Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 9. júlí 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130).
STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Hvalveiðar að nvju
Ákvörðun Norðmanna um að hefja hvalveiðar að nýju
hefur vakið mikla athygli. Aðrar hefðbundnar hvalveiði-
þjóðir líta þessa ákvörðun þeim augum að skarð hafi nú
verið rofið í þann múr er myndað hefur bann við hvalveið-
um að undanförnu. Andstæðingar hvalveiða hafa risið
upp en hið óvænta er að máttur þeirra til baráttu virðist
ekki vera sá sami og verið hefur. Viðbrögð blaða vegna
ákvörðunar Norðmanna eru einnig með öðrum hætti en
búast hefði mátt við ef hún hefði verið tekin fyrir einu til
tveimur árum.
Breska stórblaðið The Times sagði meðal annars í
grein er birtist að loknum fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
í Skotlandi á dögunum að hvalveiðibannið sé nú að renna
út í sandinn. Slíkt valdi vonbrigðum en raunar ekki öðru
vegna þess að bannið hafi alla tíð verið gallað. Hvalveiði-
bannið hafi á sínum tíma verið sett í nafni náttúruverndar
þegar flestir hvalastofnar hafi verið taldir í útrýmingar-
hættu. Nú sé krafan um framlengingu þess byggð á allt
öðrum forsendum - þeim forsendum að um dýravernd sé
að ræða og því geti þjóðir á borð við Norðmenn og íslend-
inga sakað meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins um að
breyta reglunum í miðjum leik. Síðar í grein The Times
segir að tilgangur áframhaldandi hvalveiðibanns sé fyrst
og fremst sá að vinna tíma. Eftir því sem veiðar falli leng-
ur niður úreldist veiðitæki, verkkunnátta glatist og
neysluvenjur fólks breytist. Því minnki sífellt sú hætta
að hvalveiðiþjóðirnar hefjist handa um veiðar á nýjan
leik.
Við svipaðan tón kveður í fleiri fjölmiðlum og rödd
íslands hefur einnig fengið að njóta sín. The New York
Times hafði á dögunum eftir Guðmundi Eiríkssyni, þjóð-
réttarfræðingi og sendiherra íslands, að hvalveiðiráðið
hafi verið byggt upp með ^ þeim hætti að ofstopafullur
minnihluti hafi geta ráðið ákvörðunum þess að vild og
slagorðið „bjargið hvalnum" sé nú úrelt krafa.
Þótt fáir fjölmiðlar hafi alfarið tekið undir kröfuna um
að leyfa hvalveiðar að nýju er um allt annan málflutning
að ræða en á undanförnum árum og greinilegt að öfga-
menn á þessu sviði eiga ekki eins greiðan aðgang að eyr-
um almennings og verið hefur. Minni hætta er því á að
takist að vekja upp andúð og múgæsingu gegn tak-
mörkuðum hvalveiðum á meðal þjóða heims og einnig má
gera ráð fyrir að breytt umræða á alþjóðavettvangi muni
draga úr fjárframlögum almennings til viðhalds öfgafull-
um baráttuaðferðum gegn hvalveiðum. Staða hvalveiði-
þjóðanna virðist því vera sterkari eftir fund Alþjóðahval-
veiðiráðsins í Skotlandi en hún hefur verið um nokkurn
tíma.
Þrátt fyrir að sjónarmið gagnvart hvalveiðum virðist
vera að breytast í heiminum er rétt að hafa í huga að þótt
sótt verði á hvalamið að nýju verður að stunda veiðar
þeirra með öðrum formerkjum en áður var. Veiðar á hvöl-
um verða að byggjast á vísindalegum rannsóknum á lífi
og viðkomu þessara dýrategunda eins og raunar alls ann-
ars sjávarfangs. Hvalveiðar framtíðarinnar má ekki
stunda sem rányrkju heldur sem eðlilega nýtingu hvala-
stofna innan þeirra marka sem stofnstærðir þeirra leyfa á
hverjum tíma og verða þannig í fullu samræmi við
skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. ÞI
Förum aðra umferð!
