Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. október 1992 Samstaða um óháð ísland - EES-samningurinn undir þjóðaratkvæði | tTr almennum ^“^Tvorn S^ð « að vinna 1 efnahagssvæðið. Samtokin voru eínahags- 1 „egn því að íslendingar Jðast við að kynna fvæðinu og hefur starf Þ hættur sem aðstandendur samninginn og benda J? honum fyrh sjalfstæ | samtakanna telja er að samningnnnn landsins. Megin krafa rfratkvæði og landsmonnum a verði borinn undir þjo * -a áUt sitt á honum. A þann hátt gefinn hostur a að Æóðaratkvæðagreiðsla það hefur einmg venðbe PJfnisiegri umræðu um myndi kalla á mun almennan Qg teya fylgtsmenn samninginn en nu hefur fa innihald sammngs- Samstölu mikið skorta a að oefn'°rfriandsmönnum. A ins hafi verið kynnt nægileg^t^ Sigurður Helgason, fundi Samstoðu a Akurey Kristín Einarsdott Þat sem |,au I ræddu EES-samnmgmn. ------------- Pétur Helgason: Fyrirvararnir halda ekki Pétur Helgason, bóndi á Hrana- stöðum, sagði að mjög fróðlegt hefði verið að hlýða á erindi framsögumanna á fundinum. Sérstaklega hafi Sigurður Helga- son, fyrrum sýslumaður, komið víða við og bent á mörg atriði er bæri að varast. Sigurður hefði tekið tveggja mánaða frí til að kynna sér EES-samninginn - tal- ið þann tíma ekki af veita og því væri vafasamt að menn gerðu sér nægilega grein fyrir um hvað þeir væru að fjalla þar sem mikið verk væri að fara nákvæmlega í gegn- um allan samningstextann. Sigurður hefði bent á að íslend- ingar hefðu þótt slyngir samn- ingamenn í gegnum tíðina og Hannes Jónsson: Árlegt tap af EES aðild vegna mikils kostnaðar í umræðum um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið hefur meðal annars verið rætt um hugs- anlegan hagnað íslendinga af þátttöku í efnahagssvæðinu. í því sambandi hafa ýmsar tölur verið nefndar - allt að tveimur millj- örðum króna á ári. Á fundi Sam- stöðu á Akureyri kom fram í útreikningum sem Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra, hefur unnið um kostnað okkar af þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu að árlegt tap af þátttöku í EES verði um 145 milljónir króna á árunum 1993 til 1997 en 45 milljónir króna á ári eftir 1997. Hannes Jónsson gerir í út- Hannes Jónsson Prentarar Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Símar 96-12290 - 12291 - 11744. ||fl| Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur veröur haldinn aö Hótel Húsavík, Hlíöskjálf, kl. 15 sunnudaginn 18. október. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Önnur mál. Alþingismennirnir Guðmundur Bjarnason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson flytja ávörp á fundin- um. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Stjórnin. reikningum sínum ráð fyrir að 50% hækkun skilaverðs sjávar- afurða vegna tollalækkana verði um 800 milljónir króna á ári frá 1993 til 1997 en 950 milljónir eftir 1997. Á móti þessum tekjuauka þjóðarbúsins vegna viðskipta- samninga komi síðan margvísleg- ur kostnaður sem sé EES-aðild- inni samfara. í útreikningum sín- um gerir Hannes ráð fyrir að kostnaður vegna ferða og funda verði um 150 milljónir króna til 1997 en allt að 200 milljónum eft- ir það. Þýðingar- og prentkostn- aður verði um 150 milljónir á ári og árgjöld til EFTA nemi um 35 milljónum. Pá telur Hannes að hækkun fastakostnaðar í Brussel verði um 20 milljónir króna og nýir fulltrúar fagráðuneyta í Brussel muni kosta allt að 70 milljónum á ári. Aukinn stjórn- sýslukostnaður í Reykjavík verði um 100 milljónir króna á ári og aðildargjöld og kostnaður vegna fulltrúa hjá EES-ráðinu og marg- víslegra nefndarstarfa, meðal annars vegna eftirlitsnefndar og dómstóls EFTA verði allt að 400 milljónum króna. ÞI mikið af allskyns fyrirvörum ein- kenni marga gjörninga þeirra. Varðandi EES-samninginn brygði hins vegar svo við að engir fyrirvarar væru settir utan einn allsherjar fyrirvari sem engan veginn sé víst að haldi þegar á reynir. Pétur sagði að þau efni samn- ingsins sem snertu landbúnaðinn væru efst í sínum huga. í samn- ingnum væri engin trygging fyrir því að erlendir aðilar geti ekki keypt land og bújarðir hér á landi og takmarkanir sem rætt væri um væru haldlitlar. Pétur nefndi bú- setuskilyrði ef aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins keyptu landi á íslandi