Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. júií 1992 - DAGUR - 7 Texti og myndir: Óskar Þór Halldórsson. kirkju í Kaupmannahöfn. Pessi kirkja er engin meðalsmíði og óneitanlega er eftirminnilegt að hafa sungið þar. Nefna má að ekki óþekktari kona en Margrét Danadrottning gekk í það heilaga með Henrik prinsi í þessari kirkju fyrir 25 árum síðan. (Silf- urbrúðkaupsins var reyndar minnst um miðjan júni sl. í Kaupmannahöfn). Eflir félagsandann og styrkir tengslin Nokkrir kórfélaganna fóru aftur heim til Fróns að kvöldi hvíta- sunnudags, en margir dvöldu í viku til viðbótar í góðu yfirlæti í Karlslunde, sleiktu sólskinið eða sýndu sig og sáu aðra inni í Kaup- mannahöfn. Sumir fóru niður til Þýskalands og enn aðrir yfir til Svíaríkis. Þessi kórferð var í alla staði vel heppnuð og hún sýndi og sannaði hversu mikilvægt það er fyrir fé- lagasamtök eins og kóra að bregða sér út fyrir landssteinana annað slagið. Slíkar ferðir efla félagsandann og styrkja tengslin. Um það held ég að félagar í Kór Akureyrarkirkju geti allir verið sammála að lokinni ógleyman- legri tónleikaferð til Danmerkur. Silkeborg kirke. Að flestra mati voru tónleikar kórsins í þessari kirkju þeir bestu í ferðinni, enda afburðagott að syngja í henni. Björn Steinar Sólbergsson og Hrefna Harðardóttir ásanit Sólbjörgu dóttur þeirra snæða hádegisverð við vegg Sct. Mortens kirkjunnar í Randers. Nokkrir kórfélaga fyrir utan ráðhúsið í Randers. Fánar Danmerkur og íslands við hún. „Kröftug íslensk tónlistarhefð11 Gagnrýnandi staðarblaðsins í Silkebórg kom á tónleika kórsins í Silkehorg og sam- kvæmt gagnrýninni sem hann síðan skrifaði í blaðið var hann mjög hrifinn. Grípum niður í lauslega þýðingu á hluta gagnrýninnar: „Kórinn hafði góðan og þétt- an tón og flutningur hans, þar með talinn textaframburður og biæbrigði, gaf til kynna tónlist- arhefð, sem er töluvert frá- brugðin því sem danskir kórar fást við. Stjórnandi kórsins, sem var stofnaður árið 1945, heitir Björn Steinar Sólbergs- son. Með einföldum en áhrifa- ríkum hætti fékk Björn kórinn til að túlka tónlistina þannig að orkaði sterkt á áheyrendur. Kórinn var mjög samtaka um að enda hendingar og gilti það bæði um samhljóðana t og s. Á fyrri hluta tónleikanna var áhersla lögð á íslenska kirkju- tónlist (með örfáum undantekn- ingum), sem var öll samin á þessari öld. Það sýndi sig á tónleikunum að fjölbreytni er ekki aðeins fólgin í vali mismunandi verka á efnisskrá, heldur einnig með því að skipta kórnum upp í minni blandaða kóra, kvenna- og karlakóra. í einu laginu, þar sem kórnum var skipt upp, fengu djúpir lokatónar bass- anna hár viðstaddra til að rísa - stórkostlegt! Ein af áðurnefndum undan- tekningum frá íslenskri kirkju- tónlist var snoturt lag Ulriks Rasmussens, Lille morgensang, scm var áhrifamikil tónsmíð. Það sama má segja um flutning- inn á Locus iste eftir Bruckner, þar sem kórinn beitti „cresc- endo" af næmni og í heild var verkið vel flutt. Eftir hlé flutti kórinn verald- lega íslenska tónlist. Af ættjarð- arlögunum er mér efst í huga Land míns föður. í þjóðlögunum voru margir fallcgir kórkaflar með óvæntum „uppákomum". í útsetningu nokkurra þeirra brá fyrir skemmtilegum léttleika og kímni. Gott dæmi um það var Gagnrýni danska gagnrýnandans Silkcborg kirke. Grafskrift eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem var skcmmti- legt lokaverk tónleikanna. Eftir uppklapp endurtók kórinn Lille morgensang cftir Ulrik Rasmus- scn, sem var meðal tónleika- gesta. Til aö kóróna tónleikana tók um tónleika Kórs Akureyrarkirkju í kórinn lagiö fyrir tónleikagesti fyrir utan kirkjuna og mér skilst að í texta þess sé greint frá hrafni sem flaug út um víðan völl í leit að æti. Að vfsu var erfitt að skilja þennan texta, en engu að sfður var þetta mjög skemmtilegt." Vaxandi vinsældir gönguferða Ragnhildur segir greinilegt að vinsældir gönguferða hjá Ferða- félaginu fari vaxandi. „Ætli það sé ekki vegna þess að áhugi íslendinga fyrir gönguferðum er að vakna,“ segir hún. Rétt er að geta þess í þessu sambandi að í fyrra merktu félagar í Ferðafé- laginu gönguleið upp á Súlur og í