Dagur


Dagur - 16.07.1992, Qupperneq 9

Dagur - 16.07.1992, Qupperneq 9
8 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júlí 1992 Fimmtudagur 16. júlí 1992 - DAGUR - 9 Spurning VIKUNNAR Ef þú þyrftir að flytja úr bænum, hvar mundir þú vilja setjast að? Sigrún Sigurðardóttir: Það er nú úr vöndu að ráða en ætli ég færi ekki til Hveragerðis. Ég hef komið þangað og held að það sé gott að vera þar. Það er kannski lítið um atvinnu þar. Guðný Sæmundsdóttir: Ég er Akureyringur en er hérna í sumarfríi en ég bý í Tromsö I Noregi. Maðurinn minn og ég erum þar í námi. Ég mundi vilja flytja til Tromsö en á íslandi vil ég hvergi annars staðar vera en á Akureyri. Arna Jakobína Björnsdóttir: Ég mundi vilja flytja til Hafnar- fjarðar því þar er fallegt. Jóhann Jónsson: Mér líður alveg ágætlega hérna á Akureyri en ég mundi fara eitthvað þar sem er gott veður. Það væri gaman að fara til Kúbu. Helgi Björnsson: Ég vil helst ekki flytja úr bænum en ef ég yrði tilneyddur færi ég á kyrrlátan og rólegan stað eins og t.d. Borgarnes. Borgarnes er mátulega langt frá höfuðborg- inni og staður í uppbyggingu. Ráðstefnugestir hlýða á erindi Guðmundar Stefánssonar, formanns starfshóps Rannsóknaráðs um fiskeldi. Mynd:. Golli Starfsumhverfi fískeldis á ís- landi skapast fyrst og fremst af ákvörðunum löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins auk þeirra aðstæðna sem markaður fyrir afurðir Ieiðir af sér á hverjum tíma. Af þeim ástæðum leggur starfshópur Rannsóknaráðs um fískeldi til að málefni fískeldisins heyri undir einn aðila í stjórnkerfínu - það er að segja sjávarútvegsráðuneyt- ið í framtíðinni en til þessa hef- ur fiskeldi talist ein af greinum landbúnaðar í stjórnkerfínu ef horft er til þess að landbúnað- arráðuneytið fer með málefni hennar að stærstum hluta. Löggjafar- og framkvæmda- valdið hefur því oft fengið málefni þessarar atvinnugreinar til um- fjöllunar en þegar litið er yfir töflu um þau mál er komið hafa til kasta Alþingis og afgreiðslu hjá sömu stofnun er ljóst að meðferð fiskeldismála hefur oft verið harla handahófskennd í Starfshópur Rannsóknaráðs um fiskeldi: Reyna verður til þrautar í framtíðinni Stjórnkerfið: Margar hugmyndir og tillögur er varða fiskeldi hafa strandað í norskri spá sem unnin hefur verið um framtíðarhorfur í fískeldi í heiminum er gert ráð fyrir að framleiðsla fiskmetis aukist um allt að 30 milljón tonn - úr um 70 milljónum tonna í 100 milljónir - á næstu tveimur áratugum. Gert er ráð fyrir að stærstur hluti þessarar aukningar komi úr eldi og er reiknað með að eldisfram- leiðsla á fískmeti muni aukast úr um 11 milljónum tonna í allt að 30 milljónir fram til ársins 2010. Ef gengið er út frá þess- um hugmyndum Norðmanna verður um mikla möguleika í fískeldi að ræða á næstu árum og spurningin er því fyrst og fremst sú hverjum tekst best að þróa eldisframleiðslu sína og einnig að vinna henni mark- að í heimi þar sem sífellt er þörf á aukinni framleiðslu mat- væla. Þetta kemur meðal ann- ars fram í mjög ýtarlegri skýrslu sem starfshópur á vegum Rannsóknaráðs ríkisins um fiskeldi hefur sent frá sér en