Dagur


Dagur - 01.09.1992, Qupperneq 3

Dagur - 01.09.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Norðlensku framhaldsskólarnir settir í þessari viku og hinni næstu: Nemendafjöldi Framhaldsskólans á Húsavík eykst um 17% milli skólaára Framhaldsskólarnir á Norður- landi verða settir í dag og á næstu dögum. Verkmennta- skólinn á Akureyri verður sett- ur í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 og stundatafla afhent eftir hádegi á miðvikudag en kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá á fimmtudagsmorg- un. Framhaldsskólinn á Húsa- vík verður setttur 2. september kl. 10.30 í Húsavíkurkirkju og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá á fimmtudag. Framhaldsskólinn á Laugum byrjar 9. september og hefst kennsla strax daginn eftir og haustönn hefst í Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki 7. september með afhendingu stundaskráa og bókalista, en kennsla hefst síðan daginn eftir. Við Verkmenntaskólann á Akureyri hefur aðsókn verið vax- andi í verklegar greinar undan- farin ár en að sama skapi minni í bóklegar greinar en sú þróun hófst fyrir þremur árum síðan. Við flestar verklegar brautir hef- ur þurft að takmarka aðsókn og vísa nemendum frá en við- skiptabrautin er orðin fámennari en verið hefur undanfarin ár en hún var lang fjölmennust áður fyrr. Nemendur verða í vetur um 1000 í dagskóla og fækkar um 100, en fjöldi kennara verður svipaður milli ára og litlar breyt- ingar í þeim hópi. Fjölda kennslutíma á viku hefur fækkað um 300 milli ára og eru nú um 1900. Verkmenntaskólinn hefur sagt upp öllu leiguhúsnæði í íþrótta- höllinni og fer öll kennsla í fyrsta sinn fram í húsnæði skólans að íþrótta- og sundkennslu undan- skilinni að sjálfsögðu. Nemendur í Öldungadeild verða um 160 í vetur sem er eilítil fækkun og hefst kennsla þar einnig á fimmtudag. Viðskiptabraut hefur verið þar meginlína í námsvali en í vetur verða nemendur á uppeld- is- og heilbrigðisbrautum fleiri en áður á kostnað viðskiptabrautar. í vetur verða 186 nemendur í Framhaldsskólanum á Húsavík sem er nokkur fjölgun, en á síð- asta skólaári voru þeir 159. Kennarafjöldi verður svipaður og í fyrra þar sem ekki er um umtalsverða aukningu á tímum að ræða en þeir verða 402 á viku. Nemendur á fyrsta ári eru á almennri bóknámsbraut og þurfa ekki að taka ákvörðum um á hvaða braut þeir fara fyrr en á öðrum vetri. í vetur verða 120 nemendur við nám í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal sem er svip- aður nemendafjöldi milli skóla- ára. Umsóknir um skólavist voru 150 og þurfti því að vísa frá nokkuð stórum hóp umsækj- enda. Þær breytingar verða á námsframboði að fellt verður niður fornám og viðskiptabraut, en vinsælustu námsbrautirnar eru ferðmálabraut með 19 nemendur og íþróttabraut með 21 nemanda. Kennarar eru 12 sem er sami fjöldi og í vor, en allir kennararnir eru með BA-próf og kennsluréttindi utan einn, en hann er að afla sér kennslurétt- inda. í vetur verður nemendafjöldi Biskup ásamt prestum á tröppum Tjarnarkirkju að lokinni messu. Tjarnarkirkja í Svarfaðardal 100 ára: Endurbygging kirkjunnar kostar rúmar 5 miUjónir króna biskup Islands endurvígði kirkjuna sl. sunnudag 5. júní sl. voru liðin hundrað ár frá vígslu Tjarnarkirkju í Svarfaðardal. I sumar hefur verið unnið að endurbyggingu kirkjunnar og sl. sunnudag var hún svo endurvígð af biskupi íslands, hr. Ólafi Skúlasyni, að viðstöddum fjölda kirkjugesta auk þeirra sem fylgdust með athöfninni í rútu sem stóð á bæjarhlaðinu á Tjörn. Auk biskups og sóknarprests- ins, sr. Jóns Helga Þórarinsson- ar, voru viðstaddir vígsluna pró- fasturinn, sr. Birgir Snæbjörns- son, fyrrverandi víglsubiskup, sr. Sigurður Guðmundsson og sókn- arprestarnir Pórhallur Höskulds- son á Akureyri, Svavar A. Jóns- son í Ólafsfirði, Hulda Hrönn Helgadóttir í Hrísey og Torfi Hjaltalín Stefánsson á Möðru- völlum. í lok prédikunar sagði biskup um tilgang smíði nýrrar Tjarnar- kirkju fyrir hundrað árum m.a.: „Hún var til að auðvelda söfnuði þjónustu og gera leiðina greiðfærari fram fyrir Guð. Þá var af stórhug og fórnfýsi hafist handa svo gleymist ekki og samur