Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Gunnar Rafn Einarsson, fyrrverandi skattstjóri, hjá yfirskattanefnd: Vanhæfur til umQöllunar um eigin verk - úrskurðar ekki um ágreiningsmál úr Norðurlandsumdæmi eystra Þegar Gunnar Rafn Einarsson lét af störfum sem skattstjóri Noröurlandsumdæmis eystra var hann skipaður í yfirskatta- nefnd sem sér um að úrskurða í ágreiningsmálum varðandi skattskyldu og skattfjárhæð. Að sögn Ólafs Ólafssonar, for- manns yfirskattanefndar, er Gunnar Rafn Einarsson van- hæfur til að úrskurða í málum úr Norðurlandsumdæmi eystra sem verið hafa til meðferðar í skattstjóratíð hans. „Það er skýrt í lögum að menn eru van- hæfir til umfjöllunar um eigin verk,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við Dag. Yfirskattanefnd sem kemur í stað ríkisskattanefndar er skipuð sex mönnum sem skiptast í tvo hluta þannig að þrír nafngreindir nefndarmenn úrskurða yfirleitt í hverju máli að sögn Braga Guðmundssonar hjá Fjármála- ráðuneytinu. Tveir nefndarmanna eru í hlutastarfi en fjórir eru í Heysalan til Svíþjóðar: Svíarnir ánægðir með íslenska heyið - vilja bíða fram yfir seinni slátt með frekari viðræður um heykaup Sænski aðilinn sem hefur verið í sambandi við Búnaðarsam- band Eyjafjarðar vegna mögu- legra kaupa á heyi frá íslandi hefur tilkynnt að í lok sept- ember liggi Ijóst fyrir hvort óskað verði eftir kaupum á heyi. Síðari hluta sumars hefur nokkuð ræst úr veðráttunni fyrir sænskum bændum og eru þeir nú að slá seinni slátt. Að honum loknum verður staðan metin. Fyrir nokkrum vikum sendi Búnaðarsamband Eyjafjarðar sýni af þurrheyi til Svíþjóðar en viðbrögð komu ekki fyrr en á mánudag. Guðmundur Stein- dórsson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandinu, segir að Svíarnir telji íslenska heyið í háum gæða- flokki en tilkynni jafnframt að á meðan seinni sláttur standi yfir sé ekki hægt að segja til um hvort af viðskiptum verði. Þurrkar í Skandinavíu fyrri hluta sumars stefndu heyskap bænda í Noregi og Svíþjóð í hættu og þá komu fyrirspurnir um heykaup frá fslandi. Minna hefur farið fyrir áhuga kaupend- anna upp á síðkastið vegna hag- stæðara tíðarfars sem hleypti sprettu af stað. JOH Blönduós: „Hér vantar krá og kráarstemimihigu“ - segir Jónas Skaftason eigandi gamla Pósthússins Jónas Skaftason keypti gamla Póst- og símahúsið á Blönduósi og hefur rekið þar svefnpoka- gistingu undanfarin tvö sumur. Nýting hefur verið góð og Jón- as er með íleiri hugmyndir í pokahorninu. Húsið er stórt, tvær hæðir, ris og kjallari. Er jarðhæðin nýtt sem gistipláss. Nú er pláss fyrir 10-15 manns í svefnpokagistingu í herbergjum. Jónas sér að mestu leyti sjálfur um reksturinn. Gest- irnir hafa aðgang að baði, setu- stofu og eldhúsi. Þetta hefur gengið vel að sögn Jónasar og eru það ekki síst íslendingar sem not- færa sér þennan gistimöguleika. Hann kvaðst hafa hug á að bjóða upp á styttri skoðunarferðir í framtíðinni, t.d. fyrir Skaga. Jónas hefur einnig fleiri áætl- anir á prjónunum, enda nóg húspláss. Hann hefur sótt um leyfi fyrir rekstri ölkrár og er það mál í athugun. Það er enginn slíkur staður á Blönduósi og telur Jónas fulla ástæðu til að bæta þar úr og skapa kráarstemmningu á Blönduósi. sþ Svarfaðardalur: Biskup íslands endurvígir Tjamarkirkju eftir endurbætur - hátíðarmessa í tilefni aldarafmælis kirkjunnar Biskup íslands, Ólafur Skúla- son, mun endurvígja Tjarnar- kirkju í Svarfaðardal