Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júlí 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Ferðamannabærinn Akureyri: Orlofsíbúðir 1,5% allra íbúða - mikil ásókn í 74 orlofsíbúðir starfsmannafélaga og fyrirtækja Helmingur allra orlofsíbúða á Akureyri er í fjölbýlishúsum við Furulund og þar af eru flestar, átján talsins, við Furulund 10 sem hér sést aftan frá. Mynd: Golli Á Akureyri eru 74 oriofsíbúðir í eigu stéttarfélaga, starfs- mannafélaga og fyrirtækja samkvæmt nýjum upplýsing- um sem Dagur hefur undir höndum. Orlofsíbúöir eru því 1,5% af öllum íbúðum á Akur- eyri miðað viö fjölda þeirra hinn 1. desember sl. en þá voru skráðar íbúðir á Akureyri tæplega fimm þúsund talsins. Samkvæmt lauslegri könnun Dags er ásókn í orlofsíbúöir á Akureyri gífurlega mikil hjá þeim sem rétt eiga á að nýta sér þær - einkum yfir sumar- tírnann. Orlofsíbúðir stéttarfélaganna eru nú alls 74 talsins miðað við samantekt úr skrám Fasteigna- mats ríkisins sem fékkst frá Verkalýðsfélaginu Einingu. Þó er ekki loku fyrir það skotið að ein- hverjar orlofsíbúðir á listanum hafi helst úr lestinni. Hinn fyrsta desember sl. voru hjá Fasteigna- mati ríkisins í Norðurlandsum- dæmi skráðar 4994 íbúðir á Akureyri. Orlofsíbúðir eru því um 1,5% af íbúðum á Akureyri. Hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fengust þær upplýs- ingar að orlofsíbúðirnar á Akur- eyri væru mjög vinsælar. VR á þrjár íbúðir í blokk við Furulund 10 en alls á félagið fjörutíu or- lofshús og orlofsíbúðir um land allt að sögn Önnu Þ. Guðmunds- dóttur hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. „Síðan VR eignað- ist fyrstu íbúðirnar árið 1984 hef- ur allt verið fullt á sumrin og allt- af langir biðlistar. Frá október og fram að áramótum er lítil eftir- spurn en um páska og í kringum Andrésar Andar leikana er hins vegar gífurleg eftirspurn eftir or- lofshúsnæði á Akureyri enda erum við bara með eina íbúð þar fyrir félagsmenn á veturna. Hinar tvær eru í fastri leigu allan vetur- inn,“ sagði Anna Þ. Guðmunds- dóttir. Læknafélag Reykjavíkur á eina íbúð við Víðilund 14 en auk hennar á félagið fimm orlofs- íbúðir og orlofshús víða um land. Að sögn Ragnars Guðmundsson- ar hjá Læknafélagi Reykjavíkur er nýtingin mjög góð allt árið um kring en eftirspurnin er mest á sumrin. Læknafélagið hefur átt orlofsíbúðina í níu ár en ekki stendur til að kaupa fleiri íbúðir á Akureyri. íslenskir Aðalverktakar eiga tvær orlofsíbúðir við Seljahlíð auk þess sem fyrirtækið á fjögur orlofshús víða um land. Að sögn Karls Georgs Magnússonar, um- sjónarmanns íbúðanna, eru íbúð- irnar eingöngu lánaðar starfsfólki fslenskra Aðalverktaka og er mikil sókn í íbúðirnar á sumrin sem og á haustin og vorin. Listinn yfir orlofsíbúðir er miðaður við fasteignarnúmer íbúða en við hvert heimilisfang geta auðvitað verið fleiri en ein íbúð þar sem margar húseign- anna eru fjölbýlishús. Flestar or- lofsíbúðir eru í fjölbýlishúsi við Furulund 10; átján talsins. Helm- ingur orlofsíbúða er við Furu- lund. Meðfylgjandi er listi yfir orlofsíbúðir á Akureyri. GT FOSIAG Aðalstræti 12 Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir Byggðavegur101 Olíufélagið hf. Borgarhlíð 5 Félag byggingariðnaðarmanna Borgarhlíð 5 Orlofshúsasjóður Félags starfsfólks í veitingahúsum Borgarhlíð 5 Orlofshúsasjóður Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina Dalsgerði 7 Verslunarmannafélag Suðurnesja Einilundur 10 Starfsmannafélag Kópavogs Fjólugata 15 Meistarafélag iðnaðarmanna Furulunduró Iðnsveinafélag Suðurnesja Furulunduró Starfsmannafélagið Sókn Furulunduró Bandalag háskólamanna Furulundur 6 Verkamannafélagið Hlíf Furulunduró Sveinafélag málaraiðriarinnar Furulundur 8 Rafiðnaðarsamband íslands Furulundur 8 Iðja, félag verksmiðjufólks Furulundur8 VerslunarmannafélagHafnarfjarðar Furulundur8 Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Furulundur8 Verkstjórafélag Suðurnesja Furulundur8 Félag bókagerðarmanna Furulundur8 Verkalýðsfélag Akraness FurulundurS Verkalýðsfélag Akraness Furulundur 8 Verkalýðsfélag Akraness Furulundur8 Verkalýðsfélagið Baidur Furulundur 8 Vélstjórafélag íslands Furulundur 8 Vélstjórafélag íslands Furulundur 8 Verkalýðsfélagið Þór Furulundur8 Tollvarðafélag