Ég þakka ritstjóra Dags, Braga
V. Bergmann, skilmerkilegt svar
og athugasemdir við grein mína
um kennararáðningar í MA, sem
birtist í Degi nýlega. Bragi rök-
styður hvers vegna Dagur metur
það stórfrétt að skólameistari
MA ætli einungis að ráða mennt-
aða kennara til starfa. Þennan
rökstuðning skil ég mæta vel. Sú
var heldur ekki ætlun mín að
deila á Dag fyrir fréttaflutning-
inn, heldur vekja athygli á því
óeðlilega ástandi sem gefur
tilefni til slíkra frétta. Um þetta
erum við Bragi sammála, eins og
raunar margt fleira.
Ég verð samt að gera athuga-
semd við grein Braga. Þótt svar
hans sé ítarlegt, leiðir hann hjá
sér að svara beinlínis þeirri
spurningu sem beint er til hans.
Spurt var: „Gæti ekki hugsast að
eitthvert samhengi væri milli
samningsrofsins árið 1990
(BHMR samningurinn) og vand-
kvæða á ráðningu menntaðra
kennara til MA sumarið 1992?“
Bragi nefnir ekki þennan sögu-
fræga samning og svikin sem ollu
því að ekki tókst að leiðrétta kjör
kennara eins og stefnt var að.
Ég sagði í grein minni: „Ekki
minnist ég þess að Dagur, sem nú
hefur áhyggjur af menntamálum,
teldi ástæðu til að harma svikna
samninga við BHMR.“ Bragi
gerir ekki athugasemd við þetta,
svo ég virðist muna það rétt að
Dagur studdi ekki kjarabaráttu
kennara á þessum tíma, þótt
blaðið hafi margoft vakið athygli
á bágum kjörum „opinberra
uppalenda", eins og Bragi segir.
„Kennurum veitir svo sannar-
lega ekki af samherjum í sókn
sinni til bættra kjara og aukinna
réttinda“, segir ritstjóri Dags,
enda hefur blað hans veitt slíkan
stuðning með margvíslegum
skrifum um skóla- og mennta-
mál. Jafnframt segir Bragi rétti-
Rafn Kjartansson.
lega að nú séu kjör kennara slæm
og hafi farið versnandi undanfarin
ár. Hverju hefur þá stuðningur-
inn skilað? Hvers virði er stuðn-
ingur sem ekki skilar árangri? Nú
er ekki við Dag einan að sakast.
Allir sem fjalla um skólamál á
opinberum vettvangi vilja í orði
kveðnu efla menntun unga fólks-
ins, auka framlög til þessa mikil-
væga málaflokks, ráða hæfa
kennara til starfa og jafnvel bæta
kjör þeirra. Greinar af þessu tagi
birtast í blöðum, svona er talað í
útvarp og sjónvarp og alþingis-
menn (í stjórnarandstöðu) hafa í
þingræðum á ýmsum tímum vak-
ið athygli á bágum kjörum
kennara og því ófremdarástandi
sem af hlýst.
Ef stéttarfélög kennara fara nú
með launakröfur til viðsemjenda
sinna, að sjálfsögðu í góðri trú,
eftir allan þennan opinbera
„stuðning", er svarið hins vegar
nei og aftur nei. „Það eru ekki til
peningar. Margar aðrar stéttir
eru illa launaðar? Ætlið þið að fá
meira en aðrir?“ Sé kröfunum
fylgt eftir með þeim vopnum sem
menn beita í harðri kjarabaráttu,
brestur flótti í lið stuðnings-
manna og upp hefjast blaðaskrif
og opinber umfjöllun í nýjum
tón. „Kennarar eru frekir og
öbilgjarnir, hugsa bara um kaup-
ið sitt, en láta sér standa á sama
um velferð nemendanna... o.s.
frv.“
Það vilja sem sagt allir efla
menntun í landinu, en þegar á
reynir vilja menn ekki borga fyrir
þjónustuna það sem hún þarf að
kosta. Þannig hefur þetta verið,
og stuðningur sem ávallt bilar
þegar farið er að tala um bein-
harða peninga leysir ekki
vandann.
