Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 16.07.1992, Blaðsíða 16
imie Akureyri, fimmtudagur 16. júlí 1992 EM unglinga í bridds: Bræður frá Siglu- firði í íslensku sveitínni heimsendingarþjónusta alladaga Sixrxn'u.d.aga til fimmtudaga Itl. 12.00-S8.30 Föstudaga og laugardaga kl. 1S.00-04.30 Hááegistilboö alla daga VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Tveir bræöur frá Siglufirði eru í unglingalandsliðinu í bridds sem flýgur til Parísar síðdegis í dag þar sem íslendingar keppa á Evrópumóti unglinga í bridds. Evrópumótið hefst á morgun og stendur í tíu daga en þjóðirnar sem taka þátt í mót- inu eru um tuttugu talsins. f landsliði íslands, 25 ára og yngri, eru sex piltar. Tveir þeirra, bræðurnir Ólafur og Steinar Jóns- synir, búa á Siglufirði en þeir spil- uðu á Evrópumóti unglinga fyrir tveimur árum og höfðu áður tekið þátt í Norðurlandamóti sem hald- ið var á Hrafnagili í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Ólafur er 21 árs og Steinar er á tuttugasta aldurs- ári en þeir hafa spilað bridds í tæp tíu ár. „Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Ólafur Jónsson þegar Dagur náði tali af honum í vinnunni í gær en þeir bræðurnir unnu fram á síðasta dag en fóru suður í morgun. Síðdegis í dag flýgur allt landsliðið til Parísar þar sem Evr- ópumótið verður haldið. Mótið var flutt til Parísar vegna óróleika í Austur-Evrópu. Með landsliðinu í förtil Parísar verður Björn Eysteinsson lands- liðseinvaldur sem leiddi heims- meistara íslands til sigurs í Yoko- hama í vetur. Undanfarið hefur unglingalandsliðið æft undir stjórn Sævars Þorbjörnssonar en Ólafur og Steinar hafa aðeins tek- ið þátt í einni æfingu vegna fjar- lægðar frá höfuðborginni. Annað kvöld hefst Evrópumót- ið og munu pörin þrjú, sem ís- lensku piltarnir sex mynda, spila til skiptis þannig að eitt par hvílir meðan tvö spila. „Það verða eng- in afrek unnin í París; ég held að það sé gott að vera á meðal þeirra tíu bestu," sagði Ólafur um vænt- anlegan árangur íslenska lands- liðsins en fyrir tveimur árum varð íslenska sveitin í níunda sæti á Evrópumótinusemþóttigott. GT Sundlaugarverðir geta brátt fylgst með lauginni frá einum skjá og þannig tryggt öryggi án þess að þurfa að ganga um laugina í alls konar veðri. Mynd: gt Sundlaug Akureyrar: Betur sjá augu en auga - fimm myndavélar væntanlegar til að auka öryggi sundgesta Ætlunin er að koma upp fímm myndavélum við Sundlaug Akureyrar til að auka öryggi sundlaugargesta án þess að fjölga þurfi starfsfólki. Ef bæjaryfirvöld samþykkja ný- mælið verða fjórar myndavélar staðsettar í kýraugum í veggj- um sundlaugarinnar undir vatnsyfirborði og ein verður yfir heitu pottunum. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, nýráðins sundlaugarstjóra við Sundlaug Akureyrar, er von- ast til að hægt verði að koma upp myndavélunum fyrir haustið þeg- ar skólabörn fara að mæta í skyldusund en sem dæmi má nefna að slíkar myndavélar eru yfir heitu pottunum í Sundhöll Reykjavíkur. Myndavélarnar gera einum sundlaugarverði kleift að fylgjast með öllum botni sundlaugarinnar á einum sjónvarpsskjá inni í her- bergi sundlaugarvarðar. Reynsla erlendis og hérlendis sýnir að slys verða oft þegar sundmenn