Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 9. júlí 1992 Fréttir Matvöruverslanir á norðausturhorni landsins: Reksturinn á Kópaskeri gengur vel - þyngri rekstur á Þórshöfn og Raufarhöfn Verslunarrekstur hófst á Kópa- skeri 14. mars sl. er Guðlaug Traustadóttir opnaði Verslun- ina Kópasker í húsnæði þrota- bús Kaupfélags Norður-Þing- eyinga en þá hafði engin mat- vöruverslun verið starfrækt á Kópaskeri í hartnær þrjá mán- uði. Guðlaug er úr Reykjavík og vann þar við skrifstofustörf. Reksturinn hefur gengið mjög vel að sögn Guðlaugar en einnig er verslunin með lítilsháttar af gjafavörum og leikföngum en ekki fatnað, en Guðlaug telur að fólk fari lengra til ef um fatakaup sé að ræða. Guðlaug telur að verðlagi sé haldið það vel niðri að ekki svari kostnaði fyrir Kópa- skersbúa og Öxfirðinga að leita lengra til í verslunarleiðangur, en auðvitað fari fólk annað ef það þarf á þjónustu að halda sem ekki er á staðnum og þá eru mat- vörur stundum keyptar í leiðinni. Fólk vill versla í sinni heima- byggð eftir þá reynslu að vera án verslunar í margar vikur. Eitt- hvað hefur verið um það að Raufarhafnarbúar versli á Kópa- skeri sem auðvitað er að sama skapi slæmt mál fyrir Verslunar- félag Raufarhafnar. Á Þórshöfn rekur Kaupfélag Langnesinga einu matvöruversl- un staðarins en félagið er einnig með útibú á Bakkafirði. Um tíma rak Kaupfélagið einnig verslun á Raufarhöfn en hætti því fyrir ári síðan. Kaupfélagið náði nauða- samningum við lánadrottna sína á síðasta ári en um 21% af lýstum kröfum greiðast í þrennu lagi fram á næsta ár. Að sögn Garð- ars Halldórssonar kaupfélags- stjóra hefur rekstur matvöru- verslunarinnar gengið sæmilega, en nokkuð er um það á sumrin að fólk versli þegar það er á ferðinni m.a. á Akureyri og versli þá t.d. í Hagkaupum eða Nettó en minna yfir vetrartímann. Aukn- BUSETI HUSNÆÐISSAMVINNUFELAG í samræmi við tilmæli húsnæðismálastjórnar leitar Húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Akur- eyri eftir mögulegum kaupum á eldri íbúðum eða íbúðum í smíðum. íbúðirnar skulu vera í sambýlishúsum, raðhúsum eða fjölbýlishúsum. Tilboðum, þar sem fram komi upplýsingar um stærð, aldur, ástand og staðgreiðsluverð íbúðanna, sé skil- að til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, fyrir 14. júlí nk. Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Búseta hsf. • Sumarmót og fjölskylduhátíð Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra dagana 10.-12. júlí 1992 í Aðaldal. Mótsstaður er við Gistiheimilið í Grennd, gamla barnaskólanhúsinu í Aðaldal hjá bænum Staðarhóli. Ekið er af þjóðvegi 854, Staðarbraut skammt frá Grenjaðarstað (milli Grenjaðarstaðar og Laxárvirkj- unar). Á staðnum er tjaldstæði, leiktæki fyrir börn, aðgang- ur að snyrtingu og einnig er hægt að fá gistingu og aðgang að eldhúsi í gistiheimilinu. Gistingu þarf að panta í síma 43551. Dagskrá: Föstudagur, 10. júlí: Safnast saman á mótsstað. Laugardagur 11. júlí: Fyrrihluta dags verða nokkrar af náttúruperlum S.- Þing. skoðaðar í skipulagðri ferð undir leiðsögn kunnugra. Sameiginleg grillveisla og kvöldvaka þar á eftir. Sunnudagur 12. júlí: Gönguferð og náttúruskoðun um morguninn. Eftir- miðdagurinn frjáls til ráðstöfunar. Mjög æskilegt er að menn láti skrá sig til þátttöku hjá Örlygi í síma 96-41305 eða 96-41497, sem jafn- framt veitir allar nánari upplýsingar. Allir félagar, stuðningsmenn og velunnarar Alþýðubandalagsins velkomnir ásamt gest- um sínum. Stjórn kjördæmisráðs. ing hefur orðið í sölu umfram verðlagshækkanir þrátt fyrir að álagning hafi verið lækkuð til að halda í meiri viðskipti heima. Garðar segir að verslanir í smæstu sveitarfélögunum séu þess ekki megnugar að standa í verðstríði með gos, þar sem útsöluverð sé jafnvel undir heild- söluverði, enda bjóði staða fyrir- tækisins ekki upp á það. Til Þórs- hafnar koma oft „farandtuskusal- ar“ eins og á aðra staði sömu stærðar en þeir séu oft með há- tískuvarning sem dreifbýlisversl- anirnar geti ekki verið með og því séu þeir ekki alltaf að taka viðskipti frá heimamönnum. Á Raufarhöfn rekur Verslun- arfélag Raufarhafnar einu versl- unina, en hún hóf þar starfsemi fyrir réttu ári síðan. Eigandinn, Jón Eiður Jónsson, segir að heimamenn mættu versla meira í sinni heimabyggð en hann telur að of stór hluti viðskiptanna sé utan hennar. Fólk vilji gjarnan hafa verslun á staðnum sem það getur sótt í helstu nauðsynjar en beinir oft stærri innkaupum annað. Þeim sömu þætti óþægi- legt að þurfa að sækja allar mjólkurvörur til Húsavíkur eða Akureyrar. Vörutaining var gerð