Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 15. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Pólitísk þröngsýni Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið skipaði verulegt rúm í stefnuræðu forsætisráðherra, sem hann flutti þjóðinni frá Alþingi á mánudagskvöld. Hann sagði að bærum við gæfu til að staðfesta þá samningsgjörð myndu okkur opnast ýmsir möguleikar á nýju ári og tæki- færi sem þá byðust þjóðinni væru óumdeilanlega mikils virði. Forsætisráðherra skammaði stjórnarandstöðuna fyrir undanlátssemi gagnvart samningnum og kvað tvo af þremur stjórnarandstöðuflokkum skulda þjóðinni skýringar þar sem talsmenn þeirra hafa dregið í efa að við getum samþykkt samninginn eins og hann nú liggur fyrir án samræmingar við stjórnarskrána og án þess að leggja hann í dóm þjóðarinnar. Að öðru leyti hafði forsætisráðherrann harla lítið til málanna að leggja varðandi þá erfiðleika sem þjóðin verður nú að glíma við. Hann kvað tíma kominn til að ríkisstjórnin líti í eigin barm, skoði hvort afskipti hennar af fjölmörgum þáttum mannlífsins séu ekki gagnslaus í besta falli en til stórra trafala í versta falli. Á skýrari hátt gat hann ekki undirstrikað þá stefnu ríkisstjórnarinnar að afskiptaleysi hennar sé besti kosturinn þegar atvinnu- vegir landsmanna eru að bresta og fjöldi þess fólks sem þarf að sækja atvinnuleysisbætur eykst dag frá degi. Forsætisráðherra sagði þá venju hafa viðgengist hjá okkur að setja reglugerðir um alla skapaða hluti. Hætta sé á að þær standi áfram þótt ástæður kunni að vera á bak og burt eða hafi jafnvel aldrei verið til. Þetta lætur forsætisráðherra sér um munn fara á Alþingi á sama tíma og hann ásamt hluta flokksbræðra sinna og samstarfs- flokki í ríkisstjórn leggur til að þúsundir reglugerða Evrópubandalagsins, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið felur í sér, verði samþykktar án þess að þjóðin fái neitt um það að segja. Um horfur í atvinnulífi landsmanna sagði forsætisráð- herra meðal annars að tekjur í landbúnaðarhéruðunum minnkuðu vegna samdráttar í sauðfjárrækt og væri það áhyggjuefni ef ekki tækist þannig til að tekjur þeirra, sem áfram stunda þá búgrein yrðu bærilegar. í sjávarútvegi muni minni afli draga úr vinnu og fjölgun frystitogara minnki hráefni til fiskvinnslunnar enn meir. Því þurfi að jafna svo sem verða megi starfsskilyrði milli landvinnslu og sjóvinnslu. Almennara orðalag var tæpast unnt að velja af hálfu ríkisstjórnar landsins um alvarlegan vanda hinna hefðbundnu atvinnuvega. í þeim felast að vísu nokkrar áhyggjur af framvindu mála en allar vonir um að reynt verði að berjast á móti eru víðs fjarri. Hvergi er varpað fram hugmyndum til lausnar aðsteðjandi vanda eða leiðum til að mynda það rekstrarumhverfi sem atvinnuvegunum er nauðsynlegt eigi þeir að geta skapað þjóðinni atvinnu, útflutningsverðmæti og lífsskilyrði. Slíkt er þó óumdeilanlegt verkefni stjórnvalda jafnvel þótt þau telji aðstoð við einstakar atvinnugreinar af hinu vonda. Ef ríkisstjórnin er ekki úrræðalaus þá skortir hana allan vilja. Annað verður ekki lesið úr stefnuræðu forsætisráð- herra eða ummælum talsmanna stjórnarflokkanna. Ríkis- stjórnin hefur sett traust sitt á samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Hann á að bjarga þjóðinni út úr þeim vanda sem pólitísk þröngsýni meinar stjórnvöldum að leysa. ÞI Frímerki Sigurður H. Þorsteinsson Kvenfélagið Framuðin tsjWiöOtkBU cOElk Kvindeforeningen FREMTIDEN, Akureyri 1934 Mand i nationaldragt - og kirke, bl&, utakket 15o,oo 1935 Portræt af fisker, grá/sort bl& baggrund (forbehold oprindelse) *■ 1936 Kvinde og barn i solnedgang, gul/sort (forbehold oprindelse) téte-béche, lodret par 1937 Pige og Juletræ, brun/gren kunstneri Stefan Jonsson 1938 Pige med trompet, flerfarvet kunstner: Stefan Jonsson 1939 som 1938 - uden Arstal fejltryk: plet ved tekst loo.oo 2oo,oo 100,00 250,00 15o,o 125,oo 15o,oo Síðan úr erlendum jólamerkjalista, þar sem fjallað er um gömul jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri. Félagið viðheldur enn þeim sið að gefa út sérstakt jólamerki ár hvert. Það er ekki langt þar til fer að 1 koma að útgáfu jólamerkja, fyrir jólin 1992 og notkun á jólakort og bréf til vina og vandamanna. Þá eru