Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 12
wmm Akureyri, miðvikudagur 26. ágúst 1992 Aðalfundur Landssambands sauðprbænda: „Sameinuð getum við byijað sókn tíl betri tíma“ Kjörorð okkar = Góð þjónusta Opiö virka daga frí kl. 11.30-22.30 - Um helgar frá kl. 12.00-24.00 Nsturheímsending til kl. 01.00 09 laugardagskvöld VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 - segir Arnór Karlsson, formaður í skýrslu sinni Framleiðslustjórnun án beinna greiðslna, framleiðslustjórnun með beinum greiðslum og beinar greiðslur án fram- leiðslustjórnunar eru á meðal þeirra leiða sem Valdimar Ein- arsson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Vesturlands, fjall- aði um í erindi um ófram- leiðslutengda ríkisstyrki til sauðfjárræktarinnar á aðal- fundi Landssambands sauð- íjárbænda. Valdimar sagði að nú virðist vera talið sjálfsagt að sá framleiðslustyrkur sem ríkið greiðir beint til bænda krefjist framleiðslustjórnunar sem sé í raun ekki allskostar rétt. Valdimar benti á að fram- leiðslustjórnun án beinna greiðslna hafi verið framkvæmd frá þvf framleiðslustjórnun í sauðfjárrækt var tekin upp hér á landi. Búvörusamningurinn sem Gengi hlutabréfa: Hækkun hjá ÚA en lækkun hjá Skagstrendingi Gengi hlutabréfa í Útgerðar- félagi Akureyringa hækkaði lítillega í fyrradag þegar seld voru bréf í félaginu hjá Landsbréfum fyrir 1,4 milljón- ir króna. Þessi sala hækkar jafnframt vísitölu hlutabréfa í sjávarútvegi í 89,13 stig. Gengi bréfa í ÚA hækkaði við þetta úr 3,1 í 3,2 stig. Einnig varð hækkun á gengi bréfa í Flugleið- um sama dag úr 1,51 í 1,68 og gengi bréfa í Granda hækkaði úr 2,50 í 2,55. Hins vegar Iækkaði gengi í Olíufélaginu úr 4,60 í 4,50 og í Skagstrendingi á Skagaströnd úr 3,8 í 3,5. Landsvísitala hlutabréfa er nú 101,8 miðað við 100 stig 1. júlí síðastliðinn. Hækkunin frá þeim tíma er því 1,8 stig en hafa verð- ur í huga að á þessum tíma varð talsverð lækkun en sala í bréfum hefur verið að glæðast að undan- förnu. JÓH VEÐRIÐ Um 600 km suðsuðaustur af landinu er 993 millibara lægð sem þokast austnorðaustur. Yfir Grænlandi er 1025 milli- bara hæð. Veður fer heldur kólnandi - einkum norðan- lands. Norðaustankaldi verður í dag og skýjað með köflum til landsins og sumsstaðar skúrir ytra. Súld eða rigning verður austantil á Norðurlandi í kvöld. Áfram verður vætusamt norðanlands og hiti aðeins 4-6 stig á Celsíus. taki gildi nú 1. september byggist á framleiðslustjórnun með bein- um greiðslum. Þriðji valkostur- inn sé síðan sá að að nota beinar greiðslur án framleiðslustjórnun- ar og hafi hann ekki hlotið nægj- anlega umfjöllun. Valdimar sagði að í reynd gæti skipulagning og framkvæmd slíks kerfis átt sér stað með óverulegum breyting- um á búvörusamningnum. Valdimar sagði að ef farið yrði út í það kerfi myndi heildar- greiðslumark verða óbreytt og taka mið af sölu á innanlands- markaði og helming af fram- leiðslukostnaði. Þannig yrði bein greiðsla til bænda háð fram- leiðslu hvers greiðslumarkshafa upp að neðri mörkum. Hver framleiðandi fengi þannig sömu heildarupphæð í beinar greiðslur er leiddi til hærri greiðslu á hvert kíló sem framleitt væri upp að neðri mörkum greiðslumarksins. Framleiðsla og verðlagning myndi þannig mótast af markaðs- ástandi á hverjum tíma. Neðri mörk væri síðan hægt að lækka þannig að einungis framleiðend- ur með lágan framleiðslukostnað sægju sér hag í að halda óbreyttu framleiðslumagni. Þannig væri unnt að draga úr framleiðslu og beina greiðslan ásamt neðri mörkum væri mótandi fyrir hag- kvæmni framleiðsluaukningar og á þann hátt ráðandi framleiðslu- stýring í stað þeirra magntak- markana er nú ráða ferðinni. Í>I IJnnið er að kostnaðartölum um hvað kosta muni að sprengja botninn í Húsavíkurhöfn sem er ógræfur. Húsavíkurhöfn: Ákveðið að sprengja meðfram norðurgarðmum „Við erum búnir að ákveða að fara í að sprengja 25 metra breiða rennu meðfram norður- garðinum og svolítið lengra til suðurs í innsiglinguna næst garðinum. Meðfram þessari rennu verður síðan grafíð upp Iaust efni og það er þegar byrj- að á því,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, um fram-. hald dýpkunarframkvæmda í Húsavíkurhöfn. Eins