Dagur - 02.06.1992, Síða 15

Dagur - 02.06.1992, Síða 15
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 15 Sveitadvöl á vegum Landverndar: „Ætti að vera eðlilegur þáttur í skólagöngu hvers bams“ - litið við í Lauftúni Börnin skoða fíðurféð Sveitadvöl borgarbarna er nokkuö sem tíðkast hefur um áratugaskeiö, en þó virðist hafa dregið úr henni að undan- förnu. A síðasta ári var því hafist handa við tilraunaverk- efni í þessum málum að til- stuðlan Landverndar. Fjörutíu nemendur úr Austurbæjar- skóla í Reykjavík, á aldrinum 9-11 ára, dvöldust þá í tíu daga á sveitarbæjum og kynntust líf- inu eins og það gengur fyrir sig í sveitinni. I vetur var síðan ákveðið að halda verkefninu áfram og á vordögum bauðst 100 krökkum í flmmta bekk fjögurra skóla í Reykjavík, að halda út í sveitir landsins. Annar hópurinn úr Austur- bæjarskóla dvaldist í átta daga í Lauftúni í Skagaiirði og Dag- ur leit þar við að morgni þriðja dags dvalarinnar. Bærinn Lauftún stendur rétt hjá Varmahlíð og hefur verið rekin ferðaþjónusta þar síðustu þrjú árin. Indríður Indriðadóttir og Jósafat V. Felixsson, ábúend- ur í Húsey, sjá um rekstur ferða- þjónustunnar, en Felix, sonur þeirra og hans kona önnuðust Landverndar-hópinn með þeim. Lauftún var ekki eini bærinn á Norðurlandi sem tók þátt í verk- efninu að þessu sinni, heidur var annar hópur í Sölvanesi í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Langskemmtilegast á hestbaki Pegar blaðamann bar að garði voru tveir sprækir drengir að þvo upp og ganga frá í eldhúsinu eftir morgunmatinn. Hin ellefu voru að búa sig undir að fara út og reyta gras frá trjáplöntum við húsið. „Þau eru búin að sjá nýfædd folöld og lömb, en hafa nú ekki hitt á fæðingu ennþá. Síðan fóru drengirnir og renndu fyrir silungi í gærkvöld og veiddu tvo titti, en í gær fóru þau líka á hestbak og það þótti þeim mjög skemmti- legt. Enn sem komið er eru þau öll mjög áhugasöm og finnst voða gaman.“ Sagði Nína Magnús- dóttir, kennari krakkanna þrettán, en einn kennari fylgdi með hverjum hópi í sveitardvöl- ina. Ekki var heldur annað að heyra á borgarbörnunum en þeim þætti gaman í sveitinni og sögðu þau að langskemmtilegast væri að fara á hestbak. Þau sögð- ust líka vera alveg sátt við að mega ekki hlusta á vasadiskó, horfa á sjónvarp eða borða sæl- gæti, en allt slíkt er á bannlista Landverndar. Allir mjög ánægðir „Við erum í þessu verkefni í sam- starfi við Kennarasamband Islands, Stéttarsamband bænda, landbúnaðarráðuneytið og menntamálaráðuneytið. í fyrra fengum við styrk til þessa úr Framleiðnisjóði, frá mennta- málaráðuneytinu og frá Kennara- sambandinu. Allir voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og í ljósi þess langaði okkur til að víkka þessa tilraun út, þannig að í ár eru þetta tæplega hundrað börn sem skiptast niður á átta bæi. Með hverjum hópi fylgir kennari, en heimamenn taka einnig að sér launaða leiðsögn í sveitinni,“ segir Svanhildur Skaftadóttir, hjá Landvernd. Breytt náttúrufræði- kennsla Að sögn Nínu Magnúsdóttir, var náttúrufræðikennslu í Austurbæ- jarskóla breytt í kjölfar þessa til- raunaverkefnis Landverndar í fyrra og skipt úr líffræði yfir í húsdýr, fugla, fiska og plöntur. „Það virtist ekki vera vanþörf á að breyta kennslunni í náttúru- fræðinni, því við fengum mörg skringileg svör þegar við fórum að spyrja krakkana út í húsdýrin. Ég held þess vegna að mér sé óhætt að fullyrða að þau græða mikið á dvöl sem þessari í sveit- inni, því hér kynnast þau þessu öllu af eigin raun,“ sagði Nína. Hafragrautur í morgunmat Ekki virtist örla á matvendni hjá krökkunum í Lauftúni og að sögn þeirra fullorðnu borðuðu flest þeirra meira að segja hafragraut í morgunmat og sneiddu framhjá aðkeyptu kaffimeðlæti. „Það er mjög gaman að fá þessa krakka hingað, því þau sýna öllu áhuga og vilja fá að vita allt og taka þátt í öllu. Þau borða allt sem sett er fyrir þau og ennþá hafa þau ekki getað látið sér leið- ast, heldur verið virkilega spennt. Það eina sem kemur manni samt sérstaklega á óvart er hversu mjög þau þreytast á að ganga smáspöl hérna á milli húsa,“ sagði heimilisfólkið í Hús- ey um heimsóknina. Merk nýjung í skólastarfi Svanhildur hjá Landvernd segist ekki vita hvort framhald verði á þessari tilraun á næsta ári, en greinilegt sé að þörfin sé fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega óskaplega dýrt, því við greiðum þetta það mikið niður að foreldrarnir þurfa ekki að greiða nema átta