eftir hálft ár hjá Verslunarfélag- inu og af niðurstöðum hennar ræðst hver framtíð matvöruversl- unar á Raufarhöfn verður. GG Ljósvetningabúð: Baldvin Kr. Bald- vinsson með ein- söngstónleika Baldvin Kr. Baldvinsson baritón í Torfunesi í Ljósavatnshreppi verður með sína fyrstu ein- söngstónleika í Ljósvetninga- búð nk. laugardagskvöld og hefjast þeir kl. 21. Um undir- leik á píanó sér Juliet Faulkner, tónlistarkennari við Hafra- lækjarskóla í Aðaldal. Til stóð að Baldvin héldi tón- leika á liðnu ári, en þeim varð að aflýsa vegna veikinda. Á efnisskránni eru innlend og erlend sönglög, flest þeirra vel þekkt. Meðal höfunda íslensku Íaganna eru Sigvaldi Kaldalóns, Sigfús Halldórsson og Ingi T. Lárusson. Þá mun Baldvin m.a, syngja ensk og ítölsk sönglög. Eins og áður segir eru tón- leikarnir á laugardagskvöldið fyrstu einsöngstónleikar Baldvins, en hann hefur oft sung- ið einsöng með kórum, við jarð- arfarir og önnur tækifæri. óþh Er hann að hvessa? Mynd: Benni Landssamband smábátaeigenda: Mun meiri þorskveiði en Hafrannsókna- stofnun gefur upp Smábátaeigendur halda því fram að mun meiri þorskur hafí verið veiddur á undan- förnum árum en tölur Haf- rannsóknastofnunar gefa upp. í samanburði á töflum stofnun- arinnar og útflutningsskýrslum fyrir árin 1989 til 1991, sem Landssamband smábátaeigenda hefur látið gera kemur fram að samkvæmt útflutningsskýrsl- um hafí verið landað rúmum 70 þúsund tonnum af níu til fjórtán ára þorski vegna útfluttra saltfískafurða á veg- um SIF á framangreindu tíma- bili. Mismunur útflutnings- skýrslna á saltfíski og gefínna upplýsinga Hafrannsókna- stofnunar sé því um 35 þúsund tonn eða rétt um 100%. í frétt frá Landssambandi smábátaeigenda segir að við stærðarflokkun á saltfiski verði að taka tillit til krafna kaupenda um útlit þannig að ekki verði hjá þvf komist að fiskurinn standi ákveðna vigt upp úr sjó svo unnt sé að framleiða viðkomandi gæðaflokka. Sem dæmi er tekið að lágmarksþyngd hvers saltfisks vegna krafna um yfirvigt sé 2,8 kíló þannig að lágmarksþyngd þorsks úr sjó verði að vera 7,1 kíló til að sleppa í þessa fram- leiðslu. Því verði mismunurinn á töflum Hafrannsóknastofnunar er sýna landaðan þorsk á aldrin- um 9 til 14 ára og útflutnings- skýrslum SÍF 29 þúsund tonn. Raunverulegur afli sem þurfi til vinnslu í þessa tvo stærðarflokka á saltfiski sé því 83% meiri en töflur Hafrannsóknastofnunar segja til um. Til viðbótar því seg- ir að til að komast í þyngsta flokk saltfiskflaka þurfi lágmarksþyngd fisksins upp úr sjó að vera rúm átta kíló og á árunum 1989 til 1991 hafi verið flutt út 730 tonn af saltfiski af þessari þyngd, sem þýði 28 þúsund tonn úr sjó. Vegna annarra stærðarflokka er fluttir voru út af saltfiski á sama tímabili hafi þurft 3.088 tonn af fiski úr sjó. Alls hafi því þurft að landa rúmum 70 þúsund tonnum af þorski til þess að skapa þá framleiðslu á saltfiski sem útflutningsskýrslur Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda sýna. í frétt Landssambands smá- bátaeigenda er einnig að finna áætlum um hráefnisþörf vegna annarrar fiskvinnslu á níu til fjórtán ára þorski og bent á að þrátt fyrir varfærni í áætlanagerð megi gera ráð fyrir að alls hafi verið Iandað rúmum 100 þúsund tonnum af þorski á framangreindu aldursbili á árunum 1989 til 1991 í stað 34,980 tonna sem Hafrann- sóknastofnun gefur upp. Mis- munurinn sé því um 65 þúsund tonn og skekkjan nálgist 200% að áliti forsvarsmanna Lands- sambands smábátaeigenda. ÞI Kópasker: Ný vatnsveita á næsta ári Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný vatnsveita fyrir Kópasker verði stærsta verkefni Öxar- fjarðarhrepps. Nú liggja fyrir frumathuganir á þeim tveim stöðum sem taldir eru koma til greina fyrir veituna en það eru Klapparós og Þverlækur við Efrihóla. Á fundi hrepps- nefndar Öxarfjarðarhrepps í dag verður vatnsveitumálið á dagskrá. Við athugun á Klapparósi og Þverlæk hefur Öxarfjarðarhrepp- ur notið faglegra ráðlegginga Þórólfs Hafstað, jarðfræðings á Orkustofnun, og Tækniþjónust- an á Húsavík hefur reiknað út kostnaðarhliðina. Samkvæmt fy rirliggj andi útreikningum er talið að vatnstaka við Efrihóla og röralagning þaðan kosti um 28 milljónir króna. Á móti kemur að þar gæti verið um sírennsli að ræða. Vatnstaka í Klapparósi og lagning þaðan er talin kosta um 14 milljónir króna, en sá kostur krefst dælubúnaðar. Brýnt er að taka nýja vatns- veitu á Kópaskeri sem fyrst í notkun enda hefur komið í ljós bæði útfelling og tæring í vatninu sem fólk býr nú við. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.