og Dagur hefur greint frá kom í ljós að botninn reyndist ógræfur að stórum hluta og ekk- ert annað til ráða en að sprengja hann. Þessar upplýsingar komu mjög á óvart og settu strik í reikninginn, enda ekki hægt að nota þau tæki sem átti að nota við verkið þar sem botninn reyndist of harður. í framhaldi af fundum og við- ræðum, m.a. við starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunar, voru bæjaryfirvöld á Húsavík ákveðin í því að halda fyrri mark- miðum til streitu en það kostar breytingar á núgildandi verk- samningi og frekari athuganir. Stefnt er að því að hefja spreng- ingar þannig að hægt verði að nota hafnargarðinn sem verið er að byggja. Einar sagði að verktakinn væri að vinna kostnaðartölur í sam- bandi við fyrirhugaðar sprenging- ar og skoða hvaða tæki væri hægt að nota og hvenær framkvæmdir gætu hafist. SS Rifós hf. í Kelduhverfi: Búið að selja hlutafé fyrir 23 milljónir - reiknað með að slátra 40-60 tonnum í haust Nú hafa safnast 23 milljónir króna í hlutafé í Rifós hf. sem keypti eignir þrotabús ísno í Kelduhverfí og tók yfír rekstur fískeldisstöðvarinnar. Eigend- ur Rifóss eru mjög ánægðir með þessi viðbrögð en hluta- bréf fyrir 2 milljónir króna eru enn til sölu því heimilt var að safna 25 milljónum. Það hluta- fé sem nú hefur safnast er þó yfír eignum félagsins. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Rifóss hf., sagði að rekstur- inn hefði gengið ágætlega til þessa þótt vissulega væri brekkan nokkuð brött. Stöðin keypti fisk til að ala upp í sláturstærð og það kostaði auðvitað sitt að fóðra hann þangað til. Einnig þyrfti að borga af fasteignum og lausafé og þá upphæð væri Rifós gert að greiða upp á einu ári. „Við reiknum með að slátra einhverju í haust, kannski 40-60 tonnum. Það væri best að sleppa með að slátra ekki meiru því með því að láta fiskinn vaxa fæst meira fyrir hann því það er tölu- verður verðmunur milli stærðar- flokka. Það er dýrt að vera fátæk- ur og þurfa að slátra honum of snemma en því miður er afstaða sumra lánastofnana til fiskeldis mjög neikvæð," sagði Ólafur. Rifós tók um 50 tonn af fiski í vistun frá Svarthamri á Húsavík og fylgdi sú kvöð að fóðra hann og slátra honum. Það hefur nú verið gert en ekki hefur fengist greiðsla frá Svarthamri og brekk- an því meiri en ella, að sögn Ólafs. Um 6-10 starfsmenn vinna hjá Rifósi. Fyrirtækið keypti kvíar frá Vestmannaeyjum og komu 8 gámar af járni, bryggjum og flot- um og starfsmenn eru nú að púsla kvíunum saman, koma þeim út og færa fisk á milli. Ólafur sagði að verð á eldis- fiski væri greinilega á uppleið og ef þetta væri raunhæft og til lengri tíma þá væri engin ástæða til svartsýni í þessari grein. SS Framkvæmdastjóraskipti hjá Kaldbaki hf. á Grenivík: Ásgeir Amgrímsson ráðinn til Fisk- miðlimar Norðurlands hf. á DaJvík Ásgeir Arngrímsson hefur ver- ið ráðinn til Fiskmiðlunar Norðurlands hf. á Dalvík og mun hefja starf þar strax og tekist hefur að ráða eftirmann hans á Grenivík, þó eigi síðar en upp úr næstu mánaðamót- um. Ásgeir er framkvæmda- stjóri frystihússins Kaldbaks hf. á Grenivík. Aðspurður hvers vegna hann skipti nú um starf og færi til Fisk- miðlunar Norðurlands hf. á Dal- vík sagði Ásgeir: „Mér bauðst þetta starf og þegar ég fór að skoða málið leist mér mjög vel á það og fannst það mjög spenn- andi. Ég hef farið gegnum vinnsluferilinn í fiskvinnslunni og átti kannski eftir lokapunktinn sem er sölumennska og markaðs- setning með sjávarafurðir. Mér finnst þetta of gott tækifæri til þess að ég geti sleppt því.“ Ásgeir segir að rekstur Kald- baks sé frekar erfiður enda sé minnkandi afli um allt land og mjög erfitt að ná í fisk til vinnslu og því sé fyrirsjáanlegt eitthvert fiskleysi á næstunni á Grenivík og víðar eins og t.d. á Húsavík, og því verði einhver hluti starfs- fólksins að vera heima og það þyngi reksturinn vissulega þvi fyrirtækin verði að greiða því kaup eftir sem áður. Þar á ofan bætist lækkandi afurðaverð og ekki sé hægt að búast við sú þró- un breytist nema efnahagsástand í viðskiptalöndum okkar fari batnandi og eins og er séu engin teikn á lofti um það. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.