Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júní 1992 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI íbúðir óskast! Viljum taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúðir fyrir starfsmenn okkar. Vinsamlega hafið samband við Vigni Sveinsson aðstoðarframkvæmdastjóra F.S.A. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 22100. Viðskiptavinir athugið! Frá 1. júní verður opið í hádeginu virka daga og laugardaga frá kl. 09.00-12.00. UU EYFJÖRÐ ý Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Aðalftindur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn föstudaginn 5. júní 1992 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. ^SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júlí 1992. Menntamálaráðuneytið, 1. júní 1992. Ferskar fréttir með morgunkaffinu 96-24222 Tónlist Samsöngur í Akureyrar- kírkju 24. maí 1992 „Gamlir Fóstbræður" og „Gamlir Geysismenn“, en svo kalla þessir kórar sig, héldu samsöng í kirkj- unni á Akureyri sunnudaginn 24. maí sl. Kórarnir sungu nokkur lög hvor fyrir sig, svo og saman. Söngstjórar voru Jón Þórarinsson hjá Fóstbræðrum og Árni Ingi- mundarson hjá Geysi. Sameigin- legu lögunum stjórnuðu þeir til skiptis. Undirleikari var Jónas Ingimundarson og einsöngvarar Aðalsteinn Jónsson, Kristinn Hallsson og Örn Birgisson. Flestir söngmanna voru vel yfir sextugt, en einnig voru þarna yngri menn, sem áður hafa sung- ið með Fóstbræðrum eða Geysi, en af ýmsum ástæðum flutt sig yfir í „öldungadeildina“. Þeir yngstu munu hafa verið um fer- tugt og sá elsti 87 ára. Karlakórar eiga nær 100 ára hefð hér á landi, en síðustu ára- tugi hafa þeir átt nokkuð undir högg að sækja. M.a. er því haldið fram að karlakór sé einhæft hljóðfæri. Möguleikar hans til tjáningar á tónlist séu harla tak- markaðir. Þetta er að sjálfsögðu rétt og er nóg til stuðnings þessari kenningu að benda á hið tak- markaða tónsvið, raddsvið karla- radda. Það út af fyrir sig setur viðfangsefnum karlakóra þröng- ar skorður. En það er löng leiðin til keisar- ans og langur vegur frá rímna- kveðandi til fjölbreytilegra tján- ingarforma tónlistar. Sá vegur varð ekki farinn á einum degi. Á þeirri leið hefur fjölraddaður söngur, og ekki síst karlakór, verið íslendingum nauðsynlegur skóli eða áfangi á langri vegferð. Hann var líka hægt að stunda alls staðar án þess að gera kröfur um húsakynni og aðra sérstaka aðstöðu. Auk þess er karlakórssöngur sérstakt, klassískt form tjáningar á þeirri tónlist, sem karlakór hæf- ir og í höndum þess, sem þekkir takmörk hans. Engin ástæða er til að fella hann alveg niður. Hann á að geta lifað góðu lífi við hlið annarra tónlistarforma. Og tæpast getur ljúfari hljóm úr neinu hljóðfæri en mannsrödd getur verið. Samsöngur þeirra félaga úr Fóstbræðrum og Geysi sunnu- daginn 24. maí sl., bar flest þau einkenni, sem karlakórssöng geta prýtt. Söngskráin bar glögg merki þeirra, sem vita hvað karlakór getur og hvað hann getur ekki. Jafnvægi milli radda og samtök voru í góðu lagi. Falskir tónar eða hjáróma raddir heyrðust ekki. Textinn var mjög hafður með í ráðum um túlkun laganna, bæði hljóðfall og merking orða. Raddgæði og raddmagn hópsins voru frábær og síðast, en þó framar öllu, sönggleðin. Þessi djúpa gleði og samkennd, sem skapast við samsöng með góðum félögum og á góðri stund. Þessa sérstöku tilfinningu, sönggleðina, skynja þeir og skilja best, sem hafa sjálfir tekið þátt í að skapa hana. Á samsöngnum sl. sunnudag var hún til staðar í öllu sínu veldi og duldist engum. Hún sást, hún heyrðist, hún fannst því að hún bókstaflega streymdi frá söngmönnum til áheyrenda frammi í kirkjunni. Þegar þeim skilyrðum, sem ég hef hér nefnt, er fullnægt getur árangur aðeins orðið á einn veg, sé maður á annað borð hlynntur karlakórssöng: Sem sé ágætur. Mér leið afskaplega vel meðan á samsöngnum stóð, og ég hafði það á tilfinningunni að sama gilti um aðra áheyrendur svo og um söngmennina sjálfa. Ég flyt þeim, söngstjórum, einsöngvur- um og undirleikara kærar þakkir fyrir daginn. Þóroddur Jónasson. Fyrsta píanóhátíðin: Tónleikar Kanmier- Wjómsveitar Akureyrar Fyrstu