Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. október 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Halidór Arinbjarnarson Heimsmeistaramót í júdó: „Tókum ekki upp úr töskunum til þess aö halda fötunum sæmilega hreinum“ Freyr Gauti og Jón Óðinn á góðri stund. Þeir eru vafalaust fegnir að vera komnir heim. Eins og fram kom í blaðinu í gær eru þeir Freyr Gauti Sig- mundsson og Vernharð Þor- Ieifsson komnir heim frá Argentínu þar sem þeir kepptu á HM í júdó fyrir karla yngri en 21 árs en mótið var haldið í Buenos Aires að þessu sinni. Freyr Gauti náði 9. sæti í sín- um flokki sem er mjög góður árangur ef tekið er mið af styrkleika mótsins. AHt ferða- lagið var hið ævintýralegasta og kynntust þeir félgar ýmsu sem menn eiga ekki að venjast í stórmóti sem þessu. Alls tóku 37 þjóðir þátt í mót- inu sem var geysisterkt. Vern- harð keppti fyrst en hann keppir í -95 kg flokki. Hann var mjög óheppinn. Lenti á móti heima- manni í 1. umferð sem var dyggi- lega studdur af þúsund heima- mönnum sem sungu þjóðsönginn í sífellu. í upphafi glímunnar fékk Vernharð á sig refsistig og Argentínumaðurinn náði síðan að hanga á þeirri forustu allt til loka. I næstu umferð tapaði íslendingar urðu þess heiðurs aðnjótandi að mæta Rússum í fyrsta leik þeirra síðarnefndu í móti í 79 ár. Leikur liðanna fór fram í frosti á Lenín leikvang- inum í Moskvu. Rússar voru betri aðilinn í leiknum og unnu verðskuldaðan sigur 1:0. Fyrri hálfleikur var tíðindalít- ill. Liðin skiptust á um að sækja í byrjun en síðan náðu Rússar heldur undirtökunum, án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Þeir áttu þó nokkrar þungar sóknir en íslensku varnar- mennirnir voru vel á verði og náðu að bægja hættunni frá. Besta færi íslendinga kom um miðjan hálfleikinn þegar Ragnar Margeirsson átti skot í stöng. Rétt fyrir leikhlé meiddist Birkir Kristinsson markvörður eftir samstuð við einn Rússann. Hann harkaði þó af sér og hélt áfram. í seinni hálfleik máttu íslend- ingar halda áfram að verjast. Lengi vel leit út fyrir að íslending- ar næðu öðru stiginu, en mark Sergei Juran á 20. mínútu seinni hálfleiks gerði þær vonir að engu. Varnarleikur íslendinga var góð- ur allan leikinn ef markið er Læknar Eyjólfs Sverrissonar vildu ekki sleppa honum í A-landsleikinn á móti Rússum. Argentínumaðurinn fyrir Kóreu- búa sem síðar hélt áfram og varð heimsmeistari. Þar sem Argen- tínumaðurinn tapaði fékk Vern- harð ekki uppreisnarglímu og var þar með úr leik. Til að gefa hug- mynd um styrkleika mótsins, þá vann Kóreubúinn nýkrýndan Vernharð var mjög óheppinn með andstæðing þegar dregið var. undanskilið. Birkir markvörður átti einnig góðan dag og bjargaði oft vel. Sveinbjörn Hákonarson kom inná þegar 3 mínútur voru til leiksloka. Islendingar hafa nú 2 stig að loknum 4 leikjum. HA Landslið íslands skipað leik- mönnum 21 árs og yngri tapaði stórt fyrir Rússum í fjórða leik liðsins í undankeppni Evrópu- móts landsliða. Rússar skor- uðu þegar á 2. mínútu og bættu 4 mörkum við áður en flautað var til leiksloka. Rússar voru mun betri framan- af og í fyrri hálfleik lék íslenska Ólympíumeistara í úrslitum. Freyr Gauti sat yfir í 1. umferð í -78 kg flokknum. í 2. umferð mætti hann Uruguaybúa sem hann sigraði. Næst tapaði hann fyrir silfurverðlaunahafanum af síðasta Evrópumeistaramóti en fékk uppreisnarglímu þar sem sá tapaði næstu glímu. Uppreisnar- glímunni tapaði Freyr Gauti en þessi árangur tryggði honum 9. sæti í sínum flokki sem er mjög góður árangur á heimsmeistara- móti þar sem 37 þjóðir taka þátt, ekki síst ef miðað er við aðstæð- ur. Aðstaða keppenda var mjög frábrugðin því sem menn eiga að venjast af stórmóti sem þessu, að sögn Jóns Óðins Óðinssonar sem fór með strákunum sem farar- stjóri. Mótshaldarar eiga að sjá