Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júní 1992 M færð allan pappír a einum stað S F* RL E M I Strandgötu 31 • Akureyri • -b? 24222 & 24166 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Álfabyggð 14, Akureyri, þingl. eig- andi Fríður Gunnarsdóttir, föstu- daginn 5. júní 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Brekkugata 25, miðhæð, Akureyri, þingl. eigandi Stefán Þorsteinsson og Anna Björnsdóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Gjaldskil sf. Munkaþverárstræti 13, efri hæð, Akureyri, þingi. eigandi Gunnar Kristjánsson, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Axelsson hrl. Sunnuhlíð 12, f-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Bernharð Steingríms- son, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Goðabyggð 7, Akureyri, þingl. eig- andi Jóna Vignisdóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Sigríður Thorla- cius hdl. og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Grundargerði 6 f, Akureyri, þingl. eigandi Ragnar E. Maríasson o.fl., föstudaginn 5. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Hafnarbraut 5, o.fl., Dalvík, þingl. eigandi Víkurbakarí, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Hafnarstræti 23, e.h., suðurendi, Akureyri, þingl. eigandi Ragnar Þór Björnsson o.fl., föstudaginn 5. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Sigríður Thorlacius hdl. Helgamagrastræti 23, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Anna Blöndal og Þórarinn Jóhannesson, föstu- daginn 5. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hrísalundur 8 g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Harðarson og María I. Tryggvadóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ásgeir Thor- oddsen hrl. Hvammshlíð 2, Akureyri, þingl. eig- andi Jón A. Pálmason, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Kaldbaksgata 8, Akureyri, þingl. eigandi Hafdís Ósk Sigurðardóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Keilusíða 10 d, Akureyri, þingl. eig- andi Sverrir Skjaldarson og Anna Hreiðarsdóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Húsnæð- isstofnun ríkisins. Keilusíða 7 h, Akureyri, þingl. eig- andi Marta E. Jóhannsdóttir, föstu- daginn 5. júní 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Langamýri 28, Akureyri, þingl. eig- andi Jóna Þórðardóttir, Steindór Kárason og Jenny Jónsdóttir, föstu- daginn 5. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Kristján Ólafsson hdl., Húsnæðisstofnun ríkisins og Sigríður Thorlacius hdl. Múlasíða 5 f, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn Verkamannabústaða, talinn eigandi BirgirTorfason, föstu- daginn 5. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og Benedikt Ólafs- son hdl. Skarðshlíð 22 e, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Sigurmar K. Albertsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. Steindyr, íbúðarhús, Svarfaðardal, þingl. eigandi Ármann Sveinsson, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Sigurð- ur G. Guðjónsson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Tryggvabraut 22, efsta hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Helga A. Jóhannsdóttir og Haraldur Pálsson, föstudaginn 5. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Ásgeir Thoroddsen hrl., Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Víðilundur 4 b, Akureyri, þingl. eig- andi Ásrún Alfreðsdóttir, föstudag- inn 5. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Minning Jón Ólafsson Vökulandi Fæddur 9. júlí 1921 - Dáinn 26. maí 1992 „Nú kemur vorið kæra er kaldan vermir svörð oss Ijós og líf að færa og lífga freðna jörð. Nú sólin þegar þíðir hinn þykka vetrar ís nú byrja dagar bltðir er blómi vorsins rís. “ Nú er gott að kveðja fyrir öðlingsmann eins og mág mig Jón Ólafsson. Ég minnist fyrstu kynna okkar fyrir 34 árum, er ég flutti hingað með foreldrum mínum. Þau höfðu fest kaup á fbúð, en ein- hverra hluta vegna var hún þeim ekki tiltæk er þau fluttu, svo við þáðum boð Jóns og Ingu systur að dvelja hjá þeim uns íbúðin væri fullgerð. Þegar þetta var bjuggu þau í tveggja herbergja íbúð á efstu hæðinni að Ytra-Laugalandi. Búið var um foreldra mína í stof- unni, en eina plássið sem fannst fyrir mig að sofa á, var eldhús- gólfið, sem varla var stærra en dýnan sem ég svaf á. Jón var þá mjólkurbílstjóri og sem slíkur þurfti hann að fara eldsnemma á fætur. Svona um það bil kl. 5 á morgnana vaknaði ég við að hann var að klofast yfir mig og svefnpokann til að ná í nestið sitt og fá sér morgunmat. f minningunni sé ég glettnislegt andlit hans og hlýlegt bros og þó ég skildi það ekki þá, þá sé ég það núna hvað þessar aðstæður hljóta að hafa verið óþægilegar fyrir hann og systur mína, þó þetta ástand verði aðeins stuttan tíma. Jón hafði hjartarými fyrir alla, hann var foreldrum mínum góð- ur tengdasonur og þau elskuðu hann og mátu mikils. Þetta var upphafið að djúpri, hljóðlátri vináttu á milli okkar, sem ég vil þakka fyrir. í gegnum mörg ár dvaldi ég á Vökulandi á hverju sumri og börnin mín einnig, sem titu á það sem sitt annað heimili, sem það og var. Jón var alveg sérlega barngóður og var alltaf tilbúinn að leika við þau, segja þeim sögur, koma þeim til að hlæja og alltaf átti hann einhver sætindi í pokahorninu til að stinga í litla munna. Ég minnist þess ekki að hann hafi sagt við mig eitt einasta styggðaryrði öll þessi ár, svo ég get með sanni sagt „að ég mun minnast hans er ég heyri góðs manns getið“. Hann var einn af þeim sem ekki bera tilfinningar sínar á torg, og kvartaði aldrei í gegnum sín erfiðu veikindi og dauðastríð. Ég, börnin mín Hörður, Ósk og Ragnheiður Hlíf, þökkum all- ar gleðistundirnar, allar gam- ansögurnar, hjálpsemina og kær- leikann sem þú gafst okkur og biðjum þér velfarnaðar í þínum nýju heimkynnum. Inga mín, Vilberg, Vaka, Nanna, Heiðdís, tengdabörn og barnabörn, guð blessi ykkur. Árný Runólfsdóttir. Afi er horfinn héðan. Það er skrýtin tilhugsun að við skulum ekki eiga eftir að hitta hann oftar. En það er huggun að vita að nú er hann laus við þjánin- garnar. Afi á Vökulandi var mjólkur- bílstjóri og seinna póstur. Oft fengum við krakkarnir að fara með í póstferð. Þá sagði afi okk- ur allskonar skemmtilegar sögur, frá því hann var lítill eða sögur sem tengdust stöðum sem við fór- um fram hjá. Hann hlustaði líka á það sem við höfðum að segja, og fylgdist með því hvað við aðhöfðumst. Honum fannst það skipta máli. Það kom fyrir að við vorum mörg með í ferðinni og höfum þá sjálfsagt verið bæði hávær og óþæg. En afi hafði næga þolin- mæði og skammaði okkur aldrei. Oft dundaði afi í skúrnum sínum. Þangað var gaman að koma. Þar mátti svo margt og þar voru ævinlega næg verkefni. Og þó að við yrðum stundum dálítið óhrein þá var afi ekkert að rellast yfir því. En hann kenndi okkur að hafa röð og reglu á hlutunum. Þegar pabbar og mömmur hafa mikið að gera er ekkert eins gott og að eiga afa og ömmu. Þau eru ekki alltaf að flýta sér að fara eitthvert heldur hafa tíma til að tala við börn. Oft vorum við á Vökulandi. Afi kenndi okkur að tefla og spila. Hann sat á gólfinu hjá þeim okkar sem yngri erum, í margskonar leikjum. Til þeirra leikja þurfti ekki nema lítið af leikföngum því allt varð lífi glætt með hugarflugi afa. Þá gerðust ótrúlegir hlutir. Dýr og hlutir fengu mál, að ekki sé nú talað um bangsana sem ferðast höfðu vítt um heim og ratað í hin furðuleg- ustu ævintýri. Og alltaf tókst afa að hugga og hughreysta þegar heimurinn var andsnúinn. Hann gafst aldrei upp og vildi alltaf hjálpa. Afi las biblíuna og talaði stundum um trúmál við okkur. Hann trúði á það að líf væri eftir þetta líf. Það gerum við