skýrslan var kynnt á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri í síð- ustu viku. Á undanförnum árum hefur hlutur íslendinga verið um 1,5% af afla alls heimsins. Ef við ætlum að halda því hlutfalli fram til árs- ins 2010 þarf framleiðsla fiskmet- is að aukast um rúmar 500 þús- und smálestir sem samsvarar því að aflaverðmæti upp úr sjó myndi aukast um hátt í 17 milljarða króna. Þótt ekki sé talið raunhæft að gera ráð fyrir svo mikilli aukn- ingu, hvorki í veiðum né eldi hér á landi lítur starfshópur Rann- sóknaráðs svo á að mikið hags- munamál sé að ná tökum á fiskeldi og taka þátt í þeirri miklu framleiðsluaukningu sem fram- undan sé þrátt fyrir að rekstur fiskeldisstöðva hafi gegnið illa hér á landi það sem af er. Reyna verður til þrautar í framtíðinni í skýrslu sem unnin var af fyrir- tækinu Talnakönnun kemur fram að heildarfjárfestingar í fiskeldi á íslandi séu vart undir 10 milljörð- um króna á verðlagi þessa árs og að stór hluti þessara fjármuna sé þegar tapaður. í þeirri skýrslu er einnig bent á að fáar eða engar eldisstöðvar séu nú reknar með hagnaði og fæstar hafi nokkru sinni haft rekstrartekjur er dugað hafi fyrir breytilegum kostnaði. í því sambandi bendir starfshópur Rannsóknaráðs á að reynslan stjórnkerfi landsins og viðhorf manna mótast af væntingum er ekki hafa ætið byggst á rannsókn- um og faglegri þekkingu. Af 49 þingmálum voru 23 aldrei afgreidd Af 49 þingmálum - frumvörpum og þingsályktunartillögum - sem tengdust lagareldi og borin voru fram á Alþingi á árunum 1930 til 1991 voru 23 þeirra ekki afgreidd eða var vísað til ríkisstjórnar á hverjum tíma. Fleist þeirra mála, sem Alþingi kaus að stinga undir stól eða varpa ábyrgð á yfir á herðar ríkisstjórna, varða rann- sókna- og kynbótastörf. Fyrsta málefnið er varðar fiskeldi og ekki hlaut afgreiðslu á Alþingi var frumvarp til laga um fjár- mögnum fiskeldis, rannsóknir og rannsóknaaðstöðu, sem lagt var fram á þinginu 1967 til 1968. Um mál sem vísað var til ríkisstjórnar má nefna frumvarp til laga um fiskeldi í sjó er var mjög ítarlegt hafi kennt okkur að við verðum að þróa okkar eigin aðferðir við fiskeldi og miða verði þær við innlendar aðstæður sem oft geti verið gerólíkar því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Ef litið sé til þess vaxtar sem spár (norska skýrslan) gera ráð fyrir í fiskeldi verði þó að láta á það reyna til þrautar hvort ekki sé unnt að stunda þessa starfsemi hér á landi í framtíðinni. Hækkar verð á laxi á nýjan leik? í skýrslu starfshóps Rannsókna- ráðs segir einnig að þrátt fyrir að nú þegar hafi náðst betri árangur í eldinu og ástæða sé til þess að ætla að sá árangur eigi enn eftir að batna verulega, stöndum við þó frammi fyrir þeirri staðreynd að verð á eldislaxi sé lágt og eld- isfyrirtæki verulega skuldsett. Einnig segir í skýrslunni að ýmis- legt bendi til þess að verð á laxi muni hækka nokkuð á nýjan leik þar sem dregið hafi úr framboði. Síðan er því slegið föstu að með bættum eldisárangri og hækkandi afurðaverði sé ekki ólíklegt að rekstrarstaða fiskeldisstöðvanna batni og þær geti að minnsta kosti staðið