sumar er ætlunin að merkja leið fram á Glerárdal. Þetta verkefni er styrkt af Akureyrarbæ. Ferðum Ferðafélagsins má í grófum dráttum skipta í göngu- og ökuferðir. Gönguferðirnar eru yfirleitt styttri, en þó er allur gangur á því. Að sögn Ragnhild- ar er eldra fólk meira áberandi í ökuferðunum, en margir hinna eldri láta sig heldur ekki vanta í langar gönguferðir. Hún neitar því ekki að gaman væri að sjá fleiri af yngri kynslóðinni í ferð- um Ferðafélags Akureyrar, en segir að hafa verði í huga að unga fólkið, sem áhuga hafi á útivist og gönguferðum, starfi af krafti í skátafélögunum. Þegar þettafólk hætti að starfa með skátunum komi það gjarnan í Ferðafélagið. Kostnaði haldið í lágmarki Þann 18. júlí nk. er á áætlun Ferðafélags Akureyrar átta daga sumarleyfisferð austur í Breið- dal, Skaftafell og Lakagíga. Gist verður í húsum, en félagið sér sjálft um að útbúa morgun- og kvöldverð. Ragnhildur segir að trúlega sé Ferðafélag Akureyrar eina ferðafélagið sem bjóði upp á heimatilbúinn mat. „Þetta gerum við vegna þess að oft þekkist fólk ekki þegar það kemur í ferðirnar og sameiginlegar máltíðir eru vel til þess fallnar að hrista fólk sam- an strax á fyrsta degi. En vissu- lega er þetta mikil vinna og allt unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Ragnhildur. Til að gefa hugmynd um verðlag á slíkum sumarleyfis- ferðum má nefna að áðurnefnd ferð þann 18. júlí nk. kostar 26 þúsund krónur fyrir félagsmenn, en 28.400 fyrir utanfélagsfólk (matur innifalinn). „Við reynum að halda kostnaði í lágmarki og miðað er við það að ferðirnar borgi sig. Áætlanirnar miðast við að ekki sé gróði af þeim.“ Ferðafélagið á fimm skála í óbyggðum Ferðafélagið á nú og rekur fimm sæluhús í óbyggðum. Fyrstan skal telja skálann í Laugafelli, sem byggður var á árunum 1948 til 1950. Skálinn er hitaður upp með laugarvatni og þar er gisti- rými fyrir 15 manns. Laugafell dregur nafn sitt af heitum laugum sem eru á svæðinu. Drekaskáli austan í Dyngjufjöllum var byggður árin 1968 og 1969 og tek- ur hann 20 manns í gistingu. Lambi í Glerárdal var keyptur árið 1974 og fluttur inn í dalinn 1975. Skálinn rúmar 6 manns til gistingar. Þorsteinsskáli í Herðu- breiðarlindum var byggður árin 1958 til 1960 og gistirýnú er þar fyrir 30 manns. Fimmti skálinn er Bræðrafell, sem er sunnan í Koll- óttudyngju og tekur 12 manns í gistingu. Eins og greint var frá í Degi í síðustu viku er stefnt að því að koma upp sjötta skála Ferðafé- lagsins í Dyngjufjalladal, sem er skammt fyrir vestan Öskju. í júlí og ágúst eru skálaverðir í Laugafelli og sömuleiðis í Dreka og Þorsteinsskála í Herðubreið- arlindum í samvinnu við Náttúru- verndarráð. Rekstur skála Ferðafélagsins er fjármagnaður með gisti- og daggjöldum. Þá greiða félagar í Ferðafélaginu, sem eru um 430 talsins, 3.500 kr„ árgjald og inni- falið í því er árbók Ferðafélags íslands og Ferðir, sem Ferðafélag Akureyrar gefur út. Allir velkomnir í félagið Ragnhildur segist eindregið hvetja alla þá, sem kynnu að hafa velt fyrir sér að ganga í Ferðafé- lag Akureyrar, að gera nú alvöru úr því. Félagið er með skrifstofu að Strandgötu 23 á Akureyri og yfir sumarmánuðina er hún opin virka daga frá kl. 16 til 19. Þá er bara að drífa sig af stað! óþh Ferðaáætlun fram * í Eins og meðfylgjandi listi ber með sér eru margar spennandi ferðir í ferðaáætlun Feröafélags Akureyrar fram í september. Allar ferðir félagsins er auglýst- ar í götuauglýsingum og í Degi og Dagskránni og því auðvelt fyrir fólk að fylgjast með. Vert er að hafa í huga að panta í ferðirnar með góðum fyrirvara, þar sem stundum getur þurft að takmarka þátttöku. 10.-16. júlí Hornstrandir, Reykjaljörður norður. 18.-25. júlí Breiðdalur, Skafta- fell, Lakagígar. 23.-26. júlí Askja, Jónsskarð, Suðurárbotnar, Svartárkot. 31.júlí-3.ág. Sprengisandur, Nýidalur, Gæsavatnaleið, Askja, Herðubreiðarlindir. 5.-9. ágúst Borgarfjörður eystri, Loðniundarljörður. 14.-16. ágúst Herðubreiðarlind- ir, Bræðrafell. 22.-23. ágúst Villingadalur, Nýjabæjarfjall, Austurdalur. 29. ágúst Kambsskarð. 5.-6. sept. Mývatnssveit. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.