íslands Furulundur 10 Verkstjórafélag Reykjavíkur Furulundur 10 Orlofssjóður Múrarafélags Reykjavíkur Furulundur 10 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Furulundur 10 Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Furulundur 10 Félag Garðyrkjumanna Furulundur 10 Skipstjórafélag íslands Furulundur 10 Verkamannafélagið Hlíf Furulundur 10 Verkalýðsfélag Grindavíkur Furulundur 10 Starfsmannafélag Áburðarverksmiðju ríkisins Furulundur 10 Trésmiðafélag Reykjavíkur Furulundur 10 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Furulundur 10 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Furulundur 10 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Furulundur 10 Verkalýðsfélagið Rangæingur Furulundur 10 Verslunarmannafélag Akraness Furulundur 10 Verkamannafélagið Dagsbrún Furulundur 10 Verkamannafélagið Dagsbrún Furulundur 10 Verkamannafélagið Dagsbrún Furulundur 11 Iðnsveinafélag Suðurnesja Helgamagrastræti 15 íslandsbanki hf. Hrísalundur2-8 Verkalýðsfélagið Boðinn Hrísalundur2-8 Iðja, félag verksmiðjufólks Hrísalundur 10-14 Andrés Kristjánsson Kjalarsíða 8-12 Hagvirki hf. Langahlíð 5 A-H Félag starfsmanna Stjórnarráðsins Melasíða 5 Starfsmannafélagið Sókn Melasíða 5 Starfsmannafélag íslandsbanka Melasíða 6 Verkakvennafélagið Framsókn Seljahlíð 3 Blaðamannafélag íslands Seljahlíð 7 Málaraverktakar Keflavík hf. Seljahlíð 9 Byggingarverktakar Keflavíkur hf. Seljahlíð 11 fslenskir Aðaiverktakar Seljahlíð 11 íslenskir Aðalverktakar Seljahlíð 11 Starfsmannafélag Búnaðarbankans Skarðshlíð 2 Verkakvennafélagið Framtíðin Smárahlíð 1-9 Verkalýðsfélagið Hörður Smárahlíð 7 Verslunarmannafélag Árnessýslu Smárahlíð 14-24 Verslunarmannafélag Suðurnesja Smárahlíð 16 Félag bifvélavirkja Sunnuhlíð 19 Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar Tjarnarlundur 2-12 Sjóvá-Almennar Tjarnarlundur5 íslandsbanki hf. Tjarnarlundur 6 Bílanaust hf. Tjarnarlundur 10 Starfsmannafélag Suðurnesja Tjarnarlundur 14-18 Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Tjarnarlundur 16 E Landssamband lögreglumanna Víðilundur 14 Læknafélag íslands Stjórnsýsla: Norrænir hagstofustjórar funda á Akureyri Hagstofustjórar á Norðurlönd- um koma saman til fundar á Akureyri á morgun og lýkur fundinum nk. mánudag. Hag- stofur Norðurlandanna hafa Iengi átt með sér víðtækt samstarf, en Islendingar tóku fyrst þátt í þessu samstarfi árið 1927. Aðalumræðuefni fund- arins verður samstarf norrænu hagstofanna, ekki síst í Ijósi stóraukins Evrópusamstarfs, aukin dreifíng og markaðssetn- ing á upplýsingum og hag- skýrslum og framleiðni og sparnaður í hagstofunum. Fundinn sækja rösklega 30 manns, auk allmargra gesta. Samstarf norrænna hagstofa hefur lengst af beinst að skoðana- skiptum og miðlun upplýsinga um reynslu þjóðanna af mismun- andi aðferðum við söfnun og úrvinnslu upplýsinga og hag- skýrslugerð almennt. Annar þátt- ur samstarfsins hefur falist í víð- tækri samræmingu norrænna hag- Vegurinn um Siglufjarðar- skarð hefur verið opnaður fyrir umferð. Miðað er við að veg- urinn sé fyrst og fremst opinn fyrir jeppa og fjórhjóladrifs fólksbfla, en Dagur hafði spurnir af ökumönnum sem skýrslna, samhæfðum rannsókn- um og sameiginlegum útgáfum. Þar fer mest fyrir Norrænu töl- fræðihandbókinni sem hagstof- urnar semja í sameiningu og gef- in er út af norrænu ráðherra- nefndinni. Loks má nefna að hagstofurnar starfa náið saman á fóru um Skarðið á litlum fólks- bílum um síðustu helgi. Hreinn Júlíusson, vegaeftirlits- maður á Siglufirði, sagðist hafa farið uin Siglufjarðarskarð um síðustu helgi og vegurinn væri vel þokkalegur. Hann sagði að opin- alþjóðavettvangi. Að sögn Hall- gríms Snorrasonar, hagstofu- stjóra, hefur sameiginleg afstaða þeirra þar tryggt að þær hafa haft mun meiri áhrif en ella við stefnumótun um aðferðir, sam- ræmingu og viðfangsefni á sviði hagskýrslugerðar. óþh berlega væri vegurinn opinn fyrir stærri bíla og fjórhjóladrifs fólks- bíla, en ástæðulaust væri að fæla ökumenn annarra fólksbíla frá. Siglufjarðarskarðsvegurinn er í góðu ásigkomulagi, enda vargert töluvert við hann í fyrra vegna lokunar Strákaganga. óþh Búið að opna vegiim rnn Sigluflarðarskarð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.