Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Úrræðaleysi í sjávarútvegi Vandi fiskvinnslunnar á Bíldudal hefur verið í fréttum að undanförnu. Fiskvinnslufyrirtækið á staðnum er komið í þrot en engin leið virðist lengur fær önnur en taka það til gjaldþrotaskipta. Útvegsfyrirtæki staðarins er heldur bet- ur á vegi statt og eygja menn þá leið að útgerð togarans taki eignir þrotabús fiskvinnslunnar á leigu - að minnsta kosti um einhvern tíma - og á þann hátt verði unnt að halda uppi atvinnustarfsemi í plássinu. Vandi fiskvinnsl- unnar á Bíldudal er ekki einstakt eða einangrað fyrirbæri. Vandamál af þessum toga hafa hrjáð ýmis útgerðarfyrir- tæki og byggðarlög sem byggja tilveru sína að mestu leyti á öflun og úrvinnslu sjávarfangs. Vandi sjávarút- vegsins er þarna á ferðinni í heild sinni því ekkert lát virð- ist vera á erfiðleikum í rekstri fyrirtækja er framleiða þær afurðir sem eru undirstaða útflutningsverðmæta þjóðar- innar og lífsgæða landsmanna. Á sama tíma og fjölmiðlar flytja fréttir af vanda Bíld- dælinga birta þeir einnig niðurstöður úr milliuppgjöri sjö meðalstórra fiskvinnslufyrirtækja. í milliuppgjörinu kem- ur fram að heildartekjur þessara fyrirtækja hafa verið 2.057 milljónir króna en heildarútgjöld 2.218 milljónir. Tap þessara sjö fiskvinnslufyrirtækja er því samkvæmt þessum tölum 161 milljón króna eða 7,8% af tekjum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. í því sambandi er rétt að rifja upp að Þjóðhagsstofnun taldi halla á botnfisk- vinnslunni vera um 8% í útreikningum er miðuðust við stöðuna í miðjum febrúar. Sýnt er að þar skeikar litlu. Við þessar upplýsingar má bæta að milliuppgjörið sýnir rekstrarafkomu nokkuð öflugra fiskvinnslufyrirtækja. Ef hin - þau verr stæðu - væru einnig tekin með í reikninginn mætti búast við allt að 11 til 12% halla á fiskvinnslunni í heild eða upphæð sem nemur þremur og hálfum til fjór- um milljörðum á ári. Ef litið er á afkomutölur útgerðar þá kemur í ljós að fiskveiðar eru einnig reknar með tapi og því er hallarekstur fiskvinnslunnar ekki spurning um tekjuskiptingu í sjávarútvegi. Heildartekjurnar duga ein- faldlega ekki fyrir kostnaði. Til viðbótar hinum mikla rekstrarhalla er tímabil samdráttar í nánd vegna við- kvæms ástands þorskstofnsins. Enginn veit með neinni vissu hvað aflast muni á næstu árum og enginn veit held- ur á þessari stundu hvort tekst að komast fyrir rekstrar- vanda sjávarútvegsins eins og hann birtist í neikvæðum afkomutölum og gjaldþrotum. Öllum hlýtur þó að vera ljóst að þvílíkur hallarekstur getur ekki átt sér stað til lengdar. Afleiðingar hans hafa verið að koma í ljós - nú síðast á Bíldudal - og fátt bendir til að fiskvinnslan þar verði síðasta fyrirtækið í sjávarút- vegi sem lýst verður gjaldþrota. Ef fram fer sem horfir munu erfiðleikarnir leggja fleiri fyrirtæki að velli á næstu mánuðum ef ekkert verður að gert. En hvað er til þá til ráða? Þessi spurning vefst fyrir ráðamönnum þjóðarinnar, sem hafa oft lýst því yfir að ekki verði gripið til aðgerða er létt geti rekstrarvanda sjávarútvegsins. Sú spurning hlýtur einnig að vakna hvort við getum tengst efnahagssamvinnu annarra þjóða nánari böndum á meðan höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar býr við þau rekstrarskilyrði sem raun ber vitni. Þrátt fyrir hagræðingaraðgerðir innan og á milli einstakra fyrirtækja liggur ábyrgðin hjá stjórnvöldum öðrum fremur. í því sambandi dugar þeim lítt að skamma forvera sína í ráð- herrastólum fyrir aðgerðir til bjargar sjávarútveginum í sínu eigin úrræðaleysi. ÞI Frímerki Meðferð Sigurður H. Þorsteinsson bréfa Þann 17. febrúar síðastliðinn, sendi ég bandarískum vini mínum, Les Winick að nafni bréf. Lesendur Dags kannast við hann en ég skrifaði grein um ferð hans um Norðurland, rétt áður en ég hóf þætti mína í blaðinu í fyrra. Ég frímerkti bréfið með 25 frímerkjum með 1 króna Lóa og einu skipamerki. Um