Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júní 1992 6. umferð: Selfoss-ÍBK 1:2 Víðir-Leiftur 1:3 Fylkir-ÍR 3:0 BÍ-Þróttur R. 2:1 Stjarnan-Grindavík 2:1 Fylkir 6 6-0-0 16: 3 18 ÍBK 6 4-1-1 13: 7 13 Leiftur 6 3-2-1 14: 5 10 Stjarnan 6 3-1-2 11: 7 10 ÍR 6 2-3-1 9:10 9 Grindavík 6 2-1-3 9:11 7* Þróttur R. 6 2-0-410:18 6 Víðir 61-2-3 8:12 5 BÍ 61-1-4 7:15 4 Selfoss 6 0-2-4 6:14 2* ♦ Midað við að úrskurður í kærumáli félag- anna slandisl. Markahæstir: Þorlákur Árnason, Leiftri 10 Óli Þór Magnússon, ÍBK 7 Indriði Einarsson, Fylki 6 Hlynur Jóhannsson, Víði 4 Kristján Halldórsson, ÍR 4 Haukur Magnússon, Þrótti 3 Magnús Gylfason, Stjörnunni 3 Kristinn Lárusson, Stjörnunni 3 Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki 3 3. deild 6. umferð: KS-Ægir 1:0 Grótta-Dalvík 2:1 Haukar-Skallagrímur 2:2 Þróttur N.-Völsungur 7:1 Magni-Tindastóll 2:3 Staðan: Tindastóll 6 6-0-0 17:10 18 Grótta 6 4-1-1 11: 6 13 Þróttur N. 6 3-3-0 19: 7 12 Völsungur 6 3-1-2 9:10 10 Haukar 6 2-2-211:10 8 Magni 6 2-1-3 10: 6 7 KS 6 2-0-4 6 :16 6 Dalvík 61-1-4 11:10 4 Ægir 6 0-3-3 2:7 3 Skallagrímur 6 0-2-4 7:15 2 Markahæstir: Kristján Brooks, Gróttu 8 Goran Micic, Þrótti N. 7 Sverrir Sverrisson Tindastóli 7 Bjarki Pétursson, Tindastóli 6 4. deild C 4. uniferð: SM-Kormákur HSÞb-Hvöt Neisti-Þrymur Staðan: Hvöt Kormákur SM HSÞb Neisti Þrymur 1:1 2:1 þriðjud. 4 4-0-0 16: 3 12 4 2-1-1 9: 3 7 4 1-2-1 7: 9 5 4 2-0-2 8:10 3 3 1-0-2 4: 6 3 3 0-1-2 1:14 1 Markahæstir: Sigurður Ágústsson, Hvöt 6 Ómar Kristinsson, SM 4 Rúnar Guðmunds., Kormáki 3 2. deild karla Íþróttir Samskipadeildin, Þór-Valur 1:1: Árni Þór Árnason er hér í baráttu við Ágúst Gylfason Valsara, Bragi Bergmann er tilbúnn að lyfta flagginu ef eitthvað gerist. Mynd: Rúnar „Þar fóru tvö mikilvæg stig í súginn,“ sagði Sigðurður Lárus- son, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Ég hefði viljað klára þetta í síð- ari hálfleik. Við spiluðum mjög vel í hálfleiknum og fengum góð færi til þess að skora,“ sagði Sigurður. Anthony Karl var afar óhress með leikinn. „Við komum hing- að til þess að sigra og það mistókst. Markið sem við fengum á okkur var alveg út í hött og ég er hrikaleg óánægður," sagði Anthony. Leikurinn var vart byrjaður þegar Þórsarar skoruðu sitt mark. Valsarar tóku miðju og spiluðu til baka. Einar Páll Tóm- asson fékk boltann og ætlaði að gefa aftur á Bjarna Sigðurðsson í markinu. Sendingin var örfáum millimetrum of stutt því Svein- björn Hákonarson stal boltanum af fingurgómum Bjarna og renndi honum í markið. Staðan orðin 1:0 fyrir Þór og aðeins rúm hálf mínúta liðin af leiknum. Eft- ir markið tóku Valsarar leikinn í sínar hendur. Þeir spiluðu, fengu að vísu lítið af færum en press- uðu talsvert á Þórsara um og eftir miðjan hálfleikinn. Það kom því fáum á óvart þegar þeir jöfnuðu leikinn á 32. mínútu. Valsmenn