Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. júlí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Bifreiðaskoðun íslands: Ný skoðunarstöð opnuð á Húsavík - „óánægjuröddum vegna sumarlokana hefur fækkað“ „Óánægjuröddum vegna lok- ana um sumartímann hefur fækkað enda hefur verið reynt að koma til móts við óskir bif- reiðaeigenda í þessu máli,“ segir Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands. Skoðunarstöðin á Húsavík hef- ur verið lokuð um skeið en stefnt er að því að opna nýja skoðunarstöð 18. júlí nk. að Haukamýri 2. Sjúkrahús SigluQarðar: Kapella vígð af vígslu- biskupi Hólabiskupsdæmis I dag, fimmtudag, mun vígslu- biskupinn í Hólabiskupsdæmi, sr. Bolli Gústavsson, vígja nýja kapellu í Sjúkrahúsinu á Siglu- firði. Hér er um að ræða her- bergi sem notað hefur verið við kistulagningar en með kapell- unni opnast möguleikar til að skíra og fyrir sjúklinga til að leita í helgidóm ef þeir óska þess auk þess sem prestur get- ur verið þar með viðtöl. Lionessuklúbbur Siglufjarðar hefur tilkynnt að hann muni gefa skírnarfont, kertastjaka og skírn- arklæði til kapellunnar. Kiwanis- klúbburinn Skjöldur og Lions- klúbbur Siglufjarðar afhentu Sjúkrahúsi Siglufjarðar nýlega mjög fullkomið hjartalínuritstæki að verðmæti 600 þús. kr. Tækið bætir mjög greiningu og meðferð hjartasjúkdóma og eykur til muna öryggi siglfirskra hjarta- sjúklinga. Hjónin Sæmundur Jónsson og 70 km hámarkshraði ökutækja með hjólhýsi eða tjaldvagn: Full ástæða til að vekja athygli á þessu - segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði í fyrri viku var í Degi haft eftir lögreglumanni á Blönduósi að töluvert bæri á því að öku- menn ökutækja með hjólhýsi eða tjaldvagn aftan í gerðu sér ekki grein fyrir að hámarks- hraði þeirra væri lögum sam- kvæmt 70 km á klukkustund. Sigurður Helgason, hjá Um- ferðarráði, segir aö 38. grein umferðarlaganna taki af öll tvímæli um þetta. í fréttinni sagði lögregluþjónn- inn að full ástæða væri til að vekja athygli vegfarenda á þessú og undir það tekur Sigurður Helgason. „Við höfum ekki vak- ið sérstaklega athygli á þessu í umferðarþáttum í útvarpi, en það er full ástæða til þess," segir Sigurður. Hann sagði að miðlun upplýs- inga til vegfarenda af hálfu Umferðarráðs sé á svipuðum nót- um í sumar og undanfarin ár. Fastir upplýsingaþættir eru bæöi á Rás 1 og Rás 2 Ríkisútvarpsins og einnig á Aðalstöðinni. f>á reyna starfsmenn Umferðarráðs að svara spurningum fólks sem hringir til þeirra á skrifstofuna. Sigurður segir að umferðin hafi gengið allvel í sumar, en þó hafi orðið nokkur alvarleg slys um síðustu helgi. óþh Félagsíbúðir iðnnema í Reykjavík: Þrjú iðnnemasetur starfrækt - þáttur í eflingu verkmenntunar í landinu Félagsíbúðasjóður Húsnæðis- stofnunar ríkisins hefur úthlut- að Iánsloforði til Félagsíbúða iðnnema (FIN) sem starfræktai eru af Iðnnemasambandi ís lands. Frá og með næsta haust verða starfrækt þrjú Iðnnema setur í Vesturbænum í Reykja vík. Rétt til vistar hafa skuld lausir félagar í Iðnnemasam bandi íslands og dagskóla nemendur Iðnskólans í Reykja vík. Iðnnemahreyfingin lítur brautargcngi Félagsíbúða iðn- nema sem þátt í stefnumótun stjórnvalda til eflingar verk- menntunar í landinu. Lánsloforðið gerir FIN kleift að starfrækja þrjú Iðnnemasetur í Vesturbænum í vetur. Húsnæðið er hiö fyrsta sem ætlað er öðrum námsmönnum en háskóla- stúdentum og jafnframt fyrsta félagslega