Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júní 1992 Íþfíóttir 1. deild kvenna UBK-Þróttur N. 8:1 Þór-KR 0:2 Stjarnan-Valur 0:1 ÍA-Þróttur N. 8:2 Staðan: UBK 2 2-0-0 12:1 6 Valur 2 2-0-0 2:0 6 KR 2 1-1-0 3:14 ÍA 2 1-0-1 8:3 3 Þróttur N. 3 1-0-2 5:17 3 Stjarnan 2 0-1-1 1:2 1 Höttur 1 0-0-1 1:2 0 Þór 2 0-0-2 0:6 0 2. deild 2. umferð: BÍ-ÍR 2:2 Fylkir-Víðir 4:0 Selfoss-Stjarnan 1:2 Þróttur R.-Grindavík 3:1 ÍBK-Leiftur 1:0 Staðan: Fylkir 2 2-0-0 7:2 6 Þróttur R. 2 2-0-0 6:3 6 ÍBK 2 1-1-0 3:2 4 Stjurnan 2 1-0-1 4:4 3 ÍR 2 0-2-0 2:2 2 BÍ 2 0-1-1 4:5 1 Selfoss 2 0-1-1 2:3 1 Leiftur 2 0-1-1 0:1 1 Grindavík 2 0-1-1 3:5 1 Víðir 2 0-1-1 1:5 1 Markahæstir: Indriði Einarsson, Fylki 3 Kristinn Lárusson, Stjörnunni 2 Kristján Halldórsson, IR 2 ÓIi Þór Magnússon, ÍBK 2 Óskar Óskarsson, Þrótti 2 Páll Guðmundsson, Selfossi 2 Zoran Milovic, Fylki 2 Þórður Jónsson, Þrótti 2 3. deild 2. umferð: Tindastóll-Skallagrímur 5:3 Grótta-KS 3:1 Þróttur N.-Haukar 4:2 Völsungur-Ægir 1:1 Magni-Dalvík frestað Staðan: Þróttur N. 2 2-0-0 9:3 6 Grótta 2 2-0-0 5:1 6 Tindastóll 2 2-0-0 7:4 6 Völsungur 2 1-1-0 4:2 4 Dalvík 1 1-0-0 3:0 3 Ægir 2 0-1-1 1:4 1 Magni 1 0-0-1 0:2 0 Haukar 2 0-0-2 3:6 0 Skallagrímur 2 0-0-2 4:8 0 KS 2 0-0-2 2:8 0 Markahæstir: Goran Micic, Þrótti N. 4 Kristján Brooks, Gróttu 4 Sverrir Sverrisson, Tindastóli 4 Eysteinn Hákonars., Þrótti N. 2 Hafþór Kolbeinsson, KS 2 Hilmar Hákonarson, Völsungi 2 4. deild C 1. umferð: HSÞ b-Neisti 3:1 Kormákur-Þrymur 6:0 SM-Hvöt 1:4 Staðan: Kormákur 1 1-0-0 6:0 3 Hvöt 1 1-0-0 4:1 3 HSÞ b 1 1-0-0 3:1 3 Neisti 1 0-0-1 1:3 0 SM 1 0-0-1 1:4 0 Þrymur 1 0-0-1 0:6 0 Markahæstir: Rúnar Guðmundsson, Kormáki 2 Sigurður Ágústsson, Hvöt 2 2. deild: Keflavíkursigur í leik hinna glötuðu tækifæra Keflvíkingar sigruðu Leifturs- menn 1:0 í annarri umferð 2. deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu í Keflavík á laugardag- inn. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur, bæði lið fengu fjölmörg færi en það var Óli Þór Magnússon sem skor- aði eina mark leiksins fáum mínútum fyrir leikslok. „Ég vildi halda stiginu sem við vorum með í upphafi og er von- svikinn yfir að það skyldi ekki takast þar sem við spiluðum vel. Þetta var mun betri leikur hjá okkur en gegn ÍR og ég vona bara að það verði áfram sami stígandinn í leik liðsins. Þetta er enn að mótast hjá okkur og ég held að það sé engin ástæða til svartsýni," sagði Marteinn Geirs- son, þjálfari Leifturs. Keflvíkingar voru heldur sterkari í fyrri hálfleik og sóttu meira en Þorvaldur Jónsson fór á kostum í marki Leifturs og bjarg- aði oft meistaralega. Leifturs- menn fengu einnig sinn skammt af tækifærum en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var í járnum, bæði lið sóttu af kappi og fengu fjölmörg tækifæri. Úrslitin réðust fáum'mínútum fyrir leikslok þeg- ar Óli Þór Magnússon fékk send- ingu inn í vítateig Leifturs, aðþrengdur af þremur varnar- mönnum náði hann að snúa sér og skora nokkuð óvænt mark eft- ir öll dauðafærin sem farið höfðu í súginn. Eftir markið drógu Keflvíkingar sig til baka og náðu að halda fengnum hlut. Þorvaldur átti stórleik í marki Leifturs og verður að teljast besti maður liðsins. Keflavíkurliðið var jafnt en óhætt er að nefna Þorvaldur Jónsson átti stórleik í Keflavík. sérstaklega Óla Þór sem barðist að venju vel og skapaði jafnan usla þegar hann komst á ferðina. 