Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. júní 1992 120. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Akureyri: Færri farþegar í beina fluginu frá Ziirich Töluvert færri farþegar eru bókaðir í sumar í beint flug frá Zúrich til Akureyrar á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Saga reisen samanborið við fyrri ár, en aftur á móti má merkja aukningu í ásókn hér- lendra farþega í beint flug frá Akureyri til Zúrich. Það sem af er sumri hafa þrjár vélar lent á Akureyrarflugvelli með farþega frá Zúrich á vegum Saga reisen og verða vikulegar ferðir á föstudögum í júlí og ágúst, en síðasta ferð er áætluð 21. ágúst. Páll Erland hjá Ferða- skrifstofunni Nonna, sem er umboðsaðili Saga reisen á Akur- eyri, segir að farþegar séu tví- mælalaust færri í sumar en undanfarin sumur og meira sé um það í sumar en áður að farþegar stigi upp í langferðabifreiðar á Akureyrarflugvelli, sem flytji þá í aðra landshluta. Ætla má að tekjur ferðaþjónustuaðila á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu af þessum farþegum séu því minni í sumar en undanfarin sumur. Reynir Adolfsson hjá Ferða- þjónustu Akureyrar, sem sér um sölu í flugið til Zúrich, segir að salan hafi gengið þokkalega og líklega sé um einhverja aukningu að ræða. Reynir segir að allur gangur sé á því hve íslendingarn- ir dvelji lengi ytra, en vikudvöl sé trúlega algengust. Margir taki bílaleigubíl og ferðist um Sviss og nágrannalöndin, en aðrir fari nið- ur til Miðjarðarhafslanda í sól- ina. „Algengast er að fólk reyni að útvega sér íbúðagistingu ytra. Pað er tiltölulega þægilegt að verða sér úti um slíka gistingu í öllum þessum löndum og hún er á viðráðanlegu verði,“ sagði Reynir. óþh Breska skemmtiferðaskipið Sea Princess kom til Akureyrar í gær og var það fyrsti viðkomustaður þess á íslandi. Rúmlega 500 farþegar komu með skipinu, allir breskir, og fóru þeir í Mývatnssveit eða að Laufási og Goðafossi í gærdag auk þess sem nokkrir þáðu þriggja daga ferð suður um Kjöl. Þetta var sjötta skemmtiferðaskipið sem kemur til Akureyrar í sumar en það næsta kentur á fimmtudag. Mynd: gt Norðurland: Heyskapur legið niðri í rúma viku - grasspretta víðast góð og hætta á að tún fari að spretta úr sér Akureyri: Eldur í hlöðu Á laugardag kviknaöi í hlöðu á túninu norðan við Brún á Akureyri en slökkviliðinu á Akureyri tókst að slökkva eld- inn í tæka tíð þannig að tjón varð lítið, bæði á heyi og hlöðu. Mun betur fór en á horfðist þar sem eldur var kominn í heyið þegar slökkviliðið kom á staðinn og töluverð gjóla úti. Pað var vegfarandi sem varð var við reyk frá hlöðunni og tilkynnti um brunann. Ljóst er að eldurinn kviknaði út frá rafmagni en ljósahundur lá óvarinn í hlöðunni. JHB Vegna kuldakastsins sem geng- ið hefur yfir landið að undan- förnu hafa einhverjir erlendir ferðamenn stytt dvöl sína hér- lendis og það hefur haft einhver áhrif á ferðalög íslendinga sjálfra innanlands en aðallega I þá veru að áætlunum hefur ver- ið breytt og haldið til þeirra landshluta þar sem veðurfar og hitastig hefur verið hagstæðast. Að sögn Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því hvernig júnímánuður kemur út en nokkuð hefur borið á óánægju í fjölmiðlum vegna verðlags og nú Kuldakastið að undanförnu hefur tafið heyskap víða um land - einkum þó um landið norðanvert. Nokkuð var um að bændur á Norðurlandi væru farnir að slá þegar kólnaði og aðrir við að hefja heyskap. Fáir bændur hafa byrjað slátt eftir að kólnaði og hey liggur á túnum hjá þeim sem búnir voru að slá. Nokkrir bændur hafa þó rúllað hey og pakkað í plastfllmu og getur sú heyverk- unaraðferð flýtt nokkuð fyrir þegar tíðarfar er óhentugt til heyskapar. Að undanförnu hefur þó verið full votviðra- samt til þess að nýta megi þessa aðferð þar sem óheppi- legt og raunar varasamt er að rúlla heyið og pakka því mjög blautu eða hröktu. síðast vegna veðurfars, en Birgir segir að óánægjuraddir vegna verðlags heyrist árlega. Allur samanburður í tölum og prósentum er nokkuð varasamur þar sem ekki er um mjög stórar tölur að ræða. Bent hefur verið á að Austurríkismönnum hafi fækkað verulega en fjöldi þeirra sé hins vegar svo lítill að sveiflur í prósentum