Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. október 1992 - DAGUR - 5 Sorpurðun á Glerárdal Allt virðist nú stefna í það að allt sorp af Eyjafjarðarsvæðinu verði urðað á Glerárdal um ókomna framtíð. Þetta þykja mér váleg tíðindi og ég get ekki orða bundist. Sundurtætt og skemmt svæði Akureyrarbær hefur urðað sorp á sorphaugunum á Glerárdal í langan tíma án þess að hafa til þess starfsleyfi frá Hollustuvernd ríkisins og eins virðist engin úttekt á jarðfræði svæðisins hafa farið fram áður en urðun hófst. Haugarnir eru ekki afgirtir og því alltaf opnir og allt sorp bæði frá fyrirtækjum og almenningi kem- ur óflokkað á haugana. Eins er sorpi frá sjúkrahúsinu eytt á opn- um eldi á haugunum og á haustin hefur mátt sjá þarna sláturúrgang frá heimalógun. Sigvatn frá haug- unum rennur óhindrað í Glerá. Á svæðinu hefur einnig víða farið fram skipulagslaus efnistaka (malarnám) og þá hafa bíla- íþróttamenn þarna aðstöðu. Með sanni má því segja að svæðið sé meira og minna sundurtætt og skemmt. Þannig lítur út bakgarð- ur Akureyringa. Bætt við ósómann En nú skal ekki látið staðar num- ið heldur bæta við ósómann með því að aka sorpi frá öllu Eyja- fjarðarsvæðinu á Glerárdal. Þessi ákvörðun byggir m.a. á nýlegri úttekt á jarðfræði sorphauganna sem unnin var fyrir Héraðsráð Eyjafjarðar og eins því að þarna eru haugar fyrir og hagkvæmni þess að hafa haugana í næsta ná- grenni við stærstu byggð svæðis- ins. Eins er aukning í sorpmagni talin „aðeins um þriðjungur" af því sorpi sem nú þegar er urðað á haugunum. Jarðfræðiúttektin virðist sýna að engin hætta er á að vatnsból bæjarins mengist vegna haug- anna enda liggja þau í hlíðum Glerárdals að vestanverðu. Eins telja höfundar skýrslunnar engar líkur á því að borhola Hitaveit- unnar við Laugaból mengist né að sigvatn frá haugunum renni í átt til bæjarins þar sem þeir telja að mengað vatn frá haugunum renni óhindrað í Glerá. Þá er Glerá talin ágætur viðtaki sig- vatns frá haugunum þar sem að tíð vatnsskipti og snögg flóð eru í ánni og farvegur lengstum brattur. Einnig telja þeir auðvelt að veita flæði grunn-, og yfir- borðsvatns frá Súlumýrum inn á haugstæðið, framhjá með nokk- uð viðamiklum skurðum ofan við haugana. Jarðvegsþykkt er talin nægjanleg á svæðinu og nóg af urðunarefni og siturmöl í næsta nágrenni hauganna. Einhver spurning virðist þó vera með þekjuefni (moldarþekju), en sú hugmynd viðruð að sækja megi urðunarefni vestur yfir Glerá í framtíðinni ef efnistaka innar í dalnum, á ósnertu svæði, myndi mæta andstöðu. Ótakmarkaðir stækkunarmöguleikar Þá eru möguleikar á stækkun hauganna taldir nánast ótak- markaðir og staðsetning heppileg með tilliti til flutninga. Ljóst er að þessi jarðfræðikönnun sýnir að svæðið uppfyllir flest þau skil- yrði sem í dag eru sett til frágangs og tilhögunar sorpurðunar. Á það skal þó bent að fram til þessa hafa verið gerðar litlar sem engar kröfur til sorphauga hér á landi af hálfu hins opinbera ef frá eru taldar nokkrar leiðbeiningar. Þó ber þess að geta að á síðustu árum hafa sveitarfélög víða um land tekið sorpeyðingu föstum tökum og í kjölfar þess fengið starfsleyfi frá umhverfisráðuneyt- inu þar sem starfseminni eru sett- ar ítarlegar starfsreglur. Sum þessara sveitarfélaga eru þó bæði fámennari og strjálbýlli en Eyjafjörður. Stórkostleg náttúruspjöll Akureyri er ferðamannabær og er aðstaðan í Hlíðarfjalli oft aug- lýst