3. deild: Atta mörk skoruð á Sauðárkróki - Sverrir enn á skotskónum - Völsungar heppnir gegn nýliðunum Önnur umferð 3. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu var leikin um helgina að undan- skildum leik Magna og Dalvík- ur sem frestað var til fímmtu- dags. Tindastóll sigraði Skalla- grím 5:3 í opnum og skemmti- legum leik á Króknum, Völs- ungur og Ægir skildu jöfn 1:1 á Húsavík, Grótta sigraði KS 3:1 á Seltjarnarnesi og Þróttur sigraði Hauka 4:2 á Neskaup- stað. Völlurinn á Sauðárkróki var blautur eftir mikla rigningu fyrr um daginn og hafði það nokkur áhrif á gang mála. Leikurinn var samt þokkalega leikinn og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Tindastóll sótti heldur meira í fyrri hálfleik og Sverrir Sverris- son, sem er greinilega á skot- skónurn þessa dagana, náðu for- ystunni fyrir liðið. Valdimar Sig- urðsson jafnaði umsvifalaust fyrir Skallagrím en skömmu síðar skoruðu Skallagrímsmenn sjálfs- mark og staðan í hléi var 2:1. Úrslitin réðust í upphafi seinni hálfleiks þegar Tindastóll skoraði þrjú mörk á 6 mfnútna kafla. Sverrir var enn á ferðinni, síðan Bjarki Pétursson og loks bróðir hans Pétur með sitt fyrsta mark í 3. deild. Eftir markið dró heldur af Tindastólsliðinu og gestirnir sóttu. Guðmundur Matthíasson og Finnur Thorlacius bættu hvor sínu markinu við en munurinn var of mikill til að sigur Stólanna væri nokkurn tíma í hættu. „Við erum enn í startholunum og það er margt sem er hægt að laga. Þetta kemur með tímanum og ætti að vera orðið gott um miðjan júní,“ sagði Guðbjörn Tryggvason, þjálfari Tindastóls. Völsungar heppnir Völsungar voru heppnir að ná jafntefli gegn nýliðum Ægis á Húsavík. Jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik en Ægismenn náðu forystunni með drauma- marki Dagbjarts Einarssonar, þrumuskoti af 25 m færi upp und- ir skeytin. Jónas Hallgrímsson jafnaði strax fyrir Völsung með skalla af stuttu færi eftir sendingu Róberts Skarphéðinssonar. í seinni hálfleik voru Völsungar ekki með á nótunum og náðu sér aldrei á strik en nýliðarnir léku af krafti og voru nokkrum sinnum nálægt því að skora. Það var hins vegar frammistaða Haraldar Haraldssonar, markvarðar Völs- ungs, sem færði Völsungum stig að þessu sinni. Kristján með þrennu gegn KS Siglfirðingar lentu í vandræðum á Seltjarnarnesi þegar Ólafur Þ. Hall fékk rautt spjald strax eftir Leikjatafla 1. deildarkvenna 27.05. Þór-UBK kl. 20.00 27.05. KR-Stjarnan kl. 20.00 27.05. Höttur-Þróttur kl. 20.00 28.05. Valur-ÍA kl. 20.00 30.07. UBK-Þróttur kl. 14.00 31.07. Þór-KR kl. 14.00 31.07. Stjarnan-Valur kl. 14.00 31.07. ÍA-Þróttur kl. 14.00 04.06. KR-UBK kl. 20.00 05.06. ÍA-Höttur kl. 20.00 05.06. Þór-Valur kl. 20.00 06.06. Stjarnan-Höttur kl. 14.00 12.06. Höttur-KR kl. 20.00 12.06. ÍA-Stjarnan kl. 20.00 12.06. Valur-UBK kl. 20.00 14.06. Þróttur-KR kl. 14.00 25.06. UBK-fA kl. 20.00 25.06. Þróttur-Stjarnan kl. 20.00 26.06. KR-Valur kl. 20.00 27.06. Höttur-Þór kl. 14.00 28.07. Þróttur-Þór kl. 14.00 11.07. Þróttur-Valur kl. 14.00 12.07. Þór-ÍA kl. 14.00 12.07. Höttur-Valur kl. 14.00 15.07. ÍA-KR kl. 20.00 15.07. UBK-Stjarnan kl. 20.00 17.07. Þróttur-Höttur kl. 20.00 22.07. Stjarnan-KR kl. 20.00 kl. 20.