Dagur - 03.07.1992, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 3. júlí 1992
UTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir).
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON.
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130).
STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESÉN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Eyjaíjarðarferjuraar
- Muti af vegakerfinu
Á aukafjárlögum síðasta árs var sjö milljónum króna veitt
til reksturs Eyjafjarðarferjanna Sæfara og Sævars, sem
sinna meðal annars samgöngum við Hrísey og Grímsey.
Skilyrði fyrir fjárveitingunni voru að gerð yrði úttekt á
rekstri þeirra og í framhaldi af henni gengið frá stofnun
eignarhaldsfélags um rekstur skipanna. Greinargerð
þess aðila, er fenginn var til að framkvæma rekstrar-
úttektina, lá fyrir snemma í apríl og í framhaldi af því átti
að ganga frá stofnun félagsins þannig að unnt yrði að
nýta fjárveitinguna til greiðslu skulda er til urðu þegar
stærri ferjan, Sæfari, var tekin í notkun. Á fundi fulltrúa
Hríseyinga með starfsmönnum fjármála- og samgöngu-
ráðuneytis, sem haldinn var fyrir nokkru var gert sam-
komulag um á hvern hátt gengið yrði frá stofnun eignar-
haldsfélagsins en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum.
Samgönguráðherra hefur nú óskað eftir að fjárveitingin
frá aukafjárlögum ársins 1991 verði greidd Hríseyjar-
hreppi þar sem fullt samkomulag hafi náðst á milli sveit-
arfélagsins og viðkomandi ráðuneyta.
Á síðasta ári flutti minni ferjan, Sævar, alls um 56 þús-
und farþega á milli Hríseyjar og lands. Á fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs hafði þetta sama skip flutt liðlega 11
þúsund manns á milli lands og eyjar. Til samanburðar má
geta þess að Herjólfur - þjóðvegurinn til Vestmannaeyja
- flutti 44 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum á
árinu 1991. Fjárveiting hins opinbera til reksturs ferjanna
við Eyjafjörð er þó aðeins lítið brot af þeim upphæðum
sem varið er til reksturs Vestmannaeyjaferjunnar. Nýtt
ferjuskip, sem kom til landsins fyrir skömmu, og kostnað-
ur við nauðsynlegar framkvæmdir vegna notkunar þess,
munu kosta ríkissjóð alls um einn milljarð og sex hundruð
milljónir króna þegar allt er meðtalið. Þá var varið 64,5
milljónum króna til reksturs Herjólfs á fjárlögum yfir-
standandi árs.
Þegar þessar tölur eru bornar saman við þær sjö millj-
ónir króna sem veittar voru til rekstur Eyjafjarðarferjanna
á fjárlögum síðasta árs vekur furðu sú tregða sem ríkt
hefur við að inna greiðslur þeirra af hendi. Vinnubrögð
starfsmanna fjármála- og samgönguráðuneytisins, hvað
stofnun eingnarhaldsfélags varðar, eru einnig dæmalaus
og sýna takmarkaðan skilning á þörfum þess fólks er
treysta verður á rekstur skipanna hvað samgöngur
varðar. Löngu er viðurkennt að ferjur umhverfis landið
eru ákveðinn hluti af vegakerfi þess og því ber hinu opin-
bera að auðvelda samgöngur við þá staði sem þær þjóna
eins og aðra á landinu.
