Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 26.08.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. ágúst 1992 - DAGUR - 11 55 Við höldum áfram á sömu braut - sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs eftir leikinn í gærkvöld - Staðan á toppnum er óbreytt 44 Hann bauð ekki upp á margt leikur Þórs og FH í Samskipa- deildinni í gærkvöld, annað en tvö mörk Þórsara. FH-ingar voru mun meira með boltann allan leikinn en sóknin var ein- hæf og bitlaus. Þór skoraði snemma og bakkaði full mikið og lét FH-inga sækja. „Ég er mjög ánægður með stig- in fyrst og fremst. Ég átti von á svona leik. Þeir sköpuðu sér eng- in færi þrátt fyrir að sækja mun meira. Við höldum áfram á sömu braut í rólegheitunum, það er ég viss um,“ sagði Sigurður Lárus- son, þjálfari Þórs eftir leikinn. „Það er ekki margt hægt að segja eftir svona leiki. Við vinn- um ekki leiki ef við skorum ekki mörk en ég vil meina að fyrra markið hafi verið rangstaða,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Ég er ekki vanur að láta hafa svona eftir mér en ég tel þá hafa hagnast nyjög á dóm- gæslunni hér í dag. Ég er alls ekki sáttur því við vorum betri aðilinn í leiknum." Þórsarar gerðu það sem þeir hafa svo oft gert áður í sumar, þ.e. að byrja af meiri krafti en andstæðingurinn og setja mark á fyrstu mínútunum. Á 4. mínútu slapp Bjarni Sveinbjörnsson einn í gegn eftir að hafa fengið stungu- sendingu inn fyrir vörnina. Hann lék á Stefán Arnarson í markinu, sem sá sér þann kost vænstan að fella Bjarna og því ekki um ann- að að gera fyrir Braga Bergmann dómara en að dæma vítaspyrnu. Sveinbjörn Hákonarson skoraði örugglega úr henni. Fyrsta marktækifæri FH-inga leit dagsins ljós á 18. mínútu en þá átti Hörður Magnússon skot utan við teig en Lárus Sigurðsson varði vel í horn. Lárus þurfti aft- ur að taka á honum stóra sínum skömmu síðar. FH-ingar voru með boltann utan við teig og hann hafði hætt sér of framar- lega. Grétar Einarsson skaut á markið en Lárus náði að henda sér á boltann og slá hann í horn. Þórsarar bökkuðu mikið og FH- ingar voru mun meira með bolt- ann, án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Staðan í leikhléi var 1:0. Strax á 46. mínútu sluppu Þórsarar með skrekkinn þegar þeir vörðu á línu eftir sókn FH- inga. Aftur voru Þórsarar heppn- ir á 62. mínútu þegar Hörður Magnússon fékk boltann einn á móti markmanni en hitti ekki boltann. FH-ingar héldu áfram að vera mun meira með boltann og Þórsarar fengu skyndisóknir. Úr einni slíkri skoruðu þeir svo á 69. mínútu en þá sendu FH-ingar boltann fyrir Þórsmarkið og Lár- us Orri Sigurðsson skallaði frá. Sveinbjörn tók boltann og óð með hann upp völlinn, stakk honum inn á Bjarna Sveinbjörns- son sem lék upp að endamörkum og sendi fastan bolta fyrir rnarkið. Þar var Birgir Þór Karls- son sem skoraði af markteig. Eins og áður sagði var leikur- inn ekki rnjög skemmtilegur á að horfa en þó verður að hæla Þórs- urum fyrir að leika af skynsemi og verjast vel. Hlynur Birgisson lék mjög vel í vörninni og Lárus Sigurðsson, í markinu, tók allt sem inn á hans svæði kom. SV Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, l'órir Áskelsson, Sveinn Pálsson, Sveinbjörn Hákonarson (Kristján Kristjánsson á 73. mín), Lárus Orri Sigurðsson, Halldór Áskelsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Birgir Karlsson, Ásmundur Arnarsson. Lið FH: Stefán Arnarson, Hallsteinn Arnarson, Þórhallur Víkingsson (Þor- steinn Halldórsson á 72. mín), Davíð Garðarsson, Björn Jónsson, Daníel Ein- arsson, Grétar Einarsson, Þorsteinn Jónsson, Hörður Magnússon, Andri Marteinsson, Ólafur H. Kristjánsson. Gul spjöld: Ólafur H. Kristjánsson. Andri Marteinsson og Einar Daníelsson, FH. Dómari: Bragi Bergmann Línuverðir: Valdimar Freysson og Marínó Þorsteinsson. Staðan Þór-FH 2:0 ÍA-ÍBV 7:1 KR-Víkingur 3:0 Fram-KA miðvikud