Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. ágúst 1992 - DAGUR - 7
Kaupfélagshúsið gainla, illa farið en þó fallegt. Myndir: sþ
í trogum og auðvitað boðið
brennivín með hákarlinum. Þetta
er fremur sýning en máltíð, þar
sem gestir fá þó að smakka á sýn-
ingargripunum. Stúlkur klæddar
í íslenskan búning sjá um fram-
reiðsluna. Á kvöldvökunum er
meira haft við, þá er boðið upp á
söng og skemmtiatriði. Þessar
uppákomur þarf að panta fyrir-
fram og hefur notið mikilla vin-
sælda. Sérstaklega eru það
íslendingar sem í þetta sækja og
áhugi þeirra kom Valgeiri á
óvart.
Húsið Baldurshagi var eitt sinn
skreiðargeymsla, byggt um alda-
mótin 1900. Það hús er í einka-
eign. Hafist var handa um endur-
byggingu í febrúar s.l., strax og
viðgerð á pakkhúsinu var lokið.
Byggður var kjallari undir húsið,
scm var ákaflega vandasamt verk
og þar verður salernisaðstaða fyr-
ir ferðamenn. Á efri hæð hússins
er íbúð eiganda en á neðri hæð-
inni er rekin veitingastofan
Sólvík. Þar er boðið upp á kaffi,
heitt súkkulaði og ýmislegt með-
læti og einnig er þar minjagripa-
sala. Aðsókn hefur verið mikil í
sumar og vaxandi. Ferðaskrif-
stofur eru farnar að koma viku-
lega með hópa og segir Valgeir
að ferðamenn sumarsins séu á
þriðja þúsund, sem sé miklu
meira en menn þorðu að vona.
Gamla Kaupfélagshúsið er hin-
um megin við Hofsána, niðri í
fjöruborðinu. Það stendur þar
eitt sér og illa farið, en þó er yfir
því virðuleikablær. Húsið er í
eigu 14 einstaklinga og Valgeir
hefur komist að samkomulagi við
þá alla um endurbyggingu
hússins. Húsið var byggt upp úr
aldamótum. Búið er að setja
vinnupalla utan á húsið og nú á
að skipta um þak og útibyrgja
húsið fyrir veturinn. Á næstunni
mun Valgeir funda með eigend-
um um framtíðarnýtingu hússins,
en hans hugmyndir eru að á efri
hæð verði íbúðarhúsnæði og á
þeirri neðri verði verslun með
sama sniði og var um 1920. Inn-
réttingar og munir verði sem
mest sniðið að þeirri mynd.
Valgeir hefur fengið góðar undir-
tektir bæði á Þjóðminjasafni og
víðar um að fá muni að láni.
Þetta yrði lifandi safn.
Að lokum var Valgeir spurður
hvernig samgöngum milli húsa
yrði háttað. Það er stuttur spölur
frá Sólvík að Kaupfélagshúsinu,
en yfir fremur hrörlega brú yfir
Hofsá að fara. Hún er lokuð
bílaumferð. Nú hefur fengist lof-
orð um fjármagn til viðgerðar á
brúnni hjá Vegagerðinni. Hug-
mynd Valgeirs er að hafa hest og
kerru í förum milli húsa, eins-
konar „leigubíl".
Valgeir sagði að það mætti
gera upp fleiri hús í gamla kjarn-
anum og hefur á því fullan hug.
Hann sagðist ekki vita hvort allir
væru ánægðir með aukna umferð
ferðamanna, en sjálfur telur
hann þetta mikla lyftistöng fyrir
Hofsós. Valgeir vill ferðaþjón-
ustu með þjóðlegum blæ og legg-
ur mikið upp úr þjóðlegu hliðinni
án allra öfga. Hann sagðist leggja
áherslu á þrennt, íslenskan mat,
íslenska Súninginn og fánann.