auk þess orðnir nokkuð margir sem safna jólamerkjum sérstaklega, eða jafnvel frímerkja- safnarar, sem safna jólamerkjum sem eins konar hliðargrein. Er- lendis eru til sérstakir klúbbar jólamerkjasafnara, jafnvel sam-i tök slíkra klúbba, rétt eins og samtök klúbba frímerkjasafnara. Meðal þeirra aðila er hafa gef- ið út jólamerki hér á landi, er Kvenfélagið Framtíðin á Akur- eyri. Þessi félagsskapur hefir gef- ið út jólamerki allt frá því snemma á fjórða áratugnum, eða nánar tiltekið frá 1934, að út kom jólamerki með mynd af manni í þjóðbúningi. Segir frá þessu í upplýsingum, sem ég vil sérstak- lega þakka frú Margréti Kröyer fyrir að veita mér, til undirbún- ings þessum þætti. Fyrstu jólamerkin munu hafa verið bæði teiknuð og prentuð í Danmörku, en síðan tók Stefán Jónsson að teikna merkin og þau voru prentuð hér heima. Stefán og frú Alice Sigurðsson hafa teiknað flest jólamerkjanna, sem Framtíðin hefir gefið út. Þó hefir Örlygur Sigurðsson teiknað a.m.k. eitt merkjanna, 1948. Kristinn Jóhannsson, 1971. Ragnheiður Valgarðsdóttir 1973 og 1974. Eiríkur Smith 1975. Ragnar Páll 1976. Fanny Hauks- dóttir 1977, Jakob Hafstein 1978. Einar Helgason 1980 og Guð- mundur Baldursson 1981, svo raktir séu þeir er ég hefi heimildir um. í afmælisriti, sem Steindór Steindórsson skrifar og kemur út á fimmtugsafmæli félagsins þann 13. janúar 1944, segir m.a. um samþykktir á aðalfundi 15. febrúar 1923. „Var á því ári tekið að vinna fyrir sjóðinn bæði með merkjasölu og á annan hátt, svo að hann var rúmar 2000 kr. í árs- lok 1923.“ Þetta er þá upphaf að merkja- sölu. Hefir þarna vafalítið verið um barmmerki að ræða. Síðar kemur svo að jólamerkjaútgáf- unni. í upplýsingum þeim, sem frú Margrét sendi mér, er þess getið að jólamerki alit frá árinu 1957, fram á þennan dag séu enn fáan- leg. Kosta þau frá 15-50 krónur stykkið og 160-480 krónur örkin. Má af þessu sjá að auðvelt er enn að eignast þessi merki og ódýrt. Upphaflega fór fé það sem á þennan hátt var safnað, til að styðja byggingu elliheimilis á Akureyri. Þegar því marki var náð var svo farið að styðja við byggingu og síðar viðhald og starfsemi á Fjórðungssjúkrahús- inu, svo sjá má að verðug verk- efni hafa verið valin. Það þarf tæplega að hvetja Akureyringa til að kaupa þessi jólamerki og veita þar með stuðning góðum málefnum sem Framtfðin berst fyrir, en aðra les- endur þáttarins vil ég sérstaklega hvetja til að taka þátt í skemmti- legri söfnun, því að safnarinn er ekki síður að gleðja sjálfan sig en þá sem hann styður með kaupum merkjanna. Jólamerkin, sem gefin eru út á Akureyri eru skráð í norrænum og alþjóðlegum jólamerkjaverð- listum, svo sem Green verðlistan- um ameríska og Nordisk Jule- mærke Katalog. Þá hefir undirrit- aður gert skrár yfir þessi merki sem komið hafa m.a. í íslensk frímerki, en nokkuð langt er síð- an það var. Það er því að verða full þörf að endurnýja þá skrán- ingu, ef til vill mætti prenta hana hér í þættinum, seinna í vetur. Þætti mér gaman að heyra álit lesenda á því. Sigurður H. Þorsteinsson. Norðurlandsmótið í Karaokesöng: Elísabet og Gunnlaugur komin í úrslit - önnur umferð af sex fer fram í kvöld Síðastliðið fínimtudagskvöld hófst í Kjallaranum á Akureyri Norðurlandsmótið í Karaoke- söng. Sjö söngvarar mættu til leiks og segja má að þeir hafí sungið sig inn í hjörtu áheyr- enda sem tóku vel undir og skemmtu sér hið besta. Tveir af þeim sjö söngvurum sem kepptu á fimmtudagskvöldið komust áfram í úrslitakeppnina, sem haldin verður föstudaginn 27. nóvember næstkomandi. Elísabet Hjálmarsdóttir söng lag- ið „Greatest love of all“, sem er betur þekkt í flutningi Whitneyar Huston, og Gunnlaugur Sigur- geirsson söng lagið „Rose“. Glæsileg verðlaun verða veitt á úrslitakvöldi Norðurlandsmóts- ins. Sigurvegarinn fær geislaspil- ara frá Pioneer í verðlaun frá Hljómbæ og Hljómdeild KEA og auk þess þátttökurétt í íslands- meistaramótinu í Karaokesöng, sem haldið verður á skemmti- staðnum Ölveri í Reykjavík 3. desember nk. Fyrir annað og þriðja sætið verða veitt hljóm- plötuverðlaun frá Hljómdeild KEA. Önnur umferð af sex fer fram í Kjallaranum í kvöld og hefst hún kl. 22.00. Skráning í keppnina fer fram í Sjallanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.