spiluðu þá vel saman. Arnljótur I síðari hálfleiknum snérist dæmið alveg við. Þór var mun betra liðið í hálfleiknum en færin vantaði. Það var fyrst og fremst leikur Halldórs Áskelssonar sem hélt Valsvörninni við efnið. Lítið hafði farið fyrir honum framan af en í síðari hálfleik lék hann hvað eftir annað á varnarmenn Vals og sendi bolta fyrir markið. Eftir eina sendingu frá Halldóri var Bjarni í góðu færi, tók boltann á bringuna en náði ekki að skjóta úr upplögðu færi. Oftast vantaði herslumuninn á að Þórsarar næðu að skapa sér hættuleg færi og því fór sem fór. Nokkuð skondið atvik átti sér stað rétt undir lok leiksins. Bjarni Sigurðsson ætlaði þá að fara að kasta boltanum út, rann í bleytunni og henti boltanum aft- ur fyrir sig. Sem betur fer fyrir Bjarna fór boltinn í horn, tæpan metra frá markstönginni. Hjá Þór stóðst Þórsvörnin þungar sóknir Vals í fyrri hálfleik og Halldór Áskelsson sótti í sig veðrið þegar á leið. Hjá Val var Sævar áberandi og Steinar Adolfs- son átti góða spretti. Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, Birgir Þór Karlsson, Sveinn Pálsson, Lárus Orri Súgurvegararnir i Arctic Open. F.v. Einar Pálmi Árnason, Arnar Gui mundsson, John Drummond og Björn Axelsson. Mynd: s Tvö dýrmæt stig í súgiim - sagði Siggi Lár. - Spennan á toppnum eykst Þórsarar töpuðu tveimur dýr- mætum stigum í toppbaráttu 1. deildar á sunnudagskvöldið þegar þeir gerðu jafntefli við Val, 1:1. Fyrri hálíleikur var í eigu Vals en Þórsarar réðu ferðinni í síðari hálfleik. Svein- björn Hákonarson skoraði mark Þórs á 1. mínútu leiksins, Anthony Karl Gregory jafnaði fyrir Val á 32. mínútu. Þegar á heildina er Iitið er óhætt að fullyrða að úrslitin hafi verið sanngjörn. Davíðsson fékk boltann og sendi fallega sendingu inn á Anthony Karl Gregory sem afgreiddi bolt- ann í netið. Valsarar héldu áfram að sækja, með vindinn í bakið, og færin voru þeirra. Besta færið kom á 45. inínútu. Þeir spiluðu upp kantinn og sendu inn á mark- teig þar sem Anthony Karl náði að skjóta í átt að marki en í varn- armann. Það barst boltinn út í teig og Steinar Adolfsson var fyrstur að átta sig, skaut föstu skoti en það fór rétt framhjá. Staðan í hálfleiknum var 1:1. Sigurðsson, Sveinbjörn Hákonarson, Árni Þór Árnason, Ásmundur Arnarsson, Halldór Áskelsson, Bjarni Sveinbjörns- son. Lið Vals: Bjarni Sigðurðsson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Izudin Dervic, Jón Grétar Jónsson, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Gunnlaug- ur Einarsson, Baldur Bragason, Arnljót- ur Davíðsson (Gunnar Gunnarsson á 87. mín.), Anthony Karl Gregory. Gul spjöld: Sævar Jónsson, Baldur Bragason og Gunnar Gunnarsson, allir í Val. Dómari: Kári Gunnlaugsson, náði aldrei tökum á leiknunt. Línuverðir: Bragi Bergntann og Árni Arason. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.