Eins og málum er nú háttað er rekstur Eyjafjarðarferj-
anna þungur baggi á þeim sveitarfélögum er hlut eiga að
máli. Einkum er reksturinn þungur baggi á Hríseyjar-
hreppi, er borið hefur hita og þunga af þessum sam-
gönguþætti. Stofnun eignarhaldsfélags var sett sem skil-
yrði fyrir naumri fjárveitingu ríkisvaldsins til reksturs
ferjanna en framkvæmdir hafa hins vegar tafist og þvælst
í skriffinnskukerfi ráðuneyta í Reykjavík. Á meðan ríkir
óvissa um möguleika þessa samgönguþáttar. Á meðan
ríkir óvissa um hvort íbúar eyjanna við Eyjafjörð munu
njóta eðlilegra samgangna við aðrar byggðir í framtíð-
inni; samgangna sem vegakerfi þjóðarinnar á að tryggja
þeim eins og öðrum landsmönnum. ÞI
„Þetta fólk á ekki að
fá meira en aðrir“
Fyrir nokkru var þeirri fregn
slegið upp með stóru letri á for-
síðu Dags að nú hygðist skóla-
meistari MA einungis ráða
menntaða kennara til starfa að
skóla sínum. Það er auðvitað
ánægjulegt til þess að vita að
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri skuli ætla að fara eftir
settum reglum í starfi sínu eins
og grandvörum embættismanni
sæmir. Hitt er næsta furðulegt að
slíkt skuli teljast stórfrétt og birt-
ast með risaletri á forsíðum
dagblaða. Með réttu ætti það
fremur að teljast til stórfrétta ef
skólastjórnendur réðu til þess
menntunarsnauða menn að upp-
fræða æsku landsins. Svo er samt
að skilja á hinu víðlesna dagblaði
að sú sé einmitt hin viðtekna
venja og viðbrögð skólameistar-
ans á Akureyri því óvenjuleg,
einstök og fréttnæm.
I nýlegum leiðara koma fram
þungar áhyggjur ritstjóra Dags
vegna erfiðs ástands í mennta-
málum og lélegrar stöðu
kennarastéttarinnar. Vitnar blað-
ið í hvorki meira né minna en tvo
skólameistara máli sínu til
stuðnings. Dagur hefur sem sagt
verulegar áhyggjur af mcnntun
þjóðarinnar og þeim rýru fjár-
munum sem ætlaðir eru til þessa
mikilvæga málaflokks.
Kannski tengjast áhyggjur
Dags því fjaðrafoki sem hefur
gripið um sig í þjóðfélaginu
vegna niðurskurðar stjórnvalda í
hcilbrigðis- og menntamálum.
Það er ef til vill ekki að undra
þótt fólk bregðist illa við þegar
skerða á mikilvæga og nauðsyn-
lega þjónustu. Allt er þetta ofur
skiljanlegt. Sumt undrast ég þó í
þessu samhengi. Eru menntamál
svona afskaplega mikilvæg nú?
Mér finnst áður hafa kveðið við
annan tón. Þá minnist ég kjara-
baráttu kennarasamtakanna sem
verið hefur áberandi undanfarin
ár. Ég ætti líklega að biðja
afsökunar á að fitja upp á þessu
efni. Launakröfur kennaranna
ætti maður sjálfsagt ekki að
nefna, svo hvimleið sem öllum
Rafn Kjartansson.
voru orðin þau mál þegar þau bar
hæst. Þess varð nefnilega ekki
vart þá að stjórnmálamenn, fjöl-
miðlar eða almenningur hefði
hug á að verja fjármununum til
þessa málaflokks. Kannski ríkti
sú almenna skoðun að bætt laun
kennara, sem hlytu að leiða af sér
aukið framboð á hæfu fólki til
þeirra starfa, væru svokölluöum
menntamálum allsendis óvið-
komandi. Svo hlýtur að vera. Að
minnsta kosti fór lítið fyrir
almennum áhuga á auknum fjár-
veitingum til menntamála þegar
rætt var um laun kennara og ann-
arra menntamanna innan hins ill-
ræmda BHMR.
Ég leyfi mér enn að rifja upp
hvimleiða og þreytandi sögu. Hið
íslenska kennarafélag, í samstarfi
við BHMR, gerði kjarasamning
við ríkið sem hugsanlega fól í sér
nokkrar launahækkanir - að
undangengnu Iöngu og ströngu
verkfalli. Var þá almennur áhugi
á því að verja fé til menntamála,
en undir þá grein útgjalda ríkis-
ins flokkast laun kennara? Nei,
sá áhugi var ekki fyrir hendi.
