Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 15. október 1992 196. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ÓlafsQörður: Bæjarstjórinn hafnaði nýju til- boði meirihlutamanna um starfslok Minnihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar krafðist þess á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld að á bæjarráðsfundi í dag verði gerð grein fyrir til- boði sem meirihlutinn gerði Bjarna Grímssyni, bæjar- stjóra, á dögunum um starfs- lok hans en Bjarni hafnaði þessu tilboði. Svo virðist sem deilur frá því á síðasta ári og um síðustu áramót séu að taka sig upp á nýjan leik en sem kunnugt er var þá gert sam- komulag innan meirihluta sjálfstæðismanna að halda samstarfí áfram og starfa með Bjarna Grímssyni, bæjar- stjóra. Á fundinum í fyrrakvöld kvaddi Björn Valur Gíslason, forystumaður minnihlutans, sér hljóðs utan dagskrár og las eftir- farandi bókun: „Að undanförnu hefur verið uppi orðrómur þess efnis að meirihluti bæjarstjórnar hafi gert bæjarstjóra tilboð varðandi starfslok hans. Bæjarstjóri hefur nú staðfest við mig að honum hafi verið gert slíkt tilboð sem hann hafi hafnað. Vegna þessa óskar minnihlutinn eftir því að bæjarstjórnarmönnum verði kynnt þetta tilboð og það verði lagt fyrir næsta bæjarráðsfund. Jafnframt er þess óskað að í framtíðinni verði bæjarstjórn- armönnum gert viðvart um áform sem þessi, ef einhver verða, áður en til framkvæmda kemur,“ segir í bókuninni. Litlar umræður voru á fundin- um um málið en forseti bæjar- stjórnar, Óskar Þór Sigurbjörns- son, sagði að engin niðurstaða sé komin í þetta mál. Björn Valur Gíslason, sagði í samtali við blaðið í gær, að ástæða fyrir bókuninni sé að minnihlutinn teldi sig knúinn að óska eftir upplýsingum um hvað meirihlutinn sé að bjóða bæjar- Áætlanir um lokun Kristnesspítala: „Lflást skipulagðri niðurrifsstarfseim“ - sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson þingmaður á Alþingi í gær Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra lýstu yfír þungum áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem ríkti um framtíð Kristnes- spítala þegar fram fór utandag- skrárumræða um málið á Alþingi í gær að ósk Jóhannes- ar Geirs Sigurgeirssonar, en ástæðuna fyrir óskinni um utandagskrárumræðuna sagði hann vera þá að í samtali við Ríkisútvarpið hefði heilbrigð- isráðherra nýverið upplýst að svo gæti farið að Kristnes- spítala yrði lokað. Þingmaðurinn sagði ennfremur að þrátt fyrir að menn héldu því fram að einungis væri um hag- ræðingu að ræða þá þýddi þriðj- ungsniðurskurður, eða u.þ.b. 40 milljónir króna, ekkert annað en lokun Kristnesspítala. Jóhannes Geir benti á, að á undanförnum árum hefði mikið Sauðárkrókur og Blönduós: Ágæt innheimta fasteignagjalda Innheimta fasteignagjalda á Sauðárkróki og Blönduósi hef- ur gengið þokkalega. Er inn- heimtuprósentan á svipuðu róli og í fyrra. Á bæjarskrifstofunni á Sauðár- króki fengust þær upplýsingar að innheimtuprósentan sé 83,93% í ár, en hún var 84,44% á sama tíma í fyrra. Þessi prósenta sveifl- ast nokkuð milli ára og telja menn því ekkert óeðlilegt við þessar tölur. Innheimtuprósenta fasteignagjalda hjá Blönduósbæ er rúm 89% sem má teljast allgott. Er það svipað og á síð- asta ári. Það er því ekki að sjá að það komi niður á fasteignagjöld- unum að hart sé í ári. sþ starf verið unnið til að koma upp einu endurhæfingarstöðinni utan höfuðborgarsvæðisins. „Þetta stangast því algjörlega á við yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um flutning ríkisstofnana út á land“ og hann bætti við, „á sama tíma er verið að byggja upp endur- hæfingarstöð á Kópavogshæli og við forsendur Fjárlaga 1993 væri sagt að í tengslum við kjara- skerðingar hafi verið fallið frá lokun öldrunardeildar og sam- kvæmt því yrði Hátún opnað að nýju í Reykjavík. Kostnaðinn af þessu á að taka af rekstrarfé Kristnesspítala. Ástandið er orðið óþolandi fyrir starfsfólk og sjúklinga stofn- unarinnar, þetta líkist miklu meira skipulagðri niðurrifsstarf- semi heldur en að menn séu að reyna að ná fram sparnaði. Allir aðilar málsins fyrir norðan eru tilbúnir til þess að skoða raun- verulegan sparnað. Heilbrigðis- þjónustan við Eyjafjörð hefur sýnt að hún getur tekið á slíkum málum.“ Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í svari sínu að minna hefði orðið úr endur- hæfingarstarfinu en til hefði staðið, m.a. vegna þess að húsa- kynni hefðu ekki leyft þær breyt- ingar og ekki hefðu fengist þær stöðuheimildir sem nauðsynlegar hafi verið. Sighvatur sagði enn- fremur að komið hefði fram að ýmsir vankantar væru á stjórnar- fyrirkomulagi, þ.e. að Kristnes- spítali tilheyrði Ríkisspítölum og væri stjórnað frá Reykjavík af forstjóra og stjórnarnefnd. Rekstur Kristnesspítala væri dýr- ari en annarra sambærilegra stofnanna og ástæðan væri m.a. sú að þar væru 16 starfsmanna- íbúðir og þrjú einbýlishús sem spítalinn yrði að sjá um. Að lok- um sagðist heilbrigðisráðherra hafa skipað nefnd sem ætti að athuga möguleika á að leggja starfsemi spítalans niður, vista sjúklinga á öðrum stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu eða leita annarra leiða til að rekstur Krist- nesspítala geti verið innan ramma fjárlagafrumvarpsins. Til máls tóku aðrir þingmenn kjördæmisins að Halldóri Blön- dal landbúnaðarráðherra undan- skildum, og var málflutningur þeirra mjög á sömu lund, þ.e. það væri óþolandi að til stæði að leggja Kristnesspítala niður. SV/GG stjóra, hvort þar séu á ferðinni peningagreiðslur eða annað. Með þessu sé gamall draugur að vakna upp innan bæjarstjórnar en á fyrsta fundi ársins hafi verið lögð fram bókun þar sem sjálf- stæðismenn hafi tilkynnt um áframhaldandi samstarf í meiri- hluta og með Bjarna Grímsson sem bæjarstjóra. Jafnframt hafi verið heitið góðu samstarfi með minnihlutanum en það Ioforð hafi greinilega ekki verið haldið af hálfu meirihlutans og nú sé beygt inn á sömu braut og áður. Bjarni Grímsson vildi ekki ræða þetta mál í gær. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseta bæjarstjórnar. JÓH Myndlistaskólinn á Akureyri höfðar tii fjölda fólks. Kennsla er hafin sem í öðrum skólum. I dagskólanum á haustönn eru 26 nemendur og 160 nemend- ur sækja námskeið í teiknun og málun. Margir eru til kallaðir en fáir útvald- ,r« Mynd: Robyn Sigluflörður: Helga RE landað 1000 tonnum af rækju - áhöfnin fékk rjómatertu frá útgerðinni Rækjubáturinn Helga RE-49 náði þeim árangri sl. mánudag að hafa landað 1000 tonnum af Bfll útaf á Lágheiði - og annar við Vermundarstaði Bifreið fór út af veginum á Lágheiði síðdegis í gær vegna hálku. Bifreiðin var dregin upp á veginn aftur af dráttarbifreið og reyndist lítið skemmd. Eng- in slys urðu á fólki. Fólksbifreið þeyttist út af veg- inum framan við Vermundarstaði í Ólafsfirði í gær um fimmleytið og er ónýt. Bílstjórinn var einn í bílnum og slapp ómeiddur. GG rækju á þessu ári og af því tilefni afhenti rækjuvinnsla Ingimundar hf. á Siglufírði áhöfninni rjómatertu að gjöf sem svolitla viðurkenningu fyr- ir áfangann. Á öllu síðasta ári var rækjuafli bátsins um 1000 tonn og því stefnir í verulega meiri afla nú á bátnum. Á þessu ári hefur verk- smiðjan fengið liðlega tvö þús- und tonn til vinnslu sem er.syipað magn milli ára. Auk Helgu landa bátarnir Ögmundur RE-94 og Höfrungur AK hjá Ingimundi hf. en tveir fyrrnefndu bátarnir eru í eigu Ingimundar hf. Þessir bátar hafa nægilegan rækjukvóta til að halda rækjuvinnslunni gangandi allt árið en auk þess á útgerðin Helgu II RE-373 sem er á loðnu- veiðum. Segja má að sá siður sé orðinn að hefð á Siglufirði að gleðja skipshafnir rækju-, síldar- og loðnubáta með rjómatertum við sérstök tilefni og óneitanlega er sá siður bæði skemmtilegur og bragðlaukakitlandi. Nú er að sjá hvaða skipshöfn hreppir næstu rjómatertuveislu á Siglufirði. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.