Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júní 1992 Dagskrá fjölmiðla ( Sjónvarpinu í kvöld kl. 20.35 verður sýndur fyrsti þáttur af sex í gamanmyndaflokknum Fír- ug og feit. Fjallar hann um Izzy sem þarf að greiða úr margvíslegum flækjum f einkalífi sínu Sjónvarpið Þríðjudagur 2. júní 18.00 Einu sinni var... í Ameríku (6). 18.30 Hvutti (6). (Woof.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (54). 19.30 Roseanne (11). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fírug og feit (1). (Up the Garden Path) Breskur gamanmyndaflokk- ur byggður á skáldsögu eftir Sue Limb um kennslukon- una Izzy og ástamál hennar. Aðalhlutverk: Imelda Staunton, Nicholas le Prevost, Susan Kyd og Mike Grady. 21.00 Á eigin spýtur (2). Smíðum bókahillu. Þáttaröð þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi verk- færi, efni, smíði og ýmislegt viðhald á heimilinu. 21.20 Ástir og undirferli (6). (P.S.I. Luv U.) 22.10 Evrópumót landsliða í knattspyrnu. í þættinum verður brugðið upp svipmyndum af þeim átta liðum sem keppa á Evrópumótinu í Svíþjóð 10. til 26. júní, sýnt úr leikjum í undankeppninni og rætt við fræga knattspyrnumenn. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Kastljós. í þættinum er fjallað um EFTA-fundinn í Reykjavík og rætt við Franz Andries- sen varaforseta fram- kvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins. 23.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 2. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Nebbarnir. 17.55 Biddi og Baddi. 18.00 Framtíðarstúlkan. (The Girl from Tomorrow.) 18.30 Popp og kók. 19.19 19:19. 20.10 Visa-Sport. 20.40 Neyðarlínan. (Rescue 911.) 21.30 Þorparar. (Minder.) 22.25 Auður og undirferli. (Mount Royal.) 23.15 Nábjargir. (Last Rites.) Prestur nokkur skýtur skjólshúsi yfir stúlku sem er á flótta undan mafíunni. Síð- ar kemur í ljós að presturinn er nátengdur mafíunni og magnast þá spennan. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Daphne Zuniga og Chick Vennera. Stranglega bönnuð börnum. 00.55 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 4. júní MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 7.34 Heimsbyggð - Sýn til Evrópu. Oðinn Jónsson. 7.45 Daglegt mál, Ari Páll Kristinsson flytur þáttinn. 08.00 Fróttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Bara í París. Hallgrímur Helgason flytur hugleiðingar sínar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. Umsjón: Bergljót Baldurs- dóttir. 09.45 Segðu mér sögu, „Það sem mér þykir allra best“ eftir Heiðdísi Norðfjörð. Höfundur les (10). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með HaUdóra Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið i nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir - Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.00 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Næturvakt" eftir Rodney Wingfield. Spennuleikrit í fimm þáttum, fjórði þáttur. 13.15 Út i sumarið. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Endur- minningar Kristínar Dalsted. Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir les (9). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Að fara alla leið. Annars konar Ufsmáti, öðra- vísi samfélag. Sagt frá Xanthyrosi, Ramosi og Leið elskandans. Umsjón: Sigurður Skúlason. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hljóðmynd. 16.30 í dagsins önn - Þagnar- skylda á sjúkrahúsum. Umsjón: Margrét Erlends- dóttir. (Frá Akureyri.) 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Guðrún S. Gísladóttir les Laxdælu (4). Ragnheiður Gyða Jónsdóttir rýnir í textann og veltir fyrir sér forvitnUegum atriðum. 18.30 Auglýsingar - Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Úr tónlistarlifinu. Frá nýja heiminum. 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.20 Játningar Nonna litla. 23.10 Fimmtudagsumræðan. 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 4. júní 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Auður Haralds segir fréttir úr Borginni eilífu. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.40 Hér og nú. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferðamenn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug tónlist, íþróttalýsingar og spjall. Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 22.10 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson stýrir þætti sínum í 200. sinn. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Með grátt í vöngum. 02.00 Fréttir. 02.02 Næturtónar. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 4. júní 08.10-08.30 Útvarp Norður- Iands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Þriðjudagur 2. júní 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig en hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heimilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- an er 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Hressileg Bylgjutónlist í bland við létt spjall. Mannamál kl. 14 og 15. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sím- inn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Krístófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Hallgríms Thorsteinsson, í trúnaði við hlustendur Bylgj- unnar, svona rétt undir svefninn. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Þríðjudagur 2. júní 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son með vandaða tónlist úr öllum áttum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 18.00. Síminn 27711 er opinn fyrir óskalög og afmæliskveðjur. / smá« & STORT # Fordæmdir tóbaksfíklar Gærdagurinn var mörgum tóbaksfíklinum óbærilegur. Þeir sem til þessa höfðu setið óáreittir úti í horni á vinnu- staðnum með pípustert eða sígarettu í munni voru skyndilega úthrópaðir, for- dæmdir, niðurlægöir, útskúf- aðir, bannfærðir og nánast réttdræpir. Einhverjar til- skipanir höfðu borist að ofan um reyklausan dag á vinnu- stöðum og þar með varð fjandinn laus. Hæglátustu menn umturnuðust, striga- bassar fóru upp á háa c-ið og friðsemdarmenn urðu ofbeld- ishneigðir. Ritara S&S er kunnugt um að ráðist hafi verið á mann sem dró upp sígarettu á kaffistofu og hann beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi, auk þess sem flestir fíklar þurftu að sæta félags- legu ofbeldi i gær. Það má vera að þetta sé í hæsta máta ánægjulegt og gott dæmi um jákvæða múgsefjun. Reyk- ingar eru jú böl en benda má á annað. Hvað myndi gerast ef Áfengisvarnaráð fengi sömu ítök í kerfinu og Tóbaksvarnanefnd og boðaði skraufþurran og áfengislaus- an dag næsta föstudag? Ætli þorri landsmanna myndi ekki hiksta af hlátri og láta þessa tilskipun sem vind um eyru þjóta. # Kristur í Ólafsfirði Dagur birti skondna frétt sl. laugardag sem snerist um hreinlætisþörf nokkurra manna í Ólafsfirði. Orðrétt sagði í fréttinni: „Tveimur Ólafsfirðingum var stungið inn til að sofa úr sér ölvun eftir að þeir, ásamt þremur Akureyringum, höfðu farið að fordæmi Krists og baðað sig í tjörninni sunnan Tjarnar- borgar aðfaranótt uppsting- ingardags.“ Nú kunna les- endur að spyrja: Hvenær baðaði Kristur sig í tjörninni sunnan Tjarnarborgar í Ólafsfirði? Hefur Kristur yfir höfuð komið til Ólafsfjarðar? Hvaða fordæmi er blaðamað- urinn að tala um? Þetta minn- ir um margt á aðra skondna frétt frá því í vetur þegar Jesús Kristur fannst í Eyja- fjarðarsveit. Þeir eru sannar- lega farnir að færa sig upp á skaftið, Eyfirðingar, og guð má vita hverju þeir taka upp á næst. Kannski fullyrða þeir að Sesar hafi verið úr Svarf- aðardal eða Kleópatra frá Kljáströnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.