Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 16
Kodak ^ Express Gædaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni íbesta ^Peóíomyndir Skipagötu 16 • Sími 23520 Aðaldalur: MeðferðarheMi fyrir unglinga að Árbót - fimm ný atvinnutækifæri Akureyri, þriðjudagur 30. júní 1992 Meðferðarheimili fyrir ungl- inga undir lögaldri sem þurfa sérstakrar gæslu og umönnun- ar við, hefur starfsemi að Arbót í Aðaldal á næstunni. Á heimilinu verða fimm stöðu- gildi og verður það því veru- lega atvinnuskapandi fyrir sveitarféiagið. Auglýst hefur verið eftir þremur uppeldisfull- trúum til starfa á heimilinu, en hjónin þar munu veita því for- stöðu. Þau hafa annast börn og unglinga fyrir barnaverndarráð sveitarfélaga og hefur starf þeirra gefíð góða raun. Það er Unglingaheimili ríkisins sem starfrækir heimilið, og er það hið fyrsta sinnar tegundar á þess vegum. Einar Gylfi Jónsson, forstjóri UHR, sagði það enga tilviljun að leitað væri til hjón- anna í Árbót þegar stofnsetja þyrfti heimili fyrir unglinga sem ættu við veruleg vandamál að stríða. Einar Gylfi sagði að heimilið væri ekki hugsað sem bráða- birgðaúrræði, en ekki hefði verið rætt um að aukna starfsemi þar í framtíðinni. „í framhaldi af umræðunum um vegalaus börn hefur almenningur sýnt mikinn skilning á málum af þessu tagi. Það er nýtt því þar til lá í nokkru þagnargildi að þessi vandamál væru fyrir hendi. Þessi skilningur almennings er í sjálfu sér mjög ánægjulegur. í okkar þjóðfélagi eru til staðar börn og unglingar | sem eiga um sárt að binda og þurfa sérstaka umönnun vegna eigin erfiðleika og aðstæðna. Stjórnvöld fólu okkur að finna sérstök úrræði fyrir unglingana sem hér um ræðir. Það tengist ekki beint söfnuninni fyrir vega- laus börn en ég er viss um að sú jákvæða umræða sem þá átti sér stað veldur því að leitað er úrræða fyrir þessa unglinga," sagði Einar Gylfi. IM Vegárd Ulvang, margfaldur ólympíumeistari í skíðagöngu, á milli gestgjafa sinna í Bjarnargili, Trausta Sveinssonar og Sigurbjargar Bjarnadóttur. Mynd: þh Norskir og sænskir skíðamenn í Fljótunum: Góður staður fyrir útivistarsvæði - Fljótin hafa upp á margt að bjóða sem ekki er að fá á meginlandi Evrópu Norsku og sænsku skíða- mennirnir sem dvöldust að Bjarnargili í Fljótum í síðustu viku voru sammála um að lítill grundvöllur væri fyrir því að ætla að laða heimsþekkta skíðamenn þangað til æfínga. Hins vegar leist þeim mjög vel á hugmyndir hjónanna í Bjarn- argili um að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem fjölbreytt útivist og afþreying væri í boði. Eins og fram hefur komið í fréttum buðu þau Trausti Sveins- son og Sigurbjörg Bjarnadóttir hópi norskra og sænskra skíða- Snjómokstur á Möðrudals- öræfúm og Kísilvegi í gær „Það er hræðilegur kuldi hérna hjá okkur,“ sagði Ásta Sigurðardóttir í Fjallakaffí í Möðrudal í gærdag. Vegurinn um öræfín var fær öllum bflum, en hann þurfti að ryðja vegna snjóa, bæði í gærmorg- un og sl. sunnudag. Ásta vissi ekki til að ferðalangar hefðu lent veðurs árstíma. vandræðum og færðar á vegna þessum Á155kmhraða í Hrútafirði Lögreglan hafði það víðast hvar náðugt um helgina og þurfti lítil afskipti að Þafa af fólki. Á Akureyri gistu fimm manns fangageymslur, fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og sjö fyrir að aka of greitt. Einn þeirra missti skírteinið, Á laugardag skullu saman skellinaðra og bíll og meiddist ökumaður hjólsins lítillega. Á Dalvík voru átta ungling- ar gripnir innan sundiaugar- girðingar aðfaranótt laugardags og í Hrútafirði stöðvaði lög- reglan mann sem hafði ekið á 155 km hraða og fær hann hvíld frá akstrinum um sínn. JHB „Það er engin örtröð en mesta furða hvað margir eru á ferðinni miðað við að ekki er kominn há- ferðamannatíminn," sagði Ásta, aðspurð um ferðamannastraum- inn. Hún sagði að ferðafólk tæki þessu óvænta veðurlagi vel, en auðvitað þætti því kalt. „Einn útlendingurinn sem kom hér í versta veðrinu um daginn sagði að það væri „so nice“ veður og hann ferðaðist á reiðhjóli,“ sagði Ásta. Hún sagði að krap og leið- indaslabb væri á veginum, hvim- leitt fyrir þá sem væru á ferðinni, tæplega