næst- komandi sunnudag en viða- miklar endurbætur hafa farið fram á kirkjunni í sumar. Jafn- framt er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að Tjarnar- kirkja var vígð. Eftir lagfæringarnar á kirkj- unni er hún að mörgu leyti betra hús en hún hefur nokkurn tím- ann verið. Þar sem skipt var um alla burðarbita kirkjunnar verður hún endurvígð en að lokinni vígslu og hátíðarmessu á sunnu- dag verður gestum boðið að þiggja hátíðarkaffi í Húsabakka- skóla. í tilefni af aldarafmælinu verð- ur gefinn út bæklingur prýddur fjölda mynda. í honum verður m.a. ávarp biskups íslands og greinar um sögu kirkju og staðar, upplýsingar um þá presta sem þjónað hafa kirkjunni síðustu aldir og byggingu Tjarnarkirkju og þær endurbætur sem gerðar voru á henni í sumar. Andvirði þessa bæklings veðrur notað til að greiða niður þær miklu skuldir sem hvíla á söfnuðinum vegna framkvæmdanna. Allir eru velkomnir að Tjörn í Svarfaðardal á sunnudag, 30. ágúst, til aö taka þátt í hátíðar- messunni og þiggja hátíðarkaffi. Þeir sem ekki komast inn í kirkjuna geta hlustað á messuna utan við kirkjuna eða í rútum sem komið verður fyrir hjá kirkj- unni. Hátíðarmessan hefst kl. 14. JÓH fullu starfi og er Gunnar Rafn Einarsson meðal þeirra. Dagur hefur orðið var við áhyggjur skattgreiðenda í Norðurlandsumdæmi eystra um að sami maðurinn leggi sama mat á fyrri ágreining en þær áhyggjur eru ástæðulausar því í 16. grein laga nr. 30 frá 1992 um yfirskatta- nefnd segir m.a.: „Þá er nefndar- manni óheimilt að sitja í nefnd- inni til úrskurðar um kærumál skattaðila sem hann hefur haft afskipti af í fyrri störfum sínum og varðar skattákvörðun viðkom- andi.“ Auk þess geta tengsl nefndar- manns við skattaðila - vinsamleg eða óvinsamleg - haft áhrif á hæfi hans til úrskurðar eða „ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.“ Þess má geta að Hæstiréttur hefur skýrt sambæri- legt ákvæði þannig að mjög lítið þarf til að nefndarmaður sé talinn vanhæfur vegna möguleika á hlutdrægni. Norðurlandsumdæmi eystra er þriðja stærsta skattumdæmi landsins á eftir Reykjavík og Reykjanesi. Því er líklegt að Gunnar Rafn Einarsson sé van- hæfur til að úrskurða í nokkrum fjölda mála á meðan ágrein- ingsmál úr skattstjóratíð hans bíða úrskurðar yfirskattanefnd- ar. Að sögn Ólafs Ólafssonar, formanns yfirskattanefndar, eru slík mál ekki hlutfallslega fleiri í Norðurlandsumdæmi eystra en öðrum umdæmum. GT Bæjakeppni Funa verður á Melgerðismelum laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 13.00. Keppt verður í fimm flokkum: 13 ára og yngri, 14-16 ára, kvennaflokki, karlaflokki og opnum flokki, sem ætlaður er utanfélagsmönnum á öllum aldri. Skráningar eru hjá hópstjórum fram á miðvikudág 26. ágúst og á Melgerðismelum kl. 12-12.30 29. ágúst. Hestamannafélagið Funi. tr Já X. s ^ JE—LLF . «1^^ ^ —m * - W ^ .7 9 5===3 3 3 Hvemig ætiar þú að eyða Mstundunum í vetur? Viltu læra að spila uppáhaldslögin þín á hljómborð, skemmtara, orgel eða píanó? Námskeið fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Innritun hefst miðvikudaginn 26. ágúst frá kl. 13-19. Orgelskóli Gígju, símar 24769 og 23181. Auglýsendur takið eftir! Skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin okkar er kl. 14.00 á fimmtudögum. auglýsingadeild, sími 24222 Opið frá kl. 8-17 virka daga, nema föstu- daga frá kl. 8-16. Ath! Opið í hádeginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.