Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júlí 1992 Fréttir Gránufélagshúsið á sér merkilega sögu og því þykir full ástæða til að sýna því tilhlýðilega virðingu. Mynd: Golli Akureyri: Ætlunin að ráðast í endur- bætur á Gránufélagshúsinu Mývatnssveit: Viljum halda átaks verkefninu áfram - rekstur skólabúða gekk vel á síðasta vetri, segir Jón Illugason Eigendur Gránufélagshússins á Akureyri, Vélsmiðjan Oddi hf., hyggjast ráðast í endur- bætur að utan á þessu sögu- fræga húsi og er ráðgert að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar, að sögn Þórgnýs Þór- hallssonar, stjórnarformanns Vélsmiðjunnar Odda. Gránufélagshúsið er bundið ákvæðum húsfriðunarlaga, enda saga þess merkileg. Að sögn Finns Birgissonar, arkitekts, sem hefur unnið að hönnun endur- bóta á húsinu, var fyrsti hluti þess reistur árið 1873. Raunar var þessi fyrsti hluti ekki byggður á staðnum, heldur var um að ræða hús sem keypt var austur á fjörð- um og flutt til Akureyrar. Hann sagði að þegar Gránufélagshúsið var byggt hafi aðeins tvö hús ver- ið fyrir á Oddeyrinni, Gamli Lundur og torfbær, sem stóð fyrir norðan Eiðsvöll. Finnur segir að hluti af húsinu sé fremur illa farinn, einkum þó norðurhliðin, en ætlunin er að byrja á viðgerðum á henni. „Hús- Ásbyrgi: Tjaldsvæði lokað vegna íþróttamóts Nú í blíðunni hugsa örgugglega margir sér til hreyfíngs, taka fram tjaldið eða hengja tjald- vagninn aftan í bílinn og þeysa úr bænum á vit náttúrunnar. Margir hafa eflaust hug á að heimsækja Ásbyrgi og jafnvel gista þar. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að um þessa helgi fer fram árlegt íþróttamót Ung- mennasambands Norður-Þingey- inga í Ásbyrgi og því vilja land- verðir Náttúruverndarráðs benda á að tjaldsvæðið í botni Ásbyrgis verður lokað föstudaginn 17. júlí og laugardaginn 18. júlí. Tjald- svæðin í mynni Ásbyrgis og í Vesturdal verða hins vegar opin öllum gestum meðan á mótinu stendur. GG inu hefur verið breytt töluvert, en þó ekki í meginatriðum. Gluggum hefur verið breytt, en ætlunin er að setja nýja glugga í húsið í líkingu við þá sem voru í upphafi," sagði Finnur. „Það þarf að rífa allt utan af húsinu og taka alla einangrun, sem trúlega er mómold, innan úr grindinni. Síðan þarf að gera við grindina, setja nýja einangrun, skipta um glugga og loks klæða húsið að utan,“ bætti hann við. Aðalferðamannatíminn er nú að fara í hönd og nær væntan- lega hámarki um Verslunar- mannahelgina. A Norðurlandi vestra hefur ferðamannafjöld- inn verið nokkuð breytilegur og því ræður m.a. kuldakast í lok júnímánaðar en nú er ferðamönnum að fjölga aftur og að sögn lögreglunnar á Blönduósi eykst umferðar- þunginn dag frá degi og er þar ferðafóik í yfírgnæfandi meiri- hluta. Færri íslendingar virðast leggja leið sína til Skagafjarðar og í Húnavatnssýslur en á undanförn- um sumrum en erlendum ferða- mönnum virðist hafa fjölgað að sama skapi. Á Hótel Mælifelli á Nýlega keypti Sæplast hf. á Dalvík húsnæði útgerðarfyrir- tækisins Ránar hf. vegna brýnnar þarfar á að auka lag- errými fyrirtækisins, en staðið var frammi fyrir því að Ieysa lagerþörf fyrirtækisins með því að kaupa húsnæði á hagstæð- um stað eða byggja. Húsið er tilbúið til notkunar, en heild- Þórgnýr Þórhallsson segir að Gránufélagshúsið sé vissulega mjög merkilegt og því full ástæða til að halda því vel við. Hann sagði ljóst að þetta væri nokkurra ára verkefni. Þórgnýr sagði að gert væri ráð fyrir að eigéndur hússins myndu fjármagna viðgerðir á því á móti styrkjum frá annars vegar Hús- friðunarsjóði ríkisins og hins veg- ar Húsfriðunarsjóði Akureyrar. óþh Sauðárkróki hafa fleiri gist í sum- ar sem eru í skipulögðum ferðum heldur en þeir sem ferðast um á eigin vegum og er þar nær undan- tekningarlaust um útlendinga að ræða. Á Edduhótelinu að Laugar- bakka í Miðfirði hefur nýting verið góð um helgar en sýnu dræmari í miðri viku og færri hópar hafa boðað komu sína en á undanförnum sumrum. Helgar- gestirnir eru aðallega Islendingar sem eru á ættarmótum, en ættar- mót hafa verið á hótelinu um hverja helgi það sem af er sumri en þeim er að fækka. Áð Húnavöllum hefur verið nánast fullt það sem af er júlí- mánuði, en júnímánuður var sýnu daprari. Þrátt fyrir það er svolítil aukning milli ára í júní- argólfflötur þess er 1100 fm, þar af er milliloft tæpir 400 fm. Að sögn Kristjáns Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra, er ekki hugmyndin að framleiða neitt í þessu húsnæði, en með kaupunum opnast leið til að setja einhverja nýja framleiðslu þar inn ef áhugaverðir möguleikar opnast. GG Fyrirhugað er að halda áfram átaksverkefni í Mývatnssveit sem efnt var til á síðastliðnum vetri. Nú er verið að huga að nýjum starfsmanni til að