og taldi það geta snúist í höndum manna því margir aðilar hér á landi ættu þegar lönd og jarðir án þess að búa á þeim. FJann nefndi sem dæmi að bændur ættu eyðijarðir og hvernig færi þá með eignarrétt þeirra ef fullnægja yrði búsetu- skilyrði vegna eignarhalds á landi. Þá ræddi Pétur um innflutning á landbúnaðarafurðum og kvað menn hafa ákveðnar efasemdir um að unnt verði að takmarka þær eins og talsmenn EES-samn- ingsins láta í veðri vaka. Erfitt geti reynst að verja innlenda landbúnaðarframleiðslu með inn- flutningsgjöldum ef ekki megi nota hærri gjöld en notuð voru á árinu 1991. Á því ári hefði engin gjaldtaka farið fram af ýmsum vörutegundum vegna þess að þær hafi ekki verið fluttar inn. Pétur sagði að sú þróun er nú ætti sér stað í alþjóðastjórnmál- um - fall Maastrichtsamkomu- lagsins í Danmörku og naumur sigur þess í Frakklandi bentu ein- dregið til að almenningur í Evrópu væri í auknum mæli að snúast gegn þeim samruna þjóða sem stjórnmálamenn berjist fyrir. Þeir virðist ekki lifa í sama umhverfi - ekki vera í nægum tengslum við kjósendur sína en hrærast þess í stað í heimi embættismanna. Pétur ræddi einnig um hvaða stjórnmálaflokkar hefðu aðild að Evrópska efnahagssvæðinu á stefnuskrá sinni og varpaði þeirri spurningu fram hvort slík aðild hefði verið samþykkt á lands- Pétur Helgason. fundum eða flokksþingum ein- stakra flokka. Hann vitnaði síðan í ræðu Sigurðar Helgasonar á Akureyrarfundinum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið væri verið að taka nánast allt ákvörðunarvald af íslendingum í þeim málum er samningurinn næði til því bera ætti allar ákvarðanir undir erlendar eftirlitsstofnanir. Því sé forkastanlegt að segja að samn- ingurinn brjóti ekki í bága við stjórnarskrána eins og fram komi í áliti þeirra þriggja lögfræðinga sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta samninginn með tilliti til stjórnarskrár lýðveldisins. Með þeim yfirlýsingum sé einnig verið að hafna álitsgerð Guðmundar Alfreðssonar, þjóðréttarfræðings og segja að hann geti ekki haft rétt fyrir sér. Pétur sagði að svo virtist að almenningur væri hikandi við að láta í ljós andstöðu við EES- samninginn - ef til vill teldi fólk sig ekki þekkja nægjanlega til málsins. „Ef til vill er þjóðin farin að trúa Jóni Baldvin að hún sé svo vitlaus að hún hafi ekkert um málið að segja. Ég sætti mig ekki við að ekki sé hægt að gera við- skiptasamninga án þess að þeir taki einnig til stjórnarfarslegra atriða,“ sagði Pétur Helgason. ÞI Undirskriftasöíammi gengur vel - en okkur vantar fleira fólk til starfa, segir Málmfríður Sigurðardóttir „Undirskriftasöfnunin hefur gengið mjög vel og margir styðja okkar málstað,“ sagði Málmfríð- ur Sigurðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, og einn af félög- um í Samstöðu, að loknum fund- um samtakanna á Húsavík og á Akureyri. „Enn er þó eftir að fara í allmörg hverfi á Akureyri og lýsi ég eftir fólki til að taka þátt í þessu með okkur,“ sagði Málmfríður en undirskriftasöfn- un á vegum Samstöðu gegn fyrir- huguðum samningi um Evrópska efnahagssvæðið hefur farið fram að undanförnu. Málmfríður sagði að margir hefðu tekið þeim sem farið hafa um með undirskriftalistana mjög vel og jafnvel bent á vini og kunningja sem hefðu áhuga á að skrifa undir. Einnig bæri nokkuð á að fólk teldi sig ekki hafa Málmfríður Sigurðurdóttir. myndað sér skoðun á málinu og sumir teldu að um svo flókin mál væri að ræða að þeir hefðu ekki aðstöðu til að meta þau í raunsæju ljósi. Ef til vill væru þeir farnir að trúa þeim áróðri að samningur- inn skipti almenning engu beinu máli - væri aðeins til hagsbóta fyrir efnahagslífið í heild. Sann- leikurinn væri hinsvegar sá að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið skipti hvert einasta mannsbarn máli. Hann hefði alls- staðar áhrif. Málmfríður kvaðst efast um að fjárhagslegur ágóði af inngöngunni í Evrópska efna- hagssvæðið yrði neinn þegar kostnaður við þátttökuna væri dreginn frá og vitnaði meðal ann- ars til útreikninga Hannesar Jónssonar í því sambandi. Málm- fríður vitnaði einnig til erindis Sigurðar Helgasonar á fundinum á Akureyri og kvað hann hafa komið víða við og bent á mörg atriði í samningnum er varast bæri. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.