UBK-Valur miðvikud Staðan: ÍA 15 10-3- 2 32:15 33 Þór 15 9-4- 2 23: 9 31 KR 15 9-3- 3 27:13 30 Valur 14 7-4- 3 24:14 25 Fram 14 6-1- 7 20:19 19 FH 15 4-5- 6 19:24 17 Víkingur 15 4-4- 7 20:27 16 KA 14 3-4- 7 15:25 13 UBK 14 3-3- 8 9 :19 12 ÍBV 15 2-1-12 14:39 7 Bjarni Sveinbjörnsson og Halldór Áskelsson í baráttu við FH-inga. Myndir: Golli. Samskipadeildin: Hvað gera KA-menn í kvöld? - leika við Fram í Reykjavík KA-mennirnir fá ekki langan tíma til þess að sleikja sárin eftir úrslitaleikinn í Mjólk- urbikarnum um helgina því strax í kvöld leika þeir við Fram í 15. umferð Samskipa- dcildarinnar. Leikurinn fer fram í Reykjavík. I kvöld verð- ur leikið með breyttum regl- Afmæli Akureyrar: Margt íyrir krakka í tengslum við afmæli Akur- eyrarbæjar laugardaginn 29. ágúst mun verða staðið fyrir hlaupakeppni barna og kassa- bflaralli á Ráðhústorgi á laug- ardagsmorgun. Keppt verður í tveimur flokk- um barna, 11-12 ára og 10 ára og yngri. Yngri börnin hlaupa frá torginu og suður göngugötu og til baka norður Skipagötuna og inn á torg. Eldri flokkurinn hleypur inn að Dynheimum og til baka. Upplýsingar um kassabílarall er hægt að fá í Dynheimum en skráning í hlaupið hefst við Landsbankann klukkan 11.30, klukkutíma áður en hlaupið hefst. Kassabílarallið hefst klukkan 10.30. Nánari upplýsing- ar um hlaupið fást í síma 22722 hjá íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar. um, líkt og gert var í gærkvöld í fyrstu leikjum umferðarinn- ar, og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif breytingarnar munu koma til með að hafa á fótboltann. „Mér líst vel á leikinn og nú er þetta spurning um að klára dæmið,“ sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA. Hann sagðist ekki telja bikarleikinn sitja í mann- skapnum. „Maður vonar að það geri það ekki og ég geri ekki ráð fyrir því. Það er óhætt að segja að við töpuðum þessum leik með sæmd þótt það hafi verið á leiðin- legan hátt og menn eru fyrst og fremst svekktir að hafa ekki klár- að leikinn. Nú er bara að bíta á jaxlinn og gera sitt besta,“ sagði Gunnar. Hann sagði það nánast öruggt að Steingrímur Birgisson yrði ekki orðinn góður af meiðsl- um sem hann hlaut í leiknum gegn Val en aðrir væru heilir. Athygli hefur vakið að nú í 15. umferð verður farið að leika með nýjum leikreglum og sýnist víst sitt hverjum um ágæti þeirra og einnig þá ákvörðun að þær taki gildi nú þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinum. Gunnar Gísla- son sagðist ekki eiga von á að reglurnar verði til góðs fyrir fót- boltann. „Það er hætt við að nú fari markmenn að sparka meira frá markinu, menn losi boltann frekar í innkast í stað þess að senda á markvörð og þar fram eftir götunum. Ég get ekki séð að boltinn verði meira í leik en áður,“ sagði Gunnar. Leikur KA og Fram fer fram í Reykjavík og hefst klukkan 18.30. Fram hefur tapað síðustu sex leikjum sínum og hefur ekki unnið leik frá því að liðið vann FH í 9. umferð. KA vann hins vegar síðasta leik gegn ÍA og þarf á sigri að halda í botnbar- áttunni. SV Verða KA-menn búnir að jafna sig í kvöld? Mynd: Golli Úrslit í flórða flokki karla: s / Völsungur 1 urslitaleikinn - leikur við Fram um íslandsmeistaratitilinn Úrslit í fjórða flokki karla fóru fram á Húsavík um helgina. Þar léku norðanliðin KA og Völsungur í úrslitaleik og höfðu þeir síðarnefndu betur og leika við Fram, sigurvegar- ana úr Reykjavíkurriðlinum, til úrslita um Islandsmeistara- titilinn. Saman í riðli voru Völsungur, Víkingur og Huginn, annars vegar og KA, FH og Austri, hins vegar. Úr- slitin urðu sem hér segir: Riðlakeppni: Völsungur-Huginn 16:1 Víkingur-Huginn 14:2 Völsungur-Víkingur 1:3 KA-FH 1:1 KA-Austri 4:1 FH-Austri 8:0 FH-Völsungur 0:3 Undanúrslit: Úrslitaleikur: Víkingur-KA 2:5 Völsungur-KA 3:0 Lið Völsungs í fjórða flokki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.