líka. Guð blessi hann afa okkar. Ari, Ingibjörg, Gunnar, Starri, Sindri, Jóna og Hildur. Jón Ólafsson var fæddur á Gilsá í Saurbæjarhreppi 9. júlí 1921, og var því á 71. aldursári er hann lést 26. maí, sl. Jón gerðist ungur starfsmaður bænda í Eyjafirði fram, en hann mun hafa verið tæplega tvítugur þegar hann varð mjólkurbíl- stjóri, í Saurbæjarhreppi og gegndi því starfi þar um nokk- urra ára skeið. Árið 1947 tók hann að sér mjólkurflutninga í fremri hluta Öngulsstaðahrepps og hafði þá á hendi þar til mjólk- urflutningar með tankbílum hóf- ust þar, á árinu 1973. Með tilkomu tankflutninganna var nauðsynlegt að taka upp nýtt fyrirkomulag varðandi póstdreif- ingu, sem áður hafði verið á hendi mjólkurbílsstjóra. Sú varð niðurstaða þess máls, að Jón Ólafsson tók að sér póst- dreifingu fyrst í Öngulsstaða- hreppi og ári síðar í Saurbæjar- hreppi og Hrafnagilshreppi, þeg- ar tankflutningar hófust þar. í fyrstu voru farnar 5 ferðir í viku en síðar var farið 6 daga vikunn- ar. Þessa flutninga hafði Jón á hendi allt þar til á síðastliðnu hausti, en þá varð hann að hætta störfum af heilsufarsástæðum, og tók þá Vilberg sonur hans alfarið við þeim, en síðustu árin hafði hann verið aðili að flutningunum með föður sínum. Jón hafði því verið starfsmaður bænda og annarra íbúa hrepp- anna þriggja sem nú mynda Eyjafjarðarsveit í full fimmtíu ár er hann lét af störfum. í öll þau ár naut hann mikilla vinsælda hjá öllum sem hans starfa nutu. Starf mjólkurbíl- stjóra, meðan bifreiðaeign manna var ekki orðin almenn, var með all sérstæðum hætti. Mjólkurbílstjórinn varð þá að sinna ótal erindum fyrir bændur og húsfreyjur og aðra íbúa á svæðinu, og fór þá mikill tími hans á hverjum degi til slíkra útréttinga. Starf póstsins var og með líkum hætti, en til viðbótar við póst frá pósthúsi, sá hann einnig um ýmiss konar pakka- flutning til dreifingar um sveit- ina. Það kom fljótt í ljós í öllu þessu starfi Jóns Ólafssonar að þar fór maður sem óhætt var að treysta. í huga hans voru töluð orð jafngild skriflegum samningi. En jafnframt gerði hann sömu kröfur til annara og var ekki ánægður ef þar var misbrestur á. Fyrir nokkrum árum kenndi Jón þess sjúkdóms sem að lokum dró hann til dauða. Þrátt fyrir það vildi hann sinna starfi sínu meðan þess væri nokkur kostur, enda naut hann til þess stuðnings fjölskyldu sinnar. Én eins og aðr- ir hlaut hann þó að láta í minni pokann fyrir þeim sem allir verða að lúta að lokum. Jón var ekki sjálfhælinn maður og gerði jafnan Iítið úr þekkingu sinni og hæfileikum. Sá er þessar línur ritar minnist þó margra skemmtilegra viðræðna við hann í góðu tómi, þar sem fljótt kom í ljós að hann var bæði fróður um marga hluti og sérstaklega minnugur á það sem hann hafði lesið eða heyrt. Ein var sú bók sem hann mat umfram aðrar og las meira en almennt gerist, og ígrundaði efni hennar, en það var Biblían. Það var því niðurstaða fjöl- skyldu Jóns, þegar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vildi minnast verkloka hans með einhverri viðurkenningu, að helst myndi hann óska sér nýrrar Biblíu, sem hann og eignaðist á liðnum jólum, þótt hann nyti hennar skemur en vonir stóðu til. Jón byggði sér nýbýli, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Runólfsdóttur, í landi Ytra- Laugalands. Býlið kölluðu þau Vökuland, og nú hafa þrjú af fjórum börnum þeirra byggt sér þar íbúðarhús. Nú að leiðarlokum vil ég mega bera fram þakkir frá öllum þeim mörgu sem nutu starfa Jóns Ólafssonar, fyrir óteljandi erindi sem voru svo fúslega af hendi leyst, en einnig fyrir ágætt sam- starf og vináttu. Ingu og börnunum og fjöl- skyldum þeirra eru sendar sam- úðarkveðjur. Góði fornvin, farðu vel, finnumst aftur bak við Hel! Allt það gott vér gjörðum hér græðir hver þá héðan fer. (M.Joch.) Birgir Þórðarson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.