undir breytilegum kostn- aði við reksturinn. Mikilvægt að tryggja að núverandi eldisstarfsemi geti haidið áfram í því sambandi hefur starfshópur Rannsóknaráðs um fiskeldi lagt til að ríkisstjórnin marki opin- bera heildarstefnu er nái að minnsta kosti fram til aldamóta og sérstaklega verði hugað að tengslum fiskeldis, fiskveiða og fiskvinnslu í því sambandi. Starfshópurinn telur einnig nauð- synlegt að aðeins eitt ráðuneyti fari með málefni fiskeldis og eðli- legast sé að það heyri undir sjáv- arútvegsráðuneytið. Þá telur starfshópurinn afar mikilvægt að reyna til þrautar að tryggja að núverandi eldisstarfsemi sem fram fer í landinu geti haldið áfram og leggur sérstaklega til í því sambandi að rannsókna- og þróunarstarfsemi verði aukin og almenn rekstrarskilyrði verði bætt þannig að greinin geti starf- að við eðlilegar aðstæður. Eldisker í fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Á ráðstefnu starfshóps Rannsóknaráðs vakti Björn Benediktsson, framkvæmdastjóri Silfurstjörn- unnar, meðal annars athygli á sambandsleysi á milli rannsóknaaðila og þeirra sem starfa að fiskeldi. Skipulagi verði komið á útflutning fískeldisafurða Starfshópurinn leggur einnig til Hlutfall eldisfisks af heildarafla: semer Hlutfall eldisfisks af íslendinga er aðeins um 0,1%. Ef hlutfall eklisfisks af afla- verðmæti er athugað kemur í Ijós að það er nokkuð hærra eða 1,4%. Þrátt fyrir það er hlutfall eldisfísks af heildar- aflaverömæti íslendinga mun lægra en allra þeirra OECD- ríkja sem samanburður í skýrslu starfshóps Rannsókna- ráðs ríkisins um fískcldi nær til. Samanburður starfshópsins er byggður á upplýsingum frá OECD og FAO - efnahags og matvælastofnunum Samein- uðu þjóðanna. Hvað magn og verðmæti afla varðar er hlutfall eldisfisks af heildarafla hæst í Finnlandi af þeim ríkjum, sem samanburður starfshópsins nær til, eða 17% af aflamagni og skapar allt að 64% af heildarverðmætasköpun fisk- afurða í landinu. Á Bretlandseyj- um koma um 6% af aflamagni frá fiskeldi og skapar allt að 46% aflaverðmætis. Svipaðar tölur er að finna frá Noregi. Þar skapar 6% hlutur aflamagns úr eldi um 44% aflaverðmætis. írar eru einnig á svipuðum nótum því 8% aflamagns er kemur frá fiskeldi í írlandi skapar um 40% af heiid- arverðmætasköpum fiskafurða. í Danmörku kemur aðeins 2% afla- magns frá eldisstöðvum en skap- ar þrátt fyrir það alls um 16% aflaverðmætis og Svíar ná að framleiða 18% heildarverðmætis fiskafurða úr þeim 3% fiskjar er kemur úr eldi. í Mið-Evrópu er verðmæta- sköpunin minni miðað við magn fiskjar úr eldi því í Þýskalandi skapa þau 19% aflamagns er eld- ið skilar ekki nema 36% heildar- verðmætis. í Frakklandi er verð- mætasköpunin enn rninni því þar fást einungis 32% heildarverð- mætis fyrir 27% af aflamagni úr eldi. Japanir hafa heldur ekki náð eins langt í verðmætasköpun fiskeldisafurða og Bretar og Norðurlandabúar - aðrir en ís- lendingar - því 12% hlutur fisk- eldis í aflamagni Japana skapar aðeins um fjórðung heildarverð- mætis fiskafurða í landinu. Bandaríkjamenn og Ástralir eru á svipuðum nótum hvað magn og verðmæti fiskeldisafurða