Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júní 1992 Íþróttir Knattspyrna, 3. deild: Stólarnir enn á sigurbraut - annar sigur KS í röð Guðbrandur Guðbrandsson og félagar hans hjá Tindastóli hafa fullt hús stiga. Heil umferð fór fram í 3. deild knattspyrnunnar um helgina. Magnamenn fengu Sauðkræk- inga í heimsókn og biðu lægri hlut, 2:3. KS-ingar unnu sinn annan leik í röð Þegar þeir fengu Ægi frá Þorlákshöfn í heimsókn, unnu 1:0. Dalvík- ingar töpuðu 1:2 fyrir Gróttu, Haukar og Skallagrímur gerðu jafntefli, 2:2 og Völsungar töp- uðu stórt fyrir Þrótti Nes- kaupstað. Leikur Magna og Tindastóls var spilaður í hávaðaroki og níst- ingskulda. Magnamenn byrjuðu á því að sækja undan vindinum, sem að sögn Nóa Björnssonar, þjálfara Magna, var svo mikill að það var í raun auðveldara að spila á móti honunt. „Við spiluð- um ágætlega undan rokinu en enn betur á móti því. Sofanda- háttur og klaufaskapur kostaði okkur stigin þrjú. Við vorunt komnir með þannig stöðu að við hefðum átt að klára þetta,“ sagði Nói. Fyrsta mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik. Þá skoraði Árni Stefánsson mark fyrir heimamenn. Gestirnir jöfnuðu með marki Bjarka Péturssonar, rétt fyrir leikhlé. Staðan var því 1:1 í leikhléi. „Ég er ánægður með að ná í þrjú stig eftir svona leik. Þetta veðurfar er að gera alla vitlausa og það er ömurlegt að spila fótbolta við svona að- stæður,“ sagði Guðbjörn Tryggva- son þjálfari Tindastóls. Hans menn fengu dæmda á sig víta- spyrnu strax í byrjun síðari hálf- leik og skoraði Ólafur Þorbergs- son úr henni. Jöfnunarmark Stól- anna kom þegar um 15. mínútur voru til leiksloka. Pétur Péturs- son tók þá aukaspyrnu við mið- línu, út við hliðarlínu, skaut háum bolta á fjærstöng þar sent Sverrir Sverrisson tók við honum og skaut í bak eins varnarmanna Magna og inn. Slysalegt mark. Sverrir Sverrisson var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok. Hann skaut þá að marki en ein- hver misskilningur varð á milli varnarmanns og markmanns því boltinn fór í varnarmann og það- an í markið. Völsungar töpuðu 7:1 „Blessaður vertu, það er ekkert unt þetta að segja. Við sáum aldrei til sólar og þetta er svartur dagur hjá okkur knattspyrnu- mönnum hér á Húsavík," sagði Björn Olgeirsson eftir að hans rnenn biðu afhroð gegn Þrótti N. Staðan var 4:1 í hálfleik og heimamenn sáu einnig um að skora fyrir gestina. Leikurinn var ójafn eins og tölurnar gefa til kynna og að sögn Björns Olgeirs- sonar, er ekkert annað að gera eftir svona leiki en að bíta á jaxlinn, safna sér saman og vinna næsta leik. Völsungar spila við Gróttu nú í vikunni. Mörk Þrótt- ar gerðu Goran Micic, 2, Ey- steinn Kristinsson, 1, Karl Róbertsson, 1 Guðbjartur Magn- ússon, 1, Kristján Svavarsson, 1 og fvar Kristinsson, I. Mark Völsungs var sjálfsmark. Grótta-Dalvík Dalvíkingar sóttu Gróttu heim um helgina og töpuðu 1:2. „Við vorum slakir og ég held að það sé alveg óhætt að segja að sigur þeirra hafi verið sanngjarn," sagði Guðjón Guðmundsson, þjálfari Dalvíkinga. Heimamenn byrjuðu á því að skora og var staðan 1:0 í leikhléi. Dalvíkingar hresstust talsvert í síðari hálfleik og náðu að jafna eftir þunga sókn á 55. mínútu. Jónas Baldursson skoraði mark gestanna. Gróttu- menn skoruðu síðan sitt annað mark á 65. mínútu og tryggðu sér sigurinn. Mörk Gróttu gerðu þeir Kristján Brooks og Sæbjörn Guðmundsson. Annar sigur KS í röð KS-ingar hirtu öll stigin þegar þeir fengu Ægismenn í heimsókn um helgina. Veður var slæmt, slydda og rok en heimamenn létu það ekki á sig fá og voru ntun betri aðilinn í leiknunt. Að sögn Hafþórs Kolbeinssonar var þetta aldrei spurning um hvort liöið færi með sigur af hólmi. KS-ingar áttu allan seinni hálfleikinn og skoruðu strax í byrjun hans. Haf- þór fékk þá stungusendingu inn fyrir vörnina, náði að skjóta en markvörðurinn varði. Hann hélt þó ekki boltanum og það var Sveinn Sverrisson sem rak endahnútinn á sóknina og skor- aði. Umdeilt atvik átti sér stað í lok fyrri hálfleiks. Heintamenn voru þá í sókn, Hafþór lék upp kant- inn ög sendi boltann fyrir, Sveinn Sverrisson tók við honunt og skaut á markið. Boltinn hafnaði í netinu en dómari leiksins flautaði leikinn af