var tilgangurinn þegar það var bætt sem látið hafði á sjá í þessari endurgjörð. Þessa sama þarfnast söfnuðurinn líka sífellt, að gera sér grein fyrir því hvar farið er að verða snjáð og dapurlegt og bæta það upp með aukinni virkni í þjónustu við Guð svo maður njóti einnig." Að lokinni vígsluathöfn var öllum hátíðargestum boðið til kaffidrykkju í Húsabakkaskóla. GG við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki 410 en voru 371 og er því um umtalsverða aukningu að ræða. Kennarafjöldi verður svip- aður og í fyrra, eða 33 og þar af 9 stundakennarar, og hefur stærst- ur hluti þeirra tilskilin kennslu- réttindi en þrír kennaranna eru að ljúka kennsluréttindanámi þessa dagana. Kennslustundir verða um 820 á viku. Fjölbrautaskólinn býr við gíf- urlegan húsnæðisskort sem veld- ur því að fleiri kennslustundir verða á hvern kennara en á síð- asta skólaári. Síðustu tvö árin hefur verið mikil aðsókn að grunndeild málmiðnaðar og verða þar 22 nemendur í vetur sem er hámark sem skólinn getur tekið við með tilliti til húsnæðis og tækjakostar. GG Kennsla að heljast í grunnskólunum: Hlutfall réttinda- kennara aldrei verið hærra Kennsla í grunnskólum Akur- eyrar hefst 7. september nk. en nú er að Ijúka undirbúnings- vinnu við lokafrágang stunda- skrár, kennararáðningar o.fl. Kennarar (og leiðbeinendur) koma saman á fyrsta kennara- fund vetrarins í dag, þriðju- dag, en á miðvikudag og fimmtudag fer fram haustþing kennara á Norðurlandi eystra og föstudagurinn 4. september er vinnudagur kennara. í Barnaskóla Akureyrar verð- ur skólastjórinn, Benedikt Sig- urðarson, f leyfi og tekur aðstoð- arskólastjórinn, Birgir Svein- björnsson, við hans stöðu. 1 Barnaskólanum sem og öðrum skólum fækkar kennslustundum samkvæmt tilskipun frá Mennta- málaráðuneytinu en sami kennarafjöldi verður þar í vetur, alls 21. Nemendafjöldi verður um 320 sem er svipað og í fyrra en nokkuð virðist um það að yngra fólk sé að setjast að í eldri hverfum bæjarins. í Oddeyrarskóla verða 14 kennarar í vetur og þar af einn leiðbeinandi og nemendafjöldi um 180 sem er einhver fækkun frá síðasta skólaári. í Lundarskóla fækkar kennur- um um 3, verða 29. Fimm eru hættir og einn nýr hefur bæst í hópinn og tveir hafa komið aftur til starfa úr leyfi. Nemendum fækkar líklega heldur í Lundar- skóla, verða 390 en voru 404 á síðasta skólaári. Stærstur grunnskólanna er Síðuskóli en 600 nemendur verða þar við nám í vetur og er það fjölgun um 40. Kennarar verða 40 og eru 8 ný nöfn á þeim lista, einhverjir hafa hætt og eins eru barnsburðarleyfi í gangi. Engin fjölgun er á stöðugildum í Síðu- skóla vegna færri kennslustunda í hverri bekkjardeild. 15 af kenn- urum Síðuskóla hafa setið þessa vikuna á heimspekinámskeiði sem fram fer í skólanum. í Glerárskóla verður Úlfar Björnsson skólastjóri í vetur í leyfi Vilbergs Alexanderssonar. 31 kennari verður þar í vetur og þar af eru 9 leiðbeinendur en orsökin fyrir því er að margir kennarar eru ýmist í launalausu leyfi, barneignaleyfi eða orlofi og kennarar eru ekki fúsir til að sækja um stöður sem aðeins eru veittar til eins árs. Nokkuð er um að kennarar séu í hlutastarfi, en í minna mæli en áður. í Glerár- skóla fjölgar um eina bekkjar- deild, en nemendur verða um 450 í vetur og er það nokkur fjölgun frá síðasta skólaári. Við Gagnfræðaskóla Akureyr- ar verða 29 kennarar í vetur sem er fækkun um fimm. 10 hafa hætt störfum, 5 nýir koma til starfa og nokkuð er um það að þeir sem hafa verið í hlutastarfi taki að sér meiri kennslu í vetur og eins fækkar tímum sem veldur fækk- un í kennaraliðinu. 6 leiðbein- endur starfa við Gagnfræðaskól- ann í vetur, þar af báðir sóknar- prestarnir við Akureyrarkirkju. Nemendafjöldi verður um 420 í 18 deildum sem er eilítil fjölgun frá síðasta skólaári. GG Verksmiðjuútsala Vegna fjölda fyrirspurna opnum við útsöl- una Grænumýri 10, í dag kl. 13. Úrval af barna- og kvennáttfatnaði, morgunsloppum, undirfatnaði og fleiru. Það gæti verið hagstætt að kaupa jóiagjafirnar núna á lágu verði. Ath. Útsalan verður aðeins þessa viku opið kl. 13-18. FATAGERÐIN

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.