Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. júlí 1992 - DAGUR - 11
Íþróttir
Bikarleikur KA og Þórs:
Brot segir Lárus - Ekki brot segir Grnrnar Már
- óvíst hvort Lárus Sigurðsson markvörður Þórs verður með gegn ÍA
- Steingrímur Birgisson væntanlega ekki með gegn ÍBV
Þórsarar urðu fyrir mikilli
blóðtöku í knattspyrnunni þeg-
ar markvörður þeirra, Lárus
Sigurðsson, meiddist í lok leiks
þeirra gegn KA í fyrrakvöld.
Meiðsli Lárusar eru þó ekki
eins alvarleg og menn héldu í
fyrstu en þó er enn ekki
nákvæmlega vitað hvers eðlis
þau eru. Steingrímur Birgis-
son, hjá KA, varð einnig að
yfirgefa völlinn vegna meiðsla
og reiknar síður með því að
geta spilað leikinn gegn IBV á
föstudagskvöld.
„Þetta er a.m.k. ekki slitið,“
sagði Lárus Sigurðsson, mark-
Pollamót, 6. ílokkur:
PoUamót
í Ólafsfírði
Á morgun hefst í Ólafsfirði
íslandsmót 6. flokks í knatt-
spyrnu, NorðurlandsriðiII.
Eimskip er aðalstyrktaraðili
mótsins en Sparisjóðirnir á
Norðurlandi gefa hverjum
þátttakanda sigurliða, vegleg
verðlaun.
Spilað er í tveimur riðlum og
efsta liðið úr hvorum tekur þátt í
úrslitum á Laugarvatni síðar í
mánuðinum. Að ósk liðanna á
Norðurlandi hefur verið bætt við
einum riðli en hann tekur ekki
beinan þátt í íslandsmótinu.
Fyrstu leikirnir byrja klukkan
13.00 á morgun.
Alls taka sex lið þátt í mótinu:
Leiftur, Dalvík, KA, Þór, Tinda-
stóll, Völsungur og KS. Fleira
verður til gamans gert en að spila
knattspyrnu, farið verður í leiki
auk þess sem markmanns- og
vítaspyrnukeppni verður haldin.
Grillið verður að sjálfsögðu tekið
fram. Ástæða er til þess að hvetja
foreldra til að fjölmenna í fjörð-
inn og styðja við bakið á knatt-
spyrnuhetjunum. SV
Greifamót Golfklúbbs Akur-
eyrar hefur legiö niðri um tíma
vegna annarra móta á vellin-
um. í dag hefst þó mótiö aftur
og verður ræst út klukkan
13.00. Allir eru velkomnir að
koma og spila. Hér birtast úrslit
úr mótinu frá því 18. júní, með
og án forgjafar, svo og heild-
arstaða:
Án forgjafar: högg
1. Sigurpáll Sveinsson 38
2. Jón S. Árnason 39
3. Þórhallur Pálsson 41
4. Guðmundur Finnsson 42
5. Ólafur Gylfason 43
6. Haraldur Júlíusson 43
7. Jónína Pálsdóttir 45
8. Sverrir Þorvaldsson 45
9. Oddur Jónsson 46
10. Gunnar Jakobsson 46
Með forgjöf: högg
1. Jón S. Árnason 35
2. Guðmundur Finnsson 36
vörður, þegar blaðamaður spurði
hann út í þann áverka sem hann
hlaut á hásin í leiknum gegn KA.
Hann var fluttur á slysadeild og
myndaður en sem betur fer virð-
ist hásinin ekki hafa slitnað.
Mönnum hefur orðið tíðrætt
um atvikið þegar Lárus meiddist.