varðar. Úr 8% hluta eldisfisks af heiidaraflamagni beggja þjóð- anna ná Bandaríkjamenn 15% alls aflaverðmætis og Ástralir 13%. Kanadamenn eru aðeins með um 1% heildarafla úr fiskr eldi og ná 5% af aflaverðmætinu. Belgar ná 4% af heildaraflaverð- mæti úr 2% af heildarafla er kentur úr eldi og Grikkir fram- leiða 4% aflaverðmætis úr þeim 4% heildarafla sem fiskeldi skap- ar. M. að gerð verði skipuleg könnun á hvort unnt sé með viðráðanleg- um kostnaði að auka framleiðslu fiskeldisstöðva þannig að tekjur þeirra nægi fyrir breytilegum kostnaði, hvað hugsanlegar endurbætur muni kosta og á hvern hátt heppilegast sé að standa að þeim. Starfshópurinn bendir á að ekkert skipulag sé á útflutningi fiskeldisafurða og ekkert gæðakerfi gildi um þau mál hér á landi. Því er lagt til að útflutningur eldisafurða heyri undir Ríkismat sjávarafurða og svipaðar gæðakröfur verði gerðar um slíkan útflutning og gilda um annan útflutning fiskafurða frá íslandi. Framlög verði ekki undir 200 milljónum króna á ársgrundvelli Starfshópur Rannsóknaráðs leggur til að framlag ráðsins til fiskeldis verði aukið í 35 milljónir króna á ári næstu fjögur árin og heildarframlag til fiskeldisrann- sókna verði ekki minna en um 200 milljónir króna á ársgrund- velli fyrir utan sjávarrannsóknir vegna hafbeitar á laxi. Starfshóp- urinn leggur einnig til að komið verði á fót sérstökum áhættusjóði er hafi það hlutverk að styrkja til- raunaeldi með víkjandi lánum og slíkur sjóður þurfi að hafa á bil- inu 25 til 50 milljóna króna ráð- stöfunarfé árlega næstu fimm árin að minnsta kosti. ÞI frumvarp þar sem meðal annars var lagt til að sjávarútvegsráðu- neytið annaðist veitingu leyfa til þeirrar starfsemi. Þessu máli var vísað til ríkistjórnar á árinu 1973. Á árunum 1976 til 1980 lá fyrir Alþingi tillaga um stofnun Fisk- eldissjóðs við Framkvæmdastofn- un ríkisins, sem var undanfari Byggðastofnunar, og hvernig fjármögnun hans yrði háttað en tillagan hlaut aldrei afgreiðslu. Þingsályktunartillaga um aðgreiningu veiða og fiskiræktar er lögð var fram á Alþingi 1977 til 1978 hlaut heldur aldrei af- greiðslu. Árið eftir var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um eflingu fiskiræktarsjóðs er meðal annars var ætlað það hlutverk að styrkja og lána fjármagn til fiskeldis. Á árinu 1980 hlaut þingsályktunartillaga um eflingu líffræðilegra rannsókna og tækni- þekkingar í fiskirækt - meðal annars með byggingu tilrauna- stöðvar fyrir stríðeldi vatna- og sjávarfiska - ekki afgreiðslu Alþingis. Mál um starfsskilyrði fískeldis, kennslu á háskólastigi, eflingu rannsókna og gæðmat ekki afgreidd á Alþingi Af öðrum málum sem Alþingi afgreiddi ekki má nefna þings- ályktunartillögu, frá árinu 1983, um fiskeldi og rannsóknir á klaki og eldi sjávar- og vatnafiska. Sú tillaga gerði ráð fyrir heildarlög- gjöf um yfirstjórn, tilraunaað- stöðu fyrir Hafrannsóknastofn- un, fjármögnun og könnun á almennum forsendum fiskeldis. Þá má einnig nefna þingsályktun- artillögu er fram kom tveimur árum síðar um stefnumótun í fiskeldismálum og um rannsóknir og tilraunir á möguleikum í fiskeldi. Á síðustu