Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. ágúst 1992 160. tölublað Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT Thc Tail«)r l .«H>k Loðnan komin 70-80 mílur norður af landinu: Stór og falleg loðna en erfitt að kasta á hana Duoin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 55 44 segir skipstjórinn á Bergi VE-44 „Loðnan hefur stanslaust gengið hér suður um undan- farna daga og var kominn inn fyrir Iínuna sem við máttum fara að á loðnunni en svo var hún færð 15 mílum sunnar og loðnan er nú komin að henni en hún er nú bæði stór og falleg. Til Raufarhafnar eru nú 75 mílur og er orðið 140 mílum styttra en var þegar við byrjuð- um á þessum veiðum 11. ágúst síðastliðinn,“ sagði skip- stjórinn á Bergi VE-44 sem var Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.: Mikil uppgrip í rækjuviimslumii - unnið allan sólarhringinn Mikil uppgrip hafa verið í rækjuvinnslunni hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf., svo mikil að sumum hefur jafnvel þótt nóg um. Unnið hefur ver- ið á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá því um miðj- an apríl og sá háttur verður hafður á eitthvað áfram. Starfsfólk er því orðið býsna þreytt en senn hverfur skóla- fólk í nám og fastráðið starfs- fólk skilar sér úr sumarleyfi. Milli 30 og 40 manns vinna við rækjuvinnsluna. Hilmar ívarsson hjá rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsa- víkur sagði að ekki væri nóg með það að keyrt hefði verið á þrí- skiptum vöktum í allt sumar heldur hefði verið unnið flesta laugardaga og nokkra sunnu- daga. Hann sagði að þótt svona mikil vinna væri vissulega lýjandi væru þetta kærkomin uppgrip fyrir suma, svo sem skólakrakka. Rækjuvinnslan hefur tekið á móti yfir 2.500 tonnum af rækju það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra var aflinn kominn í um 1.500 tonn og á öllu síðasta ári var framleitt úr samtals 2.484 tonnum af rækju. Parna hefur því orðið veruleg aukning og helgast m.a. af því að fleiri bátar leggja upp hjá rækjuvinnslu Fiskiðjusamlagsins. Þrír stórir bátar, Björg Jóns- dóttir, Sigþór og Kristbjörg, hafa lagt upp hjá Fiskiðjusamlaginu svo og fimrn minni bátar. Þá hef- ur verið keypt frosin rækja af tveimur frystiskipum. Hilmar sagði að aflabrögðin hefðu verið frekar dauf á tímabili en vegna þess hve margir bátar væru í viðskiptum hefði hráefnið aukist. Rækjuvinnslan er heldur ekki stór í sniðum og aðeins tvær vélar notaðar við vinnsluna með- an stærri verksmiðjur eru með allt upp í sex vélar. Aðspurður um gæði rækjunnar sagði Hilmar að þetta hefði verið mjög þokkaleg rækja framan af en heldur lakari það sem af er ágústmánuði. SS á leið frá Raufarhöfn á miðin í gærmorgun eftir löndun þar. Þeir bátar sem hafa landað á Raufarhöfn og Þórshöfn eru 7 til 8 tíma á miðin og hefur veiðin verið að glæðast en á miðunum hefur verið norðaustanátt og loðnan að ganga suður og því hefur verið vissum vandkvæðum bundið að kasta á hana og sam- kvæmt veðurspá verður eitthvað framhald á norðaustanáttinni og brælunni. í gær landaði Bergur 530 tonn- um á Raufarhöfn og Sjávarborg 630 tonnum en enginn hafði meldað sig seinni hluta dags í gær en Árni Sörensson verksmiðju- stjóri bjóst við að heyra frá ein- hverjum þegar kvöldaði. Um sl. helgi landaði Háberg 570 tonnum og Hilmir 270 tonnum sem hann gat ekki landað á Neskaupstað þar sem löndunartækin þar bil- uðu. Súlan og Guðmundur Ólafur lönduðu í lok síðustu viku sam- tals um 970 tonnum í Krossanes- verksmiðjuna og Súlan landaði svo um hádegið í gær 470 tonnum. Á Þórshöfn lönduðu í gær og fyrradag Þórshamar 400 tonnum, Gullberg rúmum 200 tonnum og Svanur 600 tonnum en um helg- ina landaði Björg Jónsdóttir 500 tonnum, Þórshamar 250 tonnum og Gullbergið 560 tonnum. Loðnan sem berst að landi er mjög feit en er mjög fljót að brotna niður í bátunum og er því orðin eins og súpa þegar henni er landað en vel gengur að vinna hana. Afkastageta verksmiðj- unnar á Þórshöfn er um 550 tonn á sólarhring. Eilítið hefur borið á ókyn- þroska smáloðnu á miðunum, 5-6 cm langri, en ekki í umtalsverðu magni. Haldist veður skaplegt á miðunum má reikna með auknu magni til löndunar og þá verði farið að landa í aðrar