Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. júní 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Hornsófar Hár Barböru Bush hefiir verið hvítt síðan hún var 28 ára gömul! Það finnst mörgum að forsetafrú Bandaríkjanna, Barbara Bush, sé miklu eldri en maður hennar George Bush forseti og kannski ekki síst vegna þess að hún er nánast hvíthærð. Hún var aðeins 28 ára gömul þegar hár hennar varð næstum hvítt en maður hennar var þá í framboði til öld- ungadeildarinnar. Hún segist fljótlega hafa hætt að lita hár sitt eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir og viljað koma til dyranna eins og hún væri klædd en kjós- endum hafi ekki alltaf líkað það. Hún hefur fengið mörg bréf þar sem hún hefur verið næstum grát- beðin að lita hárið en yfirleitt svarað þeim þannig: „Vinsamlega i hugsaðu um hversu ferskur og gleymdu litnum á hárinu mínu, I jákvæður minn hugur er.“ Stórkostlegt verðtilboð á vönduðum 6 sœta hornsófum INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL B.1985 Hinn 10. júlí 1992 er fimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 529,80 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.059,60 " " 100.000,-kr. " = kr. 10.596,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1992 til 10. júlí 1992 að viðbaettum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3230 hinn 1. júlí 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1992. Reykjavlk, 30. júní 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Georgc og Barbarn á kosn- ingaferðalagi, bæði dökk- hærð! Með leðri á slitflötum kr. 112.410 stgr. Alklœddir leðri kr. 143.460 stgr. (xKlvöruboert HÚSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 Smá klór frá vini Charlie Gott er að láta klóra sér á bakinu og ekki sakar að eiga hauk í horni hvað það varðar. Pessari þriggja ára dóttur forstöðumanns dýragarðsins í Sautham í Eng- landi virðist að minnsta kosti láta sér vel líka smávegis klór frá vini sínum Charlie. Sprengitilboö á meðan birgðir endast Grænar baunir V2 dós kr. 39 0 Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30 laugardga kl. 10-14 Ath! Tökum kreditkort og viðskiptamannanótur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.