daginn fékk ég svo bréf frá honum og stutta grein sem ég set hér milli tilvísunarmerkja. „Bandaríska póstþjónustan er ill út í frímerkjasafnara. Þetta er undarlegt þegar þess er gætt að frímerkjasalan var rekin með 190 milljóna dollara gróða á síðasta ári, frá söfnurum sem geyma frí- merkin sín og nota þau ekki í burðargjöld. Þetta er hærri upp- hæð en nokkur önnur upphæð hreins gróða hjá nokkurri deild stofnunarinnar. Frímerkjasafnarar fylla síður frímerkjablaða með frásögnum af því hversu illa er farið með póstinn þeirra, af starfsmönnum Póstþjónustunnar. Fyrsta dags bréf fá ógildingu með penna á frímerkin í stað stimpils. Sérstök bréf fyrir safnara fá tvo til þrjá stimpla. Blekinu er klesst út um allt á minnafrímerkjum og svona heldur síðan listi þessi áfram, virðist endalaus. Hér er fallegt bréf frá íslandi, með 25 álímdum frímerkjum. Öll þessi frímerki voru eðlilega og fallega stimpluð á íslandi. Starfs- menn Póststjórnarinnar á póst- húsum í Bandaríkjunum hafa gúmmístimpla með fjórum bein- um línum sem eru kallaðar „Kill- er Bars“, til þess að ógilda öll óstimpluð frímerki áður en bréf- in eru afhent ef stimplar vélanna hafa misst af frímerkjunum. Starfsmaður slíks pósthúss virðist hafa „skemmt" sér vió að stimpla á þetta umslag 14 slíkar stimplan- ir. Hafi eitt einasta frímerkjanna ekki verið stimplað, þá er að minnsta kosti enginn möguleiki á því að hægt væri að endurnota íslensku frímerkin í Bandaríkj- unum og hafa þannig fé út úr bandarísku Póstþjónustunni, slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt, en það stöðvaði ekki póst- manninn." Þannig hljómar grein Les Winnick um bréfið sem ég sendi honum. En komum nú að um- slaginu sem var utan um bréf hans til mín. Á því eru þrjú frí- merki. Eitt þeirra er óskemmt af póstmönnum. Það ber stimpil „South Suburban IL“. Hann er dagsettur 7. maí, 1992 og póst- húsið er númer 604. Miðfrímerk- ið fær eingöngu línustimpilinn, sem er eyðilegging merkisins til söfnunarnota. Þriðja frímerkið fær síðan einhverjar svartar klessur úr póststimpli, eða jafn- vel af fingrum póstmannsins. Einhvern veginn finnst mér að við höfum oft kvartað sáran, sem söfnum frímerkjum hér á landi, yfir hvers konar vömmum og skömmum af hálfu póstmanna og um meðferð á umslögunum okkar. Hér keyrir þó um þverbak. Þess má svo geta að lokum, að Les hóf bréf sitt á þessum orðum: „Kæri Siggi. Hérna er grein sem þú getur notað. Ég vil ekki fá þetta „stórkostlega“ umslag aftur, en þakka þér fyrir að senda það.“ Svo mörg voru þau orð. Sigurður H. Þorsteinsson. tSLANU ISIANB d’-trf yf Bréfið sem undirritaður sendi Les Winick. Áður en bandaríska póstþjónustan komst yfír það var það sæmilega fal- legt en starfsmaður hennar hefur augljóslega „skemmt“ sér við að eyðileggja frímerkin með svonefndum „Killer Bars“. Sig H. Thorsteinsson P.O. BOX 18 510 Holmavík 1CELAND Svarbréf Les Winick's ber þrjú frímerki. Aðeins eitt þeirra hlaut náð fyrir augum bandarísku póstmannanna. Hin voru eyðilögð! Verslunarmannahelgin: Árleg fjölskylduhátíð í Bjarkarlundi Ungmennafélagið Afturelding í A.-Barðastrandarsýslu held- ur hina árlegu fjölskylduhátíð í Bjarkarlundi um verslunar- mannahelgina. Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki, með Hörð G. Ólafsson í broddi fylkingar, mun halda uppi fjörinu á laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveit- in Elísa mun hita upp fyrir Herramenn á laugardagskvöld. Á föstudagskvöld verður diskótek fyrir þá sem taka helg- ina snemma. Alla helgina verður Karoke- keppni, sem lýkur með krýningu sigurvegara á sunnudagskvöld. Fyrir yngri kynslóðina verður boðið upp á leiki á daginn og barnaball á sunnudaginn. Nægilegt tjaldstæði er á svæð- inu og er hreinlætisaðstaða til fyrirmyndar. Stutt er í hesta- og bátaleigu. Á Reykhólum er sund- laug með heitum pottum og gufu- baði. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.