Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 13.06.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. júní 1992 - DAGUR - 15 f Kjötiðnaðarmeistarar á Kjötiðnaðarstöð KEA með viðurkenningar sínar. F.v. Eggert Þór Ingólfsson, sem hlaut bronsverðlaun,' Páll Hjálmarsson, sem hlaut gullverðlaun og Óskar Erlendsson, sem hlaut gull-, silfur- og brons- verðlaun. Mynd: Golli Fagkeppni kjötiðnaðarmeistara 1992: KEA og KÞ með helming gullsins - Guðmundur Geirmundsson frá Selfossi varð kjötmeistari Sex kjötiðnaðarmenn hlutu gullverðlaun í fyrstu fagkeppn- inni sem haldin hefur verið í kjötiðnaði hér á landi. Keppn- in fór fram í samvinnu við Markaðsnefnd landbúnaðarins og Rannsóknarstofnun land- búnaðarins um mánaðamótin. Keppnin var haldin samkvæmt alþjóðlegum reglum Interfair keppninnar sem haldin er á tveggja ára fresti í Danmörku. Gullverðlaun voru veitt fyrir gallalausar vörur en vörur sem gerðar voru minniháttar at- hugasemdir við hlutu silfur- verðlaun. Þá var veitt brons- viðurkenning fyrir vörur þar sem einu eða tveimur atriðum var ábótavant. í keppninni var gefin einkunn fyrir ytra og innra útlit, lykt og bragð, samsetningu kjötvaranna og verkun þeirra. Keppt var í fimm vöruflokkum en hver kjöt- iðnaðarmeistari átti aðeins kost á að senda eina vörutegund í hvern flokk. í keppninni tóku þátt 38 einstaklingar frá 13 fyrirtækjum, sem sendu inn alls 94 vöruteg- undir. Kjötmeistari varð Guðmundur Geirmundsson frá Selfossi og hlaut hann gullverðlaun fyrir rjómalagaða lifrarkæfu með sveppum og beikoni. Páll Hjálm- Sigmundur Hreiðarsson, kjötiðnað- armeistari í Kjötiðju KÞ hlaut gull- verðlaun í keppninni. arsson og Óskar Erlendsson, sem báðir starfa hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri, hlutu gullverð- laun, Páll fyrir úrbeinað hangi- kjötslæri og Óskar fyrir Peder- sens Salami. Sigmundur Hreiðarsson hjá Kjötiðju KÞ á Húsavík hlaut gullverðlaun fyrir þurrkryddað lambalæri, Haraldur Pétursson hjá Meistaranum hlaut gullverð- laun fyrir grófa lifrarkæfu með portvíni og Bergsveinn Símonar- son hjá Kaupfélagi Borgfirðinga hlaut gullverðlaun fyrir grillsteik. Þá voru veitt 24 silfurverðlaun fyrir margvíslega kjötrétti og 35 bronsverðlaun. Óskar Erlendsson, kjötiðnað- armeistari hjá KEA, var mjög ánægður með árangurinn í keppninni og sagði að stefnt væri að því að senda vörur í keppnir erlendis í framhaldinu. „Okkar tromp í keppninni voru hrápyls- urnar og hangikjötið en vínar- pylsurnar fylgdu fast á eftir,“ sagði Óskar. „Úrslitin í þessari keppni eru mikill sigur fyrir kaupfélögin úti á landi sem stóðu upp úr ásamt smærri vinnslufyrirtækjunum í Reykjavík," sagði Sigmundur Hreiðarsson kjötiðnaðarmeistari hjá Kjötiðju KÞ í samtali við Dag. Eins og fram kemur hér að framan, fóru þrenn af sex gull- verðlaunum norður og vildi Sig- mundur nota tækifærið og óska þeim KEA-mönnum til hamingju með árangurinn. „Ég varð var við að þessi árangur kom fólki á óvart og hann á eftir að koma okkur inn á landakortið. Það var ákaflega skemmtilegt að taka þátt í keppninni," sagði Sigmundur og bætti við að árangurinn væri sigur fyrir fyrirtækið og allt starfsfólk- ið. ÞI/IM Fjórtán reyklausir dagar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur farið þess á leit við Dag að blaðið birti leiðbeiningar til þeirra sem hættu að reykja á „Reyklausa daginn" svonefnda 1. júní sl. Leiðbeiningar þessar taka til fyrstu 14 daganna. Hér á eftir fara ráðleggingar sem gilda fyrir 13. og 14. daginn, þ.e. laugardaginn 13. og sunnu- daginn 14. júní. Þrettándi dagur Þegar allt kemur til alls getur verið að sambandið við annað fólk verði þér til hjálpar - fólk sem veit að þú hefur hætt að reykja og væntir þess að þér megi takast það að fullu. Þess vegna skaltu halda áfram að segja öllum sem þú þekkir frá því sem gerst hefur. Þú kemst þá líka að raun um að margir aðrir hafa staðið í sömu sporum og þú og eiga góð ráð í handr- aðanum. Þú skalt enn reyna að forðast þær aðstæður sem reykingar þínar tengdust öðru fremur á liðnum árum en smátt og smátt geturðu horfið til þinna fyrri lífs- hátta, eftir því sem þú kærir þig um, án þess að finna þörf fyrir aö reykja: Til kaffibollans eftir matinn, samkvæma og svo framvegis. Það er þegar orðið að vana hjá þér að segja nei-takk þegar þér er boðin sígaretta og þú verður minna og minna var við þá tilfinningu að þú sért að færa einhverja fórn. Aftur á móti finn- ur þú skýrar hve líkamsástand þitt hefur batnað. En þrátt fyrir allt skaltu ekki vera hofmóðug- ur. Enn er sá tími ekki upp runn- inn að þú getir umgengist tóbak án þess að það snerti þig. Þess vegna skaltu leggja áherslu á að vera sem mest í reyklausu umhverfi. Fjórtándi dagur Til hamingju! Þú ert orðinn fyrrverandi reykingamaður, er það ekki? Ekki þannig að öll löngun í reyk sé horfin eða þú þurfir ekki framar að gæta þín. En þú hef- ur komist yfir mestu erfiðleik- ana. Héðan í frá ætti þér að verða auðvelt að hafna boði um sígarettu. Einstaka sinnum muntu verðafyrir því að löngun- in sækir á þig. Það líður lengri og lengri tími á milli þessara kasta og það er ekki sérlega mikill vandi að komast yfir þau. Eftir þrjá mánuði verðurðu alveg steinhissa á því að þér skyldi nokkurn tímann hafa dottið þessi vitleysa í hug - að fara að reýkja. ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.