um það leyti sem bolt- inn hafnaði í netinu. KS-ingar voru ekki ánægðir með þennan dóm en við hann sat. KS-ingum hefur borist liðsauki frá Leiftri Ólafsfirði. Siglfirðing- urinn Steingrímur Eiðsson hefur ákveðið að lcika með liðinu í sumar. Hann kemur frá Leiftri og verður oröinn löglegur í næsta leik. Haukar og Skallagrímur gerðu jafntelli 2:2. SV Pétur B. Jónsson skoraði eitt af þremur mörkum Leifturs um helgina Ljúft hjá Knattspyrna, 2. deild: Leiftri stefnan tekin upp á við „Við erum á réttri leið og ætl- um okkur að halda áfram að klifra upp stigatöfluna. Við höfum sett stefnuna á 1. deild- arsæti að ári og leiðin að því marki er löng og ströng, liðin eru jöfn og lítið má út af bera,“ sagði Marteinn Geirs- son, þjálfari Leifturs, eftir sig- ur hans mann á Víði í Garðin- um um helgina. Fyrri hálfleikur var fremur tíð- indalítill og þófkenndur. Gestirn- ir urðu fyrri til þess að skora. Víðisvörnin opnaðist illa á 17. mínútu og Pétur B. Jónsson skor- aði af stuttu færi. Nafni hans Marteinsson var óheppinn stuttu síðar þegar hann skaut framhjá, eftir að hafa leikið á Gísla mark- vörð Víðis. Undir lok hálfleiksins áttu heimamenn góða spretti og tóks með miklu harðfylgi að jafna metin. Talsverð þvaga myndaðist í vítateig Leifturs- manna og ekki leystist úr henni fyrr en Brynjari Jóhannssyni tókst að skjóta á markið, frá markteig, og skora. Jafnt var í leikhléi 1:1. Brynjar var aftur á ferðinni í byrjun síðari hálfleiks. Hann stóð þá einn fyrir opnu marki gestanna en skot hans geigaði. Allt leit út fyrir jafnteflisleik þegar norðanmenn hófu sann- kallaða leiftursókn að Víðis- markinu, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Þorlákur Árna- son skoraði þá af stuttu færi, en varnarmenn Víðis lágu hver um annan þveran. Þorlákur lét ekki þar við sitja, heldur bætti sín öðru marki við skömmu fyrir leikslok. Staðan var þá orðin 1:3 og verðskuldaður sigur Leift- ursmanna í höfn. Leikur þeirra var mun markvissari en Víðis- manna, vörnin var þétt og oft brá fyrir góðum sóknarlotum, sér- staklega þegar á leið. Dórnari leiksins, Ólafur Ragn- arsson, varð að sýna fjórum Víð- ismönnum spjöld, fjögur gul spjöld fóru á loft og eitt rautt, öll nema eitt fyrir kjaftbrúk. emrn/SV Kvennaknattspyrna, 1. deild: íslandsmót fatlaðra: Stefán Thorarensen var sigursæll íslandsmót íþróttasambands fatlaöra fór fram á Varmárvelli nú um helgina. Keppt var í tveimur flokkum hreyfihaml- aðra, sitjandi og standandi flokki og keppa því tveir mis- munandi fötlunarhópar sam- an. Keppt var í 1. og 2. flokki þroskaheftra en þar er kepp- endum raðað í tvO flokka skv. reglum I.F. Jafnhliða mótinu voru haldnar sameiginlegar æflngabúðir á Laugarvatni fyr- ir þátttakendur á ÓL fatlaðra og þroskaheftra í september í haust. Stefán Thorarensen, Akri, sigraði í þremur greinum í flokki þroskaheftra: 100 m hlaupi karla á tímanum 14,1 sek., 200 m hlaupi karla á 28,7 sek. og 400 m hlaupi karla á 1:04,0 mín. Aðal- steinn Friðjónsson, Eik, sigraði í langstökki karla, 1. flokki. Hann stökk 5,14 m. SV Tap og sigur hjá Þórsstelpum - sjö vindstig í Norðfirði - þvert á völlinn Stelpurnar í Þór fóru austur á land um helgina og spiluðu við Hött og Þrótt. Fyrri leikurinn vannst 0:2 en í seinni leiknum gekk ekki eins vel og hann tap- aðist 3:0. Ellen Óskarsdóttir skoraði bæði mörk Þórs gegn Hetti. Þórsstelpurnar spiluðu nokkuð vel á föstudagskvöldið þegar þær unnu Hött nokkuð sannfærandi með tveimur mörkum gegn engu. „Við sóttum og sóttum og hefð- um átt að skora ntun meira," sagði Guðmundur Svansson, þjálfari Þórs. Að sögn hans fékk Ellen Oskarsdóttir skoraði bæði mörk Þórs gegn Hetti. heimaliðið ekki eitt einasta færi í leiknum. Ellen Óskarsdóttir skoraði fyrra markið af stuttu færi um rniðjan fyrra hálfleikinn en það síðara kom undir lok leiksins. Ellen var þá aftur á ferð- inni. Á sunnudag heimsóttu Þórs- stúlkurnar Þrótt og að sögn Guð- mundar, þjálfara, var baráttan í fyrirrúmi í leiknum. „Við sóttum mun nteira allan leikinn en vor- um komin 0:2 undir eftir átta mínútur. Við tókurn þá séns á því að fjölga í sókninni en það gekk ekki upp,“ sagði Guðmundur. SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.