Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. júní 1992 - DAGUR - 13 Minning Ý Dagur Ásgeirsson Fæddur 4. desember 1989 - Dáinn 22. júní 1992 Þegar okkur hjónum barst til eyrna sú sorgarfrétt að þessi litli drengur væri dáinn, var eins og tekið væri um hjarta okkar og kreist. Þessi litli maður var búinn að vera í pössun hjá okkur í rúmt ár og við þekktum hann því mjög vel. Við munum minnast hans eins og þegar hann kom til okkar eftir hádegi með mömmu eða pabba, arkaði inn ganginn með pokann sinn og um leið og hann gekk hjá eldhúsdyrunum á leið með pokann sinn í leikgrindina, þá brosti hann sínu blíðasta brosi og sagði „hæ“. Svo fékk hann snuddu hjá „Diddísi“ og var lagður út í vagn. Það var stór og þroskaður drengur sem hjá okkur var. Ég sagði áðan að okkur liði eins og hjartað væri kreist; það er svo sárt að sjá á eftir svona vini. Maður skilur ekki tilganginn en sú trú og vissa að hann sé á betri stað og í góðum höndum, deyfir þennan sársauka. „Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar bans.“ (EFES. 6.10). Elsku Hildur og Ásgeir. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum algóðan guð að leiða ykkur og styrkja í gegnum þetta mikla mótlæti sem þið mæt- ið nú. Góður guð gætir litla drengsins okkar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Við þökkum elsku Degi sam- veruna og ánægjustundirnar sem hann veitti okkur. Með innilegri kveðju, Vigdís, Sigurður, Tryggvi og Harpa. Dagur fæddist í Reykjavík og bjó þá í næsta stigagangi við okkur þar til hann fluttist með foreldr- um sínum til Akureyrar aðeins fjögurra og hálfs mánaðar gamall. Við fluttum einnig til Akureyrar fimm mánuðum síðar og hefur alltaf verið mikill sam- gangur á milli heimila okkar. Áður en fjölskyldan fann sér endanlegan samastað hér á Akureyri, bjó hún hjá okkur í átta mánuði. Dagur var því einn af okkur og þannig tók hann því líka. - Hann þekkti sig vel á okk- ar heimili - átti áfram sitt her- bergi og höfðum við þar barna- rúm sem hann gat alltaf lagt sig í og sofið þegar þannig stóð á. Einnig átti hann sinn sandkassa hér á lóðinni sem hann undi sér í þótt hann vildi stundum stækka sjóndeildarhringinn og skoða næsta nágrenni. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann um þennan spræka dreng sem var að kanna heiminn, byrja að tala og mynda spekingslegar setningar. Álltaf sjáum við hann ljóslifandi fyrir okkur í leik og starfi með okkur. Það er erfitt að sætta sig við að hann er ekki lengur á meðal okk- ar í þessu jarðneska lífi. Elsku Hildur og Ásgeir, við vitum að það myndast .stórt tómarúm þegar svo Iítill og athafnasamur drengur er tekinn svo skyndilega frá okkur. Tóma- rúmið sem myndast verður aldrei fyllt, en allar myndirnar sem til eru af honum minna okkur á þær góðu stundir sem við fengum að hafa hann hjá okkur. Kristveig, Daddi, Hrefna og Tinna. Elsku Dagur hefur svo sannar- lega kennt okkur að lífið er ekki eitthvað sem við getum tekið sem sjálfsögðum hlut. Það er erfitt að skilja hvernig hann svona ungur getur verið dáinn, tekinn frá for- eldrum sínum og öðrum sem þykir svo vænt um hann. Þegar Dagur kom til okkar hress og glaðlegur á föstudegin- um var það langt frá í hugum okkar að helgin ætti eftir að enda þannig að hann færi frá okkur svo snöggt og fyrirvaralaust. Við munum aldrei gleyma þeim samverustundum sem við áttum saman og því hve gaman var að fylgjast með auknum iti Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN OTTÓ KRISTINSSON Hríseyjargötu 20, Akureyri iést þann 29. júní að Dvalarheimilinu Hlíð. Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Elsa Björnsdóttir, Björn Kristinn Björnsson. þroska hans og þá sérstaklega í tali og brennandi áhuga hans á bílum sem öðru þegar hann var að uppgötva heiminn. Minning Dags mun alltaf lifa og hann mun alltaf verða einn af okkur. Elsku Hildur og Ásgeir, ekki eru til nein nógu sterk huggunar- orð í sorg ykkar en við trúum því að Dagur sé núna í góðum hönd- um og það eina sem við getum gert er að rifja upp allar stundirn- ar sem við fengum að njóta með honum og láta þær stundir þannig aldrei gleymast. Halla og Bjössi. Pannig ergleði. Hún söng með lindunum, lék við stráin og Ijóma sveipaði allt. Næsta dag var hún dáin. (Krístján frá Djúpalæk.) Og þá kemur sorgin, því þær ferðast saman sorgin og gleðin. Elsku Dagur er horfinn frá okkur og það er svo sárt að hugsa til þess, svona lítill á skemmtilegum aldri, að læra svo margt, glaður og yndislegur. Hann veitti okkur mikla gleði, sem verður okkur í minningunni huggun þar til við hittumst á ný. Amma og afi, Skógum. Ég var nýkomin heim úr vel heppnaðri ferð til Akureyrar, þar sem ég og synir mínir eyddum góðum tíma með vinum okkar, þeim Hildi og Degi. Við mæðurnar fórum með drengjunum okkar í gönguferðir í Lystigarðinn, í sund og á fleiri staði. Á þessum samverustund- um okkar var framtíðin rædd fram og til baka. Við vorum svo stoltar og hamingjusamar yfir heilbrigðu drengjunum okkar sem guð hafði gefið okkur. Á þessum fallegu og sólríku dögum var ekkert fjarlægara en dauðinn og það að við ættum aldrei eftir að hittast aftur, öll fimm saman. Hvern gat líka grunað það að aðeins nokkrum dögum síðar væri Dagur allur? Hvers vegna fékk hann ekki að njóta lífsins lengur, eins og við hin og gera okkur lífið léttara með fallega, bjarta brosinu sínu? Þegar svo hörmuleg tíðindi berast að lítill drengur í blóma lífsins er tekinn frá foreldrum sínum sem gáfu honum líf og elskuðu hann svo mikið, finn ég fyrir hversu berskjölduð við erum gagnvart almættinu. Hver er tilgangurinn spyr ég og fæ ekk- ert svar. Ég verð að trúa því að góður Guð hafi ætlað Degi litla eitthvað mikilvægara hlutverk á æðri stað þar sem hann mun halda áfram að lifa og fylgjast með okkur. Við fengum ekki að hafa Dag lengi hjá okkur í þessu jarðlífi en á þessu hálfa þriðja ári sem hann lifði veitti hann foreldrum sínum og öðrum, sem nutu nærveru hans, ómælda gleði og ánægju. Dagur með sinn óræða lit á koll- inum sínum var stór og hraustleg- ur drengur, glaðlyndur og alltaf með sólskinsbros á vör. Þannig mun ég minnast hans og hafa hann í huga mér um alla framtíð. Elsku Hildur og Ásgeir, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Dagur gaf ykkur góð ár og dásamlegan tíma sem verður aldrei frá ykkur tekinn. Samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín öllum ættingj- um og vinum sem eiga um sárt að binda. Sigrún. Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni samkvæmt reglum um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands. Auglýsingin felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands Skráning hlutabréfa Hf. Eimskipafélags íslands Þann 9. júní 1992 voru hlutabréf í Hf. Eimskipafélagi íslands skráð á Verðbréfaþingi Islands. Hf. Eimskipafélag Islands vill þannig stuðla að áframhaldandi þróun skipulegra hlutabréfaviðskipta hér á landi. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur félagsins og samþykktir þess liggja frammi á skrifstofu félagsins, Pósthússtræti 2, Reykjavík, og hjá helstu verðbréfamiðlunum. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B.1986 Hinn 10. júlí 1992 er þrettándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.13 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.736,10 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1992 til 10. júlí 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3230 hinn 1. júlí 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.13 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1992. Reykjavík, 30. júní 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.