Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 9. júlí 1992 Glade islandske sangere AkureynJ Kirkekor der „ et blandet kor n»d « helvt hundrede medlem- _ er d& sin ferste ud- rdstU Koret skal ud over Randers tdyeLkonc®r' ter i Arhus, Silkeborg og H<Under opholdet i Ran- ders har de ca. 60 islasndm- ge, korsangere samt œgtó- feellor og bom, været rnd- kvarteret privat med &t. rANDERS - De bortfe- re, der befandt sig pA , HÁdhustorvet i g&r ved t ilddagstid, havde mu- líghed for at here glad, l^ndak folkeaang aí ■Lkirkekor íra Ran- vt nakui>«»)y P& Im ^^^VkureyrL ^■^TV-bavik- de Bun -• txirKin.'sU.‘r. |Bb_ * Hádhu HHgtkgau." df Vel heppnuð tónleikaferð Kórs Akureyrarkirkju til Danmerkur: Danir eru góðir tónleikagestir Ohætt er að segja að Danmörk hafi tekið vel á móti félögum í Kór Akureyrarkirkju á söng- ferð þeirra þar í landi um og eftir mánaðamótin maí-júní. Gestrisni Dananna var einstök og móttökur allar hinar bestu. Ekki sakaði að þeir sem stjórna veðri og vindum voru í góðu skapi og gerðu umgjörð ferðarinnar hina ánægjuleg- ustu. Kórinn lagði upp í tónleika- ferðina frá íslandi 29. maí og hélt rakleiðis frá Kaupmannahöfn til Randers á Jótlandi, sem er vina- bær Akureyrar í Danmörku. Þar gisti kórinn fyrstu nóttina á gömlu og vinalegu hóteli, Hotel Randers, og söng fyrstu tónleik- ana að kvöldi sunnudagsins 31. maí í Sct. Mortens kirkjunni í Randers. Um morguninn þann sama dag söng kórinn ásamt kór kirkjunnar við messu. Tóri- leikarnir voru mjög eftirminni- legir og viðtökur allar hinar bestu og létu tónleikagestir ánægju sína í ljós í ríkum mæli. Næstu tvær nætur var hópnurn skipt niður á heimili í Randers og fengu menn þá að reyna hvernig Danir taka á móti gestum. Víðast svignuðu borð undan krásum og öl og snafs var ekki langt undan. Víst er að margir kórfélaganna munu minnast þessara daga í Randers með sérstakri hlýju og eflaust halda sambandi við marga af gestgjöfunum. Gamla konan tárfelldi Frá Randers var förinni heitið til Árósa, næststærstu borgar Dan- merkur. Ætlunin var að gista í sumarhúsum á tjaldsvæði inni í borginni, en í Ijós kom að þau voru engan veginn í samræmi við þær lýsingar sem við höfðum fengið af þeim og eftir fyrstu nóttina fékk hópurinn inni á Hrafnhildur Vigfúsdóttir er hér með Kjartan Atla Óskarsson á ströndinni í Karlslunde, en sá stutti var næstyngstur í hópnum, aðeins 11 mánaða gamall. Randers Amtsavis birti heilmikla grein um kórinn þann 3. júní, en daginn áður hafði blaðamaður og Ijósmyndari blaðsins hitt kórfélaga þar sem þeir þáðu góðgjörðir hjá Keld Huttel, forseta borgarstjórnar Randers, í ráðhósi borgarinnar, þar sem meðfylgjandi mynd af kórnum var tekin. í Tívoli í Kaupmannahöfn á hvítasunnudag. Frá vinstri Hrefna Harðardóttir, Fríða Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Anna Stefánsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson. í Árósum söng kórinn í Fredens kirke, sem er ekki mjög gamalt guðshós. dýrðlegri sveitakrá skammt utan við Árósa. í Árósum söng kórinn tónleika í Fredens-kirkjunni að kvöldi 2. júní og tókust þeir mjög vel. Þriðju tónleikarnir voru síð- an í Silkeborg, sem er vestur af Árósum, um 40 mínútna keyrsla frá Árósum. Þeir tónleikar voru hápunktur ferðarinnar og að mati margra kórfélaga þeir bestu. Meðal tónleikagesta var öldruð íslensk kona, sem hefur verið búsett í Silkeborg í marga ára- tugi. Hún hafði af tilviljun frétt af tónleikunum og sagðist ekki hafa séð eftir því. Þegar kórinn söng alkunn ættjarðar- og þjóðlög streymdu tár niður kinnar gömlu konunnar. Holmens kirkja eftirminnileg Til Sjálands hélt kórinn föstudag- inn 5. júní og kom sér fyrir í sumardvalaríbúðum í Karls- lunde, skammt vestan við Kaup- mannahöfn. Það