Dagur - 22.08.1992, Side 12

Dagur - 22.08.1992, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992 Alltaf jafti gaman þegar komíð er á keppnisstað - spjallað við torfærukeppandann Helga Schiöth í Hólshúsum í EyjaQarðarsveit „Milli keppna er svo sem ekkert skemmtilegt og ferða- lögin eru þreytandi en þetta er ailtaf jafn gaman þegar á keppnisstað er komið.“ Svo farast torfærukappanum Helga Schiöth í Hólshúsum í Eyjafjarðarsveit orð en við erum komin í viðgerðarskúrinn til hans til að fræð- ast um torfærukeppnir og torfærubíla. Torfæran hefur notið mjög vaxandi vinsælda á allra síðustu árum og skipta áhorfendur á sumum keppnum þúsundum. Um síðustu helgi hófst síðari hluti keppnistímabilsins með keppni á Egilsstöðum en að afloknum næstu fjórum keppnum verður Ijóst hverjir standa uppi sem sigurveg- arar í íslandsmóti og Bikarmóti í þessari grein. Keppn- in er mjög jöfn og spennandi og segir Helgi að spurn- ingin snúist nánast í hverri keppni um það hver komist í gegnum þrautirnar án bilana og mistaka. Sá standi uppi sem sigurvegari. Þetta er þriðja sumarið sem Helgi keppir í torfæru en hann byrjaði upphaflega að keppa á breyttum Willysjeppa en úr þeim bíl er orðin til grindin sem Helgi keppir á í dag. „Ég og mágur minn breyttum bílnum og ég hugsa að það hafi ekki verið nema tvær eða þrjár vikur til stefnu til að koma bíln- um í stand. Auðvitað var bara ætlunin að vera með í einni keppni en það breyttist,“ segir Helgi og hlær. „Ef menn hafa haft gaman af skellinöðrum og mótorhjólum á sínum yngri árum þá hafa menn gaman af þessu. En ég byrjaði ekki vel því að í fyrstu þrautinni í fyrstu keppninni velti ég bílnum og skemmdi hann mikið. Eftir það lengdum við bíl- inn og settum hann á gorma að aftan og framan og við það snar- skánaði hann. í rauninni er þetta því sama grindin sem ég er að keppa á í dag.“ Þarf ekki fagmenn til - Hvað fer mikil vinna í að koma sér upp keppnisbíl í torfæru? ' „Hún ér mikil. Ég gæti ímynd- að mér að;,ef maður stæði uppi með tvær Tiendur tómar þá væri það þriggja til fjögurra mánaða vinna að koma sér upp góðum bíl. En ef ætlunin er bara að koma sér upp bíl til að geta verið með þá tekur það styttri tíma og kostar mun minna. En það eru fáir sem fara þá leið.“ - Er nauðsynlegt fyrir torfæru- keppendur að vera lærða í bif- vélavirkjun eða tengdum grein- um? „Nei, alls ekki. Oft komast menn vel áfram án þess. Núna er t.d. einn tannlæknir með í keppninni þannig að það geta all- ir tekið þátt í þessu. En það er mjög gott að hafa smíðað bílinn sjálfur til að þekkja hann til fulln- ustu og vita hvað má leggja á hann.“ Undir stýri á Greifanum. Þeir félagar taka á í keppninni á Glerárdal í dag. „Engin nauðsyn fyrir torfærukeppendur að vera lærða í bifvélavirkjun eða skyldum greinum“ Helgi Schiöth segir að torfærukeppnir eins og við þekkjum þær séu einsdæmi í heiminum. Sviar eru að komast á bragðið en Bandaríkjamenn hafa ekki uppgötvað þessa bílaíþrótt enn. Torfærubílar í dag eru mikil- fengleg ökutæki og margur hlýtur því að spyrja sig hvort það sé ekki úr sögunni að hæfni öku- mannsins skipti meira máli en búnaðurinn. Helgi segir að það skipti mestu máli að geta æft sig á bílnum en vélarstærðin og útbún- aðurinn skipti enn miklu máli. Þó megi fullyrða að þeir bílar sem voru fremstir fyrir um 10 árum færu ekki langt í dag því þraut- irnar hafi þyngst til muna á þess- um tíma. „Þá voru þetta bara götubílar sem sett voru skóflu- dekk undir og það myndi ekkert þýða í dag,“ segir Helgi. Stöð 2 kveikti áhugann Eitt það mikilsverðasta í torfæru- keppnum er að hafa góða aðstoð til viðgerða enda algengt að gera þurfi við bilanir milli þrauta. Helgi segist hafa meðferðis tvennt af öllum þeim hlutum sem algengast er að gefi sig í átökun- um, svo sem framöxlum en sá hluti keppnisbílanna segir hann að hafi verið óbreyttur í gegnum árin þó flest annað hafi tekið breytingum. Mynd: JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.