Dagur - 03.07.1992, Page 9
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 9
Gamla pakkhúsið á Hofsósi:
Grettir sterki fær loksins griðastað
- Drangeyjarsafn og Grettissafn opnað um helgina
- Unnið að endurbyggingu gömlu húsanna á Hofsósi
Það er til marks um sóknar-
huginn í Hofsósbúum að
gömlu húsin í bænum eru að
rísa úr öskustónni eitt af öðru.
Fram hefur komið í fréttum að
elsta hús þorpsins, Bjálkahúsið
eða Gamla pakkhúsið eins og
heimamenn kalla það, hefur
verið endurbyggt og nú er ver-
ið að endurnýja gamalt hótel
sem byggt var um síðustu alda-
mót. Nú um helgina verða
bæði þessi hús opnuð almenn-
ingi.
Það er Valgeir Þorvaldsson
smiður sem á mestan heiður af
þessum framkvæmdum. Hann
sagði blaðamanni að í pakkhús-
inu yrði komið fyrir safni. Á
neðri hæðinni verður Drangeyj-
arsafn með munum sem tengjast
því sérstæða atvinnulífi sem
stundað hefur verið í Drangey.
Efri hæðin verður hins vegar
heimili Grettis sterka, frægasta
fbúa Drangeyjar sem fær nú loks
fastan samastað eftir margra alda
vergang.
Ymislegt fleira verður þarna á
seyði. í heimkynnum Grettis
verður til að mynda kynntur
hefðbundinn íslenskur matur í
þartilgerðum ílátum og í gamla
hótelinu verður kaffistofa þar
sem þjóðlegt bakkelsi verður
borið fram með kaffi sem lagað
er án þess að nútíma vélbúnaður
komi þar nærri. „Við ætlum ekki
að vera með neiná hamborgara,"
sagði Valgeir. Þá verður hrein-
lætisaðstaða fyrir safngesti í kjall-
ara hótelsins en á efri hæð þess
verður íbúð.
Utan við pakkhúsið verður
komið fyrir steinum sem fólk get-
ur spreytt sig á að lyfta. Einn
verður af sömu stærð og Grettir
lyfti fimm ára gamall, annar eins
og hann lyfti tíu ára osfrv. Þeir
sem ráða við steinana fá vottorð
þar um en þeir allra sterkustu
sem lyft geta stærstu steinunum
fá allra náðarsamlegast Ieyfi til að
kaupa minjagrip. „Þetta er víst
það sem kallast öfug markaðs-
setning,“ sagði Valgeir.
Hann segir áhuga fólks fyrir
húsunum mikinn því eina helgina
í sumar þegar hann var að vinna
komu um 300 manns þangað og
spurðust fyrir um pakkhúsið. Frá
og með helginni geta þeir skoðað
safnið og fengið sér kaffi, flat-
brauð og rjómapönnukökur því
húsin verða opnuð almenningi
um kaffileytið á laugardaginn.
Þau verða svo opin á hverjum
degi í allt sumar.
Og það er alls ekki ætlun
þeirra Hofsósbúa að láta staðar
numið við þessi tvö hús. „Næst
kemur röðin að gamla kaupfélags-
húsinu sem var lengi stærsta hús-
ið hér á staðnum,“ segir Valgeir.
Það stendur einnig til að lagfæra
gömlu brúna sem er þarna í kvos-
inni og gera hana að göngubrú.
Þá verður hægt að skoða sig um í
þessari skemmtilegu kvos sem
minnir á þá tíð þegar Hofsós var
stórveldi og sló Akureyri við sem
verslunarhöfn. -ÞH
Kvosin ofan við höfnina á Hofsósi er skemmtilegur staður. Hótelið sem ver-
ið er að endurbyggja er fyrir miðju í þyrpingunni vinstra megin við Gamla
pakkhúsið.
Valgeir Þorvaldsson smiður í anddyri Gamla pakkhússins.
Myndir: -ÞH
Skátafélagið Klakkur á Akureyri:
Iif og fjör í útilífsskólamim
Fyrsta námskeiö í útilífsskóla
skátafélagsins Klakks á Akur-
eyri hófst þann 10. júní sl. og
stóð í fimm daga. Þriðja og
síðasta námskeiðið hefst nk.
mánudag og stendur til 10.
júlí.
Það fyrsta sem krakkarnir á
fyrsta námskeiðinu gerðu, var að
fara í kynningarleik en síðan var
þeim skipt í tvo hópa, sem nefnd-
ust Flakkarar og Náttfarar.
Krakkarnir fengu svo það verk-
efni að búa til flugdreka og tóku
þau öll virkan þátt í þeirri vinnu.
Því næst var að koma flugdrekan-
um á loft.
Næsta dag var farið í ýmsa leiki
og krökkunum kennt að gera
varðeld og hlóðir. Hlóðirnar
voru síðan notaðar til að grilla
banana með súkkulaði í. Eftir
bananaátið var farið í ratleik en
það er leikur með ýmsum þraut-
um sem krakkarnir þurftu að
leysa.
Þriðji dagurinn rann upp og
óhætt er að segja að krakkarnir
hafi beðið eftir þeim degi með
mikilli eftirvæntingu. Dagurinn
hófst á því að krakkarnir lærðu
nokkra hnúta en síðan var hafist
handa við að smíða fleka. Næstu
klukkutímana var bundið, hnýtt
og neglt og að lokum var flekinn
tilbúinn. Því næst var flekinn
settur upp á kerru og farið með
hann niður að tjörn, þar sem
honum var siglt. Þennan dag var
nokkuð hvasst, svo siglingaveðr-
ið var ekki upp á marga fiska.
Á fjórða degi var farið í útilegu
Krakkarnir smíðuðu sjálf þennan fleka og sigldu honiim síðan við nokkuð erfiðar aðstæður.
Krakkarnir skemmtu sér vel á námskeiðinu, auk þess sein þau lærðu
heilmikið.
yfir í Vaðlaheiði, að skála sem er
í eigu félagsins og nefnist Valhöll
og þar var slegið upp tjöldum.
Veðrið var mjög gott og sólin
skein skært þennan dag. Þegar
þátttakendurnir vöknuðu daginn
eftir, rigndi lítilega en fljótlega
stytti upp. Eftir morgunverð var
farið í gönguferð niður að tjörn
en síðan var gengið frá og loks
haldið fótgangandi heim á leið.
Sem fyrr sagði hefst þriðja og
síðasta námskeiðið nk. mánudag
og stendur skráning yfir um helg-
ina í síma 12266.
Lærði heilmargt
„Mér fannst mjög garnan þessa
daga sem ég var í útilífsskólan-
um,“ sagði Halldór Elfar, sem
var þátttakandi á fyrsta nám-
skeiðinu. „Við lærðum ýmislegt,
t.d. að hnýta hnúta, búa til flug-
dreka og fleka sem við síðan
sigldum á Leirutjörn. Við lærð-
um að útbúa okkur fyrir útilegur
og fórum í marga leiki.
Síðan fórum við í útilegu, þar
sem margt var brallað, t.d. gerð-
um við varðeld og elduðum okk-
ur góðan mat, lékum okkur í
læknum og sungum heilmikið.
Ég lærði margt í útilífsskólanum
um útilíf og það nýtist mér örugg-
lega í framtíðinni.“