Man ég það ekki rétt að
stjórnvöld, stærstu launþega-
samtök landsins, vinnuveitenda-
sambandið og reyndar allur
almenningur sameinaðist um að
eyðileggja þennan löglega
samning, sem í einni svipan varð
að voðalegri þjóðarvá? Um þetta
ríkti þjóðarsátt og það í samfé-
lagi þar sem menn rífast yfirleitt
endalaust um hina ómerkilegustu
hluti. Hér voru menn hins vegar
sáttir og sammála, enda tókst að
bægja voðanum frá og spara þau
útgjöld til menntamála sem hann
fól í sér samningurinn sá. Þetta
fólk átti jú ekki að fá meira en
„aðrir“ - eða eitthvað á þá leið
hljóðaði eitt slagorðanna sem
hæst glumdu þegar mestur var
æsingurinn vegna þess að ekki
tókst að svíkja samning BHMR
með eins auðveldum hætti og
„vitrustu" menn höfðu áður
talið. í öllu uppnáminu gleymdist
raunar að skilgreina hverjir þess-
ir „aðrir“ voru, enda víst nokkr-
um erfiðleikum bundiö.
Ekki minnist ég þess að Dagur
á Akureyri, sem nú hefur áhyggj-
ur af menntamálum, teldi ástæðu
til að harma svikna samninga við
BHMR. Gæti nú samt ekki hugs-
ast að eitthvert samhengi væri
milli samningsrofsins árið 1990
og vandkvæða á ráðningu mennt-
aðra kennara til MA sumarið
1992? Ég varpa spurningunni til
ritstjóra Dags, í trausti þess að
ekki vefjist fyrir honum að svara.
Raunar eru viðhorf til mennta-
mála hér á landi afar sérstæð.
Hér hafa verið opnaðir skólar út
um allt síðustu árin. Þaö virðist
hins vegar litlu skipta hvað það
þyrfti í raun að kosta að reka
þessa skóla með sæmandi hætti
og fá til þeirra hæfa kennslu-
krafta.
Það er nefnilega svo afskap-
lega gaman að opna nýja skóla.
Nýr skóli er auglýsing fyrir þing-
menn og ráðamenn, sýnir velvild
þeirra til kjósenda, skilning á
mikilvægi menntunar og fram-
farasinnað hugarfar. Það er fínt
að opna nýja skóla og flytja
hjartnæmar ræður við slík tæki-
færi. Það er hins vegar ekkert fínt
að reka skóla. Það er bara dýrt,
felur ekki í sér neina auglýsingu
og hefur engan slagkraft gagnvart
háttvirtum kjósendum.
Þar af leiðir að skólarnir eru
víðast vanbúnir tækjum og
kennslukröftum - olnbogabörn
þeirra áhrifamanna er stofnuöu
þá með pomp og prakt. Slagorðin
vantar samt ekki. Eitt slíkt - upp-
runnið í menntamálaráðuneytinu
- hefur dunið í eyrum okkar
undanfarin 2-3 ár. „Framhalds-
skóli fyrir alla,“ heitir það. Eins
og framhaldsskólinn er upp
byggður, ef nota má svo virðulegt
orðalag um „skipulagninguna"
táknar það víst „Stúdentspróf
fyrir alla“, enda er það metnaður
flestra fjölskyldna í landinu að
hcngja upp í stofunni mynd af
syni eða dóttur með stúdentshúfu
á kollinum.
Ef fram heldur sem horfir,
verður næsta slagorð „Háskóla
handa öllum" - og reynist erfitt
að fá menntaða kennara til starfa
í hinum nýju háskólum víðs veg-
ar um land, gerir það ekki svo
mikið til. Alltaf má finna ein-
hverja atvinnuleysingja til að
standa við töfluna með krítar-
mola í hendi. Það eru hvort sem
er ekki nema einstaka sérvitring-
ar sem vilja manna skólana
menntuöum kennslukröftum. Á
slíka menn hlustum við að sjálf-
sögðu ekki, en skemmtilegt getur
verið að slá upp skondnum hug-
dettuni þeirra í blöðunum annað
veifið.
Rafn Kjartanssun
Flöfundur er kennari við Menntaskólann
á Akureyri.
„Eins og framhaldsskólinn er upp byggður, ef nota má svo virðulegt orðalag
um „skipulagiiinguna" táknar það víst „Stúdentspróf fyrir alla“, enda er það
metnaður flestra fjölskyldnu í landinu að hengja upp í stofunni mynd af syni
eða dóttur með stúdentshúfu á kollinum,“ segir Rafn Kjartansson m.a. í
grein sinni.