Dagur - 03.07.1992, Síða 16
Akureyri, föstudagur 3. júlí 1992
Bautinn opinn
al/a daga
frá ki. 9-23,30
Norðurland:
Barnsfæðingum fækkar
Alltof mikið um hraðakstur
bfla með tjaldvagna
- segir lögreglan á Blönduósi
Þór Gunnlaugsson, lögreglu-
maður á Blönduósi, segir alltof
algengt að lögreglan þurfí að
stöðva ökumenn ökutækja
með annaðhvort hjólhýsi eða
í tjaldvagn aftan í vegna hrað-
| aksturs.
Þór segir að í mörgum tilfell-
um átti ferðafólk sig ekki á því að
leyfilegur hámarkshraði öku-
tækja með hjólhýsi eða tjald-
vagna er aðeins 70 km, en því
miður sé algengt að þeim sé ekið
á allt að 100 km hraða. Þór segir
að þeir bílar séu umsvifalaust
stöðvaðir og ökumenn þeirra
megi eiga von á um níu þúsund
króna sekt vegna umferðarlaga-
brots. óþh
Það Iogaði glatt í þessum gamla fjárhúskofa skammt sunnan
við hesthúsahverfið á Húsavík en Sauðfjárveikivarnir höfðu
keypt hann og létu síðan brenna vegna þess að þar kom upp
riðuveikitilfelli í fyrravetur. Á innfelldu myndinni eru Krist-
bjöm Óskarsson, starfsmaður Húsavíkurbæjar, Bárður
Guðmundsson, dýralæknir, og Sveinbjörn Lund, slökkvuliðs-
StjÓrí á HÚSaVÍk. Myndir: IM
Húsavík:
Fjárhjús brennd vegna riðuveiki
Slökkvilið Húsavíkur brenndi
fjárhúskofa og hlöðu með heyi
rétt sunnan hesthúsahverfisins
síðdegis á miðvikudag.
Riðutilfelli fannst í húsunum í
fyrravetur og í haust var allt fé
Húsvíkinga skorið niður, að
undangengnum ströngum samn-
ingaviðræðum við forsvarsmenn
fjáreigenda. Áskilið var að
hreinsað yrði til í húsum eða
þeim eytt fyrir sl. áramót og
fengu fjáreigendur þar með
heimild til að taka fé á ný í haust.
Eigandi umræddra húsa fór
ekki að tilgreindum samningum
og það var loks fyrir nokkrum
dögum að Sauðfjárveikivarnir
keyptu af honum húsin og létu
brenna þau. IM
Ferðafélag Akureyrar:
Stefiit að því að setja upp
skála í Dyngjuflalladal
Ferðafélag Akureyrar hyggst
koma upp nýjum skála í
Dyngjufjalladal, sem er fyrir
vestan Oskju, og hefur verið
leitað eftir leyfl til þess til hlut-
aðeigandi aðila.
Sigurður Jónsson, formaður
Ferðafélags Akureyrar, segir að
mjög æskilegt sé að setja upp nýj-
an skála á þessu svæði til þess að
unnt sé að bjóða upp á skemmti-
legri gönguleiðir í Odáðahraun-
inu. „Við erum að standsetja tvo
skála sem við höfum keypt og
þegar fengist hafa öll leyfi, sem
við vonumst til að fá á haustdög-
um, þá komum við vonandi öðr-
um þeirra fyrir inni í Dyngju-
fjalladal,“ sagði Sigurður og
sagði að gönguleiðanefnd Ferða-
félagsins myndi fara um þetta
svæði í sumar og reyna að finna
skálanum hentugan stað.
Sigurður sagði vera töluvert
ströng skilyrði fyrir staðsetningu
slíkra skála í óbyggðum, t.d.
varðandi vatn, salernisaðstöðu
og sorp og erindi Ferðafélagsins
þyrfti samþykki hlutaðeigandi
sveitarstjórna, Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands eystra og Náttúru-
verndarráðs.
Ferðafélag Akureyrar á og rek-
ur fimm skála; Laugafell inn af
Eyjafirði, Dreka í Dyngjufjöllum,
Lamba á Glerárdal, Þorsteins-
skála í Herðubreiðarlindum og
Bræðrafell
dyngju.
sunnan í
Kollóttu-
óþh
298 börn fæddust á Norður-
landi fyrstu sex mánuði ársins
og er það nokkru minna en á
sama tímabili í fyrra. 222 af
þessum börnum fæddust á
Akureyri.
Á Akureyri fæddust 236 börn
fyrstu sex mánuðina í fyrra, 118
drengir og 118 stúlkur. í ár höfðu
hins vegar fæðst 126 drengir og
96 stúlkur á sama tímabili. Mestu
munaði þar um tvo síðustu mán-
uðina, í maí fæddust 23 drengir
og 12 stúlkur og í júní 26 drengir
og 15 stúlkur. Stúlkurnar voru
aðeins fleiri í marsmánuði, 22 á
móti 15 drengjum.
Á Húsavík fæddust 26 börn á
tímabilinu, 14 drengir og 12
stúlkur en í fyrra 28 börn, 14
drengir og 14 stúlkur. Á Sauðár-
króki fæddist 31 barn, 20 drengir
og 11 stúlkur, en í fyrra 34 börn,
19 drengir og 15 stúlkur. Á
Blönduósi og Siglufirði fékkst í
gær aðeins uppgefinn fjöldi
fæddra barna fyrstu sex rnánuð-
ina, 14 á Blönduósi og 5 á Siglu-
firði.
Þrátt fyrir að ekki hafi fengist
upplýsingar um fjölda barnsfæð-
inga í fyrra á Blönduósi og Siglu-
firði er ljóst að fæðingar fyrstu
sex mánuðina í ár eru nokkuð
færri en á sama tíma í fyrra. Þá
fæddust jafn mörg börn á Akur-
eyri, Húsavík og Sauðárkróki og
á öllum stöðunum fimm í ár.
JHB
Norðurland vestra:
Veiðieftirlit
úr lofti
- hald lagt á 4 net
í sumar er fyrirhugað að stór-
herða veiðieftirlit í Stranda-
sýslu, Húnavatnssýslu og ísa-
fjarðarsýslu og til þessa eftirlits
hefur sérstakur veiðieftirlits-
maður verið skipaður.
Sl. miðvikudagsmorgun fór
veiðieftirlitsmaðurinn ásamt lög-
reglunni í Strandasýslu í eftirlits-
flug frá Hrútafirði og norður að
Gjögri. í kjölfar þessa flugs var
lagt hald á 4 net sem ýmislegt
þótti ábótavant við t.d. of stórir
möskvar, merkingar o.fl. Engin
afli fannst í netunum að þessu
sinni. Framhald verður á þessu
eftirliti í sumar enda ntarkmiðið
að koma í veg fyrir laxveiðar í
sjó. AMV/GG
Borholuvatn á Húsavíkurhöfða:
Psoriasissjúklmgar baða sig í ostakari
- vatnið reynt til meðhöndlunar sjúkdómsins
Psoriasissjúklingar á Húsavík
munu á næstu dögum prufa að
baða sig úr steinefnaríku bor-
holuvatni, í gömlu ostakari
sem komið hefur verið fyrir á
Húsavíkurhöfða.
Fyrir um 30 árum var borað
norðarlega á Húsavíkurhöfða í
leit að heitu vatni. Þar fannst
steinefnaríkt vatn, rúmlega 60
gráðu heitt en það þótti ekki
henta til húsahitunar. Holunni
var því lokað og hefur vatn úr
henni ekki verið nýtt.
Psoriasis er ólæknandi húðsjúk-
dómur en honum má oft halda í
skefjum með sól- og ljósaböðum
eða böðum í vatni með vissum
efnasamböndum. Félag psoriasis-
sjúklinga á Húsavík hefur í nokk-
ur ár haft hug á að prufa áhrif
vatnsins í borholunni á Höfðan-
um til meðhöndlunar sjúklinga. í
fyrra var reynt vatn úr borholu
Ætlunin er að psoríasissjúklingarnir baði sig í þessu volduga gamla ostakeri,
sem komið hefur verið fyrir á Húsavíkurhöfða. Mynd: im
skammt frá sjúkrahúsinu, en það
gaf ekki góða raun.
Að sögn Jóns Ásbergs Saló-
monssonar, eins forsvarsmanna
félagsins, er um að gera að prufa
vatnið í borholunni til meðhöndl-
unar með böðum. Ekki á að
kosta of miklu til við þessa prufu
og hefur gömlu ostakari verið
komið fyrir við holuna. Reyna
átti áhrif vatnsins síðasta sunnu-
dag, en þá hentaði ekki dælan
sem fengin hafði verið til að dæla
vatninu úr holunni. Næstu tilraun
á að gera um leið og tekist hefur
að útvega hentuga dælu.
Það er ekki fyrr en eftir nokkr-
ar vikur sem í ljós kemur hvort
vatnið hefur jákvæð áhrif til með-
höndlunar psoriasis, en ef svo
reynist er ekki gott að vita hvað
verður í framtíðinni. Að líkind-
um verður þá byggð upp betri
aðstaða til baða í vatninu, og
reynist vatnið sérlega vel á það
eflaust eftir að auka ferðamanna-
straum til Húsavíkur. IM