Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 11
Hvað er að gerast Fimmtudagur 15. október 1992 - DAGUR - 11 Afmælisbarnið Benedikt Guðmundsson, kona hans Svanhildur Sigurgeirsdóttir og dóttirin Eva Björk tóku á móti gestum, ásamt syninum Einari. Þriðja barn þeirra hjóna er Guðmundur en hann er atvinnumaður í knattspyrnu í Bclgíu og komst ekki í afmælið. Fertugsafmæli Benedikts Guðmundssonar, fulltrúa hjá Byggðastofnun á Akureyri: Vinir og vandamenn fjölmenntu í aftnælisveisluna - sem var að sjálfsögðu haldin í Hamri Benedikt Guðmundsson, full- trúi hjá Byggðastofnun á Akureyri og fyrrum formaður íþróttafélagsins Þórs, fagnaði fertugsafmæli sínu í hópi vina og vandamanna sl. fimmtudag. Herlegheitin voru að sjálf- sögðu haldin í Hamri, félags- heimili Þórs og komu yfir hundrað gestir til að samfagna Benedikt og hans fjölskyldu á þessum tímamótum. Honum bárust fjölmargar gjaf- ir á afmælisdaginn, blóm og blómaskreytingar, vínflöskur og margt fleira. Þarna voru fluttar ræður, þar sem m.a. „afrek“ Benedikts í gegnum árin voru tíunduð og þá var tekið lagið. Benedikt bauð gestum sínum upp á alls kyns drykki og eitthvað matarkyns, sem þeir kunnu svo sannarlega vel að meta. Benedikt var formaður íþrótta- félagsins Þórs í eitt ár, tímabilið 1985-1986 en hélt þá suður til Reykjavíkur. Þar tók hann við starfi hjá Henson og vann þar í 2 ár. Hann flutti síðan aftur til Akureyrar árið 1988 og réði sig til starfa hjá nýstofnuðu útibúi Byggðastofnunar á Akureyri. Þegar Benedikt lét af for- mennsku í Þór árið 1986, tók mágur hans, Aðalsteinn Sigur- geirsson, við formennsku í félag- inu og hefur hann stýrt því síðan. -KK í finni stofunni í Hamri sátu nokkrir „heimsþekktir“ Akureyringar og keppt- ust við að segja veiðisögur, sem flestar voru teknar með fyrirvara. Gestum var boðið upp á mat og drykk, sem þeir kunnu vel að meta. Myndir: Robyn Hann var þétt setinn bekkurinn í Hamri, enda komu yfir 100 vinir og vandamenn i heimsókn tii Benedikts á afmælis- daginn. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn í Hamri 21. október kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Afmælishátíð Ungmennasambands Eyjafjarðar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar í tilefni af 70 ára afmæli UMSE og 60 ára afmæli BSE verð- ur haldin vegleg afmælishátíð í tvennu lagi n.k. laugardag, 17. október. Fyrri hluti hátíðarinnar verður í íþróttahúsinu á Hrafnagili og hefst kl. 14og stendur til u.þ.b. kl. 16 og verður þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Síðari hluti hátíðarinnar verður í félagsheimilinu Freyvangi og hefst kl. 21 með afmæliskaffi, góðu skemmtiefni og pínu- litlum ræðustúfum, þrælæfðum. í lok kaffisamsætis mætir hljómsveitin Menning frá Dalvík á staðinn og spilar bæði gamalt og nýtt og auk þeirra kemur harmonikuleikari á staðinn með ekta valsa. Allir fá endurgjaldslaust inn á skemmtunina í íþróttahúsinu en óhjákvæmileg gjaldtaka fyrir kvöldkaffið og dansleikinn verður kr. 1200. Þrátt fyrir ágæta forskráningu í kaffisamsætið eru enn mörg sæti laus og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma. Verið velkomin í góðan hóp laugardaginn 17. okt. n.k. Nefndin. VETRARMÓNUSTA MRSHAMARSHF. 1. Mótorstilling. 2. Ath. viftureimar. 3. Hreinsa geymasambönd. 4. Ath. loftsíu. 5. Skipt um kerti. 6. Skipt um platínur. 7. Mæla frostþol. 8. Yfirfara og stilla Ijós. 9. Ath. þurrkur og rúðusprautur. 10. Lamir og læsingar smurðar. Innifalin eru kerti og platínur. Verð: 4 cyl. kr. 6.650,- 6. cyl. kr. 7.550,- 8 cyl. kr. 8.450,- Tilboð gildir til 15. nóv. Pantið í síma 22700. ★ Ath. umfelgum og jafnvægisstillum. þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut Akureyri Sími 22700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.