húsnæðið til handa námsmönnum. Leiguverð verður lægra en á almennum markaði. Á Bergþórugötu verða alls níu íbúðir með sameiginlegri lesað- stöðu og þvottaaðstöðu. Tveggja herbergja íbúðir eru leigðar á um 22 þúsund krónur á mánuði en þriggja herbergja íbúðir á um 28 þúsund krónur. Á Vesturgötu verða átta ein- staklingsherbergi með sameigin- legri aðstöðu en einnig verður sambýli starfrækt í leigðu húsnæði á Ránargötu með 11 herbergjum fyrir einstaklinga og pör. Her- bergi verða leigð á 12-18 þúsund krónur. Skrifstofa Iðnnemasambandsins að Skólavörðustíg 19 lætur í té untsóknareyðublöð og úthlutun- arreglur en símanúmer eru: 91- 14410,91-14318 og 91-10988. GT Jónína Brán hafa gefið innrétt- ingar í slysavarðstofu sem eru til hægðarauka fyrir starfsfólk og til öryggis fyrir sjúklinga en þær eru sntíðaðar og uppsettar af Sæ- mundi. Ennfremur hefur sjúkrahúsinu borist gjöf frá Möller-systkinum sem er rafknúinn lyftubaðstóll og tölvuvog en gjöfin er til minning- ar um móður þeirra. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hefur gefið eina millj. kr. upp í væntan- leg kaup á röntgen C-boga en tækið kostar unt fjórfalt þá upphæð. Tækið er viöauki við ný röntgentæki sem sett voru upp á þessu ári en þau munu auðvelda alla meðferð beinbrota og fækka sjúkraflutningum til Akureyrar. GG Á Blönduósi verður skoðunar- stöðin lokuð frá 10. til 14. ágúst þar sem skoðunarmaðurinn verð- ur á Siglufirði vegna bifreiða- skoðunar sem fram fer í slökkvi- stöðinni og á Sauðárkróki verður einnig lokað frá 10. til 14. ágúst vegna bifreiðaskoðunar á Siglu- firði.“ „Hér áður fyrr þá hópuðust all- ir bifreiðaeigendur með bílana sína í skoðun á vorin en nú er fólk farið að venjast þessum regl- um um sérstaka skoðunarmánuði sem tengjast skráningarnúmerum bifreiðanna og því hefur gagn- rýnisröddunum fækkað. í fyrra fengum við á okkur talsverða gagnrýni vegna þess að viðskipta- vinum okkar fannst þjónustan dýr. Ég held að fólki muni alltaf finnast þetta dýrt en ég held að stórum hópi fólks finnist gjaldskrá okkar ekki of há þegar hún er borin saman við þann kostnað sem bifreiðaeigendur verða fyrir vegna viðgerða o.s.frv." Færanlega skoðunarstöðin er þessa dagana í Búðardal en verð- ur á Kópaskeri 6. og 7. ágúst, á Raufarhöfn 11., 12. og 13. ágúst, á Þórshöfn 17. til 20. ágúst og á Vopnafirði 24, til 31. ágúst nk. GG Ferðamanna- straumurinn í júní: Ferðamönnum fækkaði Erlendir ferðamenn sem komu til landsins í júní urðu alls 21.653 og er það fækkun frá júnímánuði 1991 um 2,7%. Fyrstu sex mánuði árs- ins eru erlendir ferðamenn orðnir 55.759 sem einnig er fækkun miðað við sama tímabil 1991 2,4%. í júní fjölgaði Norðurlanda- búum um rúm 9% frá fyrra ári m.a. vegna þess að mun fleiri norrænar ráðstefnur voru haldnar hérlendis en á síðasta ári en á móti kemur veruleg fækkun frá meginlandi Evrópu og Bretlandi. Á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði ferðamönnum frá Norður- löndunum um 5,6% iniðað við sama tíma 1991 en Bandaríkja- mönnum fækkaði um 6,3%. Flestir komu frá Svíþjóð f júnímánuði eða 3.135, Danir voru 2.596, Bandaríkjamenn 2.434, Norðmenn 2.051, Bret- ar 1.729, Finnar 1.262, Sviss- lendingar 1.049, en færra frá öðrurn þjóðum. Alls komu til landsins ferðamenn frá 79 þjóðum. 16.739 íslendingar komu heirn erlendis frá í júní og er það 1,8% aukning frá júní- mánuði 1991. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.