Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum: íþróttabandalag Akureyrar í fyrsta sæti og hlaut Dagsbikarinn £ " Sjöunda Bikarmót Norður- lands í hestaíþróttum var hald- ið um sl. helgi á Akureyri á nýjum keppnisvelli í Lög- mannshlíð. Lögmannshlíðar- völlurinn er hinn glæsilegasti og að sögn hestamanna bendir allt til þess að íslandsmót í hestaíþróttum verði haldið á Akureyri að ári. Sex sveitir mættu til keppninnar frá fimm héraðssamböndum og íþrótta- bandalögum af Norðurlandi. Ungmennasamband Eyja- fjarðar sendi tvær sveitir. Önn- ur var frá Dalvík og úr Svarf- aðardal, en hin úr Eyjafjarðar- sveit. Iþróttabandalag Akur- eyrar varð sigurvegari mótsin, lilaut 1160,83 stig og Dagsbik- arinn að launum, sem er far- andgripur. I öðru sæti varð sveit UMSS er hlaut 1039.55 stig og sveit HSVH hlaut 971,79 stig, en húnvetnska sveitin var sigurvegari mótsins í fyrra. Að sönnu má segja að oft hafa hestar verið betri á Bikarmóti Norðurlands, en var i keppninni í Lögmannshlíð. íþróttabandalag Akureyrar tefldi ekki fram þeim hestum er hvað bestum árangri hafa skilað í sumar og langt var í land að heildarárangur væri við- unandi. Dómarar komu víða að. Ámundi Sigurðsson dæmdi fyrir HSVH, Pétur Jökull Hákonarson fyrir ÍBA, Ásdís Jónsdóttir fyrir HSÞ, Aldís Björnsdóttir fyrir UMSE-A (Funi), Steinar Stein- grímsson fyrir UMSE-B (Dalvík) og Róbert Harðarson fyrir UMSS. Yfirdómari var Einar Örn Grant, mótsstjóri Jónsteinn Aðalsteinsson og vallarstjóri Magnús Árnason. * Urslit í einstökum greinum: Hlýðnikeppni. 1. Herdís Einarsdóttir, HSVH, 30.5 stig, hestur: Jóker. 9 v. bleikskjóttur frá Eyvindastöðum. 2. Sigrún Brynjarsdóttir, ÍBA, 28,0 stig, hestur: Höfðingi, 7 v. rauður frá Tungu á Svalbarðs- strönd. 3. Elvar Einarsson, UMSS, 22,5 stig, hestur: Þóra, 6 v. brún frá Syðra-Skörðugili. 4. Jarþrúður Þórarinsdóttir, ÍBA, 21,5 stig, hestur: Varmi, 7 v. rauður. 5. Hinrik Már Jónsson, HSP, 19.5 stig, hestur: Barón, 9 v. mósóttur frá Ytra-Skörðugili. Hindrunarstökk. 1. Hafdís Dögg Sveinbjarnar- dóttir, UMSE-A, 38 stig, hestur: Whiský, 14 v. brúnn frá Keldu- dal. 2. Þór Jónsteinsson, UMSE-B, 38 stig, hestur: Vafi, 9 v. bleik- álóttur. 3. Jarþrúður Þórarinsdóttir, ÍBA, 32 stig, hestur: Varmi, 7 v. rauður. 4. Egill Þórarinsson, UMSS, 25 stig, hestur: Gjafar, 11 v. rauð- blesóttur. 5. Sigurður Þór Guðmundsson, HSVH, 24 stig, hestur: Vafi, 16 v, Ijósrauðvindóttur frá Steðja, Borg. Fjórar gangtegundir í flokki ungl- inga. 1. Eyþór Einarsson, UMSS, 48,45 stig, hestur: Rauðskjóni, 12 v. frá Syðra-Skörðugili. 2. Erlendur Ari Óskarsson, ÍBA, 46,07 stig, hestur: Stubbur, 11 v. rauður frá Glæsibæ. 3. Elvar Jósteinsson, ÍBA 43,86 stig, hestur: Kvistur, 13 v. jarpur frá Gilsbakka. 4. Tinna Sigurgeirsdóttir, UMSE-B, 38,93 stig, hestur: Sítan, 9 v. brúnn frá Torfastöð- um. 5. Hólmfríður Indriðadóttir, HSÞ, 38,08 stig, hestur: Neisti, 7 v. jarpur frá Garði, S-Þing. Fjórar gangtegundir í flokki full- orðinna. 1. Egill Þórarinsson, UMSS, 54,91 stig, hestur: Penni, 7 v. móbrúnn frá Syðri-Grund. 2. Höskuldur Jónsson, ÍBA, 47,77 stig, hestur: Þytur, 6 v. brúnstjörnóttur frá Krossum. 3. Hilmar Símonarson, UMSS, 47,60 stig, hestur: Gjafar, 7 v. brúnn. 