Dagur - 03.07.1992, Side 1

Dagur - 03.07.1992, Side 1
Sjómannasambandsþing: Konráð Alfreðsson í formannsframboð? ESSO-mót drengja í 5. aldursflokki hófst á KA-svæðinu í gær og verður því framhaldið í dag. Mótinu líkur annað kvöld. Hér heilsast fyrirliðar Vals og Fylkis við upphaf mótsins í gær. Þess má geta að í dag hefst „Pollamót“ Þórs á félagssvæði Þórs. Mynd: Gt Stj órn Atvinnuleysistryggingasj óðs: Beðið eftir upplýsingum til að afgreiða umsókn Akureyrarbæjar - atvinnuverkefnið komið í fullan gang á Húsavík Vaxandi líkur eru á að Konráð Alfreðsson formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar gefi kost á sér til formannaskjörs á þingi Sjóntannasambands ís- lands sem fram fer í október- mánuði í haust. Vilji er til innan raða hinna Menntaskólinn á Akureyri: Áfram aug- lýst eftir kennurum Afram verður auglýst eftir kennurum í dönsku og stærð- fræði í Menntaskólanum á Akureyri en enn vantar einn kennara í hvora grein til að hægt verði að halda uppi lög- boðinni kennslu næsta vetur. Ekki höfðust borist umsóknir um þessar stöður frá kennur- um með réttindi þegar um- sóknarfrestur rann út fyrir nokkru og Tryggvi Gíslason hefur tilkynnt menntamála- ráðuneytinu að hann ætli ekki að ráða réttindalausa kennara í þær. Hörður Lárusson, deildarstjóri hjá menntamálaráðuneytinu, sagði að tilkynning Tryggva hefði komið til umfjöllunar hjá ráðu- neytinu og ákveðið hefði verið að gera ekkert í málinu í bili annað en að auglýsa áfram eftir kennur- um. „Ég ræddi stöðu mála nokk- uð ítarlega við Tryggva og það varð í rauninni ekki önnur niður- staða en sú að halda áfram að auglýsa eftir fólki í þessi störf,“ sagði Hörður. Hann vildi ekki segja til um hvað yrði gert ef auglýsingarnar bæru ekki árang- ur. JHB ýmsu aðildarfélaga Sjómanna- sambandsins að „yngja“ í stjórn sambandsins og að félögin sam- einist um einn frambjóðanda og hefur nafn Konráðs Alfreðssonar þar oftar borið á góma en önnur nöfn. „Ég hef ekki gefið út neina yfirlýsingu um það en það er svo annað mál að það hefur legið fyr- ir að ég myndi hætta en það hefur engin afstaða verið tekin til þess og ég mun ræða þetta mál við mína félaga á undan fjölmiðlum," sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands. Óskar hefur verið í forsvari fyrir Sjómannasambandiðsíðan 1976. GG „Ég held aö sé almenn ánægja með þetta verkefni og það gengur vel,“ sagði Guðmund- ur Níelsson, bæjarritari á Húsavík, um atvinnuverkcfni í bænum sem hófst fyrir um hálfum mánuði og Atvinnu- leysistryggingasjóður og Húsa- víkurbær fjármagna. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í tvo mánuði og í því taki allt að 23 einstaklingar þátt. Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefur ekki tekið afstöðu til samskonar erindis frá Akur- eyrarbæ þar sem umbeðnar frekari upplýsingar hafi ekki borist frá bænum. Að sögn Guðmundar er annars vegar um að ræða gróðursetning- arverkefni og hins vegar þrif, hreinsun og málningu á hafnar- svæðinu. „Þetta er alveg sérstakt og afmarkað verkefni og óháð bæjarvinnunni,“ sagði Guð- mundur. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir bænum sem svarar atvinnuleysisbótum fyrir þá ein- staklinga, sem taka þátt í verk- efninu og voru þeir allir á atvinnuleysisskrá. Þeir sem lengst höfðu verið á atvinnuleysi- skrá gengu fyrir. Til viðbótar atvinnuleysisbótunum greiðir Húsavíkurbær um 20 þúsund krónur í laun á mánuði til hvers starfsmanns og eru mánaðarlaun þeirra því á bilinu 66-67 þúsund krónur. Akureyrarbær sótti einnig um fyrirgreiðslu til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs til samskonar atvinnuverkefnis, en enn sem komið er hefur stjórn sjóðsins ekki afgreitt það. Margrét Tómasdótt- ir, framkvæmdastjóri Atvinnu- leysistryggingasjóðs, segir að stjórn sjóðsins hafi óskað eftir nánari upplýsingum um hvaða verkefni bærinn hefði í hyggju að láta vinna og bréf þess efnis hafi farið frá sjóðnum 2. júní sl. Enn sem komið er hafi ekkert heyrst frá Akureyrarbæ og því ekki hægt að taka afstöðu til erindis- ins. „Það eru ýmsar upplýsingar sem stjórn sjóðsins vill fá um framkvæmd verkefnisins og hvernig starfsmenn verði valdir af atvinnuleysisskrá," sagði Margrét. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs Akureyrar, seg- ir að varðandi þetta atvinnuverk- efni hafi menn annars vegar horft til þrifnaðarátaks á miðbæjar- svæðinu og hins vegar að hreinsa til í gamla Mjólkursamlagshúsinu í Grófargili. óþh Ekki séð jafn háar atviimuleysistölur - segir framkvæmdastjóri Atvinnuleysistryggingasj óðs Margrét Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, segist ekki hafa áður séð jafn háar atvinnuleysistölur yfir sumar- mánuðina og nú, en samt sem áður er atvinnuástandið kannski ekki eins slæmt á land- inu og spáð hafði verið. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar í ársbyrjun um atvinnuleysi var gert ráð fyrir að Atvinnuleys- istryggingasjóður þyrfti viðbót- arfjárveitingu upp á 5-600 millj- ónir króna til þess að greiða út lögboðnar atvinnuleysisbætur. Margrét Tómasdóttir segir að enn sem komið er hafi greiðslur atvinnuleysisbóta verið innan ramma fjárlaga og aukist atvinnuleysi ekki frá því sem nú er á síðustu mánuðum ársins sé ekki fyrirsjáanlegt að sjóðurinn þurfi aukafjárveitingu. Ekki liggja fyrir tölur um greiddar atvinnuleysisbætur í júní, en í maí námu greiðslur Atvinnuleys- istryggingasjóðs um 130 milljón- um króna. A fjárlögum þessa árs eru ætlaðar 1280 milljónir til sjóðsins. óþh Notaðir bílar: Minni sala og lægra verð - líflegra í sölu nýlegra bíla Sala á notuðum bílum á Akur- eyri er almennt lakari en undanfarin ár. Svo virðist sem nýlegir bílar seljist best en lítil hreyfing sé á eldri árgerðun- um. Greiðslukjör hafa lítið breyst en notaðir bílar virðast hafa fallið í verði og nefndi einn bílasali töluna 20% í því sambandi. Á bílasölu Hölds og Bílavali fengust þær upplýsingar að sala á notuðum bílum væri lakari en undanfarin ár og sagði Hjörleifur Gíslason hjá Höldi að salan hefði ekki tekið kipp með sumarkom- unni eins og venjulega. Hann sagði söluna áberandi besta í nýrri bílunum, árgerðum 1990- ’91, og væri talsvert um að menn með 5-6 ára gamla bíla vildu skipta upp. Þorsteinn Jónsson hjá Stór- holti sagði sölu á notuðum bílum hins vegar hafa gengið betur en í fyrra. Hann sagði söluna besta í nýlegu bílunum og vantaði meira af þeim á markaðinn en mikið væri til af árgerðum ’87-’88 og hreyfðust þær hægt. Hann og Kári Agnarsson hjá Bílavali voru sammála um að sala á nýjum bíl- um væri minni en venjulega en Magnús Jónsson hjá bílasölu Þórshamars hafði aðra sögu að segja cn hinir. Hann sagði ágæta sölu í nýjum bílum en mun minni í notuðum. Þar væri algengast að menn vildu skipta niður í ódýrari bíla. Greiðslukjör virðast lítið hafa breyst, eins og venjulega er mik- ið af skuldabréfum í gangi en töluvert er um staðgreiðslur og þá helst hjá þeim sem skipta upp. „Ég lield að það sé ekkert minna um staðgreiðslur en notaðir bílar hafa lækkað um svona 20% í verði,“ sagði Kári Agnarsson. _______________________JHB Sauðárkrókur: Bam á reið- hjóli varð ifyrir bíl Fimm ára barn á reiðhjóli varð fyrir bfl á Sauðárkróki í gær, en slapp án teljandi meiðsla. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki átti óhappið sér stað á Skagfirðingabraut við Bláfell og var barnið flutt á sjúkrahús, en meiðsli þess reyndust minnihátt- ar. Að sögn lögreglunnar var bifreiðin á lítilli ferð. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.