Hér þarf að verða breyting á.
Svo ég vitni í ágæta samlíkingu
Braga Bergmann; við þurfum að
fara aðra umferð, mála vegginn
að nýju og vanda okkur betur,
vegna þess að verkið er ónýtt.
Þótt þau mistök, sem þegar hafa
verið gerð, verði ekki aftur tekin,
getum við samt byrjað upp á
nýtt. Við verðum að brjótast út
úr vítahringnum, láta af karpi um
fánýt aukaatriði, tileinka okkur
nýjan hugsunarhátt og breytt
viðhorf. Góð menntun er besta
veganesti sem við getum gefið
ungu fólki í heimi örra breytinga.
Sá einstaklingur sem hefur öðlast
slíkt hnoss býr að því alla ævi.
Hann hefur eignast verðmæti
sem ávallt fylgja honum og eng-
inn getur frá honum tekið. Þetta
mál snýst ekki fyrst og fremst um
kennara og steinrunnin launa-
kerfi. Það snýst um æsku þessa
lands, framtíð íslensks þjóð-
félags. Við verðum að finna til
þess fjármuni að reka öflugt
menntakerfi sem laðar hæfa
menn til starfa. Á þessu sviði höf-
um við ekki efni á að vera fátæk.
Það verður okkur allt of dýrt.
Rafn Kjartansson.
Höfundur er kennari við Menntaskólann
á Akureyri.
M anníj öld ajj róun
í Þingcvj arsýsln m
Meðfylgjandi er ljósrit sem sýnir
tvær spár Byggðastofnunar um
þróun mannfjölda í Þingeyjar-
sýslum miðað við Reykjavíkur-
svæðið og svo landið allt.
Forsendur spánna eru: Mann-
fjöldi í upphafi tímabils, eftirlif-
endalíkur, ársverk, meðaltal
innanlandsflutninga og meðal-
fæðingartíðni. Fyrri spáin er mið-
uð við árið 1990 en sú seinni frá
1992. í fyrri spánni er spáð 8%
fækkun í Suður-Þingeyjarsýslu
og 49% fækkun í Noröur-Þing-
eyjarsýslu til ársins 2010 en 37%
fjölgun á Reykjavíkursvæðinu og
17% fjölgun á landinu sem heild.
Þetta þóttu afleit tfðindi þegar
þetta kom fram. Ég hafði beðið
Byggðastofnun um að koma með
nýjar tölur og bárust þær til mín
Mannfjöldi árið 2010 með flutningum, og breyting frá 1990.
Ný spá Byggðastofnunar um mannfjölda á íslandi. Spá«n nær yfir tímabilið
1992-2010.
fyrir viku. Þar er spáð 16% fækk-
un í Suður-Þingeyjarsýslu og
23% fækkun í Norður-Þingeyjar-
sýslu á meðan spáð er íbúafjölg-
un um 35% á Reykjavíkursvæð-
inu og 19% fjölgun á landinu.
Ástæðan fyrir því að spáð er
minni fækkun í Norður-Þingeyj-
arsýslu er að atvinnuástand skán-
aði mikið, en einnig er íbúafjöldi
þar svo lítill að tiltölulega litlar
breytingar svo sem flutningur á 3-
4 fjölskyldum breytir þar miklu.
Éf tölurnar eru skoðaðar þá er
ástandið enn verra. Fækkun í
Suður-Þingeyjarsýslu á þessu
tímabili er 30% miðað við lands-
meðaltal og hlutdeild hennar í
íbúafjölda landsins fellur úr
1,7% niður í 1,2%, Fækkun á