sökkva niður á sundlaugarbotn án þess að sundlaugarverðir verði þess varir. Sundlaug Akureyrar er 33 metra löng og er erfitt fyrir sund- laugarverði að fylgjast með allri Skiltastríð á Akureyri í skjóli reglugerðarskorts: Hörð samkeppni Hagkaupa og KEA - auglýsingaskilti sett upp og ijarlægð á víxl Svokallað skiltastríð hefur blossað upp á Akureyri. Þunga- miðja þess tengist harðri sam- keppni milli Hagkaupa og KEA Nettó þar sem auglýs- ingaskilti hafa verið sett upp Lóðin að Skipagötu 9: Byggingarfrestur fram- lengdur til 1. ágúst Bygginganefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síð- asta mánuði að veita A. Finns- syni hf. framlengingu á bygg- ingarfresti á lóðinni nr. 9 við Skipagötu til 1. ágúst nk. Þegar lóðin var veitt í fyrra var VEÐRIÐ Yfir landinu er dálítill hæð- arhryggur en langt suðvest- ur í hafi er 985 millibara lægð sem hreyfist austnorð- austur. Veður fer hlýnandi. Á Norðurlandi verður hæg- viðri í dag, skýjað og þoku- bakkar á miðum en víðast léttskýjað til landsins. byggingarfrestur veittur til 1. júlí sl. Heimir Ingimarsson, formað- ur bygginganefndar, segir að sér finnist líklegt að lóðin verði aug- lýst að nýju og veitt öðrum aðila ef framkvæmdir verði ekki hafn- ar 1. ágúst. „Ég sé ekki að við getum staðið árum saman með lóð í uppnámi í miðbænum sem aðrir hafa áhuga að byggja á,“ sagði Heimir. Hann benti jafnframt á að við endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar hefði verið gert ráð fyrir 8 milljón kr. lægri tekj- um af byggingaleyfisgjöldum þar sem ekki hefði verið farið af stað með byggingar sem reiknað var með. „Þetta er tekjustofn fyrir bæinn og við getum ekki afsalað okkur honum,“ sagði Heimir. JHB og rifin niður á víxl en málið er þó víðtækara og nær yfir hlið- stæð skilti sem ýmsir aðilar hafa sett upp í bænum í skjóli þess að engar reglur eru til þar að lútandi. Bæjaryfirvöld sjá nú sitt óvænna og hafa bætt bæjarlögmanni í nefnd sem skipuð var fyrir einu ári til að búa til reglur um uppsetningu auglýsingaskilta. Þar sem engar reglur eru til hefur bygginganefnd reynst erfitt að framfylgja boðum og bönnum í þessu efni. Fjölmargir aðilar hafa því sett upp auglýsingaskilti hér og þar í bænum og ekki virð- ist hafa orðið fjaðrafok út af því fyrr en Nettó-verslun KEA var opnuð að Óseyri, ekki langt frá verslun Hagkaupa. Verðstríð hefur staðið milli KEA Nettó og Hagkaupa og það þróaðist brátt út í skiltastríð. Forsvarsmenn Hagkaupa á Ak- ureyri sóttu um leyfi til bygginga- nefndar til að setja upp skilti en beiðninni var hafnað. Samt risu auglýsingaskiltin. KEA sótti einnig um leyfi og fékk synjun og þar ætla menn að fara sömu leið. Fjör færðist í leikinn þegar skilti frá Hagkaupum reis við inn- keyrsluna að KEA Nettó. Skiltið var sett upp og fjarlægt á víxl og liggur nú bak við Nettó-verslun- ina. Ellert Gunnsteinsson, aðstoð- arverslunarstjóri Hagkaupa á Akureyri, sagði að flestum væri ljóst að mikil samkeppni ríkti á milli fyrrnefndra verslana. Hins vegar hefðu Hagkaup barist í því síðan 1989 að fá leyfi fyrir auglýs- ingaskiltum en látið kyrrt liggja þar til nú. Ellert kvaðst fagna því að bæjaryfirvöld hefðu loks tekið við sér eftir að skilti Hagkaupa voru sett upp og að nú ætti