Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRETTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ótrúlega sið- laus úrskurður Kjaradómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir ríkisstarfsmenn sem mest bera úr býtum sé allt of lágt launaðir. Þess vegna hefur dómurinn úrskurðað að laun þeirra skuli hækkuð um tugi þúsunda króna á mánuði. Kjaradómur skammtar sumum „bara" 20-30% launahækkun en öðrum mun meira - og tvöfaldar jafnvel mánaðarlaunin í sumum tilfellum. Vert er að minna á að nýverið voru almenn laun í landinu hækkuð. Áður en samningar tókust hömruðu vinnuveitendur og ráðherrar ríkisstjórn- arinnar á því að svigrúm til kauphækkunar væri ekkert; hvorki atvinnulífið né þjóðarbúið mættu við auknum kostnaði. „Sauðsvartur almúginn" var að venju skilningsríkur og féllst á hóflega kaup- hækkun, með hliðsjón af slæmu árferði. Kauphækkunin nam 1,7 af hundraði sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um sjö til átta hundruð krónur á mánuði og miðlungslaun um rúman þús- undkall. Örskömmu síðar fellir Kjaradómur úrskurð sinn: „Mánaðarlaun hinna hæstlaunuðu í hópi ríkisstarfsmanna skulu hækkuð. Þau verða ekki hækkuð um sjö hundruð krónur og þaðan af síður um sjö þúsund krónur. Nei, sjö sinnum sjö þúsund krónur er nær lagi og í raun algert lágmark! “ Þess má geta að mest er hækkunin 190 þúsund krónur, samkvæmt úrskurði Kjaradóms, eða sem nemur launum venjulegs verkamanns í rúmlega þrjá mánuði! Úrskurður Kjaradóms er nýjasta dæmið um hið fullkomna siðleysi sem hér ríkir í umræðunni um kaup og kjör. Þótt launamunur hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár hefur aldrei mátt ræða um að hækka lægstu laun upp fyrir fátækramörk. Ef slíkt réttlætismál hefur borið á góma hafa ríkisstjórn og vinnuveitendur jafnan hafið sönginn um að allt sé að fara fjandans til og ekkert svigrúm sé til launa- breytinga. Með úrskurði Kjaradóms nú er tryggt að bilið milli hæstu og lægstu launa eykst enn - og þótti þó mörgum nóg um. Forsætisráðherra hefur sagt að hann sjái enga leið til að hnekkja úrskurði Kjaradóms. Vel má vera að það sé rétt hjá ráðherranum. Hins vegar er ljóst að hvati ráðherra og þingmanna til að breyta úrskurði dómsins getur ekki talist mikill, því í dómnum er gert ráð fyrir að laun ráðherra hækki um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði, laun þingmanna um 65 þúsund krónur og laun forseta Alþingis um 190 þúsund krónur! Úrskurður Kjaradóms kemur eins og blaut tuska í andlit hins almenna launþega. Verði úrskurðinum ekki hnekkt með bráðabirgðalögum eða öðrum hætti, hlýtur að draga til tíðinda á vinnumarkaðin- um. Almennir launþegar geta ekki og mega ekki láta draga sig á asnaeyrunum öllu lengur. BB. MENOR - menningar- dagskráíjúlí TÓNLIST Fimmtudagur 2. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Dalvíkurkirkja kl. 20.30. Tón- listarhópur Akureyrarkirkju: Margrét Bóasdóttir sópran, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Hólmfríður Þóroddsdóttir óbó, Dagbjört Ing- ólfsdóttir fagott, Björn Steinar Sólbergsson orgel. Verk eftir Corelli, Hándel, Jón Leifs, Gunnar Reyni Sveinsson. Föstudagur 3. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Raufarhafnarkirkja kl. 20.30 Tónlistarhópur Akureyrarkirkju. Laugardagur 4. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30 Tónlistarhópur Akur- eyrarkirkju. Sunnudagur 5. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Akureyrarkirkja kl. 17.00. Tónlistarhópur Akureyrarkirkju. Miðvikudagur 8. júlí - Dómkirkjan í Reykjavík kl. 17.00. Bjöm Steinar Sólbergs- son orgeltónleikar. Föstudagur 10. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Þrjú selló og orgel: Inga Rós Ingólfs- dóttir selló, Judith Janin van Eck selló, Sebastian van Eck selló, Hörður Askelssson orgel. Verk eftir J.Pachelbel, G.F.Handel, B.Bartok, ofl. Laugardagur 11. júlí - Hvammstanga kl. 16.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó. Sumartónleikar á Norðurlandi: - Hólar í Hjaltadal kl. 17.00. Þrjú selló og orgel. Sunnudagur 12. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Akureyrarkirkja kl. 17.00. Þrjú selló og orgel. - Breiðumýri í Reykjadal kl. 17.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó. Mánudagur 13. júlí - Safnahúsið Húsavík kl. 21.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó. Þriðjudagur 14. júlí - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Gunnar Guð- bjömsson tenór og Jónas Ingi- mundarson píanó. Miðvikudagur 15. júlí - Miðgarður, Skagafirði kl. 21.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó. Föstudagur 17. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Söngur og orgel: Bodil Kvaran sópran, Birgitte Rutkær Ewerlöf sópran, Lasse Ewerlöf orgel. Verk eftir m.a. H.Purcell, C. Nielsen, H.Wolf, dönsk þjóðlög og negrasálmar. Laugardagur 18. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Söngur og orgel. Sunnudagur 19. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Akureyrarkirkja kl. 17.00. Söngur og orgel. - Safnahúsið Húsavík kl. 20.30. Cornelia Thorspecken flauta, Cordula Hacke píanó. Verk eftir Schubert, Prokofiev, Fukushima. Miðvikudagur 22. júlí Cn'tarfestival ‘92: - Tónlistar- skólinn á Akureyri kl. 20.30. Jennifer Spear gítartónleikar. - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Sólrún Braga- dóttir sópran, Þórarinn Stefáns- son píanó. Norræn ljóðatónlist. Fimmtudagur 23. júlí Gítarfestival ‘92: - Tónlistar- skólinn á Akureyri kl. 20.30. Kristinn H. Árnason. - Safnahúsið Húsavík kl. 20.30. Sólrún Bragadóttir sópran, Þór- arinn Stefánsson píanó. Norræn ljóðatónlist. Föstudagur 24. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Capella Media: Rannveig Sig- urðardóttir sópran, Sverrir Guð- jónsson kontratenór, Christine Heinrich víola da gamba, Klaus Hölzle lúta, Stefan Klar lúta og blokkflauta. Ensk tónlist frá 17. öld. Gítarfestival ‘92: - Tónlistar- skólinn á Akureyri kl. 20.30. Einar K. Einarsson og Kristinn H. Ámason gítartónleikar. Laugardaginn 25. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Reykjahlíðarakirkja við Mý- vatn kl. 20.30. Capella Media. Gítarfestival ‘92: - Tónlistar- skólinn á Akureyri kl. 20.30. Einar K. Einarsson og Martial Nardeau gítar- og flaututón- leikar. Sunnudagur 26. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Lundarbrekkukirkja í Bárðar- dal kl. 14.00. Capella Media. Gítarfestival ‘92: - Tónlistar- skólinn á Akureyri kl. 15.00. Tónleikar námskeiðsþátttakenda. Sumartónleikar á Norðurlandi: - Akureyrarkirkja kl. 17.00. Capella Media. Fimmtudagur 30. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Dalvíkurkirkja kl. 20.30. Trompet og orgel. Egbert Lew- ark trompet, Wolfgang Portugall orgel. Verk m.a. eftir Telemann, Buxtehude, Pachelbel, Bach, Hándel, Eben og fleiri. Föstudagur 31. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: - Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Trompet og orgel. Laugardagur 1. ágúst. - Akureyrarkirkja kl. 12.00. Há- degistónleikar, ritningarlestur og léttur hádegisverður í Safnaðar- heimili á eftir. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Sumartónleikar á Norðurlandi: - Hóladómkirkja í Hjaltadal kl. 17.00. Trompet og orgel. Sunnudagur 2. ágúst Sumartónleikar á Norðurlandi: - Akureyrarkirkja kl. 17.00. Trompet og orgel. MYNDLIST/ SÝNINGAR 25. Norræna þing mynd- menntakennara verður haldið 29. júní til 3. júlí í Myndlista- skólanum á Akureyri. Fyrirlestr- ar: Páll Skúlason, Eiríkur Þor- láksson, Sigríður Björnsdóttir, Marinó Björnsson, Manfred Lenke. Kynningar. Hópvinna. Umræður. (Uppl. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir vs. 91-609522) Listahátíð Sumarskólans á Akureyri. Fimmtudaginn 4. júlí frá kl. 10-22 í Glerárskóla. Um- sjónannenn: Ásta Arnarsdóttir, Ánna Richardsdóttir, Öm Ingi. (96-22644). Leiksýningar, danssýningar, myndlistasýning, matargerðarlist. Mannlíf á Siglufirði frá 1930 til okkar daga. Ljósmyndasýn- ing í Nýja bíó á Siglufirði. Opið frá 9-21 alla daga í sumar. Stein- grímur Kristinsson og Kristfinn- ur Guðjónsson ljósmyndarar. Alþjóðlegt gítarnámskeið verð- ur haldið í Tónlistarskólanum á Akureyri dagana 22.-26. júlí. Leiðbeinandi verður Arnaldur Amarson kennari við Luthier Tónlistarskólann í Barcelona. Haldnir verða fimm tónleikar í tengslum við námskeiðið. (Uppl. í síma 96-11460 Öm Viðar) ÝMISLEGT Söngferð Kórs Glerárkirkju, stjórnandi Jóhann Baldvinsson. Á efnisskrá verða íslensk verk. - Dómkirkjan Kornelimiinster í Aachen í Þýskalandi 30. iúní kl. 19.30 Söngferð Kirkjukórs Ólafs- fjarðar, stjórnandi Jakup Kolo- sowski, Lidia Kolosowska píanó. Á efnisskrá verða íslensk verk. - Vilnius í Litháen 5. júlí. - Slupsk í Póllandi 11. júlí. íbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn: Aldrei fleiri umsóknir um dvöl Úthlutunarncfnd fræðimanns- íbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störf- um sínum og líthlutað íbúðinni frá 1. september næstkomandi til loka ágúst á næsta ári. AIIs fengu sex íslendingar úthlutað dvöl í íbúðinni á þessum tíma. í úthlutunarnefndinni eiga sæti þau Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor, tilnefndur af rektor Háskóla Islands og Ingvi S. Ing- varsson, sendiherra fslands í Kaupmannahöfn, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar. Alls bárust 42 umsóknir, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Eins og áður segir fengu sex íslendingar úthlutað dvöl í íbúð- inni. Þeir eru: Ingibjörg Árna- dóttir bókavörður til að vinna skrá yfir þýðingar á íslenskum fornbókmenntum, AuðurSveins- dóttir landslagsarkitekt, til að vinna að skilgreiningu á íslensku menningarlandslagi, Soffía Auð- ur Birgisdóttir bókmennta- fræðingur, til að vinna að athug- un á skáldskap rithöfundar- ins Karenar Blixen, Böðvar Kvaran, bókfræðingur, til að ljúka riti um bókaútgáfu íslend- inga og prentun frá upphafi og fram á síðustu áratugi, Hannes Pétursson, rithöfundur, til að rannsaka nokkur kvæði Jónasar Hallgrímssonar, og dr. Loftur Guttormsson, sagnfræðingur, til að rannsaka söguleg gögn í Kaup- mannahöfn í tengslum við rit um sögu kristni á íslandi í þúsund ár. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.