4. Elvar Einarsson, UMSS, 47,43 stig, hestur: Glampi, 10 v. rauð- ur. 5. Stefán Friðgeirsson, UMSE-B, 46,24 stig, hestur: Röðull, rauður frá Ási, Hegranesi. Fimm gangtegundir í flokki full- orðinna. 1. Erlingur Erlingsson, ÍBA, 53,80 stig, hestur: Stígandi, 8 v. grár frá Húsey. 2. Egill Þórarinsson, UMSS, 52,20 stig, hestur: Ljúfur, 7 v. bleikálóttur frá Gerðum. 3. Elvar Einarsson, UMSS, 50,20 stig, hestur: Fiðla, 7 v. jörp frá Syðra-Skörðugili. 4. Sverrir Sigurðsson, HSVH, 50,00 stig, hestur: Tappi, 14 v. brúnn frá Útibleiksstöðum. 5. Þór Ingvason, UMSE-B, 48,60 stig, hestur: Meistari, 12 v. mósóttur frá Stóra-Hofi. Tölt í flokki fullorðinna. 1. Egill Þórarinsson, UMSS, Verðlaunin á Bikarmóti Norðurlands. Fyrir miðju er Dagsbikarinn. 81,86 stig, hestur: Penni, 7 v. móbrúnn frá Syðstu-Grund. 2. Hólmfríður Björnsdóttir, HSVH, 78,13 stig, hestur: Kremi, 9 v. grár frá Breiðavaði. 3. Guðmundur Hannesson, ÍBA, 76,24 stig, hestur: Andvari, 8 v. jarpur. 4. Stefán Friðgeirsson, UMSE-B, 76,00 stig, hestur: Röðull, rauður frá Ási, Hegranesi. 5. Sverrir Reynisson, UMSE-A, 75,46 stig, hestur: Bylur, jarpur frá Bringu. Tölt í flokki unglinga. 1. Erlendur Ari Óskarsson, ÍBA, 78,66 stig, hestur: Stubbur, 11 v, rauður frá Glæsibæ. 2. Eyþór Einarsson, UMSS, 73,06 stig, hestur: Rauðskjóni, 12 v. frá Syðra-Skörðugili. 3. Elvar Jónsteinsson, ÍBA, 71,20 stig, hestur: Kvistur, 13 v. jarpur frá Gilsbakka. 4. Anna Sif Ingimarsdóttir, UMSS, 64,00 stig, hestur: Svala, 7 v. grá. 5. Kolbrún Stella Indriðadóttir, HSVH, 62,93 stig, hestur: Sölvi, 6 v. brúnn frá Skáney. Gæðingaskeið. 1. Vignir Sigurðsson, HSÞ, 90,00 stig, hestur: Hrafn, 12 v. brúnn frá Syðra-Fjalli. 2. Höskuldur Jónsson, ÍBA, 88,5 stig, hestur: Sleipnir, 7 v. brún- stjörnóttur frá Akureyri. 3. Eiður Guðni Matthíasson, ÍBA, 84,5 stig, hestur: Ósk, 10 v. bleikálótt frá Brún. 4. Sverrir Sigurðsson, HSVH, 82,00 stig, hestur: Tappi, 14 v. brúnn frá Útibleiksstöðum. 5. Bjarni Páll Vilhjálmsson, HSÞ, 81,5 stig, hestur: Börkur, 8 v. jarpur frá Höskuldsstöðum í Eyjafirði. Stigahæsti knapi bikarmótsins: Egill Þórarinsson, UMSS, 256,47 stig Sigurvegari í íslenskri tvíkeppni: Egill Þórarinsson, UMSS, 136,77 stig. Sigurvegari í skeiðtvíkeppni: Vignir Sigurðsson, HSÞ, 135,60 stig Sigurvegari í Olympíutvíkeppni: Jarþrúður Þórarinsdóttir, IBA, 53,5 stig. ój Vignir Sigurðsson, HSÞ, á Hrafni frá Syðra-Fjalli. Þeir sigruðu í gæðinga- skeiði. Egill Þórarinsson, UMSS, á Penna frá Syðstu-Grund. Þeir voru atkvæða- miklir á mótinu. - Kaupmei á Akureyri Vegna 130 ára afmælis Akureyrarbæjar hvetjum við alla kaupmenn til að hafa verslanir sínar opnar til kl. 16.00 afmælis- daginn, laugardaginn 29. ágúst nk. Kaupmannafélag Akureyrar. w Einingabréf Skammtímabréf Tveir góðir kostir til að ávaxta fé Einingabréf henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé til lengri tíma, en vilja jafnframt geta losað það með skömmum fyrirvara. Skammtímabréf henta þeim sem eru með laust fé í skamman tíma, 1-6 mánuði og þau eru einnig laus með skömmum fyrirvara. Ávöxtun sl. 6 mánuði Nafnvextir Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 7,6% 9,3% 7,4% Skammtímabréf 7,1% KAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 Akureyri Sími 96-24700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.