Dagur - 22.08.1992, Síða 13
“I
Aðsókn að torfærukeppnum
hefur farið vaxandi á allra síðustu
árum en Helgi segir að hún hafi
dottið niður á árabilinu frá 1980
til 1985. Því hafi að mestu verið
um að kenna lítilli þátttöku í
keppnunum og þar af leiðandi
minni tilþrifum til að gleðja augu
áhorfenda. En tilkoma Stöðvar 2
varð lyftistöng fyrir íþróttina að
mati Helga.
„Ég held að áhugi Stöðvar 2 á
þessum keppnum hafi verið sá
þáttur sem breytti þessu hvað
mest. Þeir sinntu þessari grein og
gera enn á meðan Ríkissjónvarp-
ið sýnir þessu varla áhuga.“
Helgi á fljúgandi ferð í brekkunni.
Nýstárlegt í augum
útlendinga
Helgi er nýkominn frá Færeyjum
þar sem hann ásamt tveimur öðr-
um jeppamönnum sýndu bíla
sína á Ólafsvöku þeirra Færey-
inga. „Mér og tveimur öðrum var
boðið að koma með bílana, þ.e.
einn sérútbúinn torfærubíl, einn
standardbíl og einn venjulegan
fjallajeppa. Þarna sýndum við
bæði akstur og í sýningarglugga.
Færeyingarnir voru mjög ánægðir
með þetta en að vísu komu fáir
vegna mistaka við auglýsingar á
þessum atriðum."
Sérútbúnir torfærubílar líkt og
bíll Helga er nýstárlegt fyrirbæri í
augum útlendinga. Keppnis-
greinin er hvergi kunn nema hér
á landi og jafnvel í Bandaríkjun-
um vita menn ekkert um þessa
grein. Svíar eru komnir í kjölfar
Islendinga eins og vel sást í sum-
ar þegar þeir komu hingað til
lands með keppnisbíla sína.
„Þeir hafa lært allt sitt af okkur.
Þeir komu hingað árið 1989 og
tóku upp á vídeó keppnir hjá
okkur og líkast til hafa þeir þá
farið heim og smíðað. Þarna úti
eru komnir fimm bílar upp þó
einn þeirra sé áberandi bestur."
Helgi segist fullviss um að í
Bandaríkjunum mætti kveikja
mikinn áhuga með því að fara
með íslensku keppnisbílana og
kynna þá. „Þetta er „Mekka“ bíla-
íþróttarinnar en ekkert í lík-
ingu við íslensku torfæruna. Það
væri því gaman að taka þátt í að
kynna þetta úti. Bandaríkjamenn
hafa örugglega gaman af þessu en
þeir hafa bara ekki uppgötvað
enn þessa gerð af bílum.“
Jöfn og hörð keppni
Til marks um vaxandi þátttöku í
torfærukeppnum er þróunin sem
orðið hefur á Eyjafjarðarsvæðinu
frá því Helgi byrjaði fyrir þremur
árum. í sumar hafa þrír aðrir bíl-
ar bæst í sérútbúna flokkinn af
þessu svæði og einn í standard-
flokk. í dag verður keppni á
Akureyri en fyrsta keppni eftir
hlé var á Egilsstöðum um síð-
ustu helgi. Þetta hlé hafa vænt-
anlega flestir notað til endurbóta
á bílunum og er bíll Helga ekki
undantekning. Hann er nú kom-
inn með ríflega 400 kúbika AMC
vél sem skilar á milli 400 og 500
hestöflum. Vélin sem var áður í
bílnum var nokkru minni en þá
notaði Helgi nítróbensín til að
auka kraftinn en hann segist búast
við að sleppa því á nýju vélinni.
En keppnin er jöfn og hörð.
„Já þetta er mjög jafnt og til
marks um það er að aðeins einn
keppandi hefur unnið tvær
keppnir í sumar. Annars hafa
menn skipst á um fyrsta sætið.
Við sjáum líka að Árni Kópsson,
sem staðið hefur uppúr til fjölda
ára, er bara einn af hinum.
Spennan er þess vegna mikil og
spurningin fyrst og fremst sú hver
kemst klakklaust í gegnum
keppnirnar hverju sinni, án bil-
ana og án mistaka. Hann
vinnur,“ segir Helgi Schiöth.
JÓH
AKUREYRARB/ER
DAGAMUNUR
Laugardaginn 29. ágúst nk. verður Akureyrarbær 130 ára. Þá ger-
ist meðal annars þetta:
- Morgunmenn sýna Möllersæfingar í Sundlaug Akureyrar kl.
8.00.
- Farið verður í plöntuskoðunarferð í Lystigarðinum kl. 9.00,
náttúruskoðunarferð um Glerárgil kl. 10.00, söguskoðunarferð
um Innbæinn kl. 11.00 og 17.30 og skoðunarferð um Listagil kl.
15.00.
- Nonnahús, Davíðshús, Náttúrugripasafnið, Steinasafnið,
Minjasafnið og Laxdalshús (sýning) verða opin kl. 10-18 og
aðgangur ókeypis.
- Á Torginu leikur Lúðrasveit Akureyrar kl. 10.00, þar fer fram
kassabílakeppni kl. 10.30 og hlaupakeppni barna kl. 12.30, kl.
11.30 verður harmonikuleikur, kl. 13.00 júdósýning KA, þar
leika „Stjánarnir" rokk kl. 13.30, badmintonkeppni verður kl.
14.00, kór Glerárkirkju syngur kl. 14.30 og „Blásarasveit æsk-
unnar“ spilar kl. 15.00.
- í „1929“ verður afmælisdagskrá jóhanns árelíuzar og fleiri kl.
14.00.
- Reiðsýning á vegum Léttis verður á flötinni neðan við Leikhúsið
kl. 16.00.
- Garðyrkjufélag Akureyrar býður til afmælisveislu í Lystigarðin-
um kl. 16.30.
- Vinnustofur og húsakynni beggja vegna Listagils eru bæjarbú-
um opin kl. 14.00-18.00.
- Slökkvilið, björgunarsveitir og sjóbjörgunarsveitin sýna tækja-
kost sinn í Miðbænum.
- íþróttafélagið Akur kynnir boccia-íþróttina í Miðbænum.
- Skátafélagið Klakkur hefur uppákomur í Skipagötunni.
...og er þá margt ótalið. Dagskráin verður nánar kynnt í fjöl-
miðlum og á dreifimiðum.
Góða skemmtun.
Undirbúningsnefndin.
Laugardagur 22. ágúst 1992 - DAGUR - 13
Lækningastofa -
Lýtaskurðlækningar
Hef opnað lækningastofu að Hafnarstræti
95, IV. hæð, Akureyri.
Tímapantanir í síma 96-22315.
Knútur Björnsson,
sérgrein lýtaskurðlækningar.
Vekjum athygli á kassabílaraili,
reiðhjólakeppni «g barnaskokki á
afmælisdegi Akureyarbæjar 29.
ágúst nk.
Dynhciniar.
IMI55AIM
ilasýningí
verður í sýningarsal okkar að
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar,
Óseyri 5, laugardaginn 22. ágúst og sunnu-
daginn 23. ágúst frá kl. 14-17 báða dagana.
Sýndur verður Nissan Patrol
með 2.8 dieselvél, Turbo,
einn sá fullkomnasti á markaðnum í dag.
Einnig sýnum við nýjan Nissan Sunny
- virðisaukaskattsbíll.
Komið og kynnið ykkur frábæra bíla.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
SSP3IMISSAIM
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Simi 22520 - Akureyri.
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2.
V_________________I________________________ J