árum hafa nokkur erindi er borin hafa verið fram á Alþingi og varða mál- efni fiskeldisins ekki hlotið afgreiðslu. Má þar meðal annars nefna þingsályktunartillögu frá árinu 1989 um eflingu fiskeldis, starfsskilyrði, kennslu á háskóla- stigi, eflingu rannsókna, gæða- mat og samræmda heildarlög- gjöf- Skýrslur frá 1986 til ’87 - fískeldi hagkvæmt til lengri tíma Veturinn 1984 til 1985 voru málefni fiskeldisins mikið í brennidepli á Alþingi og í fram- haldi af því var skipuð svonefnd fiskeldisnefnd er falið var að gera tillögur um á hvern hátt efla mætti fiskeldi og hvernig stjórn- sýslulegri ábyrgð á því skyldi hagað. Árangur af starfi nefndar- innar varð helst sá að veðlögum var breytt og sett voru lög um rannsóknadeild fisksjúkdóma en nefndinni varð lítið ágengt í öðr- um efnum. í skýrslum um fiskeldi, sem gerðar voru á árun- um 1986 til 1987, var því haldið mjög ákveðið fram að fiskeldi á íslandi væri hagkvæmt til lengri tíma og bent á að auka þyrfti rannsóknir verulega. Menn horfðu gjarnan á þá velgengni sem laxeldi í Noregi naut á þess- um tíma og bent var á að góð aðstaða væri til þessarar starf- semi víða hér á landi. í umræðum í fjölmiðlum var þó nokkrum sinnum dregið í efa ágæti þeirra fjárfestinga sem þegar hafði verið lagt í vegna fiskeldis. Árið 1991 - eina leiðin til bjargar að leggja fé í örfáar eldisstöðvar og líta á það sem rannsóknakostnað í skýrslu sem Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva sendi frá sér í maí 1988 kom fram að mikið ójafnvægi væri á milli framboðs og eftirspumar á göngu- seiðum. í framhaldi af því var ákveðið að setja á fót starfshóp á vegum ríkisstjórnar landsins til að fjalla urn erfiðleika í fiskeldi. Starfshópurinn lagði meðal ann- ars til að auka heimildir til stofn- lána í fiskeldi og úttekt yrði gerð á samkeppnisstöðu greinarinnar. Starfis hópsins leiddi til þess að auknu fjármagni var veitt til fiskeldis meðal annars með stofn- un Tryggingasjóðs fiskeldislána og ábyrgðardeildar fiskeldislána auk annarra fjárveitinga. Síðla árs 1990 var settur á laggirnar vinnuhópur á vegum stjórnvalda til að kanna stöðu fiskeldisfyrir- tækja. Þótt hópurinn benti á leið- ir til úrlausnar var ekkert aðhafst í málinu. í byrjun árs 1991 herti Landsbanki Islands síðan útlána- reglur vegna fiskeldis og jók það erfiðleika margra fiskeldisstöðva til muna. í framhaldi af því lét þáverandi landbúnaðarráðherra vinna skýrslu um stöðu og rekstr- arhorfur fiskeldis og voru niður- stöður þeirrar könnunar þær að þessi starfsemi bæri sig ekki og engar líkur yrðu til þess að minnsta kosti næstu tvö árin. Bent var á að eina leiðin til bjarg- ar væri að leggja fjármagn í örfá- ar eldisstöðvar sem helst teldust lífvænlegar og litið á ráðstöfun þess fjár sem kostnað við tilraun- ir. ÞI Framtíðarsýn í skýrslu starfshóps Rannsóknaráðs: Útflutningur eldisfisks verði 5-10% sjávarafurða árið 2010 í Iokakafla skýrslu starfshóps Rannsóknaráðs er fjallað um rannsókna- og þróunaráætlun í fískeldi. Þar er meðal annars bent á að mörg þróunarverk- efni hafí farið of seint af stað og auk þess verið of lítil að umfangi