þúsund krónur fyrir barnið í þessari átta daga dvöl. Við vitum ekki hvern- ig styrkjum til okkar verður hátt- að í ár og þaðan af síður hvort um eitthvað slíkt verður að ræða á næsta ári. Hins vegar finnst okk- ur hjá Landvernd að þetta ætti í rauninni að verða eðlilegur þátt- ur í skólagöngu hvers barns; að þau fái tækifæri til að upplifa sveitina og ekki síst að vori til. Spurningin er hvort skólarnir geti á einhvern hátt komið inn í þetta, en við höfum að minnsta kosti fullan hug á að halda þessu áfram, enda höfum við fengið þau viðbrögð frá foreldrum, að börnin þeirra hafi lært á þessum tíu dögum í fyrra. meira um nátt- úru og umhverfi en á allri sinni stuttu ævi. Ennfremur vilja for- eldrar halda fram að þetta sé merk- asta nýjung í skólastarfi sem komið hefur fram um árabil. Við viljum því gjarnan halda þessu áfram, en allt ræðst þetta af fjár- inagni," segir Svanhildur. Fróðari til baka Eftir að hafa fylgt krökkunum í fjárhúsin í Húsey, þar sem nýfædd lömb voru tekin í fangið fyrir myndatöku, yfirgaf blaða- maður þennan hressa hóp. Af fjöri barnanna að dæma hafa þau ekki látið sér leiðast þá fimm daga sem eftir voru af dvölinni og eflaust komið töluvert fróðari til baka í höfuðborgina. Hvort þau hafa þá byrjað á að fara í sjoppu og kaupa sér nammi, skrúfa upp í vasadiskóinu og setjast fyrir framan sjónvarpið, skal ekki fjöl- yrða um hér, en svo mikið er víst að sveitardvölin hefur ekki gert þeim neitt nema gott. SBG Minning______________________________ ‘jr* Björgvin Th. Jónsson Fæddur 22. febrúar 1921 - Dáinn 4. maí 1992. Erindi um fiiglalíf í óshólmum Eyjaflarðar Nú er hann farinn. Elsku afi okkar. Það er einkennilegt til þess að hugsa að framvegis þegar maður kemur í heimsókn í Víði- lund 24, kemur enginn hjólbein- óttur afi á móti manni, með tuskuna á lofti. Þótt Björgvin hafi ekki verið raunverulegur afi okkar, reyndist hann okkur samt sem áður hinn besti afi. Sérstaklega er okkur minnis- stætt hve natinn hann var við okkur sem krakka og virtist alltaf gefa sér tíma til að leika við okkur. Vinkonur okkar töluðu mikið um hve heppnar við værum að eiga svona góðan afa. Hann virkaði á okkur sem mjög lífsglaður maður. Var mjög duglegur að stunda líkamsþjálfun og hugsaði mjög mikið um að borða hollan og næringarríkan mat, og reyndi hann alltaf að miðla til okkar hve gott og.heilsu- samlegt það væri. Einnig er okkur mjög minnis- stætt þegar afi og amma komu í heimsókn að hann virtist alltaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Ýmist var hann að hjálpa mömmu við heimilisstörfin eða úti í garði að slá og klippa. Það sem okkur þótti einna vænst um og eigum eftir að sakna eru vísurnar sem afi og amma skrifuðu alltaf í afmæliskortin okkar. En það er víst eitt af því sem maður verður að sætta sig við þegar ástvinir manns deyja. En allar þessar góðu minningar sem við eigum um afa munu fylgja okkur gegnum lífið þar sem hann hefur verið svo mikil- vægur hluti af því. Élsku amma, við vonum að góður guð eigi eftir að veita þér styrk, því við vitum að þú átt margar fallegar minningar um afa sem munu ylja þér um hjartaræt- ur um ókomna framtíð. Astarkveðjur, Eva Björg Guðmundsdóttir, Þorgerður Kristín Guðmunds- dóttir. Ævar Petersen, fuglafræðing- ur, hefur mörg undanfarin ár rannsakað fuglalíf við Akur- eyrarflugvöll og í óshólmum Eyjafjarðar. Ahugahópur unt náttúrufræði hefur fengið hann til að segja frá rannsóknum sínum og lýsa fuglalífinu í máli og myndum á fundi á Hótel KEA miðvikudagskvöldið, 3. júní kl. 20.30. Óshólmar Eyjafjarðarár eru á náttúruminjaskrá og hefur nokk- uð verið rætt um að koma þar upp friðlandi eða fólkvangi og nýta þá bæði sem fuglafriðland og útivistarsvæði. Fyrir nokkrum árum efndi Umhverfisnefnd Akureyrar til fundar með land- eigendum um þessi mál. Ævar Petersen er reiðubúinn að svara fyrirspurnum um þessar hug- myndir, einkum að því er varðar fuglalífið, og er ástæða til að hvetja alla þá sem hafa áhuga á þessu svæði, að mæta á fundinn. Aðgangur er ókeypis að öðru leyti en því að fundarntenn kaupa veitingar í fundarhléi. Úrslit í bygginga- samkeppni LEGO Úrslit í hinni velheppnuðu bygg- ingasamkeppni LEGO á Akur- eyri. 1. verðlaun Líney Úlfarsdóttir, 12 ára. 2. verðlaun Hörður Þór Rafns- son, 10 ára. 3. verðlaun Jón Geir Sveinsson, 8 mánaða. Bestu þakkir til allra þátttak- enda frá LEGO, Leikfangamark- aðnum París og Vöruhúsi KEA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.