talið verði strax svo stórar. Talsvert hefur verið hér um ráðstefnur með þátttöku Norður- landabúa það sem af er árinu en hins vegar ekki ljóst í hve miklum mæli það fólk ferðast um landið. Nokkuð er um norrænar ráðstefn- Að sögn Guðbjarts Guð- mundssonar, héraðsráðunautar á Blönduósi, voru nokkrir bændur í Húnavatnssýslum farnir að heyja þegar áhlaupið gerði en síðan hefur heyskapur legið að mestu eða alveg niðri. Spretta var orðin nokkuð góð áður en kólnaði og því hefur kuldakastið ekki haft mjög varanleg áhrif á grasvöxt en gras er þó víða farið að leggjast á túnum undan hvass- viðrinu. Svipaða sögu er að segja úr Skagafirði. Egill Bjarnason, hér- aðsráðunautur á Sauðárkróki, sagði að nokkrir bændur hefðu verið byrjaðir heyskap þegar kólnaði en síðan hafi nánast eng- inn hreyft við heyi þar sem rignt hafi daglega um allar sveitir. Að ur á íslandi á 5 ára fresti svo búast má við að sú bylgja rísi hæst aftur árið 1997 ef samstarf Norðurland- anna verður ekki þá orðið minna eða tekið öðrum breytingum. Ef dregur úr norrænni samvinnu gæti það orðið afdrifaríkt fyrir íslenska ferðaþjónustu. Mikill samdráttur er fyrirsjáan- legur í fjallaferðum og virðist sá ferðamáti ekki lengur njóta sömu vinsælda erlendra ferðamanna og forðum. Gerðar eru meiri kröfur til aukinna þæginda og þar af leið- andi dregur úr því að ferðamenn liggi í tjöldum uppi á hálendinu. GG sögn Egils var spretta orðin nokkuð góð og þótt hægt hafi verulega á henni í kuldanum er útlit fyrir nokkuð góðan heyfeng þegar birtir upp. Guðmundur Steindórsson, héraðsráðunautur á Akureyri, sagði að segja mætti að heyskap- ur væri í frysti. Fáir bændur hefðu náð neinu af heyjum síð- ustu viku þótt finna mætti undan- tekningar og þá helst að einhverj- ir hefðu náð að rúlla og pakka heyi. Kuldakastið hefði tafið mikið fyrir og miðað við hvað margir voru komnir af stað á dögunum hefði mátt búast við að heyskapur í Eyjafirði væri kom- inn vel á veg hefði ekki brugðið til hins verra með veðráttuna. Guðmundur sagði að nauðsyn- legt gæti verið að slá eitthvað af túnum þrátt fyrir óþurrkinn því spretta hefði verið orðin mjög góð og búast megi við að eitthvað af túnum fari að spretta úr sér þrátt fyrir kuldann. Kuldatíðin valdi því einnig að hey skemmist síður á túnum þótt rigni. „Hér fer allt á fullt um leið og veðrið breytist," sagði Stefán Skaptason, héraðsráðunautur Þingeyinga. Hann sagði að nokkrir bændur hefðu verið komnir vel á veg með heyskap áður en kólnaði en síðan hafi veðráttan stöðvað nær alla hey- vinnu. Grasspretta sé víða orðin Litlar breytingar eru fyrirséðar á blessuðu veðrinu norðan- lands næstu daga en þó er útlit fyrir að létti til og hlýni örlítið. Veðurstofan spáir í dag hægri breytilegri átt og víðast léttskýj- uðu á Norðurlandi vestra og að- mjög góð og ef ekki fari að rætast úr með tíðarfarið þá sé hætta á að tún fari að spretta úr sér og fóð- urgildi heyja fari minnkandi. ÞI íbúðirnar við Huldugil: Trétak með lægsta tilboð í gær voru opnuð tilboð í bygg- ingu fjögurra íbúða við Huldu- gil á Akureyri sem Fjölnis- menn voru byrjaðir á þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Trétak hf. á Akureyri átti lægsta tilboðið, 21.615.606 kr., en 30-40% af verkinu var lokið þegar gjaldþrotið varð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 22.408.790 kr. og var tilboð Trétaks það eina sem var lægra en áætlunin. Alls bárust fjögur tilboð og voru SJS-verktakar með það næstlægsta, 22.523.219, Vör hf. bauð 22.864.981 og Páll Alfreðsson 24.126.054 kr. Fjölnismenn voru einnig langt komnir með byggingu kennslu- álmu við Síðuskóla og hefur ver- ið samið við undirverktaka og sex smiði, sem unnu hjá Fjölnis- mönnum, um að ljúka henni. Stefnt er að því að álman verði tilbúin 1. ágúst. JHB eins hærra hitastigi en undan- farna daga. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi eystra, þar ætti að létta til í innsveitum og hitinn aðeins að aukast, „þó ekk- ert umtalsvert," eins og fulltrúi Veðurstofunnar orðaði það svo snyrtilega í gær. JHB Ferðamálaráð íslands: Mikill samdráttur í fjalla- ferðum fyrirsjáanlegur Örlítið hlýnandi veður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.