píanóhátíðinni, sem haldin hefur verið á íslandi og sem stóð á Akureyri dagana 23. til 25. maí, lauk með tónleikum Kammer- hljómsveitar Akureyrar mánudag- inn 25. maí. Stjórnandi var Guð- mundur Óli Gunnarsson og kons- ertmeistari Anna Podhajska. Fyrsta verkið á efnisskrá hljómsveitarinnar var Konsertínó fyrir píanó og hljómsveit eftir John Speight. Einleikari á píanó var Þórarinn Stefánsson. Verkið skiptist í kaflana Allegro, Sostenuto og Allegro burlescamente. í því notar tón- skáldið hluta úr klassískum verk- um með skemmtilegum og fjöl- breyttum hætti og verður úr skemmtileg, gamansöm tónlist. Leikur Þórarins Stefánssonar var glæsilegur. Hann dró fram blæbrigði verksins af öryggi og festu og nýtti glæsilega og af mikilli tækni getu hljóðfærisins til túlkunar og litunar. Strengjahlutar kammerhljóm- sveitarinnar komu mest við sögu í flutningi þessa verks. Auk þeirra léku eitt enskt horn og tvær þverflautur og skiluðu sín- um hluta flutningsins vel. Frammistaða strengjaleikar- anna var með því allra besta, sem til þeirra hefur heyrst. Gallar voru fáir og smáir og sem næst engir eftir fyrsta kafla verksins. Sostenuto-kaflinn, sem er mjúk- ur og ljóðrænn, var sérlega fal- lega leikinn og einnig var loka- kaflinn prýðilega leikinn, hraður og fjörlegur. Annað verk tónleikanna er eft- ir Oliver Kentish og heitir Myrkraverk. Það er skrifað fyrir blásarasveit einungis. í því nýtir höfundur ýmsa óvenjulega möguleika hljóðfæranna á snyrti- legan hátt. Uppbygging verksins er fjörleg og leikandi og talsvert hugmyndarík. Blásarasveitinni tókst almennt vel í flutningi þessa verks. Leikur hennar var langoftast öruggur og ákveðinn og samhæfing í góðu lagi. Einna helst fremst í verkinu og undir lokin skorti dálítið á, að hljóðfæraleikararnir væru svo samstíga sem æskilegt hefði verið. Hljómur blásaranna var góður jafnt í tréblásurum sem málmblásurum og bar tæplega skugga á. Það var skemmtilegt að eiga þess kost að heyra tvo höfuðhluta kammerhljómsveitarinnar, strengi og blásara, hvorn í sínu lagi. Af almennri frammistöðu þeirra má ljóslega sjá, að efnið til góðra hluta er til í hljómsveit- inni. Lokaverk tónleika Kammer- hljómsveitar Akureyrar að þessu sinni var Recitation - Concerto serpentinata eftir Atla Heimi Sveinsson. í þessu verki, sem skrifað er fyrir píanó og hljóm- sveit, var hljómsveitin aukin að slagverki. Einnig bættust við þrír söngvarar, Dagný Pétursdóttir, sópran, Þuríður Vilhjálmsdóttir, alt, og Michael Jón Clarke, baritón. Einleikari á píanó var Kristinn Örn Kristinsson. Hann skilaði sínum hluta glæsilega og hafði þó iðulega ekki um auðveld eða* hefðbundin atriði að fjalla. Slíkt virtist ekki í neinu vefjast fyrir honum, heldur var frammistaða hans öll fumlaus og ákveðin. Þetta verk Atla er nær örugg- lega það allra torveldasta, sem Kammerhljómsveit Akureyrar hefur tekist á við. Það er því ekki lítið ánægjuefni að geta sagt, að flutningur hljómsveitarinnar, einstakra hljóðfæraleikara, sem áttu stuttar einleiksstrófur, og söngvaranna var góður. Innkom- ur voru almennt þéttar og ákveðnar, greinileg feiltök afar fá, túlkunaratriði, svo sem þróttur, snerpa, samhæfni og áherslur einstakra hljóðfæra og hljóðfæraflokka og fleira skiluðu sér vel. Allt þetta er sagt með því fororði, að undirritaður hefur ekki heyrt þetta verk fyrr, var ekki með partitúr og byggir því einungis á þessari einu hlustun. Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum, var glæsilegur í hlutverki sínu. Taktslag hans var öruggt, ákveðið og blæ- brigðaríkt, bendingar hans um innkomur, brag og önnur túlkun- ar- og flutningsatriði ákveðin og greinileg. Að öðrum ólöstuðum er það vafalaust, að flutningur Kammerhljómsveitar Akureyrar á lokatónleikum píanóhátíðar- innar var svo góður sem raun ber vitni ekki síst fyrir styrka hönd hans á tónsprotanum. Guðmundur Óli hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri og tekur við því starfi undir lok sumars. Hann er boðinn velkominn með von um, að traust tök hans á Kammer- hljómsveit Akureyrar muni endurspeglast í stjórn hans á skólanum. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.