til að skila nægjanleg- um árangri í tíma. Því hafí of litlar rannsóknir verið gerðar áður en lagt hafí verið í veru- legar fjárfestingar. Litið hafí verið til þess að markaðsverð á eldislaxi var hátt á tilteknum tíma en ekki hugað að sama skapi að samkeppniskostum. Þá hafí verið notast við norska eldisstofna í nokkrum eldis- stöðvum en annars óreynda ís- lenska stofna. í skýrslunni er gerð grein fyrir nokkrum spurningum sem leita þurfi svara við ef horfa eigi til einhvers fiskeldis í framtíðinni og bent á að kanna verði ákveðna þætti á borð við markaðsforsend- ur, líffræðilegt ferli fiska auk þess að hafa aðgang að þekkingu, færni og tækni til að ná sem mestri arðasemi fiskeldis í land- inu. Auka þarf samstarf rannsóknamanna og framkvæmdaaðila Starfshópurinn bendir á að nú þurfi að hvetja til enn frekari rannsókna og samstarfs milli rannsóknamanna og þeirra sem starfa við fyrirtæki í greininni. Stuðla verði að auknu samstarfi innlendra og erlendra rannsókna- manna og fyrirtækja og einnig er bent á að samstarf sjóða er lánað hafa fé til rannsókna í fiskeldi og þeirra er lánað hafa fé til fjárfest- inga hafi verið lítið hér á landi. Fjórar grundvallar spurningar Starfshópur Rannsóknaráðs um fiskeldi varpar síðan fram fjórum grundvallar spurningum er leita verði svara við eigi að huga að áframhaldandi starfsemi í grein- inni. í fyrsta lagi verði að gera sér grein fyrir hvort eftirspurn eftir fiski og fiskafurðum muni halda áfram að aukast og hvort við munum geta boðið afurðir sem séu samkeppnisfærar að gæðum og verði miðað við aðra keppi- nauta. í öðru lagi verði að vita hvort hægt sé að ná tökum á eldi laxfiska og eða sjávardýra og nýta á þann hátt fjárfestingar í strandstöðvum sem þegar hafa verið afskrifaðar. í þriðja lagi verði að meta hvort álitlegt sé að hefja eldi nýrra tegunda kald- sjávarfiska og reka á þann hátt fleiri stoðir undir aðal útflutn- ingsgrein landsmanna. í fjórða lagi verði íslendingar síðan að spyrja sjálfa sig hvort þeir hafi efni á að láta undir höfuð leggjast að fylgjast með því sem aðrar þjóðir séu að gera hvað varðar eldi sjávarfiska. Útflutningur eldisstöðva - fímm til tíu prósent sjávarafurða árið 2010 Starfshópurinn bendir á að meg- inmarkmið rannsókna og þróun- aráætlunar í fiskeldi hljóti að vera að ná efnahagslegum árangri og í því sambandi þurfi útflutn- ingur eldisstöðva að verða tvö til þrjú prósent af útflutningsverð- mæti sjávarafurða árið 2000 og fimm til tíu prósent árið 2010. Til að ná slíku markmiði verði að kanna hverjar séu markaðslegar forsendur og samkeppniskostir miðað við líklegustu keppinauta áður en lagt verður í umfangs- miklar rannsóknir og tilraunir með eldi á nýjum tegundum. Þá verði að fást skilningur á líffræði- legu ferli og heilbrigði þeirra teg- unda er valdar verða til eldis áður en lagt sé í umtalsverðar fjárfest- ingar og framkvæmdir vegna eld- isstöðva. Einnig verði stöðugt að vinna að kynbótum þeirra teg- unda sem valdar verða til eldis til þess að ná fram hámarki eftir- sóknarverðustu eiginleika þeirra. ÞI I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.