um allar ferðir en ekkert stóðst í þeim efnum. Fáir virtust tala ann- að en spænsku og því var erfitt með öll samskipti. Innifalið í verði hótelsins átti að vera matur en þann stað fundu þeir félagar aldrei og hættu reyndar að leita er þeir fregnuðu frá Portúgölum að þeir hefðu hrakist þaðan út aftur sökum óþrifnaðar. Annar aðbúnaður var í sama stíl. íslendingarnir gistu á hóteli sem átti að vera fjögurra stjörnu. Þar skorti hins vegar mjög upp á hreinlæti. „Við tókum fötin aldrei upp úr töskunum til þess að halda þeim allavega sæmilega hreinum," sagði Jón Óðinn. Eins og fram hefur komið í Degi þurftu keppendur og farar- stóri sjálfir að fjármagna ferðina þar sem Júdósambandið er fjár- vana og gat ekki hlaupið undir liðið talsvert undir getu. Staðan var 3:0 í hálfleik og þrátt fyrir mun betri seinni hálfleik hjá íslendingum náðu þeir ekki að skora en fengu á sig 2 mörk. Ólafur Pétursson markvörður sá til þess að tapið yrði ekki enn stærra. Auk hans átti Ágúst Gylfason ágætan leik. Leikið var við erfiðar aðstæður, kalt var í veðri og völlurinn frosinn. HA bagga. Jón Óðinn sagði þá að mestu eiga þann þátt ferðarinnar eftir en gerði sér vonir um að það mundi takast. Júdódeild KA er 15 ára um þessar mundir og af því tilefni verður gefið út afmælisrit. Um síðustu helgi var haustmót Júdósambands Islands haldið í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frá KA tóku 6 keppendur þátt og stóðu þeir sig allir mjög vel. Alls voru þátttakendur milli 40 og 50 frá 4 félögum. Auk KA voru það Ármenningar, Þróttar- ar og Selfyssingar. Mótið var heldur minna í sniðum en oft áður og nokkrir af sterkustu júdómönnum okkar voru ekki með. Munaði þar mest um Frey Gauta Sigmundsson og Vernharð Þorleifsson sem voru á HM í Argentínu. Bjarni Friðriksson og Sigurður Bergmann voru heldur ekki með. Bestum árangri norðanmanna náðu Rúnar Snæland, Jónas Jónasson og Friðrik Pálsson. Að sögn Jóns Jakobssonar hjá KA sem einnig náði ágætis árangri, sýndu menn tölverðar framfarir og sérstak- lega nefndi hann Friðrik Pálsson sem hann sagði vera í mikilli sókn. í lokin fylgja svo úrslitin. , HA Urslit Karlaflokkur: -60 kg: 1. Höskuldur Einarsson, Ármanni 2. Rúnar Snæland, KA 3. Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni -71 kg: 1. Eiríkur Kristinsson, Ármanni 2. Karl Erlingsson, Ármanni 3. -4. ívar Þrastarson, Ármanni 3.-4. Kristján Ársælsson, Þrótti „Nú er verið að fara af stað með auglýsingasöfnun fyrir það rit og þá ætti eitthvað að koma í kass- ann því ekki veitir af,“ sagði Jón Óðinn Óðinsson júdóþjálfari og Argentínufari. HA -78 kg: 1. Helgi Júlíusson, Ármanni 2. Halldór Guðbjörnsson, Ármanni 3. Karel Halldórsson, Ármanni -95 kg: 1. Halldór Hafsteinsson, Ármanni 2. Þórir Rúnarsson, Ármanni +75 kg: 1. Jón Jakobsson, KA 2. Sigurður Jónsson, Þrótti Opinn flokkur: 1. Halldór Hafsteinsson. Ármanni 2. Þórir Rúnarsson, Ármanni 3. Jón Jakobsson, KA Karlar yngri en 21 árs: -65 kg 1. Rúnar Snæland, KA 2. Jónas Jónsson, KA 3. Atli H. Arnarson KA -71 kg 1. ívar Þrastarson, Ármanni 2. Eyjólfur Sigurðsson, Ármanni +71 kg: 1. Ari Sigfússon, Ármanni 2. Friðrik Pálsson, KA 3. Guðmundur Ólason, Þrótti Unglingar 15-17 ára: -60 kg: 1. Gils Matthiasson, Selfossi 2. Bergur Sigfússon, Ármanni 3. Björn Grétarsson, Selfossi -65 kg: 1. Atli H. Arnarson, KA 2. Jónas Jónsson, KA 3. Teitur Guðmundsson, Selfossi +70 kg: 1. Ari Sigfússon, Ármanni 2. Friðrik Pálsson, KA 3. Atli Gylfason, Ármanni íslenska liðið varðist vel - beið þó lægri hlut Lárus Örri Sigurðsson virðist hafa fest sig í sessi í U-21 landsliðinu. Lið hans átti aldrei möguleika á móti Rússum og tapaði stórt. Landslið U-21: Tap fyrir Rússum JÚdÓ: Haustmótjúdósambandsins - ágætis árangur hjá KA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.