kvöld tóku nokkrir kórfélagar lagið fyrir íslendinga búsetta í Kaupmanna- höfn og nágrenni í Jónshúsi, en kórinn hélt síðan tónleika daginn eftir í Dyssegaardskirke í Heller- up, sem er millahverfi í útjaðri Kaupmannahafnar. Síðasti dagskrárliðurinn í hinni eiginlegu söngferð var síðan söngur við íslendingamessu á hvítasunnudag í sjálfri Holmens Fjölbreyttar ferðir í boði hjá Ferðafélagi Akureyrar: Áhugi íslendinga fvrir gönguferðum er að vakna - segir Ragnhildur Bragadóttir, formaður ferðanefndar Hið 56 ára gamla Ferðafélag Akureyrar er hinn öflugasti félagsskapur og í því eru skráð- ir á fimmta hundrað félagar. Ef til vill ber ekki svo mikið á Ferðafélaginu, en þó er starf þess umfangsmikið og til marks um það eru 24 ferðir, bæði langar og stuttar, í ferða- áætlun yfirstandandi árs. Dag- ur aflaði upplýsinga um félagið hjá tveim af forsvarsmönnum þess. Fyrir svörum urðu Sigurð- ur Jónsson, formaður félagsins og Ragnhildur Bragadóttir, formaður ferðanefndar. Vil sjá fleiri af yngri kynslóðinni „Ég fer alltof lítið í ferðir á veg- um Ferðafélagsins, en þeim hefur þó fjölgað undanfarin ár. Fyrir mörgum árum síðan var ég í Slysavarnafélaginu á Sauðár- króki og fór með því í ferðir um óbyggðir, en eftir að ég kom hingað hef ég ekki farið í margar slíkar ferðir. Þess í stað hef ég unnið með öðrum hætti fyrir Ferðafélagið," sagði Sigurður Jónsson. Hann sagði það útbreiddan misskilning að Ferðafélag Akur- eyrar væri aðeins fyrir eldra fólk. „Mér finnst unga fólkið ekki nógu duglegt að koma með okkur, en á haustdögum ætlum við að fara inn í skólana og kynna félagið með myndum og öðru og freista þess að fá krakkana með,“ sagði Sigurður. Margs að gæta við gerð ferðaáætlana Hjá Ferðafélaginu eru starfandi ýmsar nefndir, þ.á.m. ferðanefnd og er allt starf hennar unnið í sjálfboðavinnu. í hverju felst starf hennar? „Það felst í því fyrst og fremst að gera ferðaáætlanir á haustin og síðan að skipuleggja ferðirnar og sjá um að þær gangi upp. Stjórn skrifstofu Ferða- félagsins yfir sumarmánuðina er í raun einnig í höndum ferða- nefndar," sagði formaður hennar, Ragnhildur Bragadóttir. - Þetta er greinilega mikið starf? „Já, þetta er alltof mikið starf,“ svaraði Ragnhildur hlæj- andi. „Ég hef verið í Ferðafélag- inu í ein fimmtán ár og í ferða- nefnd þrjú síðustu ár og hafði reyndar verið þar áður,“ bætti hún við. Hún segir að jafnan sé byrjað að vinna í ferðaáætlun fyrir kom- andi ár í október þannig að hún birtist í árlegri ferðaáætlun Ferðafélags íslands, sem kemur út um áramót. Hvað skyldi vera haft að leið- arljósi við gerð ferðaáætlana? Ragnhildur segir að tillit sé tekið til hugmynda félagsmanna og ávallt sé reynt að finna ein- hverja nýja staði. „Það er margs að gæta í þessu sambandi, til dæmis það að gæta þess að í gönguferðum séu vegalengdirnar hæfilega langar.“ Hér eru hressir fjallahjólagarpar við skála Ferðafélagsins í Laugafelli inn af Eyjafirði. í Laugafelli er gistirými fyrir 15 manns og yfir sumarið er þar skálavörður. Mynd: Aöalsteinn Árnason. Dreki austan í Dyngjufjöllum var byggður á árunum 1968 og 1969 og tckur hann 20 manns í gistingu. Mynd: Ingimar Árnason. í Þorsteinsskála ■ Herðubreiðariind- um, sem byggður var 1958-1960, ei skálavörður yfir sumarið. Skálinn rúmar 30 manns og þar er oft margt um manninn, enda Herðubreiðar- lindir vinsæll ferðamannastaður. Mynd: Páll Jónsson Lambi á Glerárdal er minnstur skála Ferðafélags Akureyrar og tekur 6 manns í gistingu. Skálinn hefur ver- ið á Glerárdal síðan 1975. Mynd: Ingvar Teitsson. Nýjasti skáli Ferðafélags Akureyrai er í Bræðrafelli sunnan í Kollóltu dyngju. Hann tekur 12 manns í gisl ■ngu. Mynd: Kari Kristjansson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.