að setja kraft í það að búa til reglur. Hannes Karlsson, deildarstjóri Matvörudeildar KEA, átelur vinnubrögð bygginganefndar og segir að KEA muni fara sömu leið og Hagkaup og setja upp skilti þrátt fyrir synjun frá nefnd- inni. „Þarna er verið að hafna beiðni á cinhverjum forsendum sem duga síðan ekki til neins eftir að menn hafa brotið af sér. Mað- ur getur rétt ímyndað sér hvað þetta væri fáránlegt ef um væri að ræða byggingar eða eitthvað ann- að en skilti. Við sjáum okkur til- neydda til að brjóta þessa sam- þykkt fyrst henni er ekki fram- fylgt gagnvart öðrum,“ sagði Hannes. Hann staðfesti að Kaupfélags- menn hefðu rifið niður skilti Hagkaupa við innkeyrsluna að Nettó og sagði að þetta væri komið út í algjöra vitleysu. Það er því ljóst að skiltastríð mun geisa á Akureyri þar til regl- ur verða settar, en nefndinni er ætlað að leggja reglur fyrir bygg- inganefnd fyrir 1. september. SS lauginni ofan og neðan vatns- borðs því á hverju augnabliki get- ur einhver sundlaugargestur verið í hættu ef hann sundlar og enginn er nærri sem gerir verði viðvart. Að sögn Sigurðar verður ein myndavél væntanlega yfir heitu pottunum þar sem æ algengara verður að hjartaveilir menn ofgeri sér í hita leiksins og enginn sé í pottinum til aðstoðar. Sigurður segir að ódýrara sé að koma upp nokkrum myndavélum og skjá en að fjölga starfsfólki til að tryggja öryggi sundlaugargesta því fjárfestingin sé fljót að borga sig upp. Því má búast við að vak- andi auga sé haft með öryggi í allri sundlauginni óháð veðri og vindum. GT Háskóli íslands: Ágæt útkoma nemenda frá Akureyri og Sauðárkróki „Þetta eru ágæt tíðindi fyrir skólann, en hins vegar tel ég að beri að taka slíkum könnun- um með fyrirvara. Út af fyrir sig tel ég það ekki nein sérstök tíðindi að menntaskólarnir komi betur út en verkmennta- skólarnir. Menntaskólarnir eru sérskólar gagngert til þess að undirbúa nemendur undir há- skólanám,“ sagði Valdimar Gunnarsson, aðstoðarskóla- meistari Menntaskólans á Akureyri um könnun sem gerð hefur verið í Háskóla íslands um námsárangur nemenda á fyrsta ári í Háskólanum. { DV í gær er vitnað til þessar- ar könnunar, sem Friðrik H. Jónsson og Guðmundur B. Arn- kelsson gerðu á námsárangri nemenda í HÍ eftir eitt ár. Þar kemur fram að meðaleinkunn stúdenta frá MA sé hæst, 6,9, og í öðru sæti komi stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Guðmundur B. Arnkelsson vildi í gær ekki ræða niðurstöðu þessarar könnunar, sem var gerð fyrir kennslusvið Háskóla ís- lands, vegna þess að úrvinnslu hennar væri ekki lokið. Of snemmt væri því að fjalla um könnunina opinberlega. Ekki náðist í Þórð Kristinsson, forstöðumann kennslusviðs HÍ í gær. í áðurvitnaðri frétt DV er þess hvorki getið hversu margir hafi verið í úrtaki né hvenær og hvernig könnunin hafi verið unnin. Samkvæmt frétt blaðsins fær Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki bestu útkomu fjölbrautaskóla í landinu. Nemendur frá honum voru með 6,3 í meðaleinkunn, sem er sama meðaleinkunn og nemendur Menntaskólans í Hamrahlíð hlutu. Fyrsta árs nemar í HÍ útskrifaðir frá Verk- menntaskólanum á Akureyri fengu samkvæmt könnuninni 5,8 í meðaleinkunn. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.