hefði verið fært fyrir fólksbíla áður en mokað var í gærmorgun. Kísilvegur var einnig ruddur í gærmorgun og sagði Svavar Jónsson, rekstrarstjóri Vega- gerðar ríkisins á Húsavík, að þar hafi verið kominn töluverður snjór. „Ég man aldrei eftir öðru eins á þessum árstíma. Síðast man ég eftir miklum snjó í júní árið 1959. Árið 1985 snjóaði 13. júlí og þá þurfti einnig að ryðja snjó af Kísilvegi," sagði Svavar. IM/óþh Uraiið að því að opna vegirai yfír Sprengisand Gert er ráð fyrir að vegurinn yfir Sprengisand verður opn- aður fyrir umferð síðar í þess- ari viku. Hjá Vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar í gær að snjókoman, sem að undan- förnu hefur gert Norðlending- um gramt í geði, hefði ekki náð inn á Sprengisand og því ekki tafíð opnun vegarins þar. „Við erum að byrja að moka veginn yfir Sprengisand og hann mun opnast í vikunni,“ sagði vegaeftirlitsmaður í Reykjavik 1 gær. Varðandi Kjalveg sagði hann að færð hafi spillst þar í síð- ustu viku vegna snjóa, en síðari hluta vikunnar hafi Kjalvegur verið fær fyrir stóra bíla og svo sé enn. „Þessir vegir opna aldrei af okkar hálfu fyrir fólksbíla, eink- um vegna óbrúaðra vatnsfalla," sagði vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerð ríkisins. óþh manna í heimsókn til að sýna þeim aðstæður í Fljótunum og fá hjá þeim ráð varðandi uppbygg- inguna. Með í för voru forráða- menn skíðasvæðisins í Geilo sem er einn þekktasti skíðabær Noregs. Gestirnir voru á einu máli um að lítil von væri til þess að fá heimsþekkta skíðamenn til æf- inga hér uppi á íslandi, af þeirri ástæðu að þeir hefðu aðgang að jafngóðum skíðasvæðum á Norð- urlöndunum og í Ölpunum, en þangað er mun styttra fyrir þá að fara. Þeir voru einnig sammála um að miklir möguleikar væru á því að koma upp útivistaraðstöðu fyrir almenna ferðamenn og skíðaáhugamenn því staðurinn hefði upp á margt að bjóða. Nefndu þeir þar til fiskveiði f Fljótaá og hugsanlega stangveiði á Skagafirði, hestamennsku, sund og fjallgöngur. „Hér er hægt að ganga um fjöllin dögum saman án þess að hitta nokkurn mann, það er óvíða hægt í Evr- ópu,“ sagði Vegard Ulvang, norski ólympíumeistarinn í skíðagöngu. Hann fór reyndar niður Fljótaá í húðkeip og lét vel af, en slíkar ferðir eru mjög vin- sælt sport á Norðurlöndum. Skíðafólkið æfði sig á hverjum degi meðan á dvölinni stóð og lét vel af fjalllendinu ofan við bæinn sem æfingasvæði. Ulvang sagði að þetta minnti sig á heimaslóðir sínar í Kirkenes nyrst í Noregi því þar væri líka skóglaust og bjart allan sólarhringinn. Nánar verður fjallað um heim- sókn norræna skíðafólksins og hugmyndir hjónanna í Bjarnar- gili hér í blaðinu á næstu dögum. -ÞH Leikferð Þjóðleikhússins: Síðasta sýning á Kæru Jelenu á Blönduósi í gær Leikhópur Þjóðleikhússins lauk leikferð sinni um landið með hina geysivinsælu sýningu Kæra Jelena á Blönduósi í gær. Sýningin í gærkvöld var sú 128. í röðinni og er það met- fjöldi á einu og sama lcikári í Þjóðleikhúsinu. Leikhópurinn sýndi alls 11 sýn- ingar á leikferð sinni um landið, flestar á Akureyri eða 3 talsins. Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri, sagði í gærkvöld að ferðin hefði gengið mjög vel og mótttökur verið stórgóðar. „Við höfum haft sýninguna í svolítið öðru formi en í Reykjavík og það hefur ver- ið sérlega ánægjulegt að finna hvað hún hefur fengið góðan hljómgrunn.“ Þetta er þriðja leikferð Þjóð- leikhússins á fjórum árurn og Þórhallur segir þær allar hafa heppnast vel. Hann segist lítinn mun finna á því að skemmta í Reykjavík og úti á landi. En hvernig stendur á þessum vin- sældum Kæru Jelenu? „Þetta er gott og spennandi leikrit með áhugaverðum persón- um. Uppfærslan hefur tekist vel og þarna koma fram fjórir af efnilegustu leikurum okkar í dag ásamt Önnu Kristínu Arngríms- dóttur. Þetta hjálpast allt að,“ sagði Þórhallur. Leikmynd og búningar í Kæru Jelenu hafa verið í höndum Messíönu Tómasdóttur en Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur aðalhlutverkið. Hún fékk í vet- ur menningarverðlaun Þjóð- leikhússins fyrir túlkun sína. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.