verksmiðj- ur sem lengra eru frá miðunum, eins og t.d. á Siglufirði. GG Súlan landaði í gær 470 tonnum af stórri og fallegri loðnu Mynd:''Golli Matvöruverslanir opnar á sunnudögum: Nettó fetar í fótspor Hagkaups Matvöruverslanir á Akureyri keppast sem aldrei fyrr við að ná til viðskiptavina. Skemmst er að minnast „skiltastríðsins“ svokallaða milli Hagkaups og KEA-Nettó en nú er vettvang- ur samkeppninnar að færast yfir á afgreiðslutímann og nýjasta trompið er að hafa matvöruverslanir opnar á sunnudögum. Reyndar er það ekki ný bóla en hún breiðist ört út. Hagkaup auglýsti nýjan afgreiðslutíma frá 24. ágúst. Verslun Hagkaups á Akureyri er nú opin kl. 10-16 á laugardögum og 13-17 á sunnudögum. Virka daga er opið frá kl. 9 á morgnana til 18.30 á kvöldin og reyndar til 19.30 á föstudögum. KEA-Nettó verslunin hefur til - samkeppnin fer harðnandi um helgar þessa verið opin virka daga frá kl. 12-18.30 og kl. 10-14 á laugar- dögum. Frá og með næstu helgi breytist afgreiðslutíminn. Versl- unin verður opin frá kl. 10-16 á laugardögum og 13-17 á sunnu- dögum, eða nákvæmlega jafn lengi og Hagkaup um helgar. „Ef að þetta er þróunin þá verðum við auðvitað að fylgja henni,“ sagði Júlíus Guðmunds- son, verslunarstjóri í Nettó, í samtali við Dag. „Við höfum líka orðið vör við aukna umferð til Akureyrar um helgar, bæði aust- an og vestan að, og við stefnum að því að vera með ýmis tilboð og uppákomur um helgar,“ bætti hann við. Sumir hafa áhyggjur af því að lengri afgreiðslutími geri versiun- unum erfiðara um vik að halda Norðausturland: Vegurinn um Brekkna- heiði byggður upp Brekknaheiði liggur á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og tengir Þórshöfn við Aust- firðina. Þetta hefur verið mikilvæg en torfær samgöngu- æð en nú er byrjað á endurbót- um á veginum. Að sögn Reinhards Reynisson- ar, sveitarstjóra á Þórshöfn, er byrjað að byggja upp veginn við sýslumörkin og haldið verður áfram suður eftir. Vegagerðar- menn hafa lagt að baki nokkur hundruð metra. „Það er að vísu lítið sem á að gera á þessu ári en þetta er þó byrjunin á langþráðu verki. Við vonumst til að fjárveitingar til verksins verði skikkanlegar á næsta ári,“ sagði Reinhard. SS vöruverði niðri en það á sjálfsagt eftir að koma í Ijós hvaða áhrif þessi þróun hefur. Eins og fyrr segir er það ekki ný bóla að hafa matvöruverslanir á Akureyri opnar um helgar en þetta er þróun sem hefur verið að gerjast. Matvörumarkaðurinn er opinn frá kl. 9-22 virka daga og 10-22 bæði laugardaga og sunnu- daga. Verslun KEA í Byggðavegi er opin til kl. 20 alla daga, líka um helgar, og afgreiðslutíminn í Sunnuhlíð hefur verið sá sami nema þar er lokað á sunnudög- um. í Hrísalundi hefur hins vegar verið skemmri afgreiðslutími og aðeins opið frá kl. 10-14 á laugar- dögum. SS Félag verzlunar- og skrifstofufólks: „Iist afskaplega illa á þessa þróun“ segir Jóna Steinbergsdóttir, formaður „Okkur líst afskaplega illa á þessa þróun og höfum lýst því yfir áður að það sé ekki í anda félagsins að hafa opið á sunnu- dögum. Þetta er óæskilegt og jafnframt ónauðsynlegt að mínu mati en þetta er hlutur sem við ráðum ekki við,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir, formað- ur Félags verzlunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, um þróunina í afgreiðslutíma mat- vöruvcrslana. Lögum um afgreiðslutíma verslana var breytt fyrir fáeinum árum og hann gefinn frjáls. Stétt- arfélagið getur því ekki spornað við þessari þróun en félagsmenn hafa þó fullan rétt á því að neita helgarvinnu. Það eina sem Félag verzlunar- og skrifstofufólks get- ur gert í þessu sambandi er að fylgjast með að samningsbundin ákvæði um hvíldartíma og frí- daga séu virt. Jóna sagði að þótt starfsfólk í verslunum þyrfti ekki að vinna um helgar væri það hrætt við að neita vinnu því atvinnuleysi væri mikið í stéttinni. Um 5% félagsmanna eru á atvinnuleysis- skrá og hefur ástandið verið svip- að síðastliðin þrjú ár. „Ég held að það sé hreint ekki nauðsynlegt að hafa matvöru- verslanir opnar á sunnudögum. Fólk getur birgt sig upp fyrir helgar og síðan eru margar smærri verslanir opnar ef á þarf að halda,“ sagði Jóna. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.