Dagur - 13.06.1992, Side 24

Dagur - 13.06.1992, Side 24
Akureyrin EA: Þorsteinn Vilhelms- son lætur af störfiun sem skipstjóri - Sturla Einarsson tekur við á haustdögum „Ég hef látið af skipsstjórn á Akureyrinni EA og er kom- inn í langt frí“, sagði Þor- steinn Vilhelmsson, afla- maðurinn kunni frá Akur- eyri. Að sögn Þorsteins tekur Arngrímur Brynjólfsson, 1. stýrimaður, við togaranum og verður í hólnum í sumar. Sturla Einarsson, skipstjóri Margrétarinnar EA, mun taka við Akureyrinni EA á haust- dögum. Óráðið er enn hver tekur við Margrétinni. Nýr togari er í smíðum fyrir Samherja hf. Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og er kominn til Flekkefjord í Noregi. „Smíði togarans lýkur í lok nóvember. Ég tek við skipinu sem skipstjóri, en fram að þeim tíma verð ég í fríi og að störfum í landi,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson. _____________________ój_ Akureyri: Fjórir of þungstígir Fjórír ökumenn voru stöðv- aðir á Akureyri á fimmtu- dag vegna hraðaksturs og var einn þeirra sviptur öku- leyfi. Sá sem hraðast ók var á 104 km hraða á Drottningarbraut, austan við Samkomuhúsið, þar sem hámarkshraði er 50 km. Hann var sviptur ökuleyf- inu. Einn ökumaður var stöðvaður á fimmtudagskvöld- ið grunaður um ölvun við akstur. Aðfaranótt fimmtudagsins var þvotti stolið af snúrum í Álfabyggð. Gunnar Jóhanns- son, rannsóknarlögreglumað- ur, segir töluvert um að þvotti sé stolið af snúrum í bænum og hvetur fólk til að vera á varðbergi. JHB Heilsugæslustöðin á Akureyri: Inflúensan gengin yflr Inflúensan sem hrjáð hefur Akureyringa og Eyfirðinga er gengin yfir. Aðeins eitt tilfelli greindist í liðnum mánuði. Kvef og hálsbólga hrjáir menn í umdæmi Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Skýrsla um smitsjúkdóma í maí greinir frá 481 sjúklingi er leitaði lækninga til lækna heilsugæslustöðvarinnar. Lungnabólgutilfelli voru 15. Fimm reyndust með hlaupa- bólu í mánuðinum og 74 með magaveiki. Kláðamaur greind- ist sem endranær, þrír leituðu sér lækninga. ój Ferðamenn á Akureyrí vöknuðu upp við ausandi rigningu í gærmorgun en þegar leið á er góðu ferðaveðrí á Norðuríandi um helgina. morguninn stytti upp. Spáð Mynd: Golli Blíðviðri næstu daga - hætt við síðdegisskúr- um í dag og á morgun Veðurstofan spáir blíðu á Norðurlandi næstu daga, björtu og hlýju veðri en hætt er við sídegisskúrum seinni partinn í dag og á morgun. Helgarspáin hljóðar upp á bjartviðri um helgina og suð- og vestlæga vinda með tilheyrandi hlýindum. Hætta er á smárign- ingarskúrum seinni partinn í dag og á morgun en bjart ætti að vera fram eftir degi. Á mánudag er spáð bjartviðri og hlýindum allan daginn með hægri vestlægri átt. Milli kl. 2 og 3 aðfaranótt föstudagsins byrjaði að rigna á Norðurlandi og var úrkoman umtalsverð. Á Akureyri mældust t.d. 11 millimetrar kl. 9 um morg- uninn sem verður að teljast all- nokkuð. Til samanburðar má geta þess að meðalúrkoma á Akureyri í júnímánuði er 28 millimetrar. JHB Mótun framtíðarstefnu í ferðamálum í samgönguráðuneytinu í sumar: Hugmyndir um deildaskiptingu Ferðamálaráðs - verður innlend deild ráðsins staðsett á Akureyri? Ein af þeim hugmyndum sem komið hafa upp í skoðun sam- gönguráðuneytisins á framtíð- arskipulagi í yfirstjórn ferða- mála hér á landi er að deilda- skipta Ferðamálaráði í inn- lenda og erlenda deild. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur einnig komið fram í tengslum við þetta hugmynd um að staðsetja innlenda deild ráðsins á Akureyri. Þórhallur Jósefsson í sam- gönguráðuneytinu staðfesti að hugmyndin um deiidaskiptingu ferðamálaráðs hafi komið fram en þetta sé ein leið af mörgum í framtíðarskipulagi ferðamála. „Það má segja að þetta sé einn af möguleikunum í stöðunni. Við erum að velta fyrir okkur hvernig Vonir standa til að hægt verði að flýta byggingu bóknáms- húss fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki um eitt ár í kjölfar gjald- þrots Byggingafélagsins Hlyns hf. sem hafði verkið með hönd- um. Að sögn Magnúsar Sigur- jónssonar, framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Skagafjarðar, metur óháð verkfræðistofa verk- og greiðslustöðuna um þessar mundir og er niður- stöðu að vænta eftir miðjan mánuðinn. Friðrik Arngrímsson, bústjóri til bráðabirgðá, sagði Hlyn hf. frá verkinu