Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 22. ágúst 15.00 Bikarkeppnin í knatt- spyrnu. Sýndur verður úrslitaleikur- inn í kvennaflokki þar sem ÍA og Breiðablik eigast við á Laugardalsvelli. 17.00 íþróttaþátturinn. 18.00 Múmínálfarnir (44). 18.25 Bangsi besta skinn (5). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn (12). 19.20 Kóngur í ríki sínu (12). 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Skeggsandi (arinaria norvegica). 20.45 Upphitun. Skemmtiþáttur í sjónvarps- sal þar sem stuðningsmenn KA og Vals hita upp fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar- keppninni. Hljómsveitirnar Ný dönsk, Stjómin og Síðan skein sól taka lagið og Jón Ólafsson stjórnar fjölda- söng. 21.10 Hver á að ráða? (21). (Who's the Boss?) 22.10 Lífsmark. (Signs of Life) Bandarísk bíómynd frá 1989. Myndin fjallar um starfs- menn skipasmíðastöðvar sem verða að leita sér að nýju lifibrauði þegar henni er lokað. Aðalhlutverk: Arthur Kennedy, Kevin O'Connor, Beau Bridges og Kate Reid. 23.45 Klúður í kauphöllinni. (Le systeme Navarro - Mauvaises actions) Frönsk spennumynd frá 1989 um Navarro lögreglu- foringja í París. Að þessu sinni á hann í höggi við fjármálabraskara sem svíf- ast einskis við að hrinda ráðabruggi sínu í framkvæmd. Aðalhlutverk: Roger Hanin. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 23. ágúst 16.00 Bikarkeppnin í knatt- spyrau. Sýndur verður úrslitaleikur- inn í karlaflokki þar sem KA og Valur eigast við á Laugar- dalsvelli. 17.50 Sunnnudagshugvekja. María Ágústsdóttir guð- fræðingur flytur. 18.00 Ævintýri úr konungs- garði (8). 18.30 Fyrsta ástin (1). (Första kárleken) Leikinn, sænskur mynda- flokkur um tvo drengi sem hittast í Smálöndunum og verða vinir. Þeir hitta þar heyrnarlausa stúlku og með öðrum þeirra vakna tilfinn- ingar sem hann hefur ekki fundið fyrir áður. Meðal leikara í myndaflokknum er íslenska leikkonan Bergljót Árnadóttir. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (10). 19.30 Vistaskipti (22). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Sjö borgir - Annar þáttur: Trier. í þessari nýju þáttaröð bregða sjónvarpsmenn sér í ferð til nokkurra merkra borga og ræða við íslend- inga sem kunnugir eru á hverjum stað. Að þessu sinni er staldrað við í borg- inni Trier við Móselána í Þýskalandi. Hugað er að minjum frá tíð Rómverja og rætt við Johann Tuhl vín- bónda og Sigurð Björnsson, sem stundaði nám í borginni og lék knattspymu með liði heimamanna. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 21.10 Gangur lífsins (18). (Life Goes On.) 22.00 Flóabit. (Flea-Bites) Bresk sjónvarpsmynd um ellefu ára dreng sem á erfitt heima fyrir og leiðist út í hnupl. Hann vingast við gamlan, pólskan innflytj- anda og saman setja þeir upp flóasirkus. Aðalhlutverk: Nigel Hawthorne, Anthony Hill, Tim Healy og Michelle Fairley. 23.35 Reykjavíkurmaraþon. Svipmyndir frá Reykjavík- urmaraþoninu sem fram fór fyrr um daginn. 23.55 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 24. ágúst 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (79). (Families) 19.30 Fólkið í Forsælu (17). (Evening Shade). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Úr ríki náttúrunnar. Síðasti villiúlfaldinn. (Last of the Wild Camels). Nýsjálensk heimildamynd þar sem lýst er atferli og lifn- aðarháttum villtra úlfalda í Ástralíu. 21.05 íþróttahornið. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 21.35 Stundardans (3). Lokaþáttur. (A Time to Dance) Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Melvyn Bragg um ástarsamband miðaldra manns og ungrar stúlku. 22.30 Bráðamóttaka (4). (Bellevue Emergency Hospital). Fjórði þáttur af sex sem sýna líf og störf á Bellevue- sjúkrahúsinu í New York en þar er tekið á móti öllum sem þangað leita í neyð. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi barna. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 22. ágúst 09.00 Morgunstund. 10.00 Barnagælur. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Brakúla greifi. 11.15 Ein af strákunum. (Reporter Blues) 11.35 Mánaskífan. (Moondial) 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. 13.25 Visa-Sport. 13.55 Geggjaðir grannar. (Neighbors) Það er enginn annar en John heitinn Belushi sem er hér í hlutverki ofurvenjulegs fjöl- skyldumanns sem hefur það reglulega þægilegt þar til dag nokkum að nýtt fólk flytur í húsið við hliðina. 15.20 Sagan um Ryan White. (The Ryan White Story) Átakanleg mynd um ungan strák sem smitast af eyðni og er meinað að sækja skóla. 17.00 Glys. 17.50 Létt og ljúffengt. 18.00 Nýmeti. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Falin myndavél. (Beadle’s About.) 20.30 Arthur 2: Á skallan- um.# (Arthur 2: On the Rocks). Fyllibyttan og auðkýfingur- inn Arthur snýr hér aftur í ágætri gamanmynd. Nú hafa heldur betur orðið breyting- ar á högum Arthurs sem er orðinn jafn blankur eins og við hin. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Liza Minnelli, Sir John Gielgud. 22.15 Syrgjandi brúður. (The Bride in Black) Rose D’Amore starfar í kjötbúð í Brooklyn. Dag einn kemur í búðina maður sem heillar hana. Hann er frægur listamaður, myndarlegur, íþróttamannslega vaxinn og ríkur; þetta er næstum of gott til að vera satt. Eftir fjömgt tilhugalíf gifta turtil- dúfumar sig en Adam er ekki lengi í paradís því brúðguminn er skotinn til bana á kirkjutröppunum. Spurningin, sem kvelur Rose, er af hverju? Aðalhlutverk: Susan Lucci, David Sou. Bönnuð börnum. 23.55 Rauða skikkjan. (I'm Dangerous Tonight). Tryllirinn I’m Dangerous Tonight, eða Rauða skikkjan, fjallar um eldforna rauða skikkju sem komin er frá Astekum. Skikkjan hefur yfirnáttúmlega eiginleika og fornleifafræðingur lætur lífið er hann mátar hana. Amy, ung skólastúlka, kemur höndum yfir skikkjuna og saumar á sig kjól úr rauðu silki hennar. Kjóllinn um- breytir henni í vergjarna og blóðþyrsta norn... Amy áttar sig á illum áhrifum kjólsins og hendir honum en þar með er ekki öll sagan sögð... Aðalhlutverk: Madchen Amick, Anthony Perkins og Corey Parker. Stranglega bönnuð börnum. 01.35 Áskorunin. (The Challenge) Háskalegur bandarískur gervihnöttur lendir í Kyrra- hafinu þrátt fyrir að áætlað- ur lendingarstaður hafi verið Atlantshaf. 03.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 23. ágúst 09.00 Kærleiksbirnirnir. 09.20 Örn og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 í dýraleit. (Search for the World’s Most Secret Animals.) 12.00 Eðaltónar. 12.30 Vegurinn heim. (The Long Road Home) Skemmtileg mynd um ung- an mann sem gerir hvað hann getur til að komast hjá herkvaðningu. 13.55 Eins og fuglinn fljúg- andi. Athyglisverður þáttur um flug og flugkennslu. 14.35 Svona er lífið. (That's Life) Gamansöm mynd um hjón á besta aldri sem standa frammi fyrir því að þrátt fyrir velgengni eru afmælis- dagamir famir að íþyngja þeim verulega. 16.20 Hestaferð um hálendið. Endurtekinn þáttur þar sem Sigurveig Jónsdóttir slóst í för með hestamönnum í ferð um hálendi íslands. 17.00 Listamannaskálinn. Steven Berkoff. Að þessu sinni verður rætt við leikstjórann, rithöfund- inn og leikarann Steven Berkoff. 18.00 Petrov-málið. (Petrov Affair) 18.50 Áfangar. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. 20.25 Root fer á flakk. (Root into Europe) 21.20 Arsenio Hall. 22.05 Þjófur að nóttu. (Badger by Owl-Light) Sagan hefst í London þegar ung stúlka lætur lífið í sprengingu sem hryðju- verkamenn lýsa sig ábyrga fyrir. Lögreglan hefur þegar í stað rannsókn á málinu en faðir stúlkunnar situr ekki aðgerðarlaus á meðan held- ur ræður sér leigumorðingja til að hefna hennar. Seinni hluti er á dagskrá annað kvöld. Aðalhlutverk: Cavan Kendall, Bemard Horsfell, Heather Wright, Carole Mowlam og Andrew Keir. 23.40 Hundrað börn Lenu. (Lena: My 100 Children) Þessi hjartnæma, sannsögu- lega kvikmynd gerist undir lok seinni heimsstyrjaldar- iiiiiill TOLVUPAPPIRSPRENTUN ALLT SMÁPPENT - BÖKÐAND ENDURUNNINN LJÖSPITUNARPAPPÍR TÖLVU- OG LEYSISPAPPIR HÁGÆÐAUTKEYRSLA UR MACINTOSH HAGÆÐAUTKEYRSLA UR PC LEYSISÚTKEYRSLA ÚR MACINTOSH LEYSISÚTKEYRSLA ÚR PC DnGSPRtNTHf STRANDGÖTU 31 • SÍHAR 24222 & 24166 • FAX 27639 Spói sprettur M3-729. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.