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 18.00 kl. 19.00 kl. 19.00 kl. 16.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 19.00 kl. 19.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 19.00 kl. 19.00 kl. 14.00 kl. 19.00 kl. 18.30 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 06.09. Valur-Þróttur kl, 14.00 06.09. UBK-Höttur kl. 14.00 22.07. ÍA-Valur 25.07. KR-Þór 25.07. Þróttur-UBK 26.07. Stjarnan-Þór 26.07. Höttur-UBK 30.07. Höttur-Stjarnan 05.08. Valur-Stjarnan 07.08. UBK-Þór 08.08. Höttur-ÍA 08.08. Valur-Þór 09.08. Þróttur-ÍA 10.08. UBK-KR 14.08. ÍA-UBK 15.08. Þór-Þróttur 15.08. KR-Höttur 16.08. Valur-Höttur 18.08. Stjarnan-ÍA 19.08. Valur-KR 23.08. Þór-Höttur 25.08. Stjarnan-UBK 28.08. ÍA-Þór 29.08. UBK-Valur 29.08. KR-Þróttur 30.08. Stjarnan-Þróttur 06.09. Þór-Stjarnan 06.09. KR-ÍA Sverrir Sverrisson skorar og skorar fyrir Tindastól. Hann bætti tveimur í safnið um helgina. Mynd. SBG 10 mínútur fyrir að sparka einn Gróttumann niður eftir að búið var að dæma aukaspyrnu. Gróttu- menn réðu algerlega ferðinni eft- ir þetta og hinn hættulegi Kristján Brooks skoraði þrívegis áður en flautað var til leikhlés. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn og Hafþór Kolbeinsson minnkaði muninn fyrir KS á 70. mínútu en nær komust Siglfirð- ingar ekki. Á Neskaupstað mættust Þrótt- ur og Haukar og sigruðu heima- menn 4:2. Goran Micic, Zoran Cikic, Eysteinn Kristinsson og Guðbjartur Magnason skoruðu fyrir Þrótt en Guðmundur Valur Sigurðsson og Bogi Pétursson svöruðu fyrir Hauka. Jaðarsvöllur: Úrslit úr mótum helgarmnar Sl. fímmtudag fór fram svo- kallaður snærisleikur í golfí á Jaðarsvelli á Akureyri og um helgina voru haldin tvö tví- menningsmót. í snærisleiknum fengu kepp- endur snærisspotta í hlutfalli við forgjöf og máttu færa boltann til eins og spottinn leyfði. Sigurveg- Æflngar hjá „Old Boys“ Æfingar eru hafnar hjá „Old Boys“ liði Þórs í knattspyrnu vegna „Pollamótsins“ sem fram fer helgina 3.-5. júlí. Æfingarnar eru ætlaðar 30 ára og eldri og fara fram á Þórsvellin- um á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 20.45. Gífurleg aðsókn er í „Polla- mótið“ og hafa um 40 lið verið skráð til leiks. ari varð Eiríkur Haraldsson á 63 höggum, Jóhann Pétur Andersen varð annar á 65 og Kjartan Bragason þriðji á 66. Á laugardaginn var tví- menningskeppni með forgjöf. Báðir aðilar slógu frá teig. og héldu svo áfram með tvær kúlur frá betri staðnum. Sigurvegarar urðu Njáll Harðarson og Valdi- mar Valsson á 52 höggum en Haukur Jónsson og Viðar Þor- steinsson urðu í öðru sæti. Aðeins voru veitt verðlaun fyrir tvö efstu sætin. Á sunnudaginn var haldin keppni í svokölluðum betri bolta sem er punktakeppni þar sem tveir og tveir leika saman. Sigur- vegarar urðu Jóhann P. Ander- sen og Kjartan Bragason með 46 punkta og í öðru sæti Guðni Jónsson og Eyjólfur Ágústsson með 42.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.