eftir að félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun júní. Bygging hússins, sem átti að hefjast í byrjun maí, hefur tafist nokkuð af þessum sökum en fjöl- brautaskólinn líður mjög fyrir skort á kennsluhúsnæði eins og fram kom í Degi í gær. heppilegast sé að koma fyrir skipulagi ferðamála og það brennur á okkur að koma með frumvörp í haust um þessi mál inn á Alþingi. í sumar og fram eftir hausti mun fara fram skoðun á ýmsum möguleikum. Það er ekki ljóst hvort Ferðamálaráði verður breytt en það eina sem ljóst er nú er að þetta verður skoðað en ég vil ekki gefa mér niðurstöðuna fyrirfram,“ sagði Þórhallur. Með þeim frumvörpum sem ætlunin er að leggja fram í haust verður mótað hlutverk stjórn- valda í skipulagi ferðamála og verkaskipting stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Þórhallur sagði mikið lagt upp úr að frum- vörpin nái fram á næsta þingi Að sögn Magnúsar verður ljóst hverjar kröfur Héraðsnefnd Skagafjarðar gerir í þrotabú Hlyns hf. eftir að verk- og greiðslustaða fyrirhugaðrar byggingar hefur verið metin en héraðsnefndin hafði greitt fyrirfram inn á verkið. Á grundvelli þess mats verður einnig hægt að áætla á hvaða grundvelli nýr verktaki tekur við byggingu hússins. Magnús segir að bóknámshús- ið hefði átt að vera tilbúið árið 1994. „Við erum að kanna mögu- leika á að taka húsið í notkun að hluta til fyrir haustið 1993 vegna skorts á kennsluhúsnæði. Það getur verið ódýrara að byggja á skemmri tíma,“ segir Magnús og bætir við að það fari eftir fram- boði á lánsfé hvort tekst að flýta verkinu. Að sögn Magnúsar verður einnig að bera fjármagns- kostnaðinn saman við kostnað við að leigja kennsluhúsnæði þar til bóknámshúsið er fullbúið. GT enda skili ferðaþjónustan stórum hluta af gjaldeyristekjum þjóðar- innar. „Núna horfir ekki nægjanlega vel, útlitið er þannig að ferða- „Okkur miðar í rétta átt á Hjalteyri. Lúðulirfur eru í 18 kerum. Fóðrun á lirfunum er strembin. Aðal málið er að framleiða nægilegt magn af krabbafló og þörungum sem lirfurnar nærast á. Stutt er milli lífs og dauða og á þessari stundu treystir enginn sér til að segja til um endanlegan árang- ur. Við fáum fyrstu seiðin und- ir mánaðamót, ef allt gengur að óskum,“ segir Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarða hf. Aðalfundur Fiskeldis Eyja- fjarðar hf. er í dag. Stærstu hlut- hafar eru Byggðastofnun, Út- gerðarfélag Akureyringa hf., Arnarneshreppur og Akureyrar- bær. Starfsmenn hafa verið fjórir lengst af en eru nú sex. Rann- sóknirnar á Hjalteyri eru fjár- magnaðar af hlutafé fyrirtækisins og rannsóknarstyrkjum frá sjáv- arútvegsráðuneyti og Rannsókn- arráði ríkisins. Ólafur Halldórs- son, framkvæmdastjóri, segir að aðhalds hafi verið gætt í rekstrin- um og hagkvæmni hafi setið í fyrirrúmi. Fimm þúsund lúðuseiði voru flutt til Grindavíkur í fyrra þar sem þau hafa verið í tilraunaeldi, með mismunandi hita og fóðri. Tilraunirnar hafa gengið mjög vel, lúðuseiðin hafa dafnað afar vel og afföll eru hverfandi. mönnum fækki og það er ekki gott. Við þurfum að fjölga þeim og það gerum við ekki nema með því að taka á.þessum málum,“ sagði Þórhallur. JÓH „Líkurnar á að framleiða lúðu- seiði í miklu magni vaxa dag frá degi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir þeirri áhættu sem í þessari starfsemi felst. Um næstu mánaðamót verður rannsókna- stöðin á Dalvík tekin í notkun. Þar munu fara fram umfangs- miklar klakfiskarannsóknir í samvinnu við Hafrannsókna- stofnunina í Bergen og Háskól- ann í Gautaborg. Já, við erum stöðugt að saxa á vandamálin. Markmið rannsóknanna á Dalvík er að byggja upp lúðuhrygn- ingastofna sem ætlað er að hrygna yfir sem stærstan hluta ársins,“ segir Ólafur Halldórs- son. ój Lottó: Þrefaldur pottur Þrefaldur pottur er í Lottó um helgina og er búist við að fyrsti vinningur verði allt að 15 millj- ónum króna. Potturinn var orðinn rúmar 6 milljónir um síðustu helgi og samkvæmt upplýsingum frá íslenskri getspá er það regla að hann ríflega tvöfaldist í þriðju viku. Það þýðir að heildarupp- hæð vinninga um helgina verður yfir 20 milljónir króna. JHB Bygging bóknámshúss fyrir FNVáS: Verkinu jafiivel flýtt Fiskeldi Eyjaíjarðar hf.: Vaxandi líkur á framleiðslu lúðuseiða í miklu magni

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.