vinna við verkefnið eftir að sá aðili er var að störfum á vegum þess í vetur hætti störfum. Skólabúð- ir voru starfræktar í Hótel Reynihlíð um tíma í vetur og er fyrirhugað að efna til fram- halds á þeirri starfsemi auk þess sem unnið verður áfram við að leita nýrra viðfangsefna. Jón Ulugason, formaður átaks- verkefnisins, sagði að verkefnið væri byggt upp að norskri fyrir- mynd og byggðist einkum á að leita eftir hugmyndaríku og áhugasömu fólki hvað nýsköpun í atvinnulífi varðar og kanna hvaða hugmyndir það hefði fram að færa. Síðan væri ætlunin að styðja við bak þeirra hugmyrida sem þættu vænlegar til atvinnu- starfsemi. Efnt var til svonefndr- ar leitarráðstefnu á síðastliðnum vetri þar sem rætt var um mögu- leika til atvinnusköpunar og nýbreytni. í framhaldi af þeirri ráðstefnu var ráðinn starfsmaður til verkefnsins. Hann hefur nú hætt störfum en verið er að kanna möguleika á að fá nýjan starfskraft til liðs við verkefnið. í framhaldi af ráðstefnunni í fyrra var efnt' til skólabúða í Reynihlíð, þar sem skólanemend- um víðsvegar af landinu var gefinn kostur á að koma ásamt kennur- um og dvelja í ákveðinn tíma. Skólabúðir hafa verið starfræktar mánuði en því veldur mikil aukn- ing á ættarmótum. Segja má að ættarmót séu tískufyrirbrigði sumarsins og einna vinsælustu staðirnir til slíkra mótshalda eru Húnavellir og Laugar í Sælings- dal. Eðlilega sækja mjög mis- margir ættarmótin, en algengt er að þar séu frá 150 upp í 350 manns. Skipulögðum hópum erlendra ferðamanna hefur eitthvað fækk- að og eins vekur það athygli að einnig hefur fækkað í hverjum hóp. Erlendum ferðamönnum á eigin vegum hefur fækkað stór- lega og álítur hótelstjórinn að Húnavöllum að verðlag á allri ferðamannaþjónustu hér sé aðal meinsemdin, en erlendis sé ímynd íslands sem ferðamanna- lands oft sú að það sé of dýrt að ferðast hingað og er þá sérstak- lega bent á verðlag á veitinga- stöðum og á matvælum. Einnig eru ferðalög til Austur-Evrópu- landa vinsæl í ár því ferðamenn vilji berja augum þessi lönd og það mannlíf sem þar er áður en það breytist. T.d. er hægt að komast í rússneskar laxveiðiár fyrir helming þess verðs sem það kostar að veiða lax hérlendis. Að Brekkulæk við Miðfjarðará hefur verið rekin ferðaþjónusta í 14 ár en í sumar hafa verið þar fleiri gestir en mörg undanfarin ár, nær eingöngu útlendingar sem fyrst og fremst sækjast eftir því að komast á hestbak. Flestir að Reykjum í Hrútafirði undan- farna vetur og notið mikilla vin- sælda. Jón Illugason sagði að miðað við aðsóknina að Reykj- um virtist vera grundvöllur fyrir rekstri annarra slíkra búða og þessi starfsemi væri auk þess til- valin fyrir nýtingu á hótelrými í Reynihlíð þar sem búðirnar störfuðu aðeins fimm daga vik- unnar, en fremur mætti vænta hótelgesta um helgar utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Jón sagði að skýrast myndi frekar í hvaða verkefni yrði ráðist þegar nýr starfsmaður hefði verið ráð- inn og Mývetningar hefðu fullan hug á að halda átaksverkefninu áfram. ÞI Hagstæður vöru- skiptajöfnuður í maí sl. fluttu íslendingar út vörur fyrir 9,7 milljaröa króna, en í sama mánuði voru fluttar inn vörur fyrir 7 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því hagstæður um 2,7 milljarða króna fob, en um 1,3 milljarð króna í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 36,8 milljarða króna, en inn fyrir 33,9 milljarða króna fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður um 2,9 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 0,2 milljarða króna á sama gengi. óþh þessara hópa hafa pantað dvöl að Brekkulæk með löngum fyrirvara og virðast vinsældir ferðaþjón- ustu til sveita fara stigvaxandi ár frá ári. GG Strandarkirkja: Mörg áheit af Norðurlandi Mikill er máttur Strandar- kirkju í Selvogi. Að minnsta kosti gætu menn dregið þá ályktun af þeim mikla fjölda áheita sem kirkjunni berst á ári hverju. Samkvæmt skrá yfír áheit til Strandarkirkju á síð- asta ári heita margir Norðlend- ingar á liana. Áheit til Strandarkirkju á síð- asta ári námu um 1,7 milljón króna og voru þau allt frá 100 krónum upp í 1 milljón króna. Af áheitaskránni er ekki svo auðvelt að sjá hversu margir aðilar af Norðurlandi hétu á kirkjuna í fyrra, en þeir eru að minnsta kosti tíu, mest einstaklingar, en einnig félagasamtök. Þannig hafði knattspyrnudeild Leifturs heitið 4 þúsundum á Strandar- kirkju. Þess má geta að sagan segir að ljós í landi á þessum stað hafi forðum orðið sjómönnum í lífs- háska til bjargar og hafi þeir heit- ið að reisa þar kirkju. óþh Ferðaþjónusta á Norðurlandi vestra: Ættarmót tískufyrirbrigði sumarsins Sæplast hf.: Keypti fiskverkunarhús

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.