sérstaklega. Sorpurðun og efnistaka hefur nú þegar valdið stórkostlegum náttúruspjöllum á Glerárdal sem blasa við gestum Hlíðarfjalls. Aldrei verður hægt að ganga svo vel frá haugunum að þeir verði ekki til lýta í þessu landi, fyrir utan það að svona viðamikil starfsemi mun mjög hindra möguleika til útivistar í dalnum og áframhaldandi efnistaka til urðunar mun skemma svæðið enn frekar. Raunar ganga haug- „Glcrá er taiin tilvalinn viðtaki sigvatns frá haugunum í fyrrnefndri könnun, en mér finnst þess ekki nægilega gætt að áin rennur í gegnum bæinn og er að auki stífluð í honum miðjum og þó svo að komið verði fyrir fullkomnu hreinsivirki (sem ég efa reyndar) fyrir sigvatnið er hér um stflbrot að ræða,“ segir Olafur Jónsson m.a. í grein sinni. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, tók í síðustu viku við bjartsýnisverðlaunum Bröste 1992. Sigrún er tólfti íslenski listamáðurinn sem verðlaunin hlýtur, en þau voru fyrst veitt árið 1981. Vefðlaunin nema 35 þúsund dönskum krónum eða tæplega 350 þúsundum íslenskra króna. Ólafur Jónsson. arnir þvert á aðkomu fólks inn á dalinn og ber að hafa í huga í þessu sambandi að nauðsynlegt er innan skamms að girða af vatnsból bæjarins vestan Glerár sem mjög mun takmarka ferðir fólks þeim megin. Grafa þarf síð- an langa og djúpa skurði í hlíð- inni ofan við haugana til að taka við yfirborðsvatni, sem fyrir utan að hindra umferð gangandi fólks mun lýta mjög allt umhverfið. Glerá er talin tilvalinn viðtaki sigvatns frá haugunum í fyrr- nefndri könnun, en mér finnst þess ekki nægilega gætt að áin rennur í gegnum bæinn og er að auki stífluð í honum miðjum og þó svo að komið verði fyrir full- komnu hreinsivirki (sem ég efa reyndar) fyrir sigvatnið er hér um stílbrot að ræða. Náttúruperla eða framtíðar sorphaugur? Glerárdalur er allur ein náttúru- perla í seilingarfjarlægð frá bæn- um sem gefur stórkostlega mögu- leika til útivistar hvort sem það er fjallganga á Súlur og nærliggjandi fjöll og jökla eða skemmri gönguferðir. Jarðsaga og gróð- urfar á dalnum hefur verið kann- að og lýst nákvæmlega svo er einnig um örnefni. Hann er einn- ig vatnsforðabúr íbúanna og hýs- ir auk þess eina bestu aðstöðu til vetraríþrótta á landinu. Jarðfræðiúttekt sem sýnir að Glerárdalur geti orðið framtíðar sorphaugur Eyjafjarðar dugir hér ekki ein og sér. Heildarmyndina verður að hafa í huga. Brýnt er að nú þegar verði hafist handa við að leita að öðrum heppilegum stöðum til urðunar eða annarra leiða til sorpförgunar. Ólafur Jónsson. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Höfundur er dýralæknir á Akureyri. m* FIMMTUDAGU NORÐURLANDSMÓTIÐ í KARAOKESÖNG SKRÁNING f SÍMA 22770 ♦ ♦ F O U R ■■HS T U D A SJALLAKRÁIN HLJÓMSVEITIN BERGMÁL LAUGARDAGUR ARGENTÍNSKT KVÖLD MATREIÐSLUMEISTARNIR FRÁ ARGENTÍNA STEIKHÚS ÓSKAR FINNSSON OG JÓNAS ÞÓR SEM M.A. GERÐU GARÐIN FRÆGAN Á HOTEL ASTORIA í NEW YORK BJÓÐA UPP Á STÓRGLÆSILEGAN MATSEÐIL MATSEÐILL: GRAFINN NAUTAHRyGGVÖÐVI MEÐ ROMMRÚSÍNUSÓSU KJÖTTVENNA, NAUTALUND OG LAMBAFILLE MEÐ PÖNNURISTUÐU GRÆNMETI, HVÍTLAUKS- OG CHIMICHURRISÓSU PINA COLADAÍS MEÐ RJÓMA OG ÁVÖXTUM ÁRNI ÞÓR EYÞÓRSSON OG ANNA MARÍA RAGNARDÓTTIR FRÁ DANSSKÓLA JÓNS PÉTURS OG KÖRU SÝNA SUÐUR-AMERÍSKA DANSA ÖRN VIÐAR ERLENDSSON LEIKUR SUÐUR-AMERÍSKA TÓNLIST MIÐAVERÐ KR. 3.200,- AÐEINS ÞETTA EINA SKIPTI NÝDÖNSK LEIKUR FYRIR DANSI SJALLINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.