Þess má geta að veitingar með
kaffinu í Sólvík eru dæmigerðar
fyrir íslenskt kaffibrauð, pönnu-
kökur og flatbrauð m.a. I sumar
hefur það sannað sig að ferða-
menn hafa áhuga á þessari stefnu
í ferðaþjónustu, bæði erlendir og
innlendir. Það er vonandi að
bjartir dagar séu framundan á
Hofsósi. sþ
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfar-
andi:
RARIK 92006 6,3 MVA aflspennir.
Opnunardagur: Þriöjudagur 6. október 1992 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun-
artíma og veröa þau opnuö á sama stað að viö-
stöddum þeim bjóöendum sem þess óska.
Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö
fimmtudegi 27. ágúst 1992 og kosta kr. 1.000 hvert
eintak.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík.
Vegna 130 ára afmœlis
Akureyrarbœjar, laugar-
daginn 29. ágúst,
mun Dagurtileinka blaðið
þann dag afmœlinu.
Þeir sem vilja senda
afmœlisbarninu kveðjur
á sfðum Dags, vinsam-
legast hafið samband
sem fyrst.
auglýsingadeild, sími 24222.
Opið virka daga frá kl. 8-17
nema föstudaga frá kl. 8-16.
Ath! Opið í hádeginu.
-------------------------— N
AKUREYRARB/ÍR
FRÁ GRUNNSKÓLUM
AKUREYRAR
Kennarafundir veröa í öllum grunnskólum bæjar-
ins þriöjudaginn 1. september n.k. kl. 10 f.h.
Haustþing kennara í Noröurlandsumdæmi eystra
veröur dagana 2. og 3. september.
Nemendur komi í skólana mánudaginn 7. sept-
ember.
Didda á Bakka sýnir viðskiptavinum flatkökurnar sínar. Mynd: sþ
t.d. fyrir veislur o.fl. og selur
gestum og gangandi. Hún segir
sveitafólkið kaupa mikið, einnig
sumarbústaðafólk. Stundum bak-
ar Didda allt að 700 flatkökur á
dag og hún bakar 30 kg. af rúg-
brauði fyrir togara í hvert skipti.
Didda sagðist ekki bragða á
bakkelsinu sjálf, hún væri orðin
leið á því, nema helst rúgbrauð-
inu.
Það er ekki hægt að taka mikil
frí frá slíkum önnum. Didda
vinnur langan vinnudag, frá
morgni til kvölds og fer aldrei í
langferðir. í sumar hefur hún
tekið frí frá bakstri í eina þrjá
daga. Fjölskyldan hjálpar oft til
við baksturinn, bæði eiginmaður-
inn og sonurinn. Sonur Diddu,
Sveinn er vanur matargerðinni,
því hann hóf nám í matreiðslu og
vann um tíma á Hótel Sögu. Þeg-
ar blaðamaður kvaddi voru
komnir gestir til að kaupa flat-
brauð. sþ
í Gagnfræðaskóla Akureyrar komi nemendur
sem hér segir:
8. bekkur (13 ára nemendur) kl. 09.00.
9. bekkur (14 ára nemendur) kl. 11.00.
10. bekkur (15 ára nemendur) kl. 13.00.
í öörum skólum komi nemendur sem hér segir:
8.-10. bekkur (13-15 ára nemendur) kl. 09.00.
5.-7. bekkur (10-12 ára nemendur) kl. 11.00.
2.-4. bekkur (7-9 ára nemendur) kl. 13.00.
Skólahverfin verða óbreytt miðað við síðasta
skólaár.
Haft veröur samband viö heimili þeirra barna sem
eiga aö fara í 1. bekk og þau og aðstandendur
þeirra boöuö til viðtals í skólunum.
Innritun þeirra barna sem flust hafa í bæinn, eöa
milli skólasvæöa, í sumar fer fram í skólunum
fimmtudaginn 27. ágúst kl. 09.00-12.00.
Á sama tíma skal ganga frá innritun eða staðfest-
ingu á óskum um gæslu 6-8 ára barna næsta
skólaár.
Skólastjórarnir.