Dagur - 27.08.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 27. ágúst 1992
Skrifstofutæknl
,^ám sem xrrisp4
Innritun og upplýsingar
22.00.
í síma 27899 til kl.
Tölvufræðslan Akureyrl
Furuvöllum 5, II. hæð,
Akureyrl. Síml 27899.
Fréttir
Verðlagsráð segir bflasala ekki alltaf fara að lögum:
„Okkur þykir óréttlátt að greidd séu
sölulaun af báðum bifreiðunum“
- segir Sigurður Valdimarsson
beinni endursölu á bílasölunni
Síðustu dagar
útsölunnar
Enn er hægt að
gera góð kaup
★
Viðskiptavinir ath!
Frá og með 31. ágúst verður verslunin
lokuð í hádeginu kl. 12.00-13.00.
IIIEYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275
Bílasalar eru ekki alls kostar
ánægðir með ákvörðun Verð-
lagsráðs er varðar söluþóknun
bOasala þegar notaðar bifreið-
ar eru teknar sem greiðsla eða
hluti greiðslu vegna kaupa á
annarri bifreið. Telja margir
bflasalar að m.a. hafi ekki ver-
ið metin að verðleikum sú
vinna sem þeir þurfa að inna af
hendi þegar um bifreiðasölur
er að ræða og sölulaun sem
tekin eru séu síst of há.
Hjörleifur Gíslason hjá Höldi
hf. segir að þegar bílasalan sem
hann starfi við annist sölu uppí-
tökubíls er venjulega tekinn
helmingur af lágmarksgjaldskrá,
en hún er 14 þúsund krónur. Með
öðrum orðum, fyrst eru teknar 14
þúsund krónur vegna uppítöku á
dýrari bifreiðinni og síðan 7 þús-
und krónur þegar ódýrari bifreið-
in er seld aftur, eða alls 21 þús-
und krónur. Hjörleifur segir að
það sé ekki hægt að reka bílasölu
ef hún eigi að annast ýmsa papp-
írsvinnu vegna umskráningar,
trygginga o.fl. ef ekki megi taka
gjald fyrir þá þjónustu. Um
helmingur bílaviðskipta hjá
Höldi hf. fer fram með þeim
hætti að ódýrari bifreið er notuð
sem greiðsla upp í dýrari bifreið
og það er allmiklu tímafrekara að
ganga frá slíkri bílasölu en ef
HRISALUNDUR
I kjallara fyrir skólann
Ritföng — gott verö
Úlpur kr. 3»995 — Peysur frá kr. 995
Buxur frá kr. 1 .295
Ostakynning
Föstudag kl. 14-19 - Laugardag kl. 10-14
Grettir sterki • Mandarínuostakaka • Dalayrja • Skólaostur
Kynningarafsláttur
Ritz kex
200 g
59
kr.
Kínakál
59
kr. kg
Lambakjöt
á lækkuöu
veröi til
mánaöamóta
Vínber
174
kr.kg
bifreið er seld beint, jafnvel þó
svo hluti söluandvirðis sé greidd-
ur með víxlum eða skuldabréfi.
„Það er ekkert minni vinna að
selja bílinn með peningum og
koma viðskiptunum saman því
það gerist með ýmsum hætti en
þótt hluti andvirðisins sé greidd-
ur með ódýrari bíl. Þetta er ekki
eins einfalt og það lítur út á blað-
inu hjá Verðlagsráði og ekkert
minni vinna að selja ódýrari bíl
en dýran,“ segir Hjörleifur Gísla-
son.
Sigurður Valdimarsson hjá
Bifreiðaverkstæði Sigurðar
Valdimarssonar segist ekki taka
sölulaun af báðum bifreiðunum
þegar bifreið er boðin sem
greiðsla en segist vita að það sé
mjög algengt í þessari atvinnu-
grein.
„Þegar komið er með bifreið
sem greiðslu upp í nýja bifreið
þarf kaupandinn aðeins að greiða
umskráningargjald sem er 2300
krónur, en bifreiðin er hins vegar
metin af umboðinu og kaupverð
þá 10 til 15% lægra en ef hún væri
og mörgum finnst það alveg nóg.