Hann og Gunnar Már Másson,
hjá KA, stukku þá báðir upp í
bolta sem kom inn í teiginn. Lár-
us féll meiddur en Gunnar tók
boltann og skoraði. Getur Lárus
sagt frá því sem gerðist? „Hann
hefur líklega lent svona illa á
mér. Takkarnar á skónum hans
gengu í gegnum sokkinn og ökla-
hlífina og ég er með myndarlegt
far á hásininni, auk bólgu og
mars. Hann braut greinilega á
mér og átti aldrei séns í boltann,"
sagði Lárus og bætti við að hann
hafi haft svo góðan tíma til þess
að reikna boltann út, auk þess að
vera stór og með langar hendur,
og þvf eigi Gunnar ekki að eiga
möguleika. „Hann fór bara með
bakið í mig,“ sagði Lárus.
Gunnar Már Másson þvertók
fyrir að um brot hefði verið að
ræða. „Ég kallaði á boltann og
fékk háa sendingu fyrir. Hún var
aðeins of löng svo ég varð að
bakka örlítið áður en ég stökk
upp. Lárus kom upp á bakið á
mér og ég á mjög erfitt með að
ímynda mér hvernig ég á að hafa
stígið á hann. Þetta var bara bolti
sem við áttum jafna möguleika á
að ná og ég hafði betur. Mér þyk-
ir ákaflega leitt ef þessi fyrrum
félagi minn hjá Val hefur meiðst
og enn verri þykja mér viðbrögð
Þórsaranna við þessu. Hafi ég stig-
ið á Lárus er það svo óvart sem
nokkuð getur verið. Ég hugsa
fyrst og fremst um að ná boltan-
um en ekki andstæðingnum,“
sagði Gunnar Már.
Halldór Áskelsson var hvíldur
mest allan leikinn gegn KA,
vegna eymsla í hásin en hann
reiknar með að verða klár í slag-
inn gegn ÍA um helgina. „Þetta
er gamalt vandamál hjá mér sem
ekkert er hægt að gera við. Ég
held bara áfram að éta mitt
3. Gunnar Jakobsson 36
4. Sigurpáll Sveinsson 36
5. Haraldur Júlíusson 37
6. Jónína Pálsdóttir 38
7. Símon Gunnarsson 38
8. Oddur Jónsson 38
9. Þórhallur Pálsson 38
10. Páll Eiríksson 39
11. Páll Pálsson 39
12. Skjöldur Jónsson 39
Heildarstaða án forgj: stig
1. Ólafur Gylfason 26,2
2. Sverrir Þorvaldsson 19,0
3. Sigurpáll Sveinsson 18,8
4. Guðmundur Finnsson 16,0
5. Örn Arnarson 15,5
Heildarstaða með forgj: stig
1. Guðmundur Finnsson 19,7
2. Gunnar Jakobsson 17,9
3. Ólafur Hilmarsson 13,8
4. Jón Steindór Árnason 12,0
5. Örn Arnarson 11,0
SV
bólgueyðandi sælgæti og vona að
það dugi fram á haust,“ sagði
Halldór.
Steingrímur Birgisson, KA,
hefur átt við meiðsli að stríða í
nára og þau tóku sig upp svo að
Dregið var í 8-Iiða úrslituin
Mjólkurbikarkeppninnar og
fengu KA-menn heimaleik gegn
Fram. Fram komst áfram með
sigri á BÍ í fyrrakvöld, 1:4, en
KA vann Þór, 2:0, eins og öll-
um ætti að vera kunnugt. Leik-
urinn fer fram 21. júlí.
„Þetta er hið besta mál,“ sagði
Gunnar Gíslason, þjálfari og
leikmaður KA, um leikinn gegn
Fram. „Við ætlum okkur alla leið
Meistaramót Golfklúbbs Sauð- árkróks var spilað um síðustu helgi. Leiknar voru 72 holur án
forgjafar og hér á úrslit þriggja efstu eftir fara í hverjum
flokki:
1. flokkur: högg
1. Örn Sölvi Halldórsson 305
2. Guðjón B. Gunnarsson 337
3. Óli B. Reynisson 338
2. flokkur:
1. Einar Einarsson 344
2. Hjörtur Geirmundsson -P-
hann varð að fara af leikvelli.
