.m. innmat og gærum. Sláturleyfishafar telja sig standa frammi fyrir verulegum kostnaðarhækkunum um leið og þeir þurfi að laga sig að breyttu rekstrarumhverfi og verulegum samdrætti í framleiðslu með aðhaldi í rekstri. Á aðalfundin- um kom fram að raforkuseljend- ur fyrirhuga 20-30% hækkun á raforkuverði og samþykkti fund- urinn ályktun um að leitað yrði eftir samningum við raforkusölur um lægra orkuverð. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga er formaður LS. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.