Okkur hefur alltaf þótt það órétt-
látt að greidd séu sölulaun af
báðum bílunum, lágmarkssölu-
laun af annari bifreiðinni en 2%
af hinni auk virðisaukaskatts en
stundum nægja 5 þúsund krón-
urnar ekki til að mæta þeim
kostnaði sem við verðum að
leggja út fyrir,“ segir Sigurður
Valdimarsson.
Sigrún Kristmundsdóttir hjá
Verðlagsstofnun segir að fólk
geti haft umrædda samþykkt
Verðlagsráðs til hliðsjónar og
bent á hana þegar það standi í
bílaviðskiptum, en ef bílasalar.
vilji ekki beygja sig fyrir þessari
ákvörðun þá verði viðkomandi
að snúa sér til dómstólanna innan
6 mánaða og þessi lög eru ekki
afturvirk. Um refsiákvæði sagði
Sigrún: „í lögunum er gert ráð
fyrir að málið yrði kært til rann-
sóknarlögreglu og yrði þá við-
komandi bílasala væntanlega
dæmd í fésekt eingöngu. Höfða
yrði mál í hverju einstöku tilfelli
og því gætu þau orðið ansi mörg
ef allir færu af stað,“ segir Sigrún
Kristmundsdóttir hjá Verðlags-
stofnun.
Sigrún segir að unnið sé að því
hjá stofnuinni að kanna mál fast-
eignasala sem séu keimlík málum
bílasala en ekki hafi verið gerð
nein samþykkt um það enn. Iðu-
lega séu tekin sölulaun fyrir íbúð-
ir sem ekki séu á söluskrá við-
komandi fasteignasölu en séu
hluti af verði þeirrar fasteignar
sem verið sé að selja. Það mál er
samt nokkuð flóknara þar sem í
gildi eru sérlög um fasteignasöl-
ur. GG
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði:
Óheimilt að leggja inn
mjólk upp í framleiðslu-
leimildir næsta árs
Saintök afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði sendu mjólkurfram-
leiðendum bréf í gær þar sem
ítrekað er að engar heimildir
séu til staðar við lok verðlags-
ársins að leggja inn mjólk fyrir
mánaðamót upp í framleiðslu-
heimildir næsta árs. Þetta bréf
var sent út vegna fréttar þar
um í Morgunblaðinu í gær.
Á undanförnum fimm árum
hefur mjólkurframleiðendum
verið heimilt að færa allt að 5%
af fullvirðisrétti sínum á milli
verðlagsára, þ.e. nýta sinn rétt
fyrirfram. Með þessum hætti hef-
ur verið unnt að jafna út sveiflur
í mjólkurframleiðslunni og nýta
framleiðslugetu bænda í kringum
verðlagsáramót. Þetta er ekki
unnt að gera nú vegna samnings
um stjórnun mjólkurframleiðsl-
unnar sem undirritaður var af
ríkisvaldinu og Stéttarsambandi
bænda á dögunum. Samkvæmt
honum fellur verðábyrgð ríkis-
sjóðs niður og framleiðsla og
birgðir mjólkurvara verða frá 1.
september nk. á ábyrgð framleið-
enda og afurðastöðva.
Þessar breytingar munu hafa í
för með sér að þeir mjólkurfram-
leiðendur sem þegar eru búnir
með fullvirðisrétt sinn verða um
stundarsaki^ í vandræðum með
umframframleiðslu sína en geta
þó lagt hana í samlögin með von
um að eitthvað fáist fyrir hana.
JÓH
Olíufélögin:
Verðlækkun á bensíni
Olíufélögin þrjú, Skeljungur,
Olís og Olíufélagið lækkuðu
bensínverð sitt í gær og er
lækkunin á bilinu 0,70 til 1,60
krónur á lítrann eftir tegund-
um.
Ástæða þessarar lækkunar er,
að sögn talsmanna olíufélaganna,
lágt gengi dollarans, en frá síð-
ustu verðákvörðun hefur gengi á
dollara lækkað úr 58 krónum nið-
ur í 53 krónur. Einnig hefur orð-
ið lækkun ytra á innkaupsverði
bensíns. ój