Steingrímur sagðist vonast til
þess að geta spilað með liðinu á
föstudag þegar ÍBV kemur í
heimsókn á Akureyrarvöllinn.
og það skiptir engu máli hverja
við fáum fyrst, aðalmálið var að
fá heimaleik.“
Liðin léku á Akureyri í fyrri
umferð íslandsmótsins og þá fóru
Framarar með sigur af hólmi.
Það er því nokkuð öruggt að KA
menn eiga erfiðan leik fyrir
höndum í bikarnum. Aðrir leikir
í 8-liða úrslitum eru:
Valur-FH
ÍA-Víkingur
Fylkir-KR
3. Þorsteinn Jónsson 356
3. flokkur:
1. Sigmundur Guðmundsson 405
2. Guðmundur Guðmundsson 438
3. Friðrik J. Friðriksson 439
Kvennaflokkur:
1. Ingibjörg Stefánsdóttir 470
2. Sólrún Steindórsdóttir 482
Unglingaflokkur:
1. Fannar Haraldsson 398
2. Örvar Jónsson 416
3. Guðmundur L Einarsson 427
Golf á Króknum:
Opna
Fhigleiðamótið
Opna Flugleiðamótið í golfi
fer fram á Sauðárkróki helg-
ina 11.-12. júlí. Keppt verð-
ur í flokkum karla, kvenna
og unglinga (14 ára og
yngri), með og án forgjafar.
Mótið fer fram á Hlíðar-
endavelli þeirra Sauðkrækinga
og eru glæsileg verðlaun í
boði, og að auki fjölmarkir
aukavinningar. Þátttaka til-
kynnist í síma 95-35075 milli
klukkan 17.00 og 21.00 á
föstudag. Þátttökugjald full-
orðinna er 2500 krónur og
unglinga 1000 krónur. Skorað
er á kylfinga að fjölmenna á
Krókinn. Fréttalilkynning
Knattspyrna:
Birgir Karls
handarbrotinn
Leikur KA og Þórs í Mjólk-
urbikarnum ætlar að verða
Þórsurum dýr. Birgir Þór
Karlsson, varnarmaðurinn
sterki, handarbrotnaði i
leiknum og verður væntan-
lega frá næstu sex vikurnar.
„Hann er í gifsi upp að
olnboga, svo að ekki spilar
hann á næstunni," sagði
Sigurður Lárusson, þjálfari
Þórs. „Það þýðir ekkert að
svekkja sig á þessu, fótboltinn
er bara svona.“ SV
Suzukí Swift GL. árg. 1990.
Ekinn 29.000 km.
Verð 695.000 stgr.
Honda Shuttle 4x4
árg. 1989. Ekin 61.000 km.
Verð 900.000 stgr.
Honda Civic árg. 1990,
álfelgur, sóllúga.
Ekin 48.000 km.
Verð 830.000 stgr.
Mazda 626 GLX. árg. 1988,
sjálfsk. Ekin 72.000 km.
Verð 760.000 stgr.
Hjólhýsi.
12 feta pólskt hjólhýsi
m/gasofni og fortjaldi.
Árg. 1988. Vel með farið.
Verð 340.000 stgr.
Nýir og notaðir tjaldvagnar.
Vantar bíla
á staðinn.
Bæjarins besta
útisvæði.
f-ÞÓRSHAMAR HE
Ka BÍLASALA
Glerárgötu 36, sími 11036 og 30470
Fax 96-27635.
Golf:
Greifamótid heldur áfram
sv
Lárus Sigurðsson, markvörður Þórs, varð að fara meiddur af velli í leik KA
og Þórs á þriðjudagskvöld. Hér eru þeir Sigurður Lárusson, þjálfari, og
Omar Torfason, sjúkraþjálfari, að huga að meiðslum hans. Þau eru ekki tal-
in eins alvarleg og á horfðist í fyrstu. Mynd: Goiii
Mjólkurbikarinn, 8-liða úrslit:
KA fær Fram
í heimsókn
- „ætlum alla leið,“ segir Gunnar
Gíslason, þjálfari KA
Golfklúbbur Sauðárkróks:
Meistaramót 1992