Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. júlí 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Samskipadeildin, Fram-Þór 0:2: Þórsarar í gang á ný - Bjarni Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk í góðum sigri Þórs Eftir freniur slakt gengi í undanförnum leikjum geröu Þórsarar sér lítið fyrir og lögðu Frammara að velli í 10. umferð 1. deildar, Samskipadeildar- innar, í gærkvöld. Bjarni Sveinbjörnsson skoraði bæði mörk Þórs og kom þar með liði sínu aftur í toppbaráttuna í deildinni. „Dálítið heppnir en við áttum færi,“ sagði Bjarni Sveinbjörns- son, fyrirliði Þórs, eftir sigurleik- inn gegn Fram í gærkvöld. „Þeir voru aðgangsharðir í seinni hálf- leik en við skoruðum mörkin," sagði Bjarni. Leikurinn fór vel af stað í blíð- unni í Laugardalnum og voru heimamenn öllu harðari framan af og fengu fyrsta færi leiksins þegar Ríkharður Daðason skall- aði framhjá á markteig á 6. mín- útu. Hann var svo aftur á ferðinni um miðbik hálfleiksins en náði ekki að nýta sér upplagt færi. Það voru svo Þórsarar sem skoruðu mark á 33. mínútu. Sveinbjörn Hákonarson var þá fljótur að átta sig eftir að hafa fengið aukaspyrnu, tók hana strax og sendi á Bjarna Svein- björnsson sem stóð aleinn fyrir framan markið. Hann lék á Pétur Ormslev og skoraði í markið. Glæsilega að þessu staðið hjá Þórsurum. Á 41. mínútu var Hlynur Birgisson við það að sleppa í gegn en tókst ekki að skapa sér færi. Reyndar vildu Þórsarar meina að brotið hefði verið á Hlyni. Staðan í leikhléi var 0:1 í byrjun síðari hálfleiks voru gestirnir mun sterkari og ekkert kom út úr dúttli Frammara með boltann. Á 49 mínútu átti Bjarni góða sendingu fyrir markið á Sveinbjörn en hann skaut framhjá. Bjarni var svo sjálfur á ferðinni á 55. mínútu þegar hann átti þrumuskalla í þverslá, þaðan barst boltinn til Halldórs Áskels- sonar sem lét Birki verja frá sér úr ákjósanlegu færi. Frammarar hresstust örlítið þegar líða tók á og á 76. mínútu skall hurð nærri hælum Þórsara þegar Valdimar Kristófersson átti skalla rétt framhjá marki Þórs t'rá markteig. Halldór Áskelsson komst einn í gegn um vörnina á 78. mínútu og reyndi skot úr erfiðu færi en hefði frekar átt að senda á félaga sína úti í teignum. Annað ntark Þórs kom á 84. mínútu. Þá fékk Bjarni sendingu frá Ásmundi Arnarsyni, stakk sér í gegn og afgreiddi bofann snyrtilega í netið framhjá Birki Kristinssyni markverði. Kennslu- bókardæmi um það hvernig sókn- armenn fara að einir á móti markverði. Hjá Þór voru flestir góðir en helst mætti nefna Þá Bjarna Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Há- konarson, Lárus Orra Sigurðs- son, Hlyn Birgisson og Lárus Sig- urðsson. Með sigrinum í gær eru Þórsar- ar komnir upp að hlið KR-inga með 18 stig en Fram kemur svo þar fyrir ofan með 19 stig og ÍA með 21. HB/SV Stórmenni í golfinu: Jack Nicklaus að Jaðri 26. júlí Golfáhugamenn ættu að kæt- ast um aðra helgi því þá verð- ur golfsnillingurinn Jack Nicklaus með sýningu á Jað- arsvelii. Sýningin hefst 26. júlí klukkan 16.00. Aö sögn Gísla Braga Hjart- arsonar hjá Golfklúbbnum kemur Nicklaus hingað til þess að renna fyrir fisk í góðri lax- veiðiá og ætlar að vera með sýn- ingu á Golfvellinum eftir veiði- ferðina. Það þarf ekki að fara mörgunt orðurn um hversu geysi- legur viðburður þetta er og eng- inn ætti að láta sýninguna framhjá sér fara. „Ég reikna með að hann fari hérna út á 18. eða 9. holu og sýni alls konar högg,“ sagði Gísli Bragi. Einnig er reiknað með að einn af stærstu eigendum Toyota í Japan konii til landsins 21. júlí og það eina sem hann vill gera er að spila golf á Akureyri. Jack Nicklaus er einn frægasti golfari heims. Golf á Jaðarsvelli: Mitsubishi Open - bíll fyrir holu í höggi Mitsubishi Open golfmótið verður haldið hjá Golfklúbbi Akureyrar helgina 18.-19. júlí. Mótið er eitt af stærstu mótum ársins hjá klúbbnum og er reiknað með að 100-120 kylf- ingar mæti til keppni. Keppt verður með og án for- gjafar í kvenna-, karla- og ungl- ingaflokki. Leiknar verða 36 holur. Á öllum par 3 holunum verða veitt glæsileg aukaverðlaun fyrir að vera næst holu í upphafshöggi. Takist einhverjum að fara „holu í höggi“ á 18 holu, fær sá hinn sami Mitsubishi Colt bifreið í verð- laun. Skráning er í síma 22974 og henni lýkur föstudaginn 17. júlí klukkan 18. Þátttökugjald er 2500 krónur fyrir fullorðna en 1500 fyrir unglinga. SV Knattspyrna: Tuðruspark yngri flokka Heilmikið gerist í viku hverri í knattspyrnu yngri Hokka á Norðurlandi. Hér á eftir fara úrslit og markaskorarar þeirra leikja sem blaðinu hefur bor- ist. Vert er að minna menn á það að halda úrslitum og markaskorurum leikja til haga til þess að hægt sé að birta það í blaðinu. 5. flokkur: Völsungur-KA a-lið 2:2. Markaskorari Völsungs var Bald- ur Aðalsteinsson. Jóhann G. Hermannsson skoraði mörk KA. Völsungur-KA b-lið 4:2. Mörk Völsungs skoruðu Krist- björn Jónsson, 2, Ómar Þorgeirs- son, 1 og Ellert Stefánsson, 1. Baldur Ingvarsson og Davíð Stef- ánsson skoruðu fyrir KA. Völsungur-Hvöt/ Kormákur a-lið 4:0. Baldur Aðalsteinsson gerði öll mörkin fyrir Völsung. Völsungur-Hvöt/ Kormákur b-lið 7:0. Mörk Völsungs gerðu: Krist- björn Jónsson, 3, Kristján F. Sig- urðsson, 2, Rúnar Jónsson, 1 og Hilmar Guðmundsson, 1. Þór-Dalvík/Leiftur a-lið 5:2. Mörk Þórs gerðu Jóhann Þór- hallsson, 2, Orri Ósakarsson, 2 og Rúnar Jónsson, 1. Atli Viðar Björnsson gerði bæði mörk Dal- víkur/Leifturs. Þór-Dalvík/Leiftur b-lið 3:1. Mörk Þórs gerðu Óðinn Viðars- son, 2 og Viðar Halldórsson, 1. Halla Hafbergsdóttir, 1. Tindastóll-KS a-lið 7:0. Mörk heimamanna gerðu Atli Heimisson, 3, Auðunn Blöndal, 3, ísak Einarsson, 1 og Eyþór Sigurðsson, 1. TindastóIl-KS b-lið 2:11. Haukur Skúlason gerði mörk Tindastóls. 4. flokkur: Völsungur-Hvöt/ Kormákur 16:0. Mörk Völsungs gerðu Arngrímur Arnarson, 7, Björgvin Sigurðs- son, 5, Dagur Sveinn Dagbjarts- son, 2, Jörundur Þórarinsson, 1 og Jóhann G. Sigurðsson, 1. KA-Dalvík/Leiftur 11:2. Mörk Dalvíkur/Leifturs gerðu Þorvaldur Guðbjörnsson og Finnur Gunnlaugsson eitt hvor. Tindastóll-Dalvík/ Leiftur 5:1. Mörk Tindastóls gerðu Reynir Hjálntarsson, 3 og Davíð Rún- arsson, 2. Mark Dalvíkur/Leift- urs gerði Stefán Stefánsson. Dalvík/Leiftur-Þór 3:4. Mörk Dalvíkur/Leifturs gerðu Egill Ólason, 2 og Finnur Gunn- laugson, 1. Mörk Þórs gerðu Sigurður G. Sigurðsson, 2, Elmar Hjaltalín, 1 og Elmar Svein- björnsson, 1. Tindastóll-KS 6:1. Mörk heimamanna gerðu Davíð Rúnarsson, 3, Rúnar Guðlaugs- son, 1 og Víðir Kristjánsson, 2. 3. flokkur karla: KA-Þór 4:8. Mörk KA skoruðu Sigurgeir Finnsson, 1, Þórhallur Hinriks- son, 2 og Óli B. Ólafsson, 1. Mörk Þórs gerðu Atli Samúels- son, 4, Orri Stefárisson, 2, Eiður Pálmason, 1 og Heiðmar Felix- son, 1. KA-Dalvík/Leiftur 7:2. Mörk KA gerðu Þórhallur Hinriks- son, 6 og Sigurgeir Finnsson, 1. KA-Hvöt/Kormákur 6:2. Markaskorarar KA voru Þórhall- ur Hinriksson, 3, Guðni Helga- son, 1 Óskar Bragason, 1 og eitt markið var sjálfsmark. Hvöt/Kormákur-Dalvík/ Leiftur 2:2. Mörk gestanna gerðu Hörður Sigurjónsson og Anton Ingvason. KS-Dalvík/Leiftur 4:2. Mörk KS gerðu Víðir Vernharðs- son, 2, Bjarki Flosason, 1 og Ragnar Hauksson, 1. Þór-Tindastóll 7:1. Mörk Þórs gerðu Atli Samúels- son, 3, Gísli Gíslason, Heiðmar Felixson, Elvar Óskarsson og Eiður Pálmason allir með eitt mark. Mark Tindastóls gerði Daníel Kristjánsson. Þór-KS 9:2. Markaskorarar Þórs voru þeir Orri Stefánsson, 4, Atli Samúels- son, 2, Elmar Steindórsson, 1, Gísli Gíslason, 1 og Heiðmar Felixson, 1. Mörk KS gerði Bjarki Flosason. Þór-KS 3:1. Mörk Þórs gerðu Atli Samúels- son, 2 og Kristján Örnólfsson, 1. Mark KS skoraði Bjarki Flosa- son. KS-Tindastóll 4:1 Mörk KS gerðu Bjarki Flosason, 3 og Agnar Sveinsson, 1. Mark Tindastóls gerði Daníel Krist- jánsson. Hvöt/Korinákur- Tindastóll 5:2. Mörk Tindastóls gerðu Óli Barðdal og Helgi P. Jónsson. Dalvík-Tindastóll 3:3. Mörk Tindastóis gerðu Hilmar Hilmarsson, Marteinn Jónsson og Daníel Kristjánsson. 4. flokkur kvenna: KA-Týr 1:1. Mark KA gerði Rósa Sigbjörns- dóttir, 1. KA-Haukar 2:3. Mörk KA gerðu Stefanía Steins- dóttir og Inga Ketilsdóttir. KR-KA 6:2. Mörk KA gerðu Sólveig Sigurð- ardóttir og Eva Morales. FH-KA 1:17. Mörk KA gerðu Stefanía Steins- dóttir, 4, Sólveig Sigurðardóttir, 4, Þóra Rögnvaldsdóttir, 3, Rósa Sigbjörnsdóttir, 3, Eva Morales, 1, Rannveig Jóhannsdóttir, 1 og Inga Ketilsdóttir, 1. KA-Þór 10:3. Mörk KA gerðu Rósa Sigbjörns- dóttir, 6, Stefanía Steinsdóttir, 1, Eva Morales, 2 og eitt sjálfs- mark. 3. flokkur kvenna: Völsungur-Dalvík 4:1. Mark Dalvíkinga skoraði Inga Lára Ólafsdóttir. KA-Dalvík 5:1 Mörk KA skoruðu Eva Morales, 2, Rósa Sigbjörnsdóttir, 1 Helga Hermannsdóttir, 1 og Halla Haf- bergsdóttir, 1. Elva Bragadóttir gerði mark Dalvíkinga. KS-Leiftur 2:0. Mörk KS gerðu Thelma Birkis- dóttir og Ása Sverrisdóttir. Dalvík-KS 1:2. Mörk KS skoruðu Thelma Birk- isdóttir og Hafdís Hall. Þór-Tindastóll 0:0. KA-Þór 5:1. Mörk KA gerðu Rósa Sigbjörns- dóttir, 2, Ingibjörg Ólafdóttir, 1, Sólveig Sigurðardóttir, 1 og Halla Hafbergsdóttir, 1. TindastólI-KA 0:4. Mörk KA gerðu Rósa Sigbjörns- dóttir, 2, Eva Morales, 1 og Helga Hermannsdóttir, 1. 2. flokkur kvenna: KA-TindastólI 2:1. Mörk KA skoruðu Erna Lind Rögnvaldsdóttir ogJónína. Mark Tindastóls gerði Sigríður Hjálm- arsdóttir. KA-Þór 6:0. Mörk KA gerðu Svanhildur Björgvinsdóttir, 1, Sigrún Krist- jánsdóttir, 2, Helga Hannesdótt- ir, 1, Ingibjörg H. Ólafsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.