Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vantraustsyfirlýsing utanríkisráðherra Stjórnmálamenn falla stundum í þá gryfju að gera lítið úr vitsmunum og dómgreind almennings. Þeir láta þá gjarnan í það skína að almenningur sé treggáfaður eða jafnvel heimskur og sé alls ekki í stakk búinn vits- munalega til að setja sig inn í flókin málefni — jafnvel þótt þau varði þjóðarhag. Danskir stjórnmálamenn brenndu sig á þessu fyrir skemmstu þegar Maastricht-sam- komulagið var borið undir þjóðaratkvæði í Danmörku. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra var fylgjandi samkomulaginu en taldi ástæðu- laust að upplýsa almenning í Danmörku allt of nákvæmlega um kosti þess og galla. Stjórn- málamennirnir töldu víst að þjóð þeirra myndi leyfa þeim að hafa „vit fyrir sér“ og myndi þar af leiðandi samþykkja aðild Dana að Maastricht-samkomulaginu í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Danskur almenningur gaf „pólitíkusunum" á hinn bóginn langt nef með því að fella samkomulagið. Niðurstaðan kom stjórnmálamönnunum gersamlega í opna skjöldu og olli ekki einungis miklu fjaðrafoki, heldur vakti um leið óvissu um stöðu Dana innan Evrópubandalagsins í náinni framtíð. íslenskir stjórnmálamenn hafa stundum fallið í þessa sömu gryfju, þ.e. að vanmeta dómgreind almennings. Nýjasta dæmið um slíkt eru ummæli Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. í framsöguræðu ráðherrans, sem fjallaði um frumvarp til laga um fullgildingu EES-samn- ingsins, lýsti hann sig algerlega andvígan þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. „Við núverandi aðstæður myndi þjóðar- atkvæðagreiðsla um EES snúast um allt ann- að en samninginn. Atkvæði mundu í stórum dráttum falla eftir flokkspólitískum línum. Þrátt fyrir mikið átak til þess að kynna EES- samninginn benda skoðanakannanir til að fæstir landsmenn telji sig hafa næga þekk- ingu á honum," sagði ráðherrann m.a. við þetta tækifæri. Hann lét einnig í það skína að þeir sem hefðu kynnt sér samninginn ítarlega væru fylgjandi aðild íslands að EES en hinir fáfróðari væru henni andvígir. Þessi rök utanríkisráðherra fyrir því að við- hafa ekki þjóðaratkvæði um aðild íslands að EES eru beinlínis fáránleg. Þjóðin hefur fulla burði til að taka skynsamlega og ábyrga afstöðu til EES-samningsins. Hún á því skil- yrðislaust að fá að segja álit sitt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Vantraustsyfirlýsing utan- ríkisráðherra breytir engu hvað það varðar. BB. Ferðafélag Akureyrar: Stikar gönguleiðir á Súlur og í Lamba Starfsemi Ferðafélags Akur- eyrar hefur verið með blóma í sumar eins og endranær. í fyrra stóð félagið fyrir því að stika gönguleið á Súlur og nýlega var ráðist í að stika leið- ina í skála félagsins, Lamba, sem stendur í Glerárdal. Ingvar Teitsson læknir er for- maður gönguleiðanefndar félags- ins en hefur verið góð þátttaka í ferðum félagsins í sumar? „Já, alveg ágæt. Það eru ferðir á okk- ar vegum flestar helgar frá því í lok mars og fram í byrjun sept- ember. Fyrri part vors er venjan að fara bara í dagsferðir um helg- ar en svo skiptast ferðirnar nokk- uð jafn í dagsferðir og lengri ferðir.“ Þátttakan í ferðunum er mis- munandi og fer nokkuð eftir veðri. „Það er yfirleitt reynt að fara í dagsferðirnar þótt veðrið sé ekkert sérstakt, án tillits til þátt- töku því það skiptir miklu máli að fólk geti treyst því að farið verði í auglýstar ferðir,“ sagði Ingvar. Þeir sem ganga með Ferðafélag- inu þurfa ekki endilega að vera félagsmenn. „Það getur hver sem er komið með,“ segir Ingvar. „Á sumrin kemur alltaf talsvert af útlendingum með í ferðirnar okkar og hafa gaman af að ferð- ast með heimafólki. Fararstjórar reyna þá að sinna þeim eftir getu, annars vita útlendingarnir að hverju þeir ganga því ferðirnar eru ekki skipulagðar með þá í huga þótt þeir séu velkomnir með.“ - Hvers vegna var farið út í það að stika gönguleiðirnar á Ingvar Teitsson er formaður göngu- leiðanefndar félagsins og segir til- ganginn með stikunum að auðvelda fólki að fara góðar leiðir. Súlur og Lamba? „Til þess að beina fólki þarna uppeftir. Súlur eru nánast bæjar- fjall Akureyrar en fólk veit oft ekki hvaða leið það á að fara. Það er hægt að fara beint af aug- um og lenda í ógöngum. Við vilj- um hjálpa fólki að velja góða leið og þetta hefur gefist vel. Eftir að við stikuðum leiðina á Súlur í fyrra, fór fjöldi manns uppeftir.“ Leiðin á Súlur og í Lamba hefst við öskuhauga bæjarins. Ganga þaðan á Súlur er um 5 km og menn hækka sig um 900 metra á leiðinni. Því má ætla að ferðin upp taki 2-3 klukkustundir. En er það þess virði að fara upp? „Alveg hiklaust," sagði Ingvar og þurfti ekki að hugsa sig um. Lambi, skáli félagsins í Gler- árdal, er svonefndur gönguskáli sem stendur í um 700 metra hæð. Á vetrum nota snjósleðamenn skálann nokkuð en í honum geta sex manns með góðu móti gist. „Skálinn er bækistöð fyrir þá sem vilja skoða efri hlutann af Gler- árdal. Hann er öllum opinn en við viljum bara biðja um að fólk gangi vel um og taki með sér allt rusl.“ Fyrir skömmu var geng- ið frá stikum á gönguleiðinni í skálann og er leiðin frekar aflíð- andi. Við verkið nutu ferða- félagsmenn góðrar aðstoðar frá atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar og Hjálparsveit skáta. Vildi Ingvar koma á framfæri þakklæti til þessara aðila. En get- ur hver sem er lagt í þessar gönguferðir? „Sæmilega bratt fólk sem ekki er haldið meirihátt- ar sjúkdómum á að geta þetta. Fólk á öllum aldri gengur á Súlur án vandræða. Ég vil bara benda fólki á að hafa með sér skjólfatn- að. Þótt lagt sé af stað frá Akur- eyri í blíðviðri getur verið kalsi á toppnum." Ingvar segir ákaflega fallegt í nágrenni Lamba í Glerárdal. „Þarna ríkir mikil kyrrð og friður. Fjallasýnin er falleg og t.d. blasa við Tröllafjallið að vestan og Kerlingin í suðaustur af dalnum. Ég hvet fólk eindregið til að ferðast uppeftir þótt ekki sé nema til að njóta kyrrðarinnar." Þeim sem hyggjast leggja land undir fót er bent á að stikaða leiðin byrjar við öskuhaugana og eru leiðirnar merktar með skilt- um sem vísa fólki leiðirnar tvær. Hægt er að aka uppeftir og skilja bíla eftir þar. VG Nýju ítölsku vélarnar sem keyptar voru til Dalvíkur, Dalvík: Nýjar útlagningarvélar fyrir malbik keyptar Stefán Friðgeirsson á Dalvík hefur keypt tæki frá Ítalíu til útlagningar á malbiki og er þegar byrjaður að vinna með þau á svæðinu. Fyrsta verkefni fyrir þennan búnað var við nýja bensínstöð í Ólafsfirði en fyrir dyrum standa frekari verkefni á Dalvík og í Svarfað- ardal. „Ég er að vona að verði verk- efni hér hjá Dalvíkurbæ en á næstunni verða verkefni í Svarf- aðardal,11 sagði Stefán í samtali við blaðið. ítölsku tækin eru keypt frá Faxavélum hf. í Reykjavík og segir Stefán að um mjög fullkom- in tæki sé að ræða. Hann segir að mögulegt sé að flytja tækin um lengri vegalengdir og því komi til greina að taka verkefni víðar en á Dalvík og í nágrenni. En heldur malbikið alltaf vinsældum sínum þrátt fyrir aukna notkun á hellum? „Já, ég held að malbikið sé meira notað á svæðum þar sem er mikil bílaumferð en hellurnar aftur á svæðum fyrir gangandi umferð. Við fyrirtæki er malbikið mikið notað og svo ekki síst hjá bæjarfélögunum þó áraskipti séu að því hve mikið þau láta mal- bika,“ sagði Stefán. Hann segir ætlunina að sjá einnig um undirvinnu fyrir mal- bik fyrir þá sem það vilja en nokkra undirvinnu þarf fyrir mal- bikun. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.