Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Ako-plast kaupir POB
Á myndinni má sjá varðskipið Óðin við Norðurgarðinn í Húsavíkurhöfn en við Suðurgarðinn er verið að dýpka höfn-
ina. Mynd IM
Húsavíkurhöfn:
Framkvæmdir hafiiar og dýpkunartæki komin
Bankastjórn Landsbanka
íslands ákvað í gær að taka til-
boði Ako-plasts hf. á Akureyri
í húseignir og rekstur Prent-
verks Odds Björnssonar á
Akureyri. Gengið verður frá
samningum einhvern næstu
daga og er stefnt að því að
Ako-plast hf. taki við rekstrin-
um 18. júlí nk. Kaupverð fæst
ekki uppgefið.
Eiríkur Jóhannsson, sem unn-
ið hefur að sölu POB fyrir hönd
Landsbankans, vildi í gær ekki
gefa upp söluverð eigna og rek-
sturs og hann vildi að öðru leyti
Veðrið á Norðurlandi
fram á helgi:
Kalt og rakt
Veðrið á Norðurlandi frá og
með deginum í dag og fram á
helgi er ekki til að hrópa húrra
fyrir. Vindáttin verður breyti-
leg eða norðvestlæg á öllu
Norðurlandi. Einhverjar skúr-
ir verða en léttskýjað á milli.
Hitastigið verður í lágmarki.
Að sögn Harðar Þórðarsonar,
veðurfræðings á Veðurstofu
íslands, verður fremur hæg vest-
læg eða norðvestlæg átt og líkleg-
ast einhverjar skúrir síðdegis í
dag og á morgun. Annars verður
léttskýjað. Litlar breytingar
verða á veðrinu fram á helgi að
sögn Harðar.
Spáin gildir fyrir allt Norður-
land en veðrið verður ekki
skemmtilegra fyrir sunnan. Stað-
bundinna áhrifa mun þó gæta í
innsveitum og því verður áttin
heldur breytileg eða jafnvel suð-
læg á Akureyri að sögn Harðar.
Hörður segir að fremur svalt
verði í veðri á Norðurlandi en
með því á hann við að meðalhit-
inn verði í kringum átta gráður á
Celsíus. GT
Allir löglærðir fulltrúar sýslu-
manna á Norðurlandi eru
mættir til starfa eftir að sumir
þeirra lögðu niður vinnu þann
1. júlí þegar ný embætti sýslu-
manna tóku til starfa. Sam-
kvæmt heimildum Dags réðu
úrslitum tilmæli Stéttarfélags
lögfræðinga í ríkisþjónustu um
að fulltrúarnir mættu til vinnu í
gær en fjarvistir þeirra voru á
eigin ábyrgð þótt SLÍR hefði
fjallað um málið óformlega.
Tilmæli stéttarfélagsins um að
fulltrúar mættu til vinnu gær
komu til vegna harðra viðbragða
Dóms- og kirkjumálaráðuneytis
við fjarvistunum sem Stjórnar-
ráðið taldi ólögmætar. I bréfi
ráðuneytisins kom fram að full-
trúarnir skyldu mæta til vinnu
eða missa hana ella en skoðun
margra fulltrúanna er einmitt að
þeir séu alls ekki ráðnir til vinnu
hjá embættum sýslumanna.
Nokkrir löglærðir fulltrúar
sýslumannsins í Reykjavík þráast
ekki tjá sig um söluna.
Eyþór Jósepsson, einn fimm
eigenda Ako-plasts hf. sagðist
síðdegis í gær ekki geta tjáð sig
um það í smáatriðum hvernig
rekstrinum yrði háttað, en ætlun-
in væri að stofna nýtt hlutafélag
um hann. Þó mætti á þessu stigi
fullyrða að áfram yrði prent-
smiðjurekstur í POB-húsinu að
viðbættri núverandi starfsemi
Ako-plasts hf.
Ako-plast hf. er nú í húsi
Sjálfsbjargar að Bugðusíðu 1, en
það húsnæði er í eigu Akureyrar-
bæjar. „Þessi kaup eru öll komin
til vegna húsnæðisvandræða. Við
hefðum verið á götunni um eða
upp úr áramótum og höfðum velt
ýmsum möguleikum fyrir okkur,
annað hvort með leigu eða kaup-
um á húsnæði. í þeirri leit duttum
við niður á þennan möguleika,"
sagði Eyþór og staðfesti að Ako-
plast hf. hafi sýnt áhuga á kaup-
um á POB allt frá því að húseign-
ir prentsmiðjunnar voru auglýst-
ar til sölu. „Við ætlum að reka
POB eins og POB hefur verið
rekið og Ako-plast eins og Ako-
plast hefur verið rekið. Það eina
sem breytist er að við munum
reka þetta allt í sama húsi,“ sagði
Eyþór. Hann sagðist ekki geta
tjáð sig um starfsmannahald,
enda hafi ekki gefist ráðrúm til
þess að ræða við núverandi
starfsmenn POB. „En eins og ég
segi ætlum við að reka prent-
smiðjuna áfram og til þess þurf-
um við fólk,“ sagði Eyþór.
Eins og áður segir er Ako-plast
hf. í eigu fimm einstaklinga, sem
keyptu fyrirtækið fyrir rúmu ári
af Sjálfsbjörg. Fyrirtækið fram-
leiðir m.a. plastpoka og prentar á
plast. Hjá því vinna 8 manns.
í næstu viku er gert ráð fyrir að
skýrist með sölu á Bókaforlagi
Odds Björnssonar, en Eiríkur
Jóhannsson sagði að nokkrir aðil-
ar hafi sýnt áhuga á kaupum á
því. óþh
enn við og styðjast við álit laga-
nefndar BHMR sem SLÍR er
aðili að. Þar kemur fram að full-
trúunum sé ekki skylt að mæta til
vinnu nema fyrir hendi sé ráðn-
ingarsamningur. Væntanlegt álit
virts hæstaréttarlögmanns hnígur
í sömu átt samkvæmt heimildum
Dags.
Enn er ósamið um kjör full-
trúanna en samningar hafa verið
lausir síðan í vor. Búist er við að
nú verði boðað til fundar milli
SLÍR og samninganefndar ríkis-
ins um kjör fulltrúanna. í síðustu
viku kom Fjármálaráðuneytið í
veg fyrir slíkan fund þar sem
svokallaðar aðgerðir SLÍR voru
sagðar ólögmætar. Fjarvistir full-
trúanna voru hins vegar á ábyrgð
hvers og eins enda hafa forsvars-
menn SLÍR ekki viljað tjá sig við
fjölmiðla.
Engir löglærðir fulltrúar starfa
við embætti sýslumannanna á
Ólafsfirði og Siglufirði né heldur
héraðsdómstólana tvo á Norður-
Framkvæmdir við Húsavíkur-
höfn eru hafnar, en þar eru
verktakarnir Hagvirki Klettur
að bora meðfram Norðurgarði
svo hægt sé að sprengja fyrir
stálþilinu.
Bændur fundu níu dauðar
kindur á Öxarfjarðarheiði er
þeir fóru á snjósleðum að huga
að fé eftir bylinn sem þar gerði
á dögunum. „Það var alveg
jökull vestan við fjallgarðinn
en autt austur í Búrfcllsheið-
inni, rétt eins og klippt hefði
verið á snjóinn með skærum,“
sagði Halldór Olgeirsson,
landi og því kom ekki til tafa í
þjónustu þar.
Alls eru tíu fulltrúar sýslu-
manna á Norðurlandi því mættir
til vinnu. Þrír fulltrúar sýslu-
mannsins á Húsavík hafa verið
við vinnu síðan 1. júlí og annar
fulltrúi sýslumannsins á Sauðár-
króki mætti á þriðjudag. Annars
Nokkrir ökumenn voru stöðv-
aðir af lögreglunni á Dalvík
fyrir of hraðan akstur á leið-
inni milli Akureyrar og Ólafs-
fjarðar í gær. Tveir lítilsháttar
árekstrar urðu á Akureyri síð-
degis í gær en tjón varð ekki á
mönnum.
Að sögn lögreglunnar á Dalvík
óku menn of hratt á milli Dalvík-
ur og Ólafsfjarðar sem og á
Dýpkun hafnarinnar stendur
fyrir dyrum, og kom mikill hluti
tækjanna sem notuð verða við
dýpkunina til Húsavíkur sl. laug-
ardag. Á myndinni eru dýpkun-
bóndi á Bjarnastöðum, einn
þeirra manna er fóru að huga
að fénu.
„Það er mikið af skurðum og
giljum þarna og allt var sléttfullt
af snjó, svo við gátum ekkert
gert. Það er ekki spurning að það
hefur farist miklu fleira fé en það
sem við fundum,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að veðrið hefði
staðar mættu fulltrúarnir til vinnu
í gær. Samkvæmt heimildum
Dags höfðu tilmæli SLÍR úrslita-
áhrif og ekki kom til þess að
sýslumennirnir á Blönduósi,
Sauðárkróki og Akureyri þyrftu
að boða fulltrúana á sinn fund.
Deila fulltrúanna við vinnuveit-
anda sinn er því í biðstöðu. GT
kaflanum milli Dalvíkur og
Akureyrar en þar hefur Vega-
gerð ríkisins stráð lausamöl til að
bæta upp veginn. Ökuskilyrði
versna hins vegar til muna meðan
mölin er laus og því er hámarks-
ökuhraði 50 km á klukkustund
þar sem hann er ella 90 km á mal-
biki. Sá sem hraðast fór keyrði
með 95 km hraða á möl en á mal-
biki náðist einn á 116 km hraða.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
artækin sunnan Suðurgarðs en
við Norðurgarðinn liggur varð-
skipið Óðinn og voru varðskips-
menn að endurnýja tækjabúnað í
vitum meðfram ströndinni. IM
ekki haft mikil áhrif á lömbin en
þetta væri versti tíminn fyrir roll-
urnar, þær væru svo berar þar
sem ullarskilin væru núna og
kuldinn hefði því farið illa með
þær. Kindurhefðu jafnvel drepist
í kuldunum þó ekki hefði snjóað
á þær. Móðurlausu lömbin munu
bjarga sér en hætt er við að þau
verði minni í haust en efni stóðu
til.
Dauðu ærnar voru allar úr
Öxarfirði. Halldór á von á miklu
afurðatjóni af völdum veðursins.
Mikil hætta er á að ærnar sem
lifðu óveðrið af fái júgurbólgu í
kjölfar kuldanna. Lítil von er um
bata þegar svo er komið og það
mun einfaldlega þýða að lóga
þarf þeim kindum í haust. Það er
því aldeilis ekki séð fyrir endann
á afleiðingum hretsins.
Halldór sagði að gróður hefði
mikið skemmst í veðrinu. Hann
hefur skoðað bláberjalyng og ótt-
ast að lítil berjaspretta verði í
haust. IM
eyri höfðu fjórir bílar lent í smá
hnoði síðdegis í gær. „Enn sem
komið er! Ævinlega þegar fer að
rigna þá minnkar ökuleiknin.
Aðallega vegna þess að menn sjá
lítið út en kannski er þetta
sálrænt. Ef hitinn er nógu mikill
þá aka menn hins vegar rólega og
varlega; þá liggur engum á,“ ■
sagði Matthías Einarsson, varð-
stjóri lögreglunnar á Akureyri.
GT
Deila löglærðra Mtrúa við Stjórnarráðið:
Allir fulltrúar á Norðurlandi mættír
Öxarflörður:
